Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 27 Þorgrímur læknir var um þetta leyti alþingismaður Austur- skaftfellinga og hafði keypt jörð- ina að Borgum og hafði þar all- stórt bú. Unnu þau hjónin bæði, Eyjólfur og Þórdís, á búi læknis- ins. Þorgrímur varð siðar héraðs- læknir i Keflavík á árunum 1905—29 og fluttist að austan 1905. En Eyjólfur Bjarnason bjó næstu tvö árin að Borgum, en fluttist 1907 til Reykjavikur með fjölskyldu sína. Þá var Þorgrímur Eyjólfsson aðeins 2 ára, en hann bar nafn Þorgrims læknis og fyrir vináttu sakir buðust læknishjónin, Þor- grímur og kona hans Jóhanna Lúðvíksdóttir Knudsen, þeim Eyjólfi og Þórdísi að taka þennan son þeirra til fósturs og fluttist hann til þeirra tveggja ára gamall og átti síðan heimili í Keflavík upp frá því. Hjá þessum merkishjónum ólst Þorgrímur upp, og bar hann jafn- an innilegan kærleikshug til fósturforeldra sinna og fóstur- systkina, sem nú eru öll látin, nema frú Anna Þorgrímsdóttir, læknisekkja, en af systkinum Þor- grims eru á lífi, Vilhjálmur, Jóhanna, Rannveig og Asgerður. Þorgrimur Eyjólfsson gekk í Flensborgarskóla og lauk þar gagnfræðaprófi 1923, en stundaði síðan verslunarnám i Kaup- mannahöfn og lauk prófi frá Páhlmans praktiske Handelsaka- demi 1927. Síðar stundaði hann verslunar- störf bæði i Reykjavík og Kefla- vík, og gerðist síðar meðeigandi i Verslun Þorst. Þorsteinssonar í Keflavik, en sú verslun hætti störfum 1959. Eftir það fékkst Þorgrímur nokkuð við útgerð og frystihúsa- rekstur, og var umboðsmaður Brunabótafélags Islands um rúm- lega 40 ára skeið og var það all umfangsmikið starf, einkum hin síðari ár. Þá gegndi Þorgrímur fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélag sitt, var í bæjarstjórn í nokkur ár og varaforseti bæjarstjórnar. Þá var hann lengi í stjórn Sparisjóðs Keflavikur og stjórnarformaður hin síðari ár. Hann kom víða við sögu i menningar- og atvinnumálum Keflavíkur og Suðurnesja, einkum meðan hann sat i bæjar- stjórn. Þá var hann Iengi endur- skoðandi Sölumiðstöbvar hraðfrystihúsanna og dótturfyrir- tækja hennar. Þá hafði Þorgrímur allmikil af- skipti af almennum félagsmálum, bæði í Keflavík og víðar, þó að það verði ekki hér upp talið. Hann þótti hvarvetna hinn besti liðsmaður, því hjá honum fór saman nákvæm ihugun, skynsam- legt mat í hverju máli, samfara ráðdeild, hógværð og festu í orð- um og athöfnum. Mun flestum hafa þótt gott að starfa með Þor- grími, sökum sanngirni hans og drengskapar. Þorgrimur kvæntist 21. febr. 1931 Eiríku Guðrúnu Arnadóttur frá Gerðakoti á Miðnesi, Eiríks- sonar. Lifir hún mann sinn, ásamt tveimur börnum þeirra, Árna Þór flugumferðarstjóra í Keflavik, sem kvæntur er Hólmfríði Guðmundsdóttur, og Önnu, hús- freyju i Reykjavík, sem gift er Asgrimi Pálssyni framkvæmda- stjóra, en unga dóttur, Jóhönnu Rögnu, misstu þau á barnsaldri. Heimili hafa þau lengst af átt við Hafnagötu 42 í Keflavik, enda má því segja að heimili þeirra hafi jafnan verið í þjóðbraut og mjög rómað fyrir hlýleika og gest- risni og hafa margir, ekki sist innan fjölskyldunnar, átt þar