Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
Almannavarnir:
Aðeins fjármagn
fyrir nýju viðvörunar-
kerfi á Kötlusvæði
— VIÐ áætluðum að kostnaður
við að koma upp fullkomnunum
viðvörunarkerfum á Kröflusvæð-
inu og f Mývatnssveit væri um 3,2
millj. kr. en við aðra umræðu
fjárlaga fyrir næsta ár, er aðeins
gert ráð fyrir 1,5 millj. kr. fjár-
veitingu til þessara hluta, sagði
Guðjðn Petersen fulltrúi hjá Al-
mannavörnum þegar Mbl. ræddi
við hann í gær.
Guðjón sagði að þar sem núver-
andi viðvörunarkerfi á Kröflu-
svæðinu yrði lagt niður á næsta
ári, með því að þá hættir starf-
ræksla lóranstöðvarinnar á
Reynisfjalli, þá hefði verið nauð-
synlegt að koma upp nýju viðvör-
unarkerfi og Almannavarnir
hefðu ætlað sér að koma upp eins
kerfi í Mývatnssveit. En þar sem
Framhald á bls. 19.
Stefán Jóhannsson
f.v. aðalvarðstfóri látmn
Deila flugumferðarstjóra:
Miklar tafir á innanlands
flugi Flugfélags íslands
STEFAN Jóhannsson, fyrrver-
andi aðalvarðstjóri við lögreglu-
lið Reykjavfkur, andaðist á
Borgarspítalanum á þriðjudaginn
71 árs að aldri.
Stefán var fæddur á Skálum á
Langanesi 23. apíl 1906. Ungur að
árum fluttist hann til Reykjavík-
ur og réðst til lögreglunnai* í
Reykjavík, þar sem hann starfaði
í rúmlega 40 ár þar af sfðustu árin
sem aðalvarðstjóri. Stefán hefur
m.a. um áratuga skeið haft það
verkefni með höndum að hafa
eftirlit með áramótabrennum í
borginni fyrir hönd lögreglu-
Nafn drengsins,
sem drukknaði
LITLI drengurinn, sem drukkn-
aði í Rangárvallasýslu í fyrradag
hét Guðmundur Garðar
Guðmundsson, fjögurra ára, til
heimilis að Hólmi í Austur-
Landeyjum.
stjóraembættisins og hélt hann
þvi starfi áfram eftir að hann lét
af störfum við embættið í fyrra
fyrir aldurs sakir. Eftirlifandi
kona Stefáns er Anna M. Jóns-
dóttir og eiga þau uppkomin börn.
A tsaf jarðarflugvelli fyrir skömmu.
VEGNA deilu flugumferðar-
stjóra og flugmálayfirvalda hafa
orðið verulegar tafir á innan-
landsflugi Flugfélags tslands að
undanförnu. Forráðamenn Flug-
leiða hafa rætt við deiluaðila og
lýst þeim vandræðum sem af
þessu hefur hlotist og farið fram
á að úr málum yrði greitt, þannig
að þessi deila, sem er Flugleiðum
alls óviðkomandi, verði farþegum
félagsins og félaginu sjálfu ekki
til frekara tjóns. sagði Sveinn
Sæmundsson blaðafulltrúi Flug-
leiða I samtali við Mbl. f gær.
Ekkert hefur gerst í þessu máli
og virðist sem hvor aðili sitji við
sinn keip. Vegna tafa sem í dag-
hafa hlotist vegna aðgerða flug-
umferðarstjóra hafa mun færri
farþegar verið fluttir en annars
hefði orðið og færri ferðir verið
farnar, en hver flugferð hefur
tekið mun lengri tíma en við
venjulegar aðstæður. Verði ekki
fundin lausn á þessari deilu hið
bráðasta er því alls óvíst að takist
að flytja alla þá farþega, sem bók-
að hafa far með flugvélum félag-
sins fyrir jólin.
Ljósmyndari Mbl. Ulfur Agústsson.
Eftir alger frátök í gær var í
dag hægt að fljúga til Akureyrar
og voru sendar þangað fjórar vél-
ar, ennfremur ein til Neskaups-
stðar. Um hádegisbilið opnaðist
flugleiðin til Isafjarðar en þangað
hefur verið ófært vegna veðurs
siðan fyrir helgi. Var þá ákveðið
að senda allar Fokker-vélar Flug-
félagsins til Isafjarðar. Allar urðu
flugvélarnar fyrir meiri og minni
töfum við brottför frá Reykja-
víkurflugvelli og einnig sumar
frá Isafjarðarflugvelli, vegna
þess að flugumferðarstjórar gáfu
ekki flugtaksheimildir. T.d. varð
ein flugvél að bíða i 45 mínútur
með farþega um borð eftir því að
leyfi yrði gefið. I kvöld á að fljúga
þrjár ferðir til Egilsstaða og varð
veruleg töf á fyrstu brottfoör
vegna þess að flugleyfi var ekki
gefið.
I gær átti að fljúga tvær ferðir
til Akureyrar, eins átti að fljúga
til Hafnar í Hornafirði, Húsavík-
ur og Sauðarkróks. Þegar til kom
var ófært til Hafnar og eins til
Húsavíkur, en hins vegar fóru
þrjár vélar til Sauðárkróks. Með
einni vélinni voru farþegar til
Akureyrar, sem síðan fóru akandi
til Akureyrar, því ljóst er, að á
meðan yfirvinnubann flugum-
ferðarstjóra er í gildi komast ekki
allir milli Reykjavíkur og Akur-
eyrar sem vilja fyrir jól. bá sagði
Sveinn Sæmundsson að ófært
hefði verið í allan gærdag til Vest-
mannaeyja, ennfremur til Pat-
reksfjarðar og Þingeyrar.
