Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 + Faðir okkar RAGNAR GUOLAUGSSON, bryti sem lést sunnudaginn 1 1 desember verður jarðsunginn þriðjudaginn 20 desember kl 3 frá Fossvogskirkju Blóm og kransar afbeðnir, þeim sem vildu minnast hans er bent á Liknarstofnanir Börnin. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, bróðir og afi, GUOMUNDUR B GUÐMUNDSSON, Hringbraut 42, Hafnarfirði lézt þann 1 6 desember á Borgarspítalanum Vtgdis Guðbrandsdóttir, börn, tengdabörn, fósturbörn, systir og barnabörn hins látna. HÖRÐUR ÓLAFSSON, Skarphéðinsgötu 20, andaðist 14 desember Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 2 1 desember kl 1 3.30 Steinar Harðarson, Ingibjörg Helgadóttir, systkini og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir. tengdafaðir og afi, VALDIMAR EINARSSON bifreiðarstjóri, Gnoðarvogi 78, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. mánudaginn 19 desember kl 13 30 Þuríður Sigurjónsdóttir Tryggvi R. Valdimarsson, Sigrún K. Bjarnadóttir, Grímur Þ. Valdimarsson, Kristín Jónsdóttir, Úlfar Ö. Valdimarsson, Sigrfður Halldórsdóttir, Anna S. Valdimarsdóttir, Einar S. Valdimarsson, og barnaborn + GUNNLAUGUR ILLUGASON fv. skipstjóri verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 19 des kl 10 30 Kristófer Eyjólfsson Útför + INGIBJARGAR H. GESTSDÓTTUR Leifsgötu 8. fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 19 des. kl 3 e h Kristófer Kristófersson, Kristrún Kristófersdóttir, Bjarni Kristóf^rsson, Guðbjartur Kristófersson. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa. ÞORGRÍMS ST. EYJÓLFSSONAR forstjóra, Hafnargötu 42, Keflavik, verður gerð frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 19 desember kl 2 e h Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag íslands Eiríka G. Árnadóttir, Anna Þorgrimsdóttir, Ásgrímur Pálsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Árni Þ. Þorgrímsson. og barnabörn. Útför ÁSBJARNAR ÓLAFSSONAR stórkaupmanns Borgartúni 33, verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20 des kl. 1 0 30 f.h. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Styrktarfélag vangef- inna Dagbjört Eyjólfsdóttir, Unnur Gréta Ásbjarnardóttir, Ólafia Ásbjarnardóttir, Björn Guðmundsson. ÞorgrímurSt Eyjólfs- son, Keflavík -Mimúng F. 2. maí 1905. D. 12. desember 1977. Hinn 12. þ.m. andaðist á Land- spítalanum í Reykjavík Þorgrím- ur St. Eyjólfsson, forstjóri í Keflavík. Þeim, sem til þekktu, kom þessi andlátsfregn eigi alls á óvart, þvi um alllangt skeið átti Þorgrímur við vanheilsu að stríða, þó hann gerði ekki mikið úr henni, og léti hana í lengstu lög ekki hamla störfum sinum. En svo var þó komið, að á sl. sumri og hausti varð hann alloft að leggjast á sjúkrahús, og enda þótt hann kæmi heim öðru hvoru, og færi þá svo lengi til vinnu sinnar, sem hann var rólfær, og þó hann neit- aði í lengstu Iög sjálfur að viður- kenna ósigur og uppgjöf, þá fékk hann þó ekki leynt vandamenn sina og vini þvi sem óumflýjan- legt var. Eitt sinn skal hver deyja, og lögmáli dauðans varð Þorgrim- ur að lúta, enda þótt hann beitti svo lengi sem stætt var upp í vindinn af fádæma karlmennsku og með hnittiyrði á vörum, svo sem hann átti vanda til heilbrigð- ur. Hann lét ekki af því að segja skemmtilegar sögur eða að sjá það hlægilega í hversdagsleikan- um, enda þótt hann stæði sjálfur í síðasta bardaganum. „Það er verst, að hann Þorgrím- ur getur ekki verið með, hann er svo skemmtilegur", sagði 10 ára sonur minn, þegar við urðum að fara í veiðiferð í sumar án hans. Það voru ekki siður börn en full- orónir, sem fundu fyrir ánægj- unni og léttleikanum í nærvist hans. Þorgrímur kunni ávallt vel við sig í glöðum hópi, og var þá að jafnaði hrókur alls fagnaðar. Hann gerði sér ugglaust ljós sann- indi þau er