Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 j Reykjavíkurbréf Framhald af bls. 17 .. skólakerfi hér á landi sé „ekki nógu íslenzkt. Við förum of hratt yfir, sporðrennum alls konar hug- myndum, t.d. frá Svíþjóð, án þess að gera okkur nokkra grein fyrir þvi, hvert stefnir. Við verðum að sjálfsögðu að hafa alla glugga opna, en mér finnst að heima- byggðirnar eigi að hafa meira með þessi mál að gera. Umfram allt ætti að varast miðstýringu." Þetta eru ekki síður orð í tíma töluð. Miðstýring í skólamálum er að verða e.k. beinserkur í ís- lenzku þjóðlífi. Hér er margs að gæta. Skólarannsóknir ættu t.d. að gefa út rækilegar skýrslur um þá stefnu, sem þessi deild menntamálaráðuneytisins mark- ar í öllum kennslugreinum, ekki sízt íslenzku. Það er lágmarks- krafa. Hér með er skorað á þessa deild að verða við þessum óskum. Við skulum hafa heilögu kýrnar í Indlandi, þær eiga ekki að jórtra á básum ■ menntamálaráðuneytis- ins. Með þessu er ekki endilega sagt, að svo sé. En ef skólarann- sóknir létu landslýð fylgjast ræki- lega með störfum sinum, væri a.m.k. komið í veg fyrir að nokkr- um manni dytti Indland í hug. Þorgeir Ibsen segir undir lokin í fyrrnefndu samtali, að hann ótt- ist „að samskipti nemenda og kennara séu ekki eins persónuleg og fyrr. Við þurfum að rækta sam- bandið manna á milli, mannlífið j má ekki verða nein vél. ..“ Nei, sfzt af öllu vél. Heldur mannlíf. Við skulum hyggja að niður- lagsorðum skólastjórans í Hafnar- firði, hann segir: .. það er alltof mikið af ungu fólki, sem elur sig upp sjálft í dag. Það á í rauninni enga að, þótt það eigi að heita að vera í eðlilegri fjölskyldu. Vinnan í samfélaginu er svo gífurleg, að allt verður ópersónulegra, mamm- an vinnur úti, pabbinn er í þessu starfi og krakkarnir ala hvert annað upp. Þarna þarf að huga að, áður en það veldur alvarlegu meini í þjóðarsálinni." Skyldi ekki þetta síðasta atriði, sem Þorgeir Ibsen minnist á eiga heima í umræðum um stöðu karla og kvenna í þjóðfélaginu, jafn- réttismál og mannréttindi, t.a.m. mannréttindi barna og unglinga. Það eru ekki sízt mannréttindi, ekki sízt lifsspursmál fyrir ís- lenzkt þjóðfélag i nútíð og fram- tíð, að smáfólkið eigi þá að, sem geta og hafa áhuga á — að koma þvi til nokkurs þroska. Það var a.m.k. skoðun Snorra Sturlusonar, hvort sem hann skrifaði Eddu eður ei. En um það m.a. hefur Halldór Laxness skrif- að skemmtilega ritgerð í síðustu bók sinni, sem er bæði fróðleg og nýstárleg að mörgu léyti eins og vænta mátti, einkum esseyurnar um Kristin rétt og „Mýramenn". Það telst orðið til sjálfsagðrar menntunar að kynna sér viðhorf nóbelsskáldsins — og það mætti skóiarannsóknanefnd íhuga, að góðar ritgerðir eru ákjósanlegra umfjöllunarefni í skóium en slæmur skáldskapur. 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM [2% Ég er unglingur og varð kristinn fyrir einu ári. En þó að ég lifi bænalífi, er ég óglaður, af því að fjölskvlda mín er ekki kristin. Getið þér hjálpað mér? Fyrst vil ég óska þér til hamingju, af því að þú tókst afstöðu til Krists, enda þótt aðstæðurnar heima hjá þeir virðist vera óhagstæðar eins og sakir standa. Reynsla þín er ósköp eðlileg. Bíblían lofar því ekki, að auðvelt muni vera að fylgja Kristi. Kristur sagði: „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér, taki upp kross sinn og fylg mér.