Morgunblaðið - 22.12.1977, Side 13

Morgunblaðið - 22.12.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 13 Anita Ekberg rænd Róm, 21. desember. Reuter. GRtMUKLÆDDIR menn vopnaðir byssum hótuðu að drepa sænsku leikkonuna Anitu Ekberg og hundinn hennar f árás sem þeir gerðu á heimili hennar f nótt að sögn lögreglunnar. Þeir komust á brott með peninga og skartgripi að verð- mæti hátt á aðra milljón fs- lenzkra króna, eftir að þeir höfðu keflað leikkonuna, sem þekktust er fyrir leik sinn f myndinni La Dolce Vita. . Þetta er annað innbrotið á þessu ári á heimili hennar sem er stutt norður af Róm, og lög- reglan telur mögulegt að sömu mennirnir séu þarna að verki. Leikkonan gat losað sig úr böndum eftir tvo tíma og kall- að á lögregluna. Hún sagði að þeir hefðu hótað að drepa hundinn hennar ef hún sýndi einhverja mótspyrnu. I innbrotinu í sumar var stol- ið verðmætum á sjöttu milljón íslenzkra króna. Fraser rekur ráðherra sinn Canberra Astralíu, 20. des. AP. FORSÆTISRAÐHERRA Astra- Ifu, Malcolm Fraser, gagnrýndi harðlega í dag öldungadeildar- þingmanninn Glenister Sheil fyr- ir stefnu hans f kynþáttamálum, skömmu eftir að hann vék honum úr stjórninni. Fraser sagði f ræðu að aðskiln- aðarstefnan væri „skaðleg og ill kenning" sem Astralfumenn hefðu lengi gagnrýnt. Sheil er öldungadeildarþing- maður fyrir Queensland og hefur oft farið til Suður-Afríku og lofað stjórn landsins fyrir aðskilnaðar- stefnu hennar. Sheil hefur einnig lýst þeirri skoðun sinni að aðskilnaðarstefnu eigi einnig að taka upp i Ástralíu ef „frumbyggjarnir vilja það“ og sagt að Astralíustjórn gæti lært margt af stefnu Suður-Afríku í aðskilnaðarmálum. I útvarpsviðtali á þriðjudag sagði Sheil: „Við eigum ekki að gera stjórn Suður-Afríku erfitt Veður víða um heim Amstcrdam +2 stig bjart Aþcna 13 stig skýjaó Bcirút 19 stig rigning Berlln 4 stig sk.vjað Brtisscl 5 stig bjart Chicago 2 stig snjókoma Fraokfurt 0 stig þoka Gcnf 0 stig þóka Hclsinki + 1 stig bjart Knlrú 1? stig skvjaó Kaupmannah. 6 stig skfjaó Júhanncsarh. 27 stig skyjað Lissabon 16 stig rigning London H stig skvjað Los Angeles 21 stlg rignlng Madrid 10 stig rigning Miami 24 stig skíjað Montrcal +1 stig skvjað Moskva 0 stig skyjað New York 5 stig rígning Ósló + 1 stig bjarl Paris 4 stig skvjað Rómaborg 8 stig sól San Francisco 12 stig rigning Stokkhólmur 4 5 stig sól Tcl Aviv 17 slig sk.f’jað Vancouver 4 stig skýjað Vin ♦ 2 stig þoka um og fá fram sömu merkingu og Mbl. notaði í orðasamband- inu „fulltrúi launþega". (Þess- ar gæsalappir eru ekki i niðr- andi merkingu. — Innskot höfundar). Mér er það ljóst nú, að með lagni mátti misskilja orð mín, og biðst ég afsökunar á ónákvæmni minni og vonast til, að enginn hafi ofreynt sig við að rýna í smáatriðin. Til að koma í veg fyrir allan frekari misskilning um afstöðu mína til samskipta flokksins og verka- lýðshreyfingarinnar langar mig til að biðja Mbl. um að endur- prenta smákafla úr ársgamgalli grein, sem undirritaður ritaði í Stefni, Tímarit um þjóðfélags- mál: „Menn greinir á, hvort Sjálf- stæðisflokkurinn sé hægri flokkur eða frjálslyndur flokk- ur. Jafnvel .er því stundum haldið fram, að hann sé jafnað- armannaflokkur með hægra ívafi, og er þá stundum bent á stefnu meirihlutans í borgar- stjórn Reykjavíkur því til stuðnings. Slíkar vangaveltur skipta litlu máli í sjálfu sér. Flestir eru á eitt sáttir um, að hann er frjálslyndur í þeim skilningi, að innan hans er rúm fyrir .marga ólíka þjóðfélags- hópa. Áhrif Sjálfstæðisflokks- ins í verkalýðshreyfingunni er afar athylgisverð, enda er flokkurinn annar