Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 3 Guómundur H. Garðarsson: Sjóðirnir hafa fullt val- frelsi um skuldabréf akaup — en skylt að ráðstafa hluta fjármagns með beztu kjörum ÞAU ákvæði frumvarps til laga um Iánsfjáráætlun næsta árs þar sem gert er ráð fyrir að lffeyrissjóðir landsins verði skyldaðir til að verja 40% af ráðstöfunarfé sfnu til kaupa á verðtryggðum skuldabréfum fjárfestingalánasjóða. hafa orð- ið mjög umdeild og sætt gagn- rýni ýmissa forsvarsmanna líf- eyrissjóða. Morgunblaðið sneri sér til tveggja alþingismanna, sem báðir eru í forsvari f þessu efni, Guðmundar H. Garðars- sonar og Eðvarðs Sigurðssonar, og leitaði áltis þeirra á þessum ákvæðum. Guðmundur Garðarsson, for- maður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, stærsta iíf- eyrissjóðs landsins, hafði þetta að segja er hann var spurður álits á þessu ákvæði frumvarps- ins til laga um lánsfjáráætlun- ina: „Æskilegast væri auðvitað að markmiðið sem frumvarpið stefnir að bæri náð með frjáls- um samningum, en eins og mál- um er nú háttað gæti það orðið erfitt. Á landinu öllu eru lið- lega 100 lífeyrissjóðir. Geta þeirra til að fullnægja skuld- bindingu laganna er án efa mis- munandi. Kemur þar margt til álita. Ráðstöfunarfé litlu sjóð- anna og þeirra sem eru með miklar elli- og lífeyristrygging- ar hefur ekki verið mikið og svigrúm þeirra til skuldabréfa- kaupa og útlána þeirra til ann- arra takmarkast af því. Svig- rúm annarra sjóða aftur á móti er mun meira. Eftir því sem sjóðirnir eru stærri og aldurs- dreifingin hagstæðari, þ.e. stærri hluti ungt fólk, er geta sjóðanna meiri í þessum efn- um. Með tilliti til hins mikla heildarráðstöfunarfjármagns lífeyrissjóðanna og þeirrar miklu ábyrgðar og skyldu sem hvílir á þeim vegna hagsmuna lifeyrisþega annars vegar og at- vinnuvega landsmanna hins vegar, hlýtur sú spurning að vakna hvort það sé ekki skylda stjórnvalda að setja almennar reglur um stjórnun og meðferð þessa fjármagns. Það er gert í bankakerfinu. Með þessu frum- varpi er ekki verið að skylda sjóðina til að kaupa af neinum ákveðnum aðila, þeir hafa val- frelsi í þvi efni. Sjóðunum er aftur á móti upp á lagt að ávaxta ákveðinn hluta ráð- stöfunarfjármagns með beztu fáanlegum kjörum. Aðalatriðið er að með þessu frumvarpi er ekki verið að skerða getu sjóð- anna til að fullnægja megintil- gangi þeirra, sem er að ,geta greitt viðunandi lífeyri. Verðtrygging útlana til annarra en sjóðfélaga sty.rkir fjárhags- lega stöðu þeirra og færir þá nær þvi markmiði að geta greitt ellilífeyrisþegum fullan verðtryggðan elli- og örorkulíf- eyri. Eðvarð Sigurðsson, formaður Sambands almennra lífeyris- sjóða, iýsti andstöðu sinni við frumvarpið i samtali við Morgunblaðið. Hann kvaðst fyrst og fremst vera andvígur þvi að með löggjöf væri gripið inn í starfsemi Lífeyrissjóð- anna, þannig að þeir væru skyldaðir til að láta allveruleg- an hluta af fjármagni sinu renna til þessa. Eðvarð sagði aftur á móti, að þvi færi fjarri að hann væri andvígur því að lífeyrissjóðirn- ir ávöxtuðu fé sitt með því að kaupa verðtryggð skuldabréf framkvæmdasjóða og kæmi þar hvort tveggja til að nauðsyn væri fyrir sjóðina að ávaxta fé sitt eins og frekast væri kostur og eins væri ekki óeðlilegt að svo mikið fjármagn eins og til lífeyrissjóðanna rynni, væri notað í þágu atvinnuveganna. Frumvarpið, sem nú lægi fyrir, gerði ráð fyrir bindingu 40% af ráðstöfunarfé sjóðanna og það væri alltof hátt hlutfall og væri ástæðan ekki sizt sú að lífeyrisgreiðslur sjóðanna legðust nú á þá með auknum þunga og undir þessari aukningu þyrftu sjóðirnir að standa, sem þýddi að sifellt stærri hlutur færi