Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 EYJOLFUR KONRAÐ JQNSSON ALÞINGISMAÐUR: Bindindið sem Lúð ví k fór ekki i Eftirfarandi ræðu flutti Eyjólf- ur Konráð Jónsson alþingismaður í Sameinuðu þingi 13. desember sl„ er fjárlög komandi árs voru til annarrar umræðu, en tillaga hans og Péturs Sigurðssonar (S) um sparnað í fjármálakerfinu bland- aðist inn í þær umræður. VANDINN í ríkisfjArmAlum OG KJARKURINN TIL AÐ LEYSA HANN Ég kveð mér hljóðs til þess að andmæla fullyrðingu, sem kom fram hjá einum hv. þm. hér fyrr á þe.ssum fundi, þ.e. hv. þm. Sig- hvati Björgvinssyni. Hann gat um till. til þál., sem ég flyt ásamt hv. þm. Pétri Sigurðssyni um sparnað í fjármálakerfinu og staðhæfði, eins og hann sagði held ég orð- rétt, að þar væri flm. harðlega að mótmæla stefnu ríkisstj. við af- greiðslu þessara fjárl. Þetta er auðvitað hin mesta fjarstæða, og skal ég færa að því nokkur rök. Eins og hv. alþm. vita, fjallar þessi till. um það að koma við sparnaði í fjármálakerfinu, þ.e.a.s. í bankakerfi og sjóðakerfi, og þ. á. m. að skorður séu reistar við óhóflegum byggingum bank- anna og um fækkun afgreiðslu- stöðva og fækkun starfsfólks. Ég fullyrði, að þetta er einmitt í sam- ræmi við þá stefnu, sem ríkisstj. hefur markað við afgreiðslu þess- ara fjárl. Ég fullyrði, að aldrei, a.m.k. á síðari árum, hefur verið tekist á við jafnmikinn vanda í ríkisfjármálum af jafnmiklum kjarki, ábyrgðartilfinningu og hyggindum og núv. rfkisstj. ein- mitt hefur gert að þessu sinni. Hér er um að ræða traustari og varfærnari aðgerðir, en um leið auðvitað erfiðari heldur en þær, sem venjulega hefur verið gripið til, þegar um svipaðan vanda hef- ur verið að ræða. Venjan hefur verið að bæta við nýjum sköttum, sem kynt hafa undir verðbólgu fella gengið og annað í þeim dúrn- um, en nú er um ekkert slíkt að ræða. Ég held jafnvel, að skýring- in á því, að minni hl. fjvn. hafa ekki lagt fram neitt nefndarálit sé einmitt sú, að þeir hafi búist við því, að aðgerðir ríkisstj. yrðu með allt öðrum hætti heldur en þeir hafa komist á snoðir um síðustu daga, þeir hafi verið búnir að búa sig undir stórárás á ríkisstj. fyrir að, að hún ætlaði — við skulum segja að halda áfram þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið meira og minna sfðan vinstri stjórnin illu heilli komst hér til valda, þ.e.a.s. að gera ekki nægi- lega róttækar ráðstafanir til að stemma stigu við verðbólguþróun. En þegar svo kom á daginn, að nú voru einmitt gerðar þær ráðstaf- anir, sem líklegastar eru til að skapa grundvöll fyrir því, að unnt reynist að hægja á verðbólgu og koma á traustara stjórnarfari, væntanlega í samvinnu og með samstarfi við aðila vinnumark- aðarins — þegar það kemur í ljóst, að þessar aðgerðir eru þessa eðlis, þá fer allur vindur úr hv: stjórnarandstæðingum og þeir eru ekki búnir að átta sig á því hvernig bregðast eigi við slíkum tíðindum. Þess yegna hafi þeir kosið að vinna sér frest með því að skila alls ekki nál. við 2, umr. Mér finnst líklegast, að þetta sé skýringin. SPARNAÐUR I FJARMÁLAKERFI FELLUR AÐ STEFNU RÍKISSTJÓRNAR En ég sagðist skyldu rökstyðja það, að till. okkar hv. þm. Péturs Sigurðssonar væri í samræmi við Eyjólfur Konráð Jónsson alþing- ismaður. stefnu ríkisstj. Hún miðar að því að banka- og sjóðakerfi verði tek- ið sömu eða svipuðum