margar ánægjustundir, og allt samstarf þeirra hjóna var mjög með ágætum. Þorgrímur var óvenjulega mikill starfsmaður og féll honum sjaldan verk úr hendi. Hann var glaðlyndur, hjálpsamur og í öllu drengur hinn besti. Hann hafði yndi af ferðalögum og útilífi, einkum laxveiðum og þau hjónin ferðuðust mikið, bæði innan lands og utan. Hann hafði gott auga fyrir menningarverðmæt- um, þar sem hann ferðaðist og var athugull og fróður um margt. Er skemmst að minnast ánægjulegr- ar feðar, er þau hjónin fóru til Italíu s.l. sumar. Þorgrímur hafði um nokkurt skeið átt við vanheilsu að búa, er ágerðist smám saman og varð banamein hans. Hann hélt áfram að starfa, meðan dagur var, svo að lengi vel sáu menn honum lítt bregða. Hann bar þessa byrði með karlmennsku, rósemi og trúar- trausti. Þessi fáu minningarorð um Þor- grim Eyjólfsson eru jafnframt þakkarorð frá okkur, sem vorum tengd honum eða bundin fjöl- skylduböndum. í okkar huga var hann hinn góði og trausti fjöl- skylduvinur, sem við stöndum öll í þakkarskuld við og minnumst hans þvi með söknuði og trega. Keflavíkurbær er fátækari eftir að Þorgrímur Eyjólfsson er þaðan horfinn, en minningin um góðan dreng og samborgara verður áreiðanlega mörgum hvatning til góðra verka. Þannig er gott að mega lifa, og þannig er gott að mega kveðja. Blessuð sé minning góðs vinar. Óskar J. Þorláksson. Þegar degi er lokið og sól er sezt — við sitjum við gluggann og horfum á himininn í stjörnuklæð- um, þá hvarflar hugurinn til lið- inna daga lífsins, þess lífs er við nutum á bernsku og unglingsár- um, þess unaðar er við nutum í skauti föður og móður. Við þrjú, ég og fósturbræður minir tveir Þorgrimar, vorum börn þess heimilis, sem nú er ekki lengur til, en geymist í minningu þeirra sem enn ganga lífsins veg. Kært er hann kvaddur, sá sem nú er horfinn á braut, góðvinur- inn frá barnæsku, sá sem var leiðarljós okkar hinna yngri. Holl- ur, trúr og sannur var hann til hinstu stundar. Lífsveg sinn gekk hann öllum til blessunar. Ævin- lega til sátta er til hinstu stundar. Lífsveg sinn gekk hann öllum til blessunar. Ævinlega til sátta er til sundrungar horfði. Hans lund var svo ljúf og svo góð. Þú lund fékk hann f arf frá góðri og göfugri móður. Hún er okkur öllum ógleymanleg. Starf foreldra hans, Þórdísar og Eyjólfs var undir- staða velgengni þess fólks er hann naut uppeldis hjá og ástar, sem sonur þeirra væri, Jóhönnu og Þorgríms læknis, þvi þeirra sonur varð hann. Þegar hallaði undan fæti veitti hann fósturföð- ur sínum hjálp og styrk. Hann naut sjálfur hjálpar sins góða ferðafélaga og ástvinar, Eiriku. Hún stóð við hlið hans traust og trúföst til hinstu stundar. Ætt hennar og uppruni er slíkur að annað hefði ekki getað skeð. Hún er af því fólki komin. Blessunar- ríkt var samband þeirra frá æsku til dauða. Svo heitt og svo einlægt. Hamingju gaf þeim sá sem því ræður og bönd þeirra hjartna sterk og heil og heitust er á reyndi. Minning mín um þau tvö, ung og fögur, er nú i dag svo ný og heil og gefur fornum minning- um minningar minninganna. Frá mér, móður minni og fósturbróð- ur