Morgunblaðið - 18.12.1977, Síða 2

Morgunblaðið - 18.12.1977, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 Byggðasjóður; Ráðstöfunarfé 1978 verður 2.680 millj. Á annað þúsund í Handprjónasambandinu „ÞETTA þýðir að ríkisframlagið til Byggðasjóðs verður 2.079 milljónir króna og ráðstöfunarfé hans á næsta ári með 603 milljón- um eigin fjár yrði þá um 2.680 milljónir króna,“ sagði Kristinn Zimsen, framkvæmdastjóri Byggðasjóðs, er Mbl. spurði hann um 330 milljón króna niðurskurð á framlagi rfkisins til Byggða- sjóðs á næsta ári. „Það var búið að leggja drög að útlánaáætlun miðað við upphaf- lega fyrirhugað ríkisframlag upp á 2.409 milljónir króna,“ sagði Kristinn, „en það hefur engin endurskoðun farið fram vegna til- lögunnar um niðurskurðinn, þannig að ég get ekki á þessu stigi sagt neitt um það, hvar eða hvern- ig niðurskurðurinn kæmi niður.“ Kristinn sagði, að ráðstöfunarfé Byggðasjóðs á þessu ári yrði um tveir milljarðar króna. Á ANNAÐ þúsund manns hafa gerzt félagar f nýstofnuðu Hand- prjónasambandi tslands, en það var stofnað 5. nóv. s.l. Takmark samtakanna er að bæta hag og stöðu þeirra sem prjóna fatnað á tslandi. Stjórn Handprjónasambandsins stefnir að því að öll móttaka og sala vörunnar verði á vegum sambandsins en það hefur nú opnað verzlun á Skólavörðustíg 19. Handprjónasambandinu hafa borizt tilboð um útflutning til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. Formaður sambandsins er Hulda Gísladóttir. Þýðir svolítið minna af steypu yy — segir Jón Thors, deildarstjóri, um 25 milljón króna niður- skurð á framlagi til ríkisfangelsa „ÞETTA þýðir svolítið minna af steinsteypu á næsta ári,“ sagði Jón Thors, deildarstjóri í dóms- málaráðunevtinu, er Mbl. spurði hann, hvar tillaga rfkisstjórnar- innar um 25 milljón króna niður- skurð á framlagi til ríkisfangelsa kæmi niður. „Þessi lækkun er ætluð á lið, sem heitir: byggingar ríkisfang- elsa og vinnuhæla, og standa þar þá eftir 100 milljónir króna," sagði Jón. „A þessum lið eru gæzluvarðhaldsfangelsið á Tunguhálsi og einangrunardeild við vinnuhælið á Litla-Hrauni. Það er búið að grafa fyrir ein- angrunardeildinni og það verður haidið áfram þar eins og vinnu- kraftur leyfir, en verkið verður unnið mikið af staðarmönnum. Varðandi gæzluvarðhaldsfang- elsið er ætlunin að byrja á grunni og botnplötu fyrri hluta næsta árs.“ Nafnnúmerakerfid hefur mmm Ur hinni nýju verzlun Handprjónasambandsins. Flugmenn Loftleiða og Flugfélags semja hvor- ir fyrir sig KJARADEILA flugmanna, flugfreyja og flugvélstjóra hjá Flugleiðum hefur nú staðið um allnokkurt skeið. Síðasti fundur með deilu- aðilum var á fimmtudags- kvöld og stóð hann langt fram eftir nóttu án þess að samningar næðust. Það vekur nokkra athygli að flugmenn Loftleiða annars vegar og Flugfélags íslands hins vegar semja hvorir í sínu lagi, þar sem flugmenn Loftleiða eru ekki í félagi atvinnuflugmanna. FlA, en Flugfélagsmenn eru það hins veg- ar. Flugfreyjur og flugvélstjórar beggja félaganna semja hins veg- ar sameiginlega. Ekki sagði Jón neina fasta kostnaðaráætlun til yfir byggingu einangrunardeildarinnar, enda væri mjög erfitt að gera slíka áætlun, eins og framkvæmdum yrði þar hagað. Um gæzluvarð- haldsfangelsið sagði Jón enn erfiðara að nefna kostnaðartölu vegna verðlagsbreytinga, en fyrir- sjáanlegt væri nú, að húsið myndi ekki kosta undir hálfum milljarði króna. Sex slasast FIMM manns voru fluttir talsvert meiddir í slysadeild Borgarspítalans eftir að ökumaður Saab-bifreiðar ók á rauðu Ijósi á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Háaleitisbrautar og í veg fyrir Volkswagenbil, sem kom norður Kringlumýrarbraut. Öku- maður Saab-bifreiðarinnar var einn á ferð, en þrir farþegar voru með öku- manni Volkswagenbílsins, og meidd- ust allir talsvert (Ljósm. Mbl.: ÓI-K.M.) Fullorðinn maður meiddist á höfði og skarst i andliti, er hann kastaðist út úr bíl sinum á Vestur- landsvegi i gær. Maðurinn ók niður Höfðabakka og beygði til vinstri i veg fyrir