“ Þú sagðir, að þú sért óglaður. Það er ein áhrifa- mesta aðferð Satans til að draga úr okkur kjarkinn. Fjölskylda þín fylgist vel með þér, og ef þú ert trúr, gætir þu orðið tæki í hendi Krists til að ávinna þau til fylgdar við hann. Minnstu þess, að trúmennska er höfuðdyggð í kristinni trú. Jesús sagði við mann, sem hafði reynzt trúr: „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“ (Matt. 25,23). Vera má, að sigurinn sé á næsta leyti, en ef þú missir móðinn, og leggur árar í bát, muntu aldrei kynnast gleðinni, sem heitin er þeim, er reynast trúir. Endurtaktu þessi orð aftur og aftur með sjálfum þér: „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir." (Fil. 4,13). Þau eru sönn og munu aldrei bregðast. Kristur þarfnast ungra manna eins og þín til þess að berjast á móti léttúð og lögbrotum meðal ykkar, æskunnar. Yfirgefðu hann ekki. —Er eitthvað að? Fratnhald af bls. 17 prófkjörinu voru, fengu sterka traustyfirlýsingu og hagstæðara hlutfall en áöur, og ekki sakar það þá eins og forsætisráðherra sagði í sjónvarpsþætti ársins, þó að öðrum vegni vel. Og mætti ég minna ykkur á: Verið var að velja frambjóðendur til þingmennsku fyrir Reykjavíkurkjördæmi, en ekki ráðherra i næstu ríkisstjórn. Það er engu líkara en sumum ykkar hafi sést yfir þessi einföldu sannindi. Annars held ég, að sjálf- stæðismenn hefðu átt að láta stað- ar numið með opinbera ræðu um margnefnt prófkjör eftir sjón- varpsþáttinn með forsætisráð- herra. Hann sagði allt sem segja þurfti og með þeim glæsibrag að jafnvel stækir andstæðingar hans hafa fyllst aðdáun og öfund. (Kauðinn, sem spurði hann, hef- ur hins vegar ekki fengið háar einkunnir). Forsætisráðherra sagði að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að gera áttunda sætió á framboðslistanum í Réykjavík að baráttusæti og vinna það. Það ætti að geta tekist, einmitt með þeim manni sem skipar það eftir niðurstöðum prófkjörsins. Ég þekki þá illa Pétur Sigurðsson, ef hann er ekki til i slaginn, og hann hefur sýnt það og sannað, að hvorki skortir hann kjark né viljastyrk og hefur trúlega ein- hvern tima velt þyngra hlassi. Þó að ég sé hér fyrir norðan er mér fullkunnugt um að margir Reyk- víkingar bíða þess með eftirvænt- ingu að fá að berjast með honum og fyrir hann í næstu kosningum og tryggja honum þingsæti. Að öllu þessu sögðu spyr ég ykkur því, góðir menn: Er eitt- hvað að? Þurfa mann að vera stór- óánægðir, eóa hvað? Er ekki tími til kominn að hætta þessum skrif- um um prófkjörið og gera ekki þvílíkan óvinafagnað? Snúa held- ur bökum saman og sækja fram til sigurs. Það væri ekki sjálf- stæðismönnum líkt, ef þeir gætu ekki staðið saman um grund- vallaratriði og meginhugsjónir, þótt þá greini á um hið smærra. Eitt finnst mér athugaverðast þegar ég hugleiði prófkjörsúrslit- in í heild. Ég er sannfærðari um það en nokkru sinni áður, að margir ganga til kosninga með því hugarfari, eða í þeirri trú, að þessi eða hinn frambjóðandi sé öruggur, svo viss að ekki þurfi að kjósa hann. Ég þarf ekki að kjósa þennan mann, hugsar margur, svo margir aðrir eru þeir sem það gera og ég get því leikið mér að því að styðja aðra sem standa hall- ari fæti. Þetta er stórháskalegur hugsunarháttur, og þetta bið ég Morgunblaðið, sem ég vill mega kalla mítt blað, að brýna fyrir Iesendum sínum. Enginn er öruggur um sigur í kosningum og allra síst ef við kjósum hann ekki, en teljum sjálfsagt að aðrir geri það. Ég enda þetta bréf með bestu óskum og baráttukveðju. Sam- einaðir o.s.frv. 12/12 ‘77 Árni á Bjarkalandi 75 ára ÁRNI Kr. Sigurðsson bóndi á Bjarkalandi undir Eyjafjöllum verður 75 ára á