Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 15 Helgi Tómasson og Anna Aragno ( hlutverkum sínum. Hnotubrj óturinn frum- sýndur annan dag jóla HNOTUBRJÓTURINN verður sýndur í fyrsta sinn hérlendis um og eftir jólin. Hnotubrjóturinn er jafn- framt ein viðamesta sýn- ing, sem þjóðleikhúsið hef- ur verið með. Stjórnandi og danshöfundur er Yuri Chatal, bandarískur ballettmeistari, sem starf- að hefur við Þjóðleikhúsið frá því f haust. Gestir sýningarinnar verða Byggðir Snæ- fellsness NÝLEGA er komin út bókin „Byggðir Snæfellsness". Bókin, sem er um 500 bls. , skiptist í þrjá meginþætti. Tveir þeir fyrri eru um félagssamtök I Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, svo og byggðalýsingar og félagsmál einstakra hreppa. Þá er einnig ágrip af sögu kauptúnanna. Þriðji og lengstí kafli bókarinnar er jarða og ábúendatal Eru þar upp taldir. auk núverandi búenda og barna þeirra. þeir sem búið hafa á Snæfells- nesi frá siðustu aldamótum bæði á núverandi byggðum býlum, svo og eyðibýlum, sem eru mörg á Snæfells- nesi i bókinni, sem er prentuð i prentsm Odda á myndapappír (filmusett) eru á fimmta hundrað myndir, þar.á meðal myndir af núverandi sveitabýlum og ábúendum þar Ennfremur landslags- myndir og nokkrar gamlar myndir úr félags- og atvinnusögu Snæfellinga Til útgáfu þessarar bókar var stofnað i tilefni 1 1 alda íslandsbyggðar 1974 Jafnframt er hún afmælisrit Búnaðar- sambands Snæfellinga, sem varð 60 ára þióðhátiðarárið Bókarskreytingu gerði Steinþór Sigurðsson, listmálari Búnaðarsambandið gefur bókina út, en höfundar eru Snæfellingar heima i héraði og brottfluttir í ritnefnd voru Leifur Kr Jóhannes- son, framkvæmdastjóri, Stykkishólmi, Kristján Guðbjartsson, skattendur- skoðandi. Akranesi, og Þórður Kára- son. varðstjóri, Reykjavik Bókin fæst i Reykjavík hjá Máli og menningu og bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Keflavík hjá Kristinu Guðbrandsdóttur, Smáratúni 29, og ennfremur i Kaupfélaginu i Borgarnesi og Kaupfélagi H vammsfjarðar á Búðar- dal Auk þess fæst hún hjá ritnefnd Helgi Tómasson og Anna Aragno, en þau komu hér og dönsuðu sam- an á síðustu listahátíð. Upphaf- lega áttu Helgi og Anna að dansa fram eftir janúarmánuði, en vegna breyttra aðstæðna geta þau aðeins dansað á fimm fyrstu sýn- ingunum, en við hlutverki Helga tekur þá Matti Tikanen, sem er talinn einn fremsti balletdansari Finna. Þá dansa dansarar úr ís- lenzka dansflokknum, nemendur úr balletskóla Þjóðleikhússins auk nokkurra leikara. Tónlistin við Hnotubrjótinn er eftir Tsjaikovski, leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson og búninga Una Collins. Frumsýningin á Hnotubrjótn- um veróur á annan dag jóla og fimm fyrstu sýningarnar verða fyrir áramót, segir að lokum i frétt frá Þjóðleikhúsinu. Jólaljós handa Seltirningum í DAG kl. 16.00 verða tendruð ljós á jólatré, sem komið hefur verið fyrir sunnan við inngang íþróttahúss Seltjarnar- ness. Jólatré þetta er gjöf frá Kiwanisklúbbnum í Nosodden í Noregi en hann er vinarklúbbur Kiwanis- klúbbsins Ness á Sel- tjarnarnesi. Forseti Kiwanisklúbbs- ins Ness mun afhenda tréð fyrir hönd kiwanismanna en Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, veitir því við- töku af hálfu bæjarstjórn- ar. Á eftir munu svo félagar úr Kiwanisklúbbnum Nes verða með flugeldasýningu en sala á flugeldum er ár- leg fjáröflunarleið klúbbs- ins til líknarmála. — Mynd- in er frá athöfninni við gjafatréð í fyrra. GUNNAR SONSTtBY NR.24 SfA_ „Ég lá endilangur í grasinu með skammbyssu í hendi. Armbandsúrið mitt tifaði í samræmi við æðislegan hjartslátt minn. 1 óralanga sekúndu sá ég andlit vina minna, sem fallið höfðu fyrir hendi nazista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár mfnútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði það eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nazistum var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir. Ég tók eftir að ég var farinn á rif ja upp, hvernig ég hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað. Ein mínúta. Eg beit á neðri vörina. Jafnvel þótt þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir." — Þannig hefst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók! ,,Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis að ræða“, segir Evening News í London. — „Harð- soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás", seg- ir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsaga um morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúmsjó, sém ætti aö gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem velta því fyrir sér,hvað hafi eiginlegaorðið af hinum gömlu, góðu ævintýrafrásögnum. Og svarið er, Brian Callison skrifar enn slíkar sögur. Ég spái því, að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans upp- götva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans verða gífurlegar", segir Sunday Express. — En Alister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í land- inu núna“. — Þetta er sannkölluð Háspennubók!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.