mínum er Þorgrímur Eyjólfs- son kvaddur beztu kveðjum og þökkum fyrir samfylgd i þessu lífi. Birna Jónsdóttir Oss húrtan klukkur kulla. svo kallar (>u<> oss ulla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum f húsi þvf. sem eilift er. Á morgun verður til hinstu hvíldar borinn ástkær tengdafað- ir minn Þorgrimur St. Eyjólfsson forstjóri frá Keflavik. Ukkar fyrstu kynni hófust 1958, og er mér ljúft að minnast margra ánægjustunda með honum og eft- irlifandi konu hans Eiríku G. Árnadóttur. Heimili þeirra hjóna stóð okkur Önnu dóttur hans og börnum okkar ávallt opið og oft greiddi hann götu okkar er á þurfti að halda. Börnum okkar var hann framúrskarandi góður afi og vil ég sérstaklega þakka honum hversu annt honum var um þau, og var þeim þolinmóður fræðari í uppvexti þeirra. Hann var maður fróður og víðlesinn enda vinmargur og hrókur var hann alls fagnaðar'á mannamót- um og fundum með sinni kimni- gáfu og léttleika í tilsvörum. Veikindi sín bar hann með sér- stakri hugarró og lét sér hvergi bregða, þótt hann vissi að hverju stefndi um hálfs árs skeið. Alltaf var það hann, sem var með gam- anyrði á vör og hélt hann því til hinstu stundar. Tel ég fátitt að menn taki eins karlmannlega á jafn erfiðum veikindum og hann gerði. Blessuð sé minning hans. Hjart- ans þökk fyrir samfylgdina. Ásgrimur Pálsson. , t Alúðar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför. ÓLAFS SIGURÐSSONAR, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til forstöðukonu og starfsfólks Dvalarheimilis Aldraðra, einnig til Verkalýðsfélagsins, Bridgefélagsins og fleiri, sem heiðruðu minningu hans og oft höfðu glatt hann með gjöfum og heimsóknum Valdís Sigurðardóttir, Albert Sigurðsson, Ólöf Pétursdóttir, Þorsteinn Ólafsson, og aðrir vandamenn. + Þökkum auðsýnda samúð, við fráfall eiginmanns mins, föður, sonar. bróður og fósturföður BENEDIKTS GUNNLAUGSSONAR. Jóhanna D. Magnúsdóttir, Sigriður Hafdis Benediktsdóttir. Sigurveig Björnsdóttir. systur og fósturbórn. Kveðja frá Sparisjóðnum í Keflavfk. Þorgrímur St. Eyjólfsson átti sæti í stjórn sparisjóðsins nær óslitið frá 1934, þar af sem stjórn- arformaður 33 sl. ár. Enginn hef- ur svo lengi starfað við stjórnun þessarar stofnunar og tekið þátt i mótun þeirrar starfsemi, sem þar fer fram. Miklar breytingar og aukin umsvif sparisjóðsins hafa ávallt markast af hæfui i framsýn- um stjórnendum — sem Þor- grími, mönnum sem voru Suður- nesjamenn í orði og æði og vildu allt til vinna að auka hagsæld samborgarana, hvar sem þeir gátu því við komið og gerðu sér það ljóst, að með öflugri lána- stofnun heimamanna var grund- völlur lagður að hagsæld fóíksins. Sparisjóðurinn á nú á bak að sjá einum sinna beztu manna, en störf hans fyrir sparisjóðinn gleymast ekki. Stjórn og starfsfólk Sparisjóðs- ins i Keflavik votta frú Eiríku Arnadóttur, börnum þeirra hjóna, svo og öðrum aðstandend- um innilegustu samúð. Þegar ég fluttist til Njarðvíkur kynntist ég ungum hjónum í Keflavík, frú Eiríku G. Arnadótt- ur og Þorgrími S. Eyjólfssyni voru þau i hópi hinna fyrstu er ég kynntist hér. Síðan