Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 29 Sveiflur Sigurður Jóhannsson: Skammstafanir. Reykjavík 1977. HÖFUNDUR þessarar bókar er töluverður gárungi. Hann yrkir í senn á islensku og ensku og fæst við ýmiskonar tilraunir með orð og texta. Einnig eru myndir i bók- inni, liklega eftir hann, ekki svo galnar þegar á allt er litið, t.d. nýja myndasagan á bls. 27. Á víð og dreif um síður þessar- ar bókar eru skemmtilegar setn- ingar, fyndnar athuganir. Sumt er heldur dapurlegt. Það er auð- velt að gefa einkunn eins og skáldefni, en það er líklega út í hött. Ef til vill fer bókin í taug- arnar á alvörugefnu fólki. Léttúð min hefur aftur á móti af henni gaman. Enskumælandi vinur minn seg- ir að enskur texti bókarinnar sé hnyttinn. Um það ætla ég ekki að dæma. Ég grip niður í bókina og rekst á þennan íslenska texta. svona dagar ættu ekki að vera til himinn vinur minn k.vrrð frændkona snjór húseta vkkar og gaddfrost allt f kring Bókmenntlr eftir JOHANN HJÁLMARSSON sól hleyptu mér inn Ijós hvítt skýrt guð ég gæti ekki án vkkar verið. Sum ljóðanna eru líkt og kunn- ingjabréf: „hæ/ ég bý hér í húsi sem snýr baki við/ sólinni". Og síðar: „(grasið bragðaðist eins og gamlir/ dagar: svona var ég, lít- ill,/ fannst sítrónur góðar og vissi/ afhverju:)“. Enn: „nei í alvöru/ ég hef lifað dægurlaga- lífi/ ræktað minn garð og hugsað/ ekki út fyrir landsteina:". Þannig er haldið áfram að yrkja um „sveiflur í mér“. Nokkur svokölluð konkret Ijóð eru í bókinni, meðal þeirra stand- ard blús þar sem setningin „við erum fátæk þjóð“ er endurtekin ellefu sinnum og lýkur á viðbót- inni „með stórt átak“. Þetta er texti sem stendur fyrir sínu. Þessar ungu stúlkur efndu fyrir skömmu til hlutaveltu til ágóða fvrir sundlaugarbyggingu Sjálfsbjargar, Iandssambands fatlaðra, og söfnuðust 5000 krónur. Stúlkurnar heita Ásdís Ásmundsdóttir og Ingibjörg Baldursdóttir. Nýtt grill í Kópavogi NÝLEGA var opnuð ný grillstofa, Nestisborg, í Hamraborg 4, Kópavogi. Þar er selt smurt brauð, brauðtertur, pizza, heitar og kaldar samlokur, ham- borgarar, franskar kartöfl- ur, ís, milkshake, öl, gos- drykkir og sitthvað fleira. Nestisborg er í nýju, smekklegu húsnæði. Hluta- félag rekur staðinn; í stjórn þess eru Aðalheiður Jónsdóttir, Kristveig Jóns- dóttir og Sigríður Gunnars- dóttir. Dyr vanans Poul Vad: HIN LÍTILÞÆGU. Ulfur Hjörvar íslenskaði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1977. t HIN LITILÞÆGU segir frá fjöl- skylduföðurnum Hinrik og fleira fólki í Kaupmannahöfn. I borg- aralegu öryggi sínu er hann grip- inn þeirri tilfinningu „að þessi tilvera sem innihélt svo mikla grósku, líf, heilbrigði væri líka takmörkuð. Hún var ekki bara hlý og örugg og góð, veröldin sem hann sat í, hún var líka þröng, Bókmenntir eftir JÖHANN HJÁLMARSSON einkennilega lukt um sjálfa sig, innibyrgð, einangruð“. I Hin lítilþægu dregur danski höfundurinn Poul Vad upp hnit- miðaða mynd af fremur ráðvilltu fólki, fólki sem ekki veit eftir hverju það er að keppa, telur sig firrt, en er í raun ósköp borgara- legt. Þetta fólk leyfir sér ýmislegt og verður fyrir ýmsu sem ekki skilur