felast i orðum þjóð- skáldsins Einars Beíiediktssonar, „Maðurinn einn er ei nema hálf- ur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur", og að þau ættu jafn vel við, hvort heldur var í gleð- skap eða í alvöru lífsbaráttunnar. Þorgrímur var fæddur 2. mai 1905 að Borgum í Nesjum, A- Skaftafellssýslu, af skaftfellskum ættum, en frá 2ja ára aldri ólst hann upp hér i Keflavík, hjá merkishjónunum Þorgrimi lækni Þórðarsyni og konu hans Jóhönnu Knudsen. Hér í Keflavik ól hann siðan aldur sinn svo til óslitið eða ef frá eru talin námsárin, bæði innlendis og erlendis. Hann var þvi Suðurnesjamaður í orði og æði. Hér var allt starf hans og lif. Hér setti hann um áratugaskeið svip sinn á lif og sögu bæjarins og héraðsins alls, enda kom hann viða við, bæði á vettvangi athafna og fram- kvæmda — um árabil rak hann umfangsmikla verzlun, útgerð og alhliða fiskiðnað og var þar meðal brautryðjenda i hraðfrystingu fisks. En auk þess tók hann frá unga aldri mikinn og virkan þátt í félagsmálastörfum, og þá aldrei sem þögull áhorfandi heldur skip- aði hann sér ávallt í forustusveit- ina. Hann var um árabil í hrepps- nefnd Keflavíkur og siðar bæjar- fulltrúi í Keflavík og var þá for- seti bæjarstjórnarinnar um skeið. Honum voru falin störf í flestum mikilsverðustu nefndum á vegum bæjarfélagsins, svo sem skatta- nefnd, skólanefnd, fræðsluráði og byggingarnefnd, sem hann átti sæti i til dauðadags. Til þessara trúnaðarstarfa var Þorgrímur valinn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann var ávallt dyggur stuðningsmaður þess flokks og i forustusveit hans hér í Keflavík. Hitt er svo annað mál, að hann lét þröng flokkssjón- armið aldrei ráða afstöðu sinni til mála eða gjörðum sínum, og ég hygg að hann hafi aldrei látið nokkurn mann gjalda flokksskoð- an þeirra, hvorki f opinberum störfum sínum né einkastörfum. Þorgrímur var umboðsmaður Brunabótafélags Islands frá árinu 1938 og til dauðadags. Hann átti sæti i stjórn Vélbátatryggingar Reykjaness um árabil, og var í stjórn Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis frá stofnun þess árið 1938. Hann var í stjórn Spari- sjóðsins í Keflavik nær óslitið frá 1934 og til dauðadags, og siðustu 33 árin var hann formaður stjórn- arinnar, eða nærri helminginn af starfstíma þessarar merki stofn- unar, sem um 70 ára skeið hefur veitt Suðurnesjamönnum ómetan- lega aös'toð og fyrirgreiðslu, og er ekki að efa að þar hafa hæfileikar og mannkostir Þorgríms nýst einkar vel. Ýmsa aðra félagsstarfsemi lét Þorgrímur til sin taka, tók hann t.d. á yngri árum sínum virkan þátt í hinu merka menningar- og umbótastarfi ungmennafélags- hreyfingarinnar innan raða Ung- mannafélags Keflavíkur og var hann síðar kjörinn heiðursfélagi þess. Þegar litið er til þessarrar upp- talningar, og þó hér sé aðeins stiklað á stóru, og aðeins getið starfa sem beint voru tengd Suð- urnesjasvæðinu, þá má ljóst vera hvílíks trausts Þorgrímur naut meðal samborgara sinna, og þá fær það heldur engum dulist, hversu djúp og heillarik spor hann hefur markað í athafna- og menningarsögu Keflavíkur og ná- grennis, spor sem seint munu fyrnast. En öll þau margvíslegu störf, sem Þorgrímur hafði með hönd- um, hvort heldur var i einka- rekstri eða honum falin þau af sveitungum hans, vann hann af eftirtakanlegri eljusemi og snyrti- mennsku svo af bar, en ekki hvaó sist með ríkum skilningi og vel- vilja til allra, sem hlut áttu að. Þorgrímur kvæntist hinn 21. febrúar 1931 Eiriku Arnadóttur frá Gerðakoti í Miðneshreppi. Lif- ir hún mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra hjóna, þeim Arna Þór, flugumferðarstjóra, kvænt- um Hólmfríði Guðmundsdóttur, og eru þau búsett hér í Keflavik, og Önnu giftri Ásgrími Pálssyni, forstjóra, Stokkseyri. Ég og fjölskylda mín færum frú Eiriku, börnum