Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.12.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1977 31 Morðingjar blaða- mannsins fundnir? — Falla frá 10% kauphækk- un næsta ár Framhald af bls. 32. frétt, ef Kosygin hefði verið ánægður með varnarmála- stefnu Norðmanna en að hann væri óánægður með hana. Og Fálldin forsætisráðherra Sví- þjóðar lagði áherzlu á, að við- ræðurnar við Kosygin og við- horf allra fulltrúa Norðurland- anna hefðu stafest, að þótt Noðurlöndin hefðu leitað mis- munandi lausna í öryggis- og varnarmálum, þá væru þó öll Norðurlöndin sammála um nauðsyn þess að varðveita stöð- ugleika, óbreytt ástand, sem þátt í því að halda friðinn. Þessi skoðun Fálldins kom raunar, fram þegar hann var hér í Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig vcrð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. heimsókn í byrjun september. Anker Jörgensen mun ekki sízt hafa verið fyrir svörum af hálfu Norðurlandaráðherranna og af blaðafrásögnum kemur fram, að á meðan viðræðunum stóð hafði hann hnippt í Kosygin og sagt: „Taktu það nú rólega, K.osygin.“ — En hvaða ályktanir draga menn af þessum fundi Kosygins með Norðurlandaráð- herrunum og málflutningi hans þar? — Menn vildu ekki draga ákveðna ályktan af þessum við- ræðum eða slá föstu, hvaða til- gang þær áttu að hafa af hálfu Sovétmanna. — Hver eru helztu vandamál í efnahags- og atvinnumálum hjá frændþjóðum okkar um þessar mundir? — Það er engum blöðum um það að flett,ji, að helzta áhyggju- efni þeirra er atvinnuleysi, sem er 8—10% af vinnufæru fólki í Finnlandi og Danmörku og 2% í Svíþjóð. En þótt ekki sé at- vinnuleysi i Noregi eða meira en þessu nemur í Svíþjóð er atvinnu hundruð þúsunda manna í þessum löndum haldið uppi með alls konar opinberum ráðstöfunum eins og ríkis- ábyrgð, lánafyrirgreiðslum og styrkjum. Það hafa orðið Norð- urlandaþjóðunum vonbrigði, að bati í efnahagsmálum á alþjóða- vettvangi hefur komið seinna fram en búizt var við. Þá vakti það athygli mína, að fjárlög allra annarra Norðurlanda en okkar eru afgreidd með mikl- um greiðsluhalla, sem nemur frá 10—30% af fjárlagaupp- hæðinni, en þessi halli er jafn- aður með erlendum lántökum. Við skulum að vísu fara varlega i samanburð milli landa, því að fjárlögin eru t.d. sett upp með mismunandi hætti, en engu að síður gefur þetta hugmynd um, að hin Norðurlöndin eiga við sína erfiðleika að stríða í efna- hagsmálum eins og við. Þar er verðbólgan 10—15% og því helming til þrisvar sinnum minni en hér á landi. En við erum hins vegar að leitast við að afgreiða fjárlög greiðslu- hallalaus og höfum ekki við vofu atvinnuleysis að stríða. Þá vakti það og eftirtekt að Sorsa, forsætisráðherra Finn- lands, kom beint á ráðherra- fundinn frá samningaviðræð- um heima fyrir, þar sem tekizt hafði að ná samkomulagi við heildaramtök verkalýðsins um að þau féllu frá samnings- bundnum kauphækkunum á næsta ári um u.þ.b. 10%, en áhrif þess á samkeppnisstöðu Finnlands út á við eru talin sambærileg við 15% gengis- lækkun. A forsætisráðherrafundinum og undangengnum samstarfs- ráðherrafundi var gengið frá stefnuyfirlýsingu og starfsáætl- un um norrænt samstarf sem verður til umræðu á fundi Norðurlandaráðs í febrúar. Það mun vera einstakt í sinni röð, að fimm sjálfstæðar þjóðir gefi út slika yfirlýsingu, sem hefur i för með sér jafn víðtækt og náið samstarf þeirra á milli og það, sem gert er ráð fyrir. Þá var og á fundinum fjallað um