Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR
276. tbl. 64. árg.
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Fer einvígið
út um þúfur?
Belgrad, 21. desember. AP— Reuter.
TÓLFTU skák Boris Spassky og Viklors Korchnoi var frestað f dag
vegna deilunnar sem upp kom um skáksýningarborðið og hætta er
talin leika á þvf að einvfgið fari út um þúfur ef leið finnst ekki út úr
ógöngunum.
Spassky mætti ekki þegar tólfta skákin átti að hefjast f dag og f stað
þess aðdæma Korchnoi sigurinn var skyndifundur boðaður og ákveðið
að honum loknum að tólfta skákin skyldi tefld á föstudag.
Greinilegt er að Spassky hefur
mótmælt þeim úrskurði Bozidar
Kasics dómara að fjarlægja skák-
sýningartöfluna af sviðinu eins og
Korchnoi hafði krafizt þar sem
Spassky tók upp á þvi i tíundu
545
taldir af
Teheran, 21. des. Reuter. AP.
TALA þeirra sem fórust í jarð-
skjálftanum í fran var komin
upp í 545 í dag og óttazt er að
fleiri hafi grafizt i rústum
þorpa sem jöfnuðust við jörðu.
Fimmtiu siösuðust í jarð-
skjálftanum sem varð í hérað-
inu Kerman í suðausturhluta
landsins fyrir dögun i gær.
Rúmlega 100 læknar eru á
jarðskjálftasvæðinu og íranska
útvarpið segir að allar nauð-
synlegar vistir hafi verið send-
ar á vettvang.
skákinni að virða fyrir sér stöð-
una á töflunni úr klefa þeim sem
hann hefur til ráðstöfunar fyrir
utan sviðið. Spassky vann 11.
skákina og þar með fyrsta sigur
sinn i einvíginu með þessari nýju
aðferð.
Þegar Kazic fjarlægði töfluna
var talið að Spassky mundi neyð-
ast til að setjast við skákborðið
eins og Korchnoi krafðist. En Kaz-
ic sagði þegar hann hafði haft
samráð við dr. Max Euwe, forseta
Alþjóðaskáksambandsins, að eng-
in regla væri til sem neyddi
Spassky til að sitja alltaf við skák-
borðið.
Kazic hélt að hann hefði kveðið
upp salómonsdóm, en Spassky
taldi að Korchnoi hefði fengið
vilja sfnum framgengt og mætti
ekki til að tefla 12. skákina,
greinilega í mótmælaskyni. Nú
munu Spassky og Korchnoi halda
fund með sér í kvöld til að reyna
að leysa deiluna.
Sérfræðingar segja að hætta sé
á hneyksli ef lausn finnst ekki á
deilunni. Biðskákinni úr 10. um-
ferð sem átti að tefla í gær var
frestað til fimmtudags af sömu
ástæðu. Samkvæmt leikreglu
verður að hafa samráð við skák-
mennina.
Anwar Sadat forseti og Ezer Weizman, landvarnaráðherra tsraels, ræðast við f
Ismailia I Egyptalandi.
Samkomulag um
Sinai í siónmáli
Ismailia. 21. des. AP. Reuter.
ANWAR Sadat forseti
ræddi í dag við ísraelska
landvarnaráðherrann
Ezer Weisman um fyrir-
hugaðan brottflutning
Verdid
raun í
á olíu óbreytt í
mánuði enn
Caraballeda, 21. des. Reuter. AP.
ÞRÉTTAN aðildarríki Samtaka
olfusölurfkja, OPEC, náðu ekki
samkomulagi um verðlag olíu á
næsta ári, og þar með verður olíu-
verðið óbreytt f raun næstu sex
mánuði þótt á það sé lögð áherzla
að það sé ekki vfst.
Ráðherrar ríkjanna sögðu að
þar sem samkomulag hefði ekki
náðst á tveggja daga fundi þeirra
í Caraballeda í Venezúéla væri
ákvörðun um nýtt verð frestað
þar til ráðherrarnir kæmu saman
til nýs fundar.
Framkvæmdastjóri OPEC, Ali
Jaidah, sagði að næsti fundur ráð-
herranna yrði haldinn 15. júní en
tók fram að aðildarríki gætu
reynt að fá meirihlutasamþykkt
fyrir því að sérstakur aukafundur
yrði kallaður saman fyrir þann
tíma til að ræða olíuverðið.
