Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 Gylfi Gröndal: Þegar barn fæð- ist. Endurminningar Helgu M. Níelsdóttur. ljósmóður — Almenna bókafé- lagið 1977. Það er fljótsagt, að þetta er einhver hin allra skemmtileg- asta og bezt skráða ævisaga, sem út hefur komið hér á landi, og hafa þó margar bækur af sama tæi komið út á þeim ára- tugum, sem liðnir eru, síðan Virkir dagar og Saga Eldeyjar- Hjalta hlutu almennar vinsæld- ir. Gylfi Gröndal hefur leyst sinn hluta verksins svo vel af hendi, að vart verður á betra kosið, og framlag sögukonunn- ar sjálfrar er og vissulega þess vert, að vel og skipulega sé það verið og framtakssöm. Hún skráði þátt um harðindin á 18. öld, hún var með ágætum hag- mælt og hún var gædd félags- hyggju í svo ríkum mæli, að fágætt mátti teljast. í fyrstu köflum bókarinnar segir sögu- konan margt fróðlegt af ætt sinni og öðrum Eyfirðingum og seilist þar alllangt aftur í tím- ann. Þó að ekki sé rúm til að rekja hér þó ekki væri nema í nokkr- um aðaldráttum hina einstæðu og með afbrigðum athafnasömu ævi Helgu Níelsdóttur, get ég ekki stillt mig um að vekja nokkra athygli á ættum hennar því að þar tel ég vera að finna þær lindir yls og orku, sem hún hefur virkjað ærið eftirminni- ættaður frá Rifkelsstöðum í Eyjafirði, sem áður hétu Hrip- kelsstaðir. Stefán var sonur Ölafs járnsmiðs, sem þar bjó og átti fyrir dóttur Maríu, en hún var formóðir Einars Olgeirsson- ar, fyrrum alþingismanns. Ann- ar sonur Ölafs var Friðrik í Kálfagerði, forfaðir Möðrufells- fólks.“ (Það var sá Friðrik, sem sagði: „Ef ég hefði ekki vitað það, að Guð er til, mundi ég hafa trúað á hestana mína.“ G.G.H.)“ Ættin var hraust og sterk; sumir meira að segja heljarmenni. Langafi minn var talinn tveggja manna maki, en Ólafur bróðir hans var enn meiri að burðum; sagður á við fjóra. Sigurður bjó lengst af í Æsustaðagerði ásamt konu sinni, Rósu Grímsdóttur, lang- Bökmenntlr eftir GUÐMUNI) G. HAGALÍN leiks, en ég læt nægja eina nokkuð sérstæða sögu. Veturinn 1855—’56 geisaði um Norðurland svo meinskæð hundapest, að hún drap hvern einasta rakka. Þetta þótti bú- andmönnum í þann tíð ærinn skaði, og í fremstu sveit Eyja- fjarðar varð það að ráði að senda menn þvert yfir ísland á miðgóu til hundakaupa í Arnes- sýslu, en þangað hafði pestin ekki borizt. Sigurður, afi Sköruleg kona og mannvinur fært í letur. Um sannleiksgildi .einstakra atriða er ég ekki dóm- bær, en þó virðist mér ærin trygging fyrir því, að hvergi sé ranghermt af ráönum hug. Sögukonan ber yfirleitt vel sög- una þvi fólki, sem um getur, og þar sem hefur í odda skorizt með henni og valdamönnum, er frásögnin rækilega skjalfest. Helga Níelsdóttir er komin af góðu og gildu bændafólki í Eyjafirði, fæddist á Halldórs- stöðum í Saurbæjarhreppi, en ólst upp á Æsustöðum í sömu sveit frá þriggja ára aldri. For- eldrar hennar voru vel bjarg- álna, og hún átti aldrei við skort að búa í uppvextinum, en viða var þá enn þröngt í búi í nágrenninu, þó að nú sé meiri búsæld í Eyjafiröi en víðast annars staðar á landi hér. Faðir Helgu var dugandi maður, og móðir hennar einstæð kona. Hún máttí ekkert aumt sjá, og óvenjulega gáfuð hefur hún Gylfi Gröndal lega á sinni löngu og sögulegu ævi. Eg hef þegar að nokkru getið móður Helgu, en nú legg ég Ieið lesandans til langafa hennar og langömmu í móðurætt. Og þyk- ir mér bezt hæfa að láta hana sjálfa tala: „Langafi minn í móðurætt hét Sigurður Stefánsson og var ömmu minni. Þau ólu upp tólf börn, niu, sem þau áttu sjálf og tóku þrjú til fósturs að auki. Ugglaust hafa þau háð harða - baráttu við bjargarleysið, því engan opinberan styrk fengu þau með börnum sínum, og fósturbörnin ólu þau upp með- gjafarlaust. Rósa var myndar- kona, mikil vexti og nokkuð stórskorin. Hún var talin með beztu konum héraðsins. Það sópaði að henni. Góðmennska hennar og hjálpfýsi var við brugðið. Hún mátti ekkert aumt sjá. Oft fór hún með brauð og smjör i hendi ofan á veg, sem liggur skammt frá bænum, ef hún sá einhvern fara um, sem var munaðarleys- ingi og húh bjóst við að væri svangur. Þetta komst í hámæli, ekki sízt af því, að þau hjón voru fátæk og af litlu að taka.“ Þá vík ég að föðurafa Helgu, Sigurði Jóhannessyni frá Jór- unnarstöðum. Af honum segir Helga sitthvað girnilegt til fróð- Helgu, var viðkenndur sem dugandi ferðamaöur, og var hann fenginn til forystu sendi- mannanna, sem voru alls fimm. Hinir fjórir voru ungir menn, allir taldir mjög röskir. Þeir félagar lögðu af stað í góðu veðri, en ekki voru þeir langt komnir, þegar á skall vonzku- veður, blindbylur með hörku- frosti. Þegar þeir voru staddir sunnan undir Hofsjökli, versn- aði enn veðrið, og sá Sigurður ekki annað ráð vænna en að hópurinn græfi sig ísnjó. Þá er sex dagar voru liðnir, birti loks upp, og var þá haldið af stað suður á bóginn. En brátt gafst einn upp, og um hríð báru hinir hann til skiptis. Loks urðu þeir að gefast upp á burðinum, og læt ég nú Helgu taka við að segja frá: „Afi skipaði þá svo fyrir, að aftur skyldi áð. Hann sagði þeim, sem síðastur bar hinn uppgefna, að leggja hann eilítið til hliðar, og það var gert. Sig- urður ræddi við hann og fann, að hann treysti sér ekki að brjótast áfram af eigin ramm- leik. Þegar hann hafði komizt að raun um þetta, kallaði hann á einn þeirra félaga, tók hann afsíðis, en þó svo nærri, að sá uppgefni gæti heyrt, hvað þeim færi á milli. Afi seildist í buxnavasa sinn og tók upp flug- beittan sjálfskeiðung, strauk um hann þungbúinn að svip og sagði: „Þetta er hörmulegt! Hann er alveg uppgefinn. Hann er bersýnilega að syngja sitt siðasta. En við verðum að halda áfram, annars er voðinn vís fyr- ir okkur alla. Við megum engan tíma missa. En við getum ekki ofurselt hann kalinu og gaddin- um. Það yrði honum erfiður dauðdagi. Við verðum að veita mikiÍÍ honum líknardauðann. Hafðu ofan af fyrir hinum — á meðan ég sker hann.“ Og um leið opn- aði afi hnffinn, svo að blátt og langt blaðið blikaði i hnefa hans. Hinn maðurinn fór, en afi gekk til mannsins aðfram- komna og kraup á kné við hlið honum. „Hann fór að setja und- ir sig olbogana, síðan sat hann uppréttur, svo lagðist hann á hrammana, en horfði tortrygg- ir.n á mig með ótta í augum," sagði afi síðar. „mér er að batna. Ég finn færast í mig nýjan þrótt,“ sagði maðurinn. „Og síðan gekk hann alla leið- ina eins og við hinir,“ sagði afi — og hló við. Þeir lentu i mikl- um hrakningum, en komust loks við illan leik niður í Hreppa.” Hvert á svo barninu að bregða nema beint i ættina? Hinum mörgu lesendum þess- arar bókar gefst kostur á að dæma um það, hvort svo er eða er ekki í þessu tilviki. Loks íslenskt rúSsex Beróu þaó saman vió hrökkhrauó til sömu nota. Vittu hvort hefur vinninginn. KEXVERKSMIDIAN FRÓN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.