hennar, tengda- + Jarðarför UNU BENJAMÍNSDÓTTUR. ferframfrá Fossvogskirkju, mánudaginn 1 9 desember kl 10 30 Pálmi Sigurðsson, Hulda Helgadóttir. + Frænka okkar. SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR fyri-verandi tannsmiSur, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20 þ m kl 13.30 Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Slysavarna- félagið Systkinabörn hinnar látnu. börnum og barnabörnum, svo og öllum vandamönnum innilegustu samúðarkveðju. T.T. Lát Þorgríms Eyjólfssonar kom okkur vinum hans ekki á óvart, því hann var búinn að vera hel- sjúkur i marga mánuði. Allan tím- ann bar hann sig eins og hetja og var jafnvel með gamanyrði á vör- um fram á síðustu stund. Þor- grimur var einn af þeim mönnum sem varð aldrei gamall, þó hann væri orðinn rúmlega sjötugur, virtist hann alltaf meóan heilsan var góð, vera á besta aldri. Þegar við hjónin fluttumst til Keflavík- ur fyrir nær 40 árum, voru þau hjón Eiríka og Þorgrímur fyrsta fólkið sem við kynntumst. Ég man það þá, að eitt af því sem vakti sérstaklega athygli mína hjá Þor- grími, var sú sérstaka prúð- mennska og kurteisi í öllu fari hans, enda hafði hann notið góðs uppeldis á miklu menningarheim- ili. Strax tókst mikil vinátta með okkur hjónum og hefur alltaf haldist síðan. Margar yndislegar stundir áttum við og börn okkar á glæsilegu heimili Eiríku og Þor- gríms. Minningarnar koma ótal margar upp í huganum frá sam- eiginlegum ferðum til útlanda, skírnir, fermingar og giftingar barna okkar og svo mætti lengi telja. Alltaf héldum við upp á gamárskvöld saman, ásamt fleiri góðum vinum og fyllist nú hugur- inn af angurværum minningum um margar góðar stundir. Þeim fækkar nú óðurn, sem settu svip á Keflavík þegar við fluttumst þangað. Ég mun alltaf minnast þessa elskulega fólks og nú síðast Þorgríms, sem var persónuleiki sem ekki gleymist. Þessir siðustu mánuðir hafa verið erfiðir vinkonu minni Eiríku og börnum þeirra, en þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum veikindin. Síðustu vikurn- ar vék Eirika ekki frá sjúkrabeði hans, nótt eða dag, og þegar sund- in kom, voru þau þar öll, hún og börnin þar til yfir lauk. Þrátt fyr- ir það að við hjónin fluttumst til Reykjavikur, slitnuðu ekki vin- áttuböndin og ekki mun ég gleyma samúð og vinfesti þeirra hjóna i veikindum mannsins mins og hvernig þau tóku þátt í öllum þeim erfiðleikum með okkur. Nú að leiðarlokum er hugurinn fullur af þakklæti fyrir að hafa átt Þorgrím að vini og ég og börn mín vottum Eiríku og allri fjöl- skyldunni okkar innilegustu samúð. Vigdís Jakobsdóttir. Deyr fé deyja frændur, de.vr sjálfur ið sama: en orðstír deyr aidregi, hveim er sér gððan getur (Hávamál) Þessi orð koma mér oft i hug, þegar frændur, vinir og vensla- menn kveðja, sem lokið hafa miklu og góðu ævistarfi. En öll erum við háð lögmálum lifs og dauða, og áður en varir er ævi- skeiðið á enda runnið. Þorgrimur Stefán Eyjólfsson, forstjóri í Keflavík, andaðist á Landspítalanum að morgni hins 12. des. s.l. og á morgun verður hann kvaddur hinstu kveðju af ættingjum, vinum og samborgur- um í Keflavíkurkirkju. Með hon- um hverfur á braut vinsæll og vel metinn Keflvíkingur, er naut virðingar og trausts samÞorgara sinni fyrir ævistarf sitt og alla framkomu. Hvar sem hann kom við sögu naut hann því mikilla vinsælda. Þorgrimur var fæddur 2. maí 1905, að Borgum í Nesjum í Austur-Skaftafellssýslu. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Eyjólfur Bjarnason og Þórdis Sigurðar- dóttir, bæði ættuð úr Skaftafells- sýslu. Var Eyjólfur frá Þykkvabæ í Landbroti í vestursýslunni, en Þórdís, kona hans, frá Bakka á Mýrum, í þeirri eystri. Eyjólfur var ráðsmaður á búi Þorgríms Þórðarsonar héraðs- læknis, er þá sat á Borgum, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.