til þessara lifeyrisgreiðslna, en Eðvarð kvaðst hér fyrst og fremst miða við SAL-sjóðina svonefndu, þ.e. ASI-sjóðina, en ekki þá sjóði sem gætu leitað til ríkissjóðs með verðtryggingu. I þessu sambandi sagðist Eðvarð hafa vitnað til þess í þingræðu að t.d. hjá Lifeyris- sjóðum Dagsbrúnar og Fram- sóknar hafi 25% af iðgjalda- tekjum hans á þessu ári farið til lifeyrisgreiðslna, og enda þótt það væri að sjálfsögðu ekki hið sama og ráðstöfunarfé, þá segði það engu að siður sína sögu. Hið háa bindihlutfall gæti einnig valdið því, að lánamögu- leikar sjóðfélaga skertust veru- lega. „£g vil að þetta verði frjálsir samningar milli lifeyris- sjóðanna og ríkisvaldsins, eins og verið hefur, enda tel ég það hafa blessazt sæmilega vel,“ sagði Eðvarð. „Við erum mjög svo reiðubúnir að ræða við stjórnvöld um þessi mál og þannig tel ég að standa eigi að þessum málum en ekki með lög- gjöf.“ Eóvarð Sigurðsson: Andvígur því að lögbinda sam- skipti lífeyrissjóða og ríkisvalds Kór Langholtskirkju á æfingu. Kór Langholtskirkju í Fossvogskirkju í dag KOR Langholtskirkju heldur tón- leika í Fossvogskirkju í dag, sunnudaginn 18. des. kl. 17. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Á efnisskránni eru nokkur kunn jólalög, verk eftir Brurkner og nútímaverk eftir Sverre Berg við texta eftir Dylan Thornas, en það heitir And death shall have no dominion. Það verk var kórinn fenginn til þess að flytja á Norrænu músikdögunum 1976. A seinni hluta tónleikanna er argentísk messa, Misa Criolla, eftir argentinska tónskáldið Ariel Ramirez, en það er samið i suður- amerískum stil og er mjög til- þrifamikið og fjörugt í flutningi. Hljóðfæraleikarar leika á tíu mis- munandi ásláttarhljóðfæri. Hljóð- færaleikararnir Reynir Sigurðs- son og Guðmundur Steingrímsson á slagverk, Helgi Kristjánsson á gitar og banjó. Elin Guðmunds- dóttir á sembal og Rikarður Páls- son á kontrábassa, en einsöngvar- ar úr röðum kórfélaga eru Sverrir Guðjónsson og Rúnar Matthias- son. 1 kórnum eru alls rúmlega 40 manns úr Reykjavik og nágranna- byggðum. Þetta eru fyrstu tón- leikar kórsins á þessum vetri, en fyrr í haust söng kórinn inn á plötu með Sigriðu Ellu Magnús- dóttur óperusöngkonu og Simon Vaughan óperusöngvara. Eftir áramót mun kórinn hefja æfingar á messu i C-molI eftir Mozart, sem flutt verður með vorinu ásamt þvi að hefja undirbúning að för sinni á norrænt kirkjutónlistarmót i Finnlandi í sumar. Þar mun kór- inn kynna nýja íslenzka kirkju- tónlist. Þetta gerðist New York — Þetta gerðist 19. desember. 1976. Leonid Brezhnev heiðraður sem hetja á 70 ára afmælisdegi hans. 1972. Apollo 17 geimfarið lendir á Kyrrahafi og lauk þar með tunglaferðaáætlun Banda- rikjanna. 1971. Aga Yahya Kahn forseti Pakistans segir af sér eftir ósig- ur í bardögum við Indverja i A-Pakistan. 1970. Thalidomidréttar- höldunum í V-Þýzkalandi lýkur án formlegs dóms, en rétturinn lýsir þvi yfir að hann sé sannfærður um að Iyfið hafi valdið vansköpun hjá fjölda barna. 1965. Charles de Gaulle kjör- inn forseti Frakklands. 1950. Eisenhower gerður að yfirhershöfðingja NATO. 1946. Styrjöld brýst út í Indó- kina er herjir Ho Chi-minhs ráðast gegn Frökkum. 1915. Brezki herinn byrjar brottflutning frá Sulva og Anza í Gallipoli. 1902. Þjóðverjar, Bretar og Italir setja hafnbann á Venzú- ela. 1795. Austurríki og Frakk- land gera vopnahlé. 1688. Vilhjálmur af Oraniu kemur til London. ianúar London ■ouydraaga 1 vetur ar' 9,st,n9. morgunverður 09 ílugvallarskattur irSaakrífstofan Með / til annarra landa AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 26611 - 20100 . HÆÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.