tökum og ýmsar aðrar ríkisstofnanir hafa verið teknar og eru nú teknar. Það hefur verið eitt meginverk- efni fjvn., hagsýslunnar og fjmrn. á undangengnum árum að fylgj- ast með þróun ríkisstofnana — að réyna að stemma stigu við því að starfsmannafjöldi ykist úr hófi og útgjöld. Þetta hefur fyrst og fremst átt við um rekstrargjöldin. T.d. má nefna heilbrigðisstofnan- ir, menntastofnanir og rn. sjálf. Fjvn. hefur nákvæmlega fylgst með því, hvort þar væri um aukn- ingu á starfsmannahaldi að ræða og hæstv. núv. fjmrh. hefur tekið upp þann hátt að birta grg. eða skrá yfir alla opinbera starfs- menn, þannig að vel mætti með þvi fylgjast, hvort um aukningu væri að ræða eða ekki. Það kom fram hér í ræðu hv. frsm. meiri hl. fjvn. að á árinu 1976 hefði fjölgun opinberra starfsmanna einungis verið 90, en á almennum vinnumarkaði hefði þá fjölgað um 1800 manns. Fjölg- un hjá hinu opinbera var 0.76% en í heild var fjölgun á vinnu- markaði 1.9%. Þarna er stefnt í rétta átt. Það er minni aukning hjá hinu opinbera heldur en á vinnumarkaði almennt — og því ber vissulega að fagna. Þessu er allt öðruvisi varið í bankakerfinu, og þar þarf þess vegna vissulega að koma við ein- hvers konar aðhaldi. Fjvn. t.d. fylgist, eins og ég sagði áðan, nokkud náið með rekstrargjöld- um fjölmargra opinberra stofn- ana og starfsmannahaldi. Hún fylgist að vissu leyti líka með því hjá stofnunum, sem hafa með miklar framkvæmdir að gera eins og t.d. Vita- og hafnamálum, Orkustofnun, Rafmagnsveitum ríkisins, Vegagerðinni og slíkum stofnunun en þó auðvitað ekki nándar nærri með sama hætti eins og hjá þeim stofnunum, þar sem fyrst og fremst er um rekstr- argjöld að ræða, og ég held, að einhver árangur hafi orðið af þessum aðgerðum hv. fjvn., hag- sýslunnar og fjmrn., þó að vissu- lega sé víða pottur brotinn í þeim stofnunum, sem með verlegar framkvæmdir hafa að gera og þyrfti sjálfsagt að skoða það ekki síður eða samhliða því, sem gáð er að sparnaði í fjármálakerfinu. En það er einmitt fjármálakerfið, bankarnir og opinberar stofnanir, sem hvergi utan að fá neitt að- hald. Fjvn. gerir enga tilraun ti þess að fylgjast með fjölgun starfsmannahalds hjá bönkunum, né heldur opinberum sjóðum, ein- faldlega" vegna þess að þar er kostnaðurinn greiddur af fé þess- ara sjóða sjálfra, að sumu leyti af fjármagni, sem veitt er á fjárl. af Alþingi að vísu. En samt sem áður hafa þessar stofnanir verið látnar sjálfar sjá um sinn kostnað og enginn spurt þær um það, hvern- ig þessum kostnaðarauka væri háttað og hvað um það fé yrði, hvort því væri hyggilega varið, hvort sparnaði væri við komið o.s.frv. SPURNING LUÐVlKS UM STARFSMANNA- HALD BANKANNA. Það er mannlegt, ég skal játa það, það er mannlegt þegar ekk- ert aðhald er, að hlífast við því að sýna ýtrasta sparnað. Menn vilja gjarnan kannski búa betur að sér og sínum, kannski fjölga starfs- mönnum og allir þekkja Parkisonslögmálið. Það er alþjóð- legt vandamál. Kerfið hleður upp á sig, ríkiskerfið. Raunar á þetta við Iíka að vissu marki í stórum einkafyrirtækjum, en þar kemur þó það til, að þar er aðhald frá hendi eigenda fyrirtækjanna, það er aðhald frá t.d. hluthöfum í stórum félögum og þar er líka samkeppnin, sem veitir aðhald og sú nauðsyn fyrir stjórnendurna að geta skilað hagnaði, en hér er þessu hins vegar ekki til