Morgunblaðið - 18.12.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 18.12.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 11 Undir gömlu lögunum Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku: Undir Hólmatindi — Ljóð. Útgefandi höfundur — 1977. Fyrir fáum árum kom út ljóða- kver eftir Ragnar Inga Aðal- steinsson frá Veðbrekku í Hrafn- kelsdal. Hann sendi mér það, og með því fylgdi bréf. Þar var þess farið á leit við mig, að ég færi um ljóðin eins ómildum höndum og ég frekast teldi þau gefa tilefni til. Ég þóttist ekki geta brugðizt neikvætt við jafnóvenjulegri ósk, enda þekki ég svo til ættar hins unga skálds, að ég taldi víst, að ekki væri í bréfinu mælt að upp- gerðar kokhreysti, heldur fyllstu heilindum. Og nú hefur sama skáld sent mér nýja ljóðabók, Undir Hólmatindi. Ekki veit ég, hvort hann hefuð boðið hana nokkru útgáfufyrirtæki, en sjálf- ur hefur hann kostað útgáfu hennar. Auðsjáanlega kann skáldið bet- ur til verka en þegar hann lét frá sér frumsmið sína, og yfirleitt fat- ast honum ekki á því ljóðformi, sem hann hefur kosið sér og er í samræmi við íslenzka ljóðhefð eins og hún var svo til órofin fram á fjórða tug þessarar aldar, enda mun hann á bernskuheimili sínu hafa haft náin kynni af ljóðum rímleikinna skálda, bæði frá óra- fjarlægð fortíð, fslenzkum miðöld- um og blómatíma bókmenntanna á 19. öld og fyrstu áratugum bessarar. PáH Oíafsson, það ágæta skáld Austfirðinga, nugði, að brátt mundu dagar ferskeytlunn- ar taldir, en önnur hefur orðið raunin. Og þetta ungskáld væntir þess eins og ég, að þó að góðu heilli sé hér og verði vel ort í litt eða ekki bundnu máli, þá muni enn spretta lauffagrir meiðir í kyngiskógi fornrar ljóðhefðar. Og gaman hef ég af þvi, að i þessari bók er eitt lýtalaust kveðið erindi undir dróttkvæðum hætti. Það heitir Vatn, en hvorki er það skolp né blávatn: „Fellur foss um stalla, flúðir straumi knúðar, lindin létt við sanda liðast fram og niðar. Lækur frjáls sem leikur lyngi kátan syngur. Kliðar tslands óður, ómar dýpstu hljóma.“ Þessi bók ber því glöggt vitni, að höfundurinn er skáld. Það er þegar auðsætt af fyrsta kvæðinu í bókinni, þar sem orðin „í nótt- leysu lífsins“ eru stef. Stef er líka fylginautur ljóðs, sem heitir For- lög. Þar er stefið þetta: „Nætur og daga nornir þræði spinna.“ Bæði þessi kvæði eru þrungin djúp- tækri tilfinningu, bæði runnin undan hjartarótum skáldsins. Svo er þarna þriðja ljóðið, sem ein- kennist af stefi. Það stef er sótt i þjóðsögu, sem er tiltölulega fáum kunn. Það er svohljóðandi: „Augun bæði, augun bæði, augun min á þræði inn í hausinn bæði.“ Kvæðið fjallar um þær ógn- þrungu fréttir, sem berast utan úr hinni víður veröld, hörmungar hungraðra og hrjáðra þjóða, neyðaróp og kvalastunur. Þetta ljóð er mun síðra en hin og i því hortittir. Lesandinn hefur að lok- um á tilfinningunni, að þarna sé skáldið að yrkja, vitandi eða óvit- andi, til þess að veita þeim föru- neyti, sem kannski þyrftu fyrst að leysa innri vandamál sjálfra sin til þess að geta orðið einlægir og þar með sannvirkir þjáninga- bræður þeirra, sem hart eru leiknir af þeirri vá, sem ríkir hjá hundruðum milljóna meðbræðra úti í hinum fjölbyggða heimi utan stranda íslands... Og sannarlega vill skáldið