bíl, sem var á leið út úr borginni. Ökumaður þess bils slapp ómeiddur, en hinn bíllinn þeyttist i heilhring og kastaðist ökumaður hans út við það. Friðfinnur Ólafsson formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra tekur við gjöfinni úr hendi Ragnheiðar Einarsdóttur formanns Hringsins. Kvenfélagið Hringurmn gef- ur 2 milljónir til Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra RAGNHEIÐUR Einarsdóttir. formað- ur K venfélagsins Hringsins. afhenti i vikunni tveggja milljón króna pen ingagjóf frá félaginu til Styrktarfé lags lamaðra og fatlaSra. sem FriS- finnur Ólafsson formaður Styrktar- félagsins veitti viStöku. ÞaS kom fram hjé Ragnheiði við afhendinguna að þessari gjöf væri aðallega ætlað að verða sjúkum bórnum til styrktar. en eins og kunnugt er hefur Hringur- inn helgað sig málefnum barna. Það kom fram á fundi með frélta mönnum í þessu sambandi að Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra hefur hug á að bæta við aðstöð'u sina við Háaleitis- braut, sem engan vegínn getur talizt fullnægjandi, sérstaklega ýmis starf- semi varðandi barnaheimilið sem rekið er i samvinnu við endurhæfingarstöð- ina í þvi sambandi hefur félagið eign- ast lóð við hlið endurhæfingarstöðvar- innar sem hægt væri að byggja á En eins og áður eru það peningarnir sem stendur á því þeir fjármunir sem upp- haflega áttu að standa undir öllum byggingarkostnaði félagsins, þ e símahappdrætti félagsins. hefur undanfarið farið beint i reksturinn „Þessi gjöf Hringskvenna er þvi mjög Framhald á bls. 31 Tillaga um frest- un Alþingis í G/ER var lögð fram á Alþingi tillaga forsætisráðherra um að fundum Alþingis verði frestað 21. desember n.k. eða sfðar, enda verði Alþingi kvatt saman á ný 23. janúar 1978. senn runnið sitt skeið EINHVERN tfma á næsta áratug kemur að þvf að Íslendingar sprengja það nafnnúmerakerfi sem nú er í notkun, og verður á þessum tfma að taka afstöðu til þess hvaða kerfi skuli þá tekið upp f stað þess sem nú er notað, en það hefur verið við lýði í nær- fellt 20 ár eða frá árinu 1958. A þessu tfmabili hefur verið gerð ein meiriháttar breyting, þ.e. þeg- ar áttunda tölustafnum, svo- nefndri vartölu var bætt við og þá með tilliti til aukinnar tölvunotk- unar. I samtali við Klemens Jónsson hagstofustjóra kom fram, aó nafn- númerakerfið hefði verið tæki til að koma öllum íbúum landsins fyrir í að kalla mætti staðlaðri stafrófsröð. Hins vegar væru nú teknar að koma þar fram skekkj- ur, sem hefðu það í för með sér að sumar tölur gæfu ekki réttan upp- hafsstaf nafna. Þetta mætti t.d. að sumu leyti rekja til breytinga >á nafnvenjum, sem ekki hafi verið hægt að sjá fyrir þegar nafn- númerakerfið var búið til, t.d. hefði fjölgað mjög nöfnum sem enduðu á -ar og væri það tekið að valda vissum vandkvæðum. Þó að nafnnúmerakerfið hafi verið ríkjandi hér á landi, t.d. lagt til grundvallar í öllum skrám yfir íbúa landsins og hjá stofnunum sem slikar skrár nota, þá hefur jafnan einnig verið skráð eftir svonefndu fæðingarnúmeri — þ.e. fæðingardegi og ári, líkt og tíðkast i flestum nágrannalöndun- um og sagði Klemens að vel gæti komið til greina að innleiða slíkt kerfi hér á landi, þegar nafn- númerakerfið næði ekki lengur tilgangi sínum. Hann kvað t.d. forsvarsmenn almannatrygginga- kerfisins vera mjög hlynnta þessu kerfi, en aftur á móti væri gjald- heimtan því andsnúin. Víkingur og landslið- ið keppa 1 KVÖLD kl. 20 fer fram i Laugardalshöll leikur milli ís- lenzka landsliðsins í hand- knattleik og Víkings í tilefni 70 ára afmælis Víkings. Með iandsliðinu leika Jón Hjaltaiín og Einar Magnússon, sem komnir eru til landsins til að taka þátt í undirbúningi lands- liðsins fyrir heimsmeistara- keppnina í Danmörku. Lands- liðsþjálfarinn Janus Cerwinski mun stjórn landsliðinu í kvöld í síðasta skipti fram að heims- meistarakeppni, því að hann fer af landi brott á þriðjudag- inn og mun ekki hitta liðið að nýju fyrr en í heimsmeistara- keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.