stærsti verka- lýðsflokkur landsmanna. I þessum efnum skilur á milli Sjálfstæðisflokksins og hægri flokkanna á Norðurlöndum, og hér er kannske að finna skýr- inguna á vexti og viðgangi flokksins. Viðskilnaður Alþýðu- flokks og Alþýðusambands á fjórða áratugnum er án efa veigamikil orsök fyrir áhrifum Sjálfstæðisflokksins meðal launþega. Fylgi flokksins í verkalýðshreyfingunni felst einkum í stuðningi verzlunar- manna, iðjufólks og sjómanna, og sú staðreynd hlýtur að vekja okkur til umhugsunar um mik- ilvægi þess, að flokkurinn ræki hlutverk sitt í verkalýðshreyf- ingunni með tilliti til lægst launaða fólksms í landinu. Umburðarlynd og víðsýn stefna Sjálfstæðisflokksins, byggð á víðtækum skilningi mismunandi stétta á gagn- kvæmum þörfum og hlutverki, er andstæða við þröngsýna stéttarpolitík annarra stjórn- málaflokka. tslandssagan er full af dæmum um einstakl- ingshyggju Islendinga, þar sem hver og einn vill hafa sitt á hreinu gagnvart náunganum, en er ávallt tilbúinn til að rétta hjálparhönd. Einstaklings- hyggja og frjálshyggja Sjálf- stæðisstefnunnar virðist þvi falla vel að lundarfari og eðlis- einkunn þjóðarinnar“. (Úr Stefni 1. tbl. 1977 bls. 34—35). Um leið og ég þakka Mbl. birtingu þessara orða sendi ég Gisla Jónssyni á Akureyri beztu kveðjur ^og þakklæti fyrir ágæta ádrepu í Mbl. 18. des. I henni var baráttuandi, en ekki uppgjafartónn og óánægju- muldur. Gleðilega hátíð. Friðrik Sophusson. fyrir og setja á hana viðskipta- bönn, og framfylgja öllum kröf- um þriðja heimsins i þessum mál- um, aðeins út af slagorðinu að- skilnaðarstefna." Skipun Sheils olli miklum kurr í Verkamannaflokknum og meðal frumbyggja Ástraliu, svo og í f jöl- miðlum. Utanríkisráðherra Astralíu, Andrew Reacock, hafnaði stefnu Sheils á þriðjudag, og sagði að afstaða stjórnarinnar til aðskiln- aðarstefnunnar væri óbreytt. Aður hafði varaforsætisráð- herra Ástralíu varað Sheil við og sagt að héldi hann áfram að lýsa því yfir að hann væri á móti stefnu stjórnarinnar i þessum málum yrði hann rekinn. Kirkjunnarmenn kröfðust þess að Sheil yrði rekinn og leiðarar dagblaða i Ástralíu i dag fjölluðu flestir um Sheil og stefnu hans. I einum þeirra var sagt að Sheil væri „hættulegur samskiptum Astraliu við önnur lönd.“ Tveir hermenn úr friHargæzlusveitum Araba I Libanon standa vörS um eldflaugaskotpall rótt vi8 egypska sendiróðiS. Tveimur eldflaugum var skotiS afl sendiróðinu, sem er til vinstri ó myndinni. en hvorug þeirra hæfSi. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem gerð er tilraun til a8 skjóta eldflaug að sendiróðinu. en allar tilraunir hafa mistekist hingað til. Bankaræningar gáfust upp Aachen, V-Þýzkalandi. 21 desem- ber AP TVEIR vopnaðir menn sem hóldu fimm mönnum i gislingu i banka i tvær klukkustundir gófust upp fyrir lögreglunni i morgun. Talsmaður lögreglunnar sagði mennina hafa haldið bankastjóranum og fjórum starfsmönnum bankans inni- lokuðum frá þvi klukkan átta um morguninn til rúmlega tiu og allan timann beint að þeim byssum Lögreglan umkringdi bankabygging- una áður en þeir hofðu svigrúm til að forða sér og með hjálp sálfræðings var reynt að semja við mennina um að sleppa gislunum. I fyrstu> kröfðust mennirnir. sem voru 21 árs og 25 ára, bifreiðar til að komast burt, en sam- þykktu að lokum að láta gislana lausa án nokkurra skilyrða Philips kaffikönnur þessar með eilífðarpokanum i’ m:iMm m ■MB LJ - * *, . +L' ||j 'iPli £. * Æ m, W-/' ••L. - yu W' ***, Hella upp á 2—12 bolla í einu og halda heitu. Philips vörur — Philips þjónusta. HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.