Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 — Minning Valdimar Fra' um við að reyna, svo sem hjálp- semi hans og lífsgleði. Alltaf var hann reiðubúinn að leysa vanda okkar sem annarra. Valli var með afbrigðum duglegur og svo fjöl- hæfur að allt lék í höndum hans. Hjá honum fengu óskyldustu verkefni farsælustu lausn. Heimili frænda okkar var gott heim að sækja og eigum við þaðan margar góðar minningar af rausn- arlegum móttökum og ánægjuleg- um stundum. Við vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Missir hennar er sannarlega mikill. Nokkur er þó huggun harmi gegn. Guð skóp ekki aðeins hverf- ult og dauðlegt efnið, heldur einn- ig andann. Sálin hans Valla frænda okkar lifir og hefur nú aðeins breytt um verustað. Valli býr nú þar, sem aldrei dimmir og aíltaf er birta í eilifum friði. Við eigum öll eftir að hitta hann að nýju. Systkinabörn. Einn af þekktari bifreiðastjór- um í borginni, Valdimar Einars- son, lést á Borgarspítalanum laug- ardaginn 10. desember sl. vegna afleiðinga bifreiðaslyss á Vestur- landsvegi fyrr um daginn. Hans er nú sárt saknað af vin- um og vandamönnum. Mér er kunnugt um að fjölmargir þeirra, sem hann kenndi bifreiðaakstur, af einstakri natni og nærgætni, virtu hann og mátu að verðleik- um. Þó að prófi væri lokið og áfanganum náð, var oft eins og hann vildi ekki alveg sleppa af þeim hendinni, enda eignaðist hann marga góða kunningja í gegnum starf sitt. Valdimar var fæddur að Neðra- dal í Biskupstungum, sonur hjón- anna Einars Grímssonar • frá Þórarinsstöðum í Hrunamanna- hreppi og Kristjönu Kristjáns- dóttur frá Heysholti í Landssveit, sem þar bjuggu. Þau hjónin Kristjana og Einar eignuðust 9 börn, sem öll komust til fullorð- insára, nema eitt, sem dó ungt. Son sinn Grím misstu þau 1944. Eftirlifandi eru: Armann Kr., rit- höfundur, kvæntur Guðrúnu Runólfsdóttur, Jón, bóndi í SKEMMTARIN UndratækiÖ frá WB BALDWIN er jólagjöf allrar fjölskyldunnar Hljóðfæraverzlun P^LMhRS Borgartúni 29 Sími 32845 1977 J BÆKURNAR [ OKKAR 1977 GÍSU JóNSSON 0G GÍSLIJÓNSSON: KONUR OG KOSNINGAR Sagan um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti. LJÓÐ DAVÍÐS STEFÁNSSONAR FRÁ FAGRASKÓGI, úrval Ólafur Briem menntaskólakennari hefur búið til prentunar. ■•SssT SMALAVÍSUR Síðustu Ijóð ÞORSTEINS VALDI- MARSSONAR sem lést í sumar. Bókin eykur enn orðstír þessa sérstæða og listræna skálds er samræmdi ógleymanlega frum- leik og hagleik í kvæðum sínum. Smábvbur ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR: UNGVERJALAND OG RÚMENÍA Nýtt bindi í bókaflokknum Lönd og lýði, en í honum eru nú komín út 21 rit. W. ‘ ^jHm^ ' ' J!''& POUL VAD: HIN LÍTILÞÆGU Úlfur Hjörvar þýddi. Skáldsaga eftir einn af snjöllustu nútímahöfundum Dana. Hún lýsir ungu en rótslitnu fólki í Kaup- mannahöfn, sálarlífi þess, ein- semd og örlögum. Dr. VALDIMAR J. EYLANDS: ÍSLENSK KRISTNI j VESTURHEIMI Bók um trúarlíf og trúardeilur Vestur-íslendinga með formála eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. ' ; ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS V. Dr. HALLGRÍMUR HELGASON: TÓNMENNTIR A—K Fyrra bindi Tónmennta. EINAR LAXNESS: ÍSLANDSSAGA L-Ö Síðara bindi (slandssögunnar. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálhottsstíg 7 - Reykjavík -Sími: 13652 Neðradal, kvæntur Aðalheiði Guðmundsdóttur, Arsæll, lög- regluvarðstjóri, kvæntur Guð- mundu Guðmundsdóttur, Guð- rún, húsfrú, gift Elíasi Jónssyni, birgðaverði Oddgeir,. bifreiða- stjóri, kvæntur Pálínu Sigurðar- dóttur, Hólmfrlður, kaupkona, gift Jóni Jónssyni, skrifstofu- stjóra. Systkini Valdimars eru traust og vandað fólk, og minnast vinir þeirra I dag margra ánægjulegra samverustunda á heimili hans á liðnum árum. Valdimar flutti ungur til Reykjavíkur og hóf snemma bif- reiðaakstur. Það var gæfuspor þegar hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Þuríði Sigurjóns- dóttur frá Hvammi undir Eyja- fjöllum. Sambúð þeirra var far- sæl og eignuðust þau fimm börn sem eru: Tryggvi Rafn, húsasmið- ur, f. ‘47, kvæntur Sigrúr.u Bjarnadóttur. Þau eiga 3 börn og eru búsett í Reykjavík. Grímur Þór, doktor í gerlafræði, f. ‘50, kvæntur Kristínu Jónsdóttur. Þau eiga 3 börn og eru búsett í Reykjavík. Ulfar Örn, auglýsinga- teiknari, f. ‘52, kvæntur Sigriði Halldórsdóttur. Þau eiga 1 barn og eru búsett í Stokkhólmi. Anna Sigriður og Einar Sigurjón, tví- burar, f. ‘60. Þau eru við nám og búa i foreldrahúsum. Börnin hafa notið traustrar handleiðslu samhentra foreldra og hefur það best sést á því, hve mikla ræktarsemi bræðurnir, sem heiman eru fluttir, hafa sýnt heimili foreldra sinna, enda þar gott að koma og leita ráða. Valdimar var mannblendinn maður og átti mjög gott með að umgangast fólk. Hann var mjög ljúfur í allri umgengni og skap- góður. Undir bjó þó mikil skap- festa og mótaðar skoðanir á flest- um málum. Hann kunni manna best að rökræða hvert mál og þótt hann væri á öndverðum meiði, sló hann gjarnan á léttari strengi til að særa engan. Stundum var hann allt að þvi dulur og þá notaði hann fá orð. Það var þegar hann gat gert ein- hverjum stóran greiða. Þá sagði hann gjarnan, „Við tölum ekkert um þetta“. Fyrir nokkrum dögum sátum við tveir inni hjá honum og rædd- um saman. Fann ég þá sérstaka þörf hjá mér til að ræða þennan eiginleika hans. Þá brosti hann örlítið og mælti lágum, hlýlegum rómi, „það er svo gott að geta treyst einhverjum“. Þá fann ég að málið var útrætt. Við nágrannar Valdimars mun- um sakna hans. Hverfið okkar er ekki það sama, eftir ótímabært fráfall hans. Þegar við förum framhjá hornhúsinu á Gnoðar- vogi og Langholtsvegi, þar sem Fríða systir hans rekur verzlun- ina Kjalfell, sem þau áttu saman, þá ósjálfrátt gáum við að Valdi- mar og bílnum hans, þvi að svo tengdur var hann þessu hverfi. I húsinu að Gnoðarvogi 78 hafa þau Þuríður og Valdimar búið frá því það var byggt, ásamt Pálinu og Oddgeiri, bróður Valdimars, og þar hafa þau að mestu alið upp sín börn. Þar var gestkvæmt og þar var gott að koma. Fólk hafði á tilfinningunni að ekkert væri sjálfsagðara, en setjast að matar- eða kaffiborði fyrirvaralaust, enda Þuríður með afbrigöum skapgóð og myndarleg húsfreyja. Það eru ekki í hverju húsi heim- ili, sem eru rekin eins og höfð- ingjasetur, opin fyrir vini og vandamenn, jafnt að nóttu sem degi. Að lokum þakka ég vini mínum, Valdimar, fyri góð kynni í 18 ár, sem enginn skuggi feilur á. Ég og fjölskylda mín vottum Þuriði, börnunum og öðrum að- standendum Valdimars innilega samúð. Megi minningin um góðan dreng lengi Iifa. Guðmundur Snorrason AUGLÝSINGASÍMtNN ER: 22480 jnerðtmblnþiti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.