Skipstjórinn
á Hrönn lilaut
2,8 m. kr. sekt
I GÆR var kveðinn upp I saka-
dómi Reykjavíkur dómur í máli
skipstjórans á skuttogaranum
Hrönn RE 10. Hlaut skipstjórinn
2,8 millj. kr. sekt, sem greiða skal
innan fjögurra vikna ella komi
sex mánaða varðhald í staðinn.
Skipstjórinn áfrýjaði dóminum
þegar til Hæstaréttar.
Auk þess sem skipstjóranum er
gert að greiða fyrrgreinda sekt,
var afli og veiðarfæri skipsins
gert. upptækt. Aflinn um borð í
Hrönn var lítill að þessu sinni, —
metinn á um 2 millj. kr. enda var
togarinn nýfarinn á veiðar.
Það var varðskipið Ægir sern
kom að Hrönn, þar sem togarinn
var með vörpuna fasta í botni um
1,2 sjómilur innan við 12 mflna
mörkin vestur af Dritvík á Snæ-
fellsnesi.
Dóminn yfir skipstjóranum á
Hrönn kvað upp Birgir Þormar,
og meðdómendur hans voru skip-
stjórarnir Karl Magnússon og Sig-
urður Þórarinsson. Verjandi skip-
stjóra var Benedikt Blöndal hrl.
Hvernig kemur skyldu-
sparnaðurinn niður?
FRUMVARP rfkisstjórnarinn-
ar um skyfdusparnað og ráð-
stafanir I ríkisfjármálum var
afgreitt sem lög frá albingi sl.
þriðjudag, en eins og Mbl. hef-
ur skýrt frá gera þessi lög m.a.
ráð fyrir að þeir einstaklingar
sem hafa yfir 1,4 millj. króna
skattgjaldstekjur á árinu 1977
og ekki eru orðnir 67 ára fyrir
ISkattqialdstekjur
í þús. kr.
2.409
2.410
2.595
2.596
2.781
2.782
2.967
2.968
3.000
4.000
3.109
3.110'
3.295
3.296
3.481
3.482
3.667
3.668
4.000
5.000
áramótin næstu greiði 10% af
því sem fram yfir er, en hafi
þessir aðilar börn innan 16 ára
aldurs hækkar þetta mark um
186 þúsund. kr. Hjá samskött-
uðum hjónum miðast skatt-
gjaldstekjumarkið við 3,1
milljón en hjá sérsköttuðum
hjónum reiknast 10% af skatt-
gjaldstekjum umfram
1.860.000 kr. hjá hvoru þeirra.
SkyIdusparnaðurinn er bund-
inn vaxtalaus en verðtryggður
til 1. febrúar 1984. A þessi ráð-
stöfun að færa rfkissjóði aukið
ráðstöfunar fé um nær einn
milljarð króna.
Þess hefur orðið vart að ekki
er öllum ljóst hvað átt er við
með skattgjaldstekjum, og í því
tilefni leitaði Mbl. til Sigur-
björns Þorbjörnssonar ríkis-
skattstjóra og bað hann um
nánari skilgreiningu á því hug-
taki ásamt dæmum um það
hvernig skyldusparnaður kæmi
hugsanlega niður á fólk í mis-
munandi tekjuflokki.
Sigurbjörn sagði, að væri
sjálft skattaframtalseyðublaðið
haft til viðmiðunar, þá væri þar
fyrst að nefna liðinn III., þar
sem færðar væru allar tekjur
eitthvert tiltekið ár og væru
það alla jafna kallaðar brúttó-
tekjur. A sömu siðu væru síðan
liðurinn IV, þar sem væru
breytingar til lækkunar á fram-
töldum tekjum samkvæmt liðn-
um á undan e'n þarna væri um
að ræða m.a. skyldusparnað,
frádrátt frá tekjum barna, bíla-
styrk og 50% af greiddu með-
lagi, svo að eitthvað væri nefnt.
Þegar samtala þessa IV. liðs
hefði verið dregin frá heildar-
tekjunum samkvæmt III. lið
fengist það sem kallað væri
vergar tekjur og er það mjög
nærri þvi að vera sá grunnur
sem notaður er við álagningu
útsvara.
Þá væri komið á V. liðnum
sem væri frádrátturinn, en þar
væri m.a. um að ræða kostnað
vegna íbúóarhúsnæðis, vaxta-
gjöld, iðgjald af lífeyristrygg-
ingu og lífsábyrgð, stéttarfé-
lagsgjald, 50% af launum eigin-
konu o.fl. Samtala þessa liðs
væri nú dregin frá vergum tekj-
um og mismunurinn, sem þarna
væri á milli, væri nefndur
skattgjaldstekjur. Þar hæfist
skattheimtan.
Sigurbjörn sagði, að þó gætu
skattgjaldstekjur lækkað frá
þessu ef um væri að ræða íviln-
Framhald á bls. 20
Skyldusparnaöur ■ í þús. kr.
Einstaklinqar þ.m.t. einstæó foreldri
m/1 barn m/2 börn m/3 börn
Barnlausir á framfæri á framfæri á framfæri
0 0 0 0
1 0 0 0
19 0 0 0
19 1 0 0
38 19 0 0
38 19 1 0
56 38 19 0
56 38 19 1
60 41 22 4
160 141 H j ó 122 n 104
Barnlaus m/1 barn m/2 börn m/3 börn
0 0 0 0
1 0 0 0
19 0 0 0
19 1 0 0
38 19 0 0
38 19 1 0
56 38 19 0
56 38 19 1
90 71 52 34
190 171 152 134