hefur leið okkar Þorgrims legið saman í fjörutíu ár, þar sem við báðir höf- um verið þátttakendur í ýmsum félagssamtökum. Á fjörutiu ára tímabili myndast náin kynni, einkum þá oft þarf að ráða fram- úr ýmsum vandamálum. A þessu tímabili hlóðust mörg trúnaðar- störf á Þorgrim er hann leysti af hendi með stakri trúmennsku, hógværð og réttlætiskennd, aðrir munu tilgreina hver þau störf voru, þó vil ég greina frá tveimur af mörgum. Hann og Elías Þor- steinsson voru brautryöjendur á sviði hraðfrystiiðnaðar, ekki ein- ungis á Suðurnesjum, heldur á landinu öllu, þvi hraðfrystihúsiji Jökull mun hafa verið annað hús- ið er byggt var, hið fyrsta var sænska frystihúsið Reykjavík. Hraðfrystiiðnaðurinn hefur nú náð þeirri útbreiðslu að flest byggðarlög landsins byggja sinn atvinnugrundvöll á honum að meira eða minna leyti. I stjórn Oliusamlags Keflavíkur' og nágrennis var hann frá byrjun til dánardags. Á þessu timabili heyrði ég Þorgrím aldrei tala hnjóðsyrði til nókkurs eða um nokkurn mann, svo orðvar var hann. Þorgrímur var glaður og gamansamur í vinahóp og kunni vel að meta létta fyndni, því að- eins að hún væri græskulaus. Heimili þeirra Eiriku og Þor- gríms var með hinum mesta myndarbrag, þau voru samhent í starfi. Þar átti hann friðsælan hvildarstað frá oft erfiðum störf- um hjá umhyggjusamri eiginkonu og börnum. Þau áttu tvö mann- vænleg börn. Önnu gifta Asgrími Pálssyni framkvæmdastjóra, Eyjaseli 5, Framhald á bls. 18 + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns mins, föður og sonar BRAGA ÞÓRS MAGNÚSSONAR Aldís Jónína Höskuldsdóttir Höskuldur Bragason Bylgja Bára Bragadóttir Magnús Jóhannsson og Bára Hallgrímsdóttir. + Þökkum auðsýnda vináttu og samúð vegna fráfalls eiginmanns míns. föður okkar. stjúpföður. tengdaföður og afa SVEINBERGS JÓNSSONAR fyrrv. bifreiðastjóra frá Blönduósi Lára Guðmundsdóttir, Brynjólfur Sveínbergsson, Brynja Bjarnadóttir. Jón Sveinbergsson. Sesselia Bjarnadóttir. Grétar Sveinbergsson, Guðrún Steingrímsdóttir, Birgir Sveinbergsson, Lára Sveinbergsdóttir, Þórey Sveinbergsdóttir, Ásgrimur Jónasson, Gísli Sveinbergsson, Guðrún Benediktsdóttir, Margrét Sveinbergsdóttir. Baldvin Júlíusson. Sigurgeir Sveinbergsson, Margrét Böðvarsdóttir, Sjöfn Ingólfsdóttir. Bjarni Ólafsson, og barnabörn. + Hjartanlegar þakkarkveðjur sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför. GUÐMUNDU JÓHANNSDÓTTUR. Akri, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkrahússins á Selfossi fyrir frábæra umönnun i veikindum hennar Guðrún Jóhannsdóttir. Sigurveig Þórarinsdóttir. Baldur Teitsson. Jóhann Þórarinsson, Ingunn Ingvarsdóttir. + Þakka öllum sem sýnt hafa mér hjálpsemi og vinarhug við andlát mannsins mins, HALLDÓR JÓHANNESSONAR. semandaðist 10 nóvember 197 7 Jafnframt óska ég öllum gleðilegra jóla og farsælt komandi ár Með kærri kveðju frá öllum aðstandendum. Rannveig Wormsdóttir. Lokað verður á morgun mánudaginn 19. desember vegna jarðarfarar VALDIMARS EINARSSONAR, bifreiðastjóra. Verzlunin Kjalfell s/f Gnoðarvogi 78.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.