horfast í augu við sjálfan sig í spegli veruleikans, þótt hann í þeim hluta bókarinn- ar, sem hann nefnir „Að halda i taglið“, bregði af hálfkærings galsa á Ieik og kenni í siðasta erindinu i ef til vill snjallasta AUGLYSINGASIMINN ER: 22480 2Rorguni>labit> ljóði bókarinnar forlögum að nokkru leyti um það, hvernig tek- izt hafi til um ævivefinn. Það er og auðvitað til sjálfs sín, sem hann talar i efirfarandi Ijóði, sem hann kallar Heilræði: Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN „Þegar heimskur heimurinn er haróst jórinn. vinur, þaö sem veltur á er vilji þinn. Margir saka aðra um ef illa fer. Ef til vill það endist þeim en ekki þér. Ef þú ffensur glapstigu við glens og vfn kenndu aldrei öðrum þá um afglöp þín. Að telja fólki trú um slíkt er tilgangslaust. Þú ert alltaf aðilinn sem af þér brauzt. Það er sitthvað fleira, sem segja má um þessa ljóðabók. Skáldið yrkir fagurlega um vor og gró- anda, og víða stendur dulmagnað- ur gustur af hinu langa kvæði i Hrafnkelsdal 1749. Og vissulega er gaman að sumum glettum höf- undar í síðasta hluta bókarinnar. En hugstæðust verða ljóðin um ástir og einmannaleik — og um eigin lífsveilur skáldsins. Og þeg- ar hann hefur gert annað tveggja: fundið mjög átakanlega fyrir þeim, án þess þó að „hljóða undan höggum," eða hefur yfirstígið þær, þá hygg ég, að hann sýni óumdeilanléga, hvað i honum býr. .. Ég drap áðan á ástir, og allt í einu flýgur mér nú i hug, að i einu af gamburljóðum höfundar hefur hann sagt það, sem mörg karlkindin mætti þakka fyrir að geta sagt í fyllstu alvöru: „... ég er bara ljóðstafur í lífsins mesta kvæði og lífsins mesta kvæði er einmitt konan mín.“ Eysteinn Jónsson Jónas Rafnar E.L. Doctorow Kári Tryggvason Inga Borg CYinÞCiSLASON <á Jafnaöar stefnan Gylfi Þ. Gíslason í SÓKN OG VÖRN er ræðu og ritgerðasafh Eysteins Jónssonar frá meira en 40 ára stjórnmálaferli hans. Höfundurinn var ráðherra tæpan helming þess tíma, og allan tímann einn af áhrifamestu stjórnmáíamönnum landsins. EYFIRZKAR SAGNIR Skrásettar af Jónasi Rafnar yfirlækni fjalla um drauga og mennska menn í Eyjafirði um síðustu aldamót. Þessar sögur glitra af kímni og fyndni auk þess sem þær varðveita merkilegar þjóðháttalýsingar. Spennandi saga úr bandarísku þjöðlífi í byrjun þessarar aldar. Við kynnumst hetjum og úrhrökum, auðmönnum, sósíalískum byltingarseggjum og kynþáttahatri. Viður- kennd elnhver merkasta skáldsaga siðustu ára. Þýðandi Jóhann S. Hannesson. BÖRNIN OG HEIM URINN ÞEIRRA er úrval úr ýmsum barnabókum Kára Tryggvasonar og að hluta smásögur, sem ekki hafa birzt áður. Efnið er valið af höfundi sjálfum. PLUPP fer til borgarinnar Önnur bókin eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráðskemmtileg ævintýri í máli og myndum um sænska huldusveininn Plúpp og ævintýri hans í stór- borginni. Þýðandi Jóhannes Halldórsson. JAFNAÐARSTEFNAN Hvað vilja jafnaðarmenn (sósíaldemókratar)? Hver er hinn fræðilegi grundvöllur stefnu þeirra? Hvaða hug- sjónir liggja að baki aðgerðum þeirra, þar sem þeir eru eða hafa verið við völd? Slíkum spurningum og fjöl- mörgum öðrum svarar bókin Jafnaðarstefnan. m Almenna bókafélagið Auslurslræti 18, Bolholti 6, slmi 19707 slmi 32620

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.