eftir beinlínis hugljúfar minningar, en þegar búið er að sleppa fram af- sér beislinu er aftur horfið inn um dyr vanans. Poul Vad tekst afbragðsvel að lýsa lífi þessa fólks og þá ekki síst umhverfi þess. Hann er einn af hinum mörgu kunnáttusömu dönsku skáldsagnahöfundum, hefur lært sitthvað af evrópskum nýjungamönnum i sagnagerð, en er yfirleitt raunsær. Hin litilþægu er dæmi um raunsæa sagnagerð. Stíll hennar er hraður, stefnir beint að ákveðnu marki og er án málalenginga. Dæmi um aðferð Vads er upphaf bókarinnar: „Það var Súsanna sem opnaði þegar Hinrik hringdi dyrabjöll- unni, hún vék til hliðar og hleypti honum inn í forstofuna. Hann lagði frá sér skjalatöskuna og fór úr frakkanum, þau sögðu ekki neitt, Súsanna horfði á hann og hann þóttist verða var við eftir- væntingu hjá henni, hann varð víst líka sjálfur eftirvæntingar- fullur. Þau þekktust ekki að ráði, höfðu rétt aðeins hist hér hjá Brumme nokkrum sinnum áður, höfðu ekki talað saman, aðeins horft hvort á annað, skynjað hvort annað, en það hafði nægt til þess að milli þeirra ríkti eftir- vænting nú þegar-hann enn einu sinni var kominn hingað og fór úr frakkanum og hengdi hann á snaga“. Það hefur verið vandi að þýða þessa bók, en mér virðist Úlfi Hjörvar hafa tekist það vel. Efnt til jólaumferðar- getraunar fyrir skólabörn Barnaslysum hefur stórfækkað á þessu ári ÞESSA dagana er lögreglan í Reykjavík og umferðarnefnd Reykja- vikur að senda til allra skólabarna í Reykjavík á aldrinum 6—12 ára itraun um umferðarmál Börnin fá traunablaðið afhent i skóla sinum ara með það heim og svara spurn- ingunum oft með aðstoð annarra á heimilmu Það er von þeirra sem standa að getrauninni að hún veki umræður um umferðarmál hjá fjöl- skyldunni og þær verði til góðs fyrir unga sem aldna Getraunablaðinu á að skila í póst- kassa sem eru i öllum lyfjabúðum og á lögreglustöðvum Skilafrestur laumfera er til kl 22:00 á Þorláksmessu en þá um kvoldið draga tveir skólastjór- ar barnaskóla Reykjavikur út vinn- inga úr réttum svörum Vinningarnir eru 175 glæsilegar litprentaðar barnabækur og munu lögregluþjón- ar færa hmum heppnu verðlaunm heim á aðfangadag Um leið og öllum þátttakendum i getrauninm er óskað gleðilegra jóla skal vekja athygli á þeirri þróun að i Reykjavik hefur slysum á börnum fækkað verulega Á fyrstu 1 1 mánuðum ársins 1976 slösuðust 37 börn í umferðinni i Reykjavik Á Framhald á bls. 30. Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar Hljómplata með alla Líf og íjör á sjöttu hæð VISSUÐ ÞIÐ.... að þó Guðjón Matthíasson, sé einkum þekktur sem harmonikkuleikari og höfund- ur margra vinsælla dægurlaga og texta þá hefur Guðjón stundað dægurlagasöng á dansleikjum allt frá því hann kom fyrst fram sem dægurlagasöngvari á „kaba- rett"-skemmtun í Austurbæjarbíói, fyrir CXT- o< 15 árum. Guðjón hefur leikið inn á margar hljómplötur, auk þess að koma fram i útvarpi og sjónvarpi, en aldrei hefur hann sungið inn á hljómplötu fyrr en nú. Hér syngur Guðjón 8 þekkt lög, sem alltaf hafa reynst jafn vinsæl á böllum hjá hon- um í gegnum árin. Á.Á. Hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.