Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 23 Blönduós: Námskeið fyrir verðandi foringja í skátafélaginu Um síðustu helgi var haldið hér á Blönduósi námskeið fyrir verðandi flokksforingja innan skátahreyfingarinnar hér á staðnum og úr nágrannabyggðum. Námskeið þetta hófst á föstu- dagskvöld og lauk á sunnudag. Þátttakendur i námskeiðinu vóru alls 31 á aldrinum 13—15 það getur bæði verið æfingastöð fyrir sveitina og einnig skýli fyrir villta og vegmóða ef svo ber undir. H.S. Þátttakendur og leiðbeinendur á náinskeiði skáta á Blönduósi. ára. Frá Blönduósi 21, frá Hvamms- tanga 7 og frá Skagaströnd 3. Þá var einnig von á unglingum frá Sauðárkróki, en af því gat ekki orðið. Búið var að fá kennara frá Akureyri til að sjá um fræðslu á námskeiðinu, en það brást að þeir gætu komið, og var þá fenginn sem leiðbeinandi Sigfrið Ólafsson frá Reykjavík. Að sögn Ingva Þórs Guðjóns- sonar tókst námskeið þetta mjög vel, og er í ráði að fá Sigfrið Ólafsson til að koma aftur seinna í vetur til frekara námskeiðs- halds. Námskeið sem þetta er mjög mikilvægur hlekkur í uppbygg- ingu skátastarfsins, þar sem þessir unglingar munu verða leiðtogar yngri skáta í viðkomandi byggðarlögum. Skátastarf er nú með mjög lif- legum svip hér á Blönduósi og er það mikið gleðiefni öllum þeim er þekkja til þessarar ágætu hreyf- ingar. Hér á Blönduós^er einnig starf- andi hjálparsveit skáta sem stofn- uð var fyrir rúmum 10 'arum. Sveitin hefur komið sér upp ýmsum búnaði til leitar og björgunarstarfa, m.a. á hún nýlega og fullkomna sjúkrabif- reið. Stofnuð hefur verið kvenna- sveit innan hjálparsveitarinnar og hefur það eflt starfsemina mjög mikið, einkum hefur kvennadeildin verið dugleg við að afla fjár til tækjakaupa o.fl. Um helgina fóru nokkrir meðlimir hjálparsveitarinnar vestur á Strandir til þess að ná i hús sem Hjálmar Eyþórsson fyrrv. yfirlögregiuþjónn gaf sveit- inni. Þessi ferð gekk í alla staði vel, enda sumarfæri á öllum vegum þessa dagana. Hús þetta verður sett niður á einhverjum þeim stað þar sem EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.