Thailenzkri
vél grandað
Bangkuk, 21. des. Reuter.
KAMBODlUMENN skutu niður í
dag könnunarflugvél thailenzka
hersins á landamærum Kam-
bódfu og Thailands að sögn thai-
lenzku lögreglunnar.
Thailendingar hafa sent skrið-
dreka til svæðisins þar sem vélin
var skotin niður. Tveggja manna
áhöfn flugvélarinnar varpaði sér
út í fallhlíf og kom niður Thai-
landsmegin landamæranna en
vélin Kambódiumegin.
Jaidah sagði að fundurinn hefði
verið árangursríkur þrátt fyrir
ósamkomulag um olíuverð. „Ráð-
herrarnir voru sammála um að
vera ósammála,“ sagði hann.
Hann kvað vafasamt að ríki sem
vildu hækkað olíuverð gætu
hækkað verðið af eigin rammleik
þar sem þau kæmust þá í erfiða
samkeppnisaðstöðu.
Saudi-Arabar hafa barizt fyrir
óbreyttu oliuverði og þegar írans-
keisari lýsti yfir stuðningi við þá
Framhald á bls. 18
tsraelsmanna frá Sinai-
skaga og gert er ráð fyrir
að brottflutningurinn
verði samþykktur á fundi
Sadats og Menachem
Begins forsætisráðherra
tsraels á sunnudag.
Samkvæmt egypzkum
heimildum ræddi
Weisman við egypzka land-
varnaráðherrann, Abdel
Ghani E1 Gamassy hers-
höfðingja, í smáatriðum
um brottflutning frá Sinai-
skaga. Sadat kvaðst einnig
hafa rætt við Weisman um
heildarlausn sem kvæði
meðal annars á um frið við
Jórdaníu, Sýrland,
Líbanon og Palestínu-
menn.
Mikilla tíðinda er því talið að
vænta á jólafundi Sadats og
Begins þótt Sadat hafi áður lýst
því yfir að hann muni ekki semja
sérfrið við Israelsmenn án þess að
ná fram tilslökunum frá ísraels-
mönnum. Hins vegar er haft eftir
ýmsum heimildum að Sadat og
Begin vilji semja um það sem
hægt sé að semja um á hugsan-
legri Genfarráðstefnu varðandi
Sinaiskaga.
Meiri erfiðleikum er bundið að
semja um vesturbakka Jórdan
enda hefur Sadat sagt að tillögur
Begins um framtíð hans séu övið-
unandi. Þar er gert ráð fyrir sjálf-
stjórn Palestinumanna en áfram-
Framhald á bls. 18
Hryðjuverkakona reynist
samstarfskona sjakalans
Bern, 21. desember. Reuter. AP.
YFIRVÖLD í Sviss sögðu í dag
að annar Þjóðverjanna sem var
tekinn höndum eftir skotbar-
daga við tollverði á landamær-
unum í gær væri Gabriele
Köcher-Tiedeman og hún hefði
verið samstarfskona „Carlosar“
(„Sjakalans") hins dularfulla
hryðjuverkaleiðtoga frá
Venezúela sem er leitað um all-
an heim.
Hún tók þátt í árásinni á aðal-
stöðvar Samtaka olfusölurikja f
Vín fyrir tveimur árum og
skaut- með köldu blóði austur-
rfskan lögreglumann af stuttu
færi að sögn vestur-þýzka ríkis-
saksóknarans Kurt Rebmann.
Þrfr féllu og sex særðust þegar
sex hryðjuverkamenn réðust
Gabriele Kröcher-Tiedemann
Christian Möller
inn í bygginguna og tóku 81
gfsl, þar af 11 olíuráðherra.
Frú Köcher-Tidemann er
einnig talin hafa verið viðriðin
ránið á austurríska auðmannin-
um Walter Michael Palmers i
Vín i síðasta mánuði. Hún og
félagi hennar sem var handtek-
inn með henni höfðu meðferðis
hluta af lausnargjaldinu sem
nam um 4000 milljónum is-
lenzkra króna. Þau eru talin
hafa annazt fjáröflunarhlið
hryðjuverkastarfseminnar sem
þau hafa tekið þátt í.
Fyrir fjórum árum var frú
Köcher-Tiedemann dæmd i átta
ára fangelsi í Vestur-
Þýzkalandi fyrir tilraun til að
myrða þrjá lögreglumenn sem
stóðu hana að þvi að stela skrá-
Framhald á bls. 18