að dreifa i bankakerfinu. Og þess vegna er að því vikið í þessari þáltill. og grg. með henni, aö meginverkefni Alþingis eigi einmitt að vera það að veita þetta aðhald og þar segir einmitt með leyfi hæstv. forseta: „Alþjóð er ljóst, að nú er þörf aðhaldsaðgerða í fjármálum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir þó við, að fjármálastofnanir hafa þanist einna mest út allra rikis- fyrirtækja á sama tíma sem spari- fjármyndun minnkar. Leiðir hér sem oftar óstjórn af ofstjórn. Við þetta þetta verður ekki unað.“ Ég hygg, að flestir hv. alþm. muni vera sammála mér um það, þegar þeir skoða það og langflestir Is- lendingar, að það getur ekki geng- ið, að á örfáum árum fjölgi starfs- mönnum í bankakerinu um 45.1% eins og kom fram, þegar hæstv. viðskrh. svaraói spurningu frá hv. þm. Lúðvík Jósepssyni fyrir skömmu um starfsmannahald hankanna. Það getur ekki gengið. Og það getur heldur ekki gengið, að bankarnir keppi með þessum hætti um það að ná til sín fleiri krónum í sparifé, séu í stríði hver við annan og kosti þar til gífurleg- um fjármunum og fjölgi starfs- Gjafir til elliheim- ilisins á ísafirði Isafirði, 15. desember. LIONSKLÚBBUR Isafjarðar færði á miðvikudag elliheimilinu á Isafirði litsjónvarpstæki að gjöf. Við stutta athöfn af þessu tilefni kom fram, að elliheimil- inu hafa að undanförnu borizt fleiri góðar gjafir. Guðmundur Guðmundsson útgerðarmaður, hafði daginn áður fært heimilinu litsjónvarpstæki frá útgerðar- félaginu Hrönn h.f., sem gerir út skuttogarann Guðbjörgu. I haust gáfu hjónin María Jóns- dóttir og Baldur Þórðarson elli- heimilinu heimilisbókasafn sitt og einnig gáfu þau hjónin 6 millj- ónir króna í byggingarsjóð nýja elliheimilisins, sem byrjað var á í mönnum, án þess að spyrja kóng eða prest. Ég skal ekki te/ja tímann lengi með því að fara lengra út í þetta. Mér gefst væntanlega kostur á að ræða efnislega um þessa till. og hv. þm. öðrum hér næstu daga, þegar hún kemur á dagskrá, en ég gat ekki- látið ómótmælt þeirri fullyrðingu, að þessi till. væri í andstöðu við aðhaldsstefnu núv. hæstv. rikistj., sem er einmitt að koma í ljós núna. Kannski hefur stefnan ekki verið nægilega traust og góð áður, og það er út af fyrir sig kannski eitthvað til í því, sem hv. þm. Lúðvík Jósepsson sagði hér rétt áðan, að ríkisstj. og stórnarflokkarnir væru nú að fara í bindindi. Hann orðaði það svo. Við munum það öll, að þegar vinstri stjórnin tók við völdum, þá var öllum lofað öllu og allt losnaði úr reipunum. Þessi athöfn þeirra gekk undir kjörorðinu: „Góða veislu gera skal“ og það fór vissu- lega allt á leik. Við erum að súpa af þvi seyðið ennþá. Kannski hefur bindindið ekki verið tekið nægilega alvarlega fyrr en nú. Við skulum þá vona, að það verði bindindí héðan í frá. Ég minnist þess nú að hv. þm. Magnús Kjart- ansson sagði þegar vinstri stjórn- in hafði verið við völd einungis í eitt og hálft ár, þá sagði hann hér úr þessum ræðustól í tilefni af þvf, að samráðh. hans, einkum Hannibal Valdimarsson barðist fyrir smávægilegri gengis- fellingu, þá sagði hann, að það versta væri ekki að fjármála líf brogaðist, heldur sá siðferðis- brestur, sem fylgdi þvi, þegar stöðug verðbólga væri og sívax- andi. Ég hlustaði á þessa ræðu og það er ein af bestu ræðum, sem ég hef heyrt flutta héðan úr þessum stól á seinni árum og boðskapur- inn reyndist órð að sönnu. Við höfum verið að súpa seyðið af óstjórn og sukki i fjármálum frá tímum vinstri stjórnarinnar. Okkur hefur orðið talsvert ágengt á síðustu þremur árum, vissulega. En engu að siður stefndi nú að undanförnu í óefni, og ég get ósköp vel skilið, að þeim hafi verið vorkunn fjvn.