þriðjudaginn kemur, 20 desember. Arni reisti býli sitt, nýbýli úr jörðinni á Steinmóðarhæ, laust upp úr 1930. Þar hefir hann síðan rekið hið góða bú sitt, en hann stundar blandaðan búskap. Árni er „alda- mótamaður“. Starfaði lengi og vel í heimasveit sinni í Vestur- Eyjafjallahreppi í Ungmenna- félaginu Trausta. Var hann um árabil í stjórn félagsins. Var hann fyrir nokkrum árum gerður að heiðursfélaga í Trausta. Arni lærði ungur að iðka sund og hlaut hann sundkennararéttindi. Var hann sundkennari í sýslunni um áratuga skeið. Kona Arna er ísleif Ingibjörg Jónsdóttir frá Borgareyrum. Þeim varð fimm barna auðið. Eru synir þeirra fjórir fulltíða menn, en dóttir þeirra lézt barnung. Vfst er að hinn fjölmenni hópur ættingja og vina Arna á Bjarka- landi mun senda honum hlýjar kveðjur á þessu merkisafmæli. Hann verður að heiman á af- mælisdaginn. Sveitungi — Minning Þorgrímur Framhald af bls. 27 Stokkseyri, og Arna Þ. flugum- ferðarstjóra, Garðarvegi 1, Kefla- vík. Þaö er hamingja hvers byggóar- lags að hafa átt slíka mannkosta menn, sem Þorgrímur var, því braut hans má rekja til svo margra uppbyggjandi fram- kvæmda í því byggðarlagi, er hann eyddi sinni starfsævi, þótt tímans sáld fenni i spor göfugra drengskaparmanna lifir endur- minningin sem hvatning, kom- andi kynslóðum til dáða. Þorgrímur er horfinn inn á æðra lífssvið þar sem ég trúi að hann sameinist hinum mörgu er hann hefur áður starfað með hér. Ég votta konu hans og börnum hjartanlega samúð. Karvel Ögmundsson. — Fágæt bók Framhald af bls. 12 líka að skoóa atburðina í ljósi kringumstæðnanna — en það segir Kraus að sé krafa, er Laxness takist ekki alltaf að uppfylla. Virðist sem höfundurinn vilji ekki ofþóa sér með athugasemdum og noti aðeins það er geti orðið honum skáldskaparefni. En það hrekkur stundum skammt. Til dæmis þegar hann heimsæki víti eins og járnsmiðjurnar og kolanámurnar i Sovétrikj- unum finni hann ekki til annars hjá sér en leiða. En það er þegar við hnjótum um afstöðu eins og þessa að, við í rauninni hneykslumst, segir hún. „Þetta er bók“ segir Kraus að Iokum „sem vekur efasemdir, ékki varðandi efniviðinn, heldur sjónarhornið, hina af og til ábyrgðarlausu framsetningu hluta, sem voru örlög Evrópu". GEGN HUGMYNDAFRÆÐI Morgunblaðinu hefur einnig borizt úrklippa úr svissneska blaðinu Newu Ziircher Zeitung, en þar fjallar Sune Johannsson um Innansveitarkröniku, sem á þýzku ber nafnið ,,Kirehspielkronik“ og er þýdd af Fritz Nothardt. Þar segir m.a.: „Innansveitarkrón- ika er bók, sem i knöppu formi — varla 120 siðum — gerið islenzkri sögu og lunderni eins góð skil og margt viðamikið sagnfræðiritið af háum sjónarhóli höfundar sem vióa hefur ratað en er hlýtt í mói til gömlu átthaganna." Johansson kveður kunnara en frá þurfi að segja að Laxness hafi um langan aldur haft horn í siðu hug- myndafræði af hvaða tagi sem er. Hugmyndafræði hans sé, svo talað sé í þversögnum, að vera án hug- myndafræði, þar sem þeirri sannfæringu hans verði ekki hnikkað að hugsunarkerfi, er tilkall geri til alræðis fæði einungis af sér hörmungar. H jálpfýsi og hyggindi eru aö dómi Laxness einkenni jslenzkrar skapgerðar, segir Johansson, Einhvers stað- ar segir hann sjálfur að með skemmt'ilegri lygasögu sé hægt aö gera samfélagiö sér undirgefið. Og hvort Laxness segi frá kirkjum eða íslenzka ríkisbrennivín- inu „Svarta dauða“ knýi hann lesendur sína til skil- yrðislausrar uppgjafar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.