hráefn- is- og auðlindakönnun eða út- tekt í þeim efnum á Norður- löndum, en sú úttekt var hafin í kjölfar fundar forsætisráðherr- anna I Osló 1975. Auðheyrt var, að starfsbræð- ur minir höfðu mestar áhyggj- ur af atvinnumálum og sam- keppnisstöðu Norðurlandanna á alþjóðlegum mörkuðum. Þá var ennfremur til umræðu mis- munandi samkeppnisstaða Norðurlandanna innbyrðis og á erlendum mörkuðum og var lögð áherzla á, að könnun sem fram fer á vegum iðnaðarráð- herra Norðurlandanna varð- Kairó 17. des. Reuter. RUMLEGA tvitugur stúdent sem hefur jórdanskt vegabréf er einn af þremur sem tekinn hefur verið höndum, grunaðir um að eiga aðild að morðinu að blaðamanni Sunday Times, David Holden, í Kairó fyrir fáeinum dögum. Tveir karlmenn og ein stúlka voru handtekin í vikunni eftir að nokkrar af eigum Holdens fund- ust í mannlausum bfl. Talsmaður innanrtkisráðuneytisins vildi ekki staðfesta að þau væru grun- uð um morðið en vera kynni að þau kæmu einhvers staðar við sögu. Blaðið Al Ahram sagði að Jórdaninn væri við nám í tækni- fræði í Helwan, en ekki hefur andi styrki og fyrirgreiðslu við einstakar iðngreinar á Norður- löndum leiði til jafnræðis á inn- byrðis stöðu Norðurlandanna út á við, en í þessu sambandi má minna á, að 4 af 6 Norður- löndunum eiga aðild að EFTA og öll eru í viðskiptatengslum við Efnahagsbandalagið, þar sem Danmörk er beinn aðili. Þess má að lokum geta, sagði Geir Hallgrtmsson, að búizt er við, að forsætisráðherrar Norð- urlandanna haldi fund með for- setum Norðurlandaráðs fyrir Norðurlandaráðsfundinn i Osló í febrúar nk. en næstu reglu- legi fundur forsætisráðherr- anna verður i Kaupmannahöfn haustið 1978. — Gefur tvær Framhald af bls. 2 kærkomin', sagði Friðfinnur Olafsson v.ð þetta tækifæri Við endurhæfingarstöðina og barna- verið látið uppi hver hin tvö eru. Holden kom flugleiðis frá Amman þann 6. desember. Lík hans fannst í úthverfi Kairó morguninn eftir og hafði hann verið skotinn í bakið. 1 fyrstu var talið að um ránsmorð væri að ræða en A1 Ahram sagði í morg- un, að ýmislegt benti til að póli- tískar ástæður lægju að baki morðinu. Egypzk yfirvöld vinna af kappi að því að upplýsa málið og líta það alvarlegum augum ef sú er ástæðan, þar sem Egyptum er umfram um að tryggja öryggi þeirra f jölmörgu blaðamanna sem þar eru nú og munu koma til landsins á næstunni, að því er í fréttum segir. he.milið vinna nú 30 manns og þang- að leita daglega um 1 50 manns til ýmiss konar meðferðar og eru það allir aldurshópar, allt frá ungabornum upp í háaldrað fólk Eins og áður sagði, annar stöðin engan veginn sinum verk- efnum eins og bezt væri á kosið Hefur verðbólgan í þessu sambandi farið mjög illa með okkur sagði Friðfinnur Ólafsson I byrjun þessa árs var rekstr- argrundvöllur stöðvarinnar bara mjög þokkalegur, en nú er þetta alveg botn- laust hjá okkur Það sem heldur þessu á floti er hversu undirtektir manna við simahappdrætti okkar eru góðar. en þvi lýkur nú á Þorláksmessu. þegar 5 Mini bilar verða dregnir út Þá kom það fram í máli Ragnheiðar að Styrktarfélagið gæti mjög gjarnan leitað til Hringsins, ef lausn brýnna verkefna væri þörf svo sem einhver tækjakaup Þess má að lokum geta að Hringskonur hafa ekki setið aðgerða- lausar i gegnum árin. þær m a fjár- mögnuðu að mestu leyti Barnaspitala Hringsins, veittu styrki til barnaheimil isms við Dalbraut og Geðdeildar Land- spitalans svo eitthvað sé nefnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.