-mönnum minni hl.-flokkanna að hafa ekki tilbúið sitt nál., af því að þeir hafi hugsað sem svo, að allt aðrar aðgerðir urði að gera heldur en þær, sem nú er verið að gera af hálfu ríkisstj. Ég hélt það sjálfur í haust, að við myndum lenda í enn þá meiri erfiðleikum við að leysa þennan vanda heldur en raunin hefur á orðið. Það hefur tekist eingöngu fyrir það, að stjórnar- flokkarnir hafa staðið þétt saman, haust. Þá gaf Margrét Finn- björnsdóttir elliheimilinu ljós- lækningatæki í haust og einnig skýrði Guðrún Finnbogadóttir forstöðukona frá því, að 5 hópar og það hafa allir slegið af og slegið miklu meira af heldur en maður þorði að Vona. Og þess vegna eru núna líkur til þess að takist að rétta nokkuð við. SÝNA ÞARF AÐHALD I ÖLLUM ÞATTUM OPINBERRAR STJÓRNUNAR. En með leyfi forseta vil ég aðeins geta um þær tölur, sem hæstv. viðskrh. upplýsti um fjölg- unina í bankakerfinu, sem sýnir, hver nauðsyn er að snúast til varnar einmitt þar í samræmi við markaða stefnu hæstv. ríkisstj. og stjórnarflokkanna nú á þessum dögum. En þar segir: „Eftir upplýsingum Seðla- bankans hafa starfsmenn verið sem hér segir: Seðlabankinn 1970 99 í okt. 1977 117. Viðskiptabank- ar. Menn við bankastörf árið 1970 991, í okt. 1977 1438. Við hús- vörslu, bifreiðastjórn o.fl. árið 1970 36, í okt. 1977 56. Tíu stærstu sparisjóðir árið 1970 60, í okt. 1977 110. Samtals gerir þetta 31. des. 1970 1186, en i okt. 1977 1721. Fjölgun starfsmanna frá 1970 er því 535 eða 45.1 %.“ 1 ofangreindum tölum segir síðar, að ekki séu taldir með starfsmenn fjárfestingarlána- sjóða eins og Veðdeildar Lands- bankans, Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Iðnþróunarsjóðs o.s.frv. En síðar er bætt við: „Reikningsstofa bankanna tók til starrfa í ársbyrjun 1974 og starfa þar nú 30 menn.“ Þetta er til viðbótar þessari fjölgun. Reiknistofa bankanna er geysi- lega dýr, þau tæki, sem þar eru, kosta áreiðanlega stórfé, hvort sem þau hafa nú verið keypt eða eru leigð. Það er enginn vafi á því að þarna þarf samræmdar aðgerir og átak til þess að bæta um, og vona ég, að þegar þar að kemur muni þm. — helst allir — sýna það með stuðningi við þessa þál- till., sem gerð var hér að umræðu- efni, ekki upphaflega af mér heldur af öðrum þm„ annaðhvort beint með því að samþykkja hana eða þá það, sem æskilegast væri, að ríkisstj., án þess að nokkuð kæmi til samþykktar, eða miklar umr. um till. tæki þennan þátt sömu tökum og fjvn. hefur verið að leitast við að taka aðra þætti ríkisfjármálanna. Og síðan eru eins og ég gat um áðan auðvitað fleiri þættir sem einnig þarf að taka þessum tökum, og þá mun vel fara. barna á aldrinum 6—12 ára hefðu með hlutaveltum og söfnunum safnað um 50 þúsund krónum, sem þau færðu elliheimilinu. Úlfar Oli M. Lúðvfksson, formaður Lionsklúhbs Isafjarðar, afhenti elliheim- ilinu litsjónvarpið. A mvndinni eru stjórnir Lionsklúbbsins og elli- heimilisins og forstöðukona. Ljósm.: Mbl.: Ú.Á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.