Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 — Heildartap upp á 4,5—5 milljarða Framhald af bls. 32. að um 87% á árinu og rafmagns- verð hefur hækkað um 36.5% til 39% á sama tíma. Til að mæta þessum hækkunum og svipuðum hækkunum annarra kostnaðarliða hefur orðið hækk- un á markaðsverði frá 1. janúar sem nemur um 12% og því til viðbótar hefur orðið gengissig á árinu sem einnig skilar um 12%. Þegar þessar gjaldahækkanir annars vegar og tekjuhækkun hinsvegar er höfð í huga, þá er ekki að undra þótt afkoma frysti- húsanna sé slæm. Fyrirsjáanlegt er því að um beint rekstrartap verður að ræða á árinu. Þegar jafnframt er tekið tillit til, að velta frystihúsanna I krónutölu mun hækka um þriðj- ung á árinu, en hlutfall rekstrar- lána hefur haldist óbreytt, þýðir þetta stóraukna rekstrarfjárþörf. Nýjar reglur um greiðslufyrir- komulag hráefnis og vaxta af rekstrarlánum, sem viðskipta- bankarnir hafa sett auka enn þennan vanda. Léleg afkoma og þessi aukna rekstrarfjárþörf hefur þegar leitt til stöðvunar nokkurra frystihúsa og að óbreyttu ástandi munu mörg frystihús neyðast til að loka á næstunni. Að þetta ástand skuli ríkja þeg- ar markaðsverð okkar afurða er hærra en það hefur nokkurn tíma áður verið, er nánast óskiljanlegt. Áætlanir sýna að við rekstrar- skilyrði í byrjun október, nemur tapið á heilu ári frá 1200 til 1400 milljónum, þrátt fyrir greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sem munu nema 1500 milljónum við þessar aðstæður. Frá 1. desember bætast við þetta 1300 til 1400 milljónir vegna áfanga- og vísitöluhækkana vinnulauna. í nóvember hækkaði rafmagn um 20% og vextir um 30%, sem þýðir um 400 milljón króna kækkun og eru þó ótaldar hækkanir allra annarra kostnaðariiða. Við upphaf nýs árs þegar ákveða á nýtt fiskverð, er staðið frammi fyrir heildartapi sem nemur á bilinu 4500 til 5000 milljónum á ári, og verður þá að hafa í huga að hvert 1% sem fiskverð hækkaði um þýðir 200 milljón króna aukin útgjöld fyrir frystihúsin. Það má öllum vera ljóst að að- gerðir stjórnvalda í sambandi við fiskverðsákvörðun 1. október hafa engan veginn leyst úr rekstrarerfiðleikum frystihús- anna. Þvert á móti þá eykst stöð- ust tap þeirra við þær hækkanir sem sifellt verða á öllum kostnaðarliðum. Þannig er háttað starfsemi frystihúsa víðast hvað á landinu að þau eru burðarás atvinnulífs á hverjum stað. Lokun frystihúss veldur störfelldu atvinnuleysi og raunar upplausn. Þetta gera for- ráðamenn frystihúsa sér ljóst og hafa því ávallt reynt að halda þeim gangandi í lengstu lög. Sú afstaða forráðamanna frystihúsa að stöðva ekki rekstur má ekki verða til þess að hlutur þessara fyrirtækja sé fyrir borð borinn. Aukafundur S.H. skorar þvi á ríkisstjórnina að beita sér nú þeg- ar fyrir lausn þess vanda sem nú blasir við sjávarútveginum. Jafnframt verði tryggður rekstrargrundvöllur, sem skapi meginþorra frystihúsanna af- komu til að endurnýja og endur- bæta framleiðslutækin og það með framleiðni, en það markmið ætti að vera sameiginlegt hags- munamál allra. Þá er enn fremur nauðsynlegt að taka rekstrarlán útflutnings- framleiðslunnar til endurskoð- unar með þeð fyrir augum að fyrirbyggja að fyrirtæki hætti framleiðslu vegna rekstrarfjár- skorts. Afleiðingar af lokun frystihúsa er atvinnuleysi og útflutningur á óunnu hráefni, en slíka þróun yrði að telja neikvæða fyrir þjóðarbúskap okkar.“ — Mjög góð jólasala... Framhald af bls. 32. hugsaniega matvörunni, en skýringin á því væri eflaust sú að nú væru jól með allra stytza móti, aðeins mánudagurinn bættist við venjulega helgi. Hjá hijömplötudeild Fálkans fengust þær upplýsingar að mjög góð jólasala hefði verið að undan- förnu, sennilega aldrei meiri. Sigríður Sigurðardóttir hjá bókaverzlun Isafoldar sagði það ^reinilegt á bóksölunni, að fólk tiefði mikla peninga milli handa fyrir þessi jól og bóksalan væri rífandi mikil og meiri en fyrir jndanfarin jól. Þá sagði Sigríður að næsta vika væri helzta sölu- /ikan, fólk sem hefði verið að skoða bækur og kanna verðið myndi kaupa bækur í næstu viku þegar það hefði gert upp huga únn um hvaða bækur það kysi að kaupa. Sigriður tók sérstaklega fram að bækur væru mjög vand- aðar að þessu sinni og að barna- bækur væru sérstaklega fallegar og skemmtilegar margar hverjar enda mikið keypt af þeim. — Enginn reykir Framhald af bls. 32. Jólasvipur er að færast yfir bæinn, verzlanir skreyta glugga sína og jólaljós eru að koma upp víðs vegar um bæ- inn. Togarinn Trausti kom í nótt með 70 lestir, Jón Ölafs- son kom úr siglingu í gær, en Helga Guðmundsdóttir seldi i gær og í dag og Vestri seldi ágætlega i fyrradag. Hinir stóru bátarnir allir eru á línu, afli 5—8 lestir í róðri. — Páll. — Kýpur Framhald af bls. 1 stjórnarinnar en Kyprianou forseti ávarpaði stuttlega mót- mælafund sem var haldinn í Nikosiu i morgun til að láta í ljós andúð á ráninu og starf- semi EOKA-B. H:nn sagðist elska son sinn og vilja allra helzt að hann fengi að sjá hann lifandi. „Þjóðarhagsmuni set ég fremst," sagði Kyprianou og bætti við: „Ég get fært fórnir, en ég get ekki fórnað þjóð minni." Þykir þetta gefa vis- bendingu um að stjórnin muni ekki ganga að kröfum mann- ræningjanna þó svo það þurfi að kosta að ungi pilturinn verði tekinn af lífi. — Frú Boehm Framhald af bls. 1 þurfti á að halda, en hún gekkst undir uppskurð fyrir nokkru. Frú Boehm kom heim til sin i leigubíl um 2-leytið f nótt, en bíl- stjórinn hafði ekið fram á hana á gatnamótum skammt frá hverf- inu, sem heimili hennar er i. Að sögn eiginmanns hennar hafði hún fengið taugaáfall, en talið að hún myndi ná sér fljótlega. — Efnt til Framhald af bls. 29. sama tíma yfirstandandi árs hafa 1 7 börn slasast Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavíkur biðja vegfarendur að leggja sitt af mörkum svo þessi þróun megi halda áfram (fréttatilkynnmg) t Móðir okkar. RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR andaðist aðfararnótt laugardagsins að Heilsuverndarstöðinni Inga G. Þorkelsdóttir, Magnea Þorkelsdóttir. Bang & Olufsen HLJÓMTÆKI OG NOATÚNS SÍMI 29800 ( 5 UNUR) 26 AR í FARARBROODI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.