Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 19 Kishon fær þýzka húmor-orðu ÞVZKA blaðið Frankfurter Rundschau segir frá því á dögunum að ísraelski höfundurinn Ephraim Kishon '•— en viðtal við hann birtist í Morgunblaðinu á sunnudag, svo og þrír kaflar úr bókum hans — muni fá sérstaka viðurkenningu sem veitt er af Aachener Karnevalsverein. Viðurkenningu þessa mætti í lauslegri þýðingu kalla „riddaraorðu gegn hrikalegri alvöru“ og verður rithöfundur- inn sæmdur þessum verðlaun- um við hátlðlega athöfn í Aachen í næsta mánuði. Þessi verðlaun hafa áður fengið 29 „riddarar" frá níu löndum. Kishon er fyrsti ísraelinn sem þessa viður- kenningu hlýtur og hann er einnig fyrsti rithöfundurinn í hópnum, en í honum eru meðal annarra Adenauer, Walter Scheel, Helmut Scmidt, Bruno Kreisky og Denis Healy. I frétt Frankfurter Rundschau er farið nokkrum orðum um rithöfundarferil Kishons og framlag hans til bókmennta lofað mjög Eldur í eld- flaugastöð Vandenberg, Kalifornfu, 20. des. Reuler ELDUR geisaði I eldflaugastöð- inni Vandenberg og varð þremur mönnum að bana í dag. Að sögn talsmanna eldflauga- stöðvarinnar lokuðust mennirnir inni er þeir reyndu að slökkva eldinn. Meðal þeirra sem fórust var ofursti. Einn eldflaugaskotpallur eyði- lagðist í eldinum, en engar eld- flaugar voru á skotpallinum, þegar eldurinn kom upp. Vandenberg er norðaustur af Los Angeles og þaðan er skotið bæði evrópskum og bandariskum gervihnöttum út í geiminn. Eldurinn breiðist út á óbyggðu svæði og stefnir í átt til hafs. Mikið hvassviðri var og komst vindhraðinn í 160 km á klukku- stund. Kafnaði í bókaflóði New Vork. 20. des. AP. SJÖTUG kona lést í dag eftir að hún grófst undir stafla af bókum, blöðum og fréttaúrklippum. Að sögn lögreglu féll staflinn ofan á konuna, er hún lá i rúmi sínu síðastliðinn sunnudag, og köfnuðu óp hennar i bökunum. Lögreglan varð að brjóta upp dyrnar á herbergi hennar til að komast inn, þvi bókaskápur hafði fallið þvert fyrir dyrnar. I húsinu fannst mikið af bók- um, tímaritum, palstpokum og blaðaúrklippum. Leiðrétting NOKKUR orð féllu niður i fyrstu grein minni um Jafnaðarstefnuna eftir Gylfa Þ. Gíslason si. þriðju- dag, og afskræmdist merkingin. Rétt er málsgreinin svo: „Kalla má sósíalisma sem viðhorf, samúð með lítilmagnanum og ósk um samhjálp allra manna, „sam- hyggju" (og andstæðuna „mann- hyggju"), sósialisma sem aðferð- arkenningu „skipulagshyggju" (og andstæðuna „einstaklings- hyggju") og sósíalisma sem stjórnmálastefnu „jöfnunar- stefnu“ (og andstæðuna „réttar- stefnu“). Ilannes H. (iissurarson — Almanna- varnir Framhald af bls. 2 fjárveitingarvaldið hefði aðeins gert ráð fyrir 1,5 millj. kr. fram- lagi til þessara hluta, væri ljóst að aðeins yrði hægt að setja upp við- vörunarkerfi á öðru svæðinu og yrði það liklega sett upp á Kötlu- svæðinu, en Mývatnssveit yrði að biða. — Forsætis- ráðherra Framhald af bls. 28. verðbólguvandans ef tiltækar eru. Geir Hallgrímsson sagði það óvænt traust af hálfu stjórnar- andstöðu í garð stjórnarinnar, er fram kæmu getgátur um, að ríkis- stjórnin myndi leysa efnahags- vandann að fullu í mánaðar þing- hléi, þann veg, að stjórnarand- staðan kæmi að leystum hnútum og orðnum hlutum í byrjun kom- andi árs. Naumast færi saman orð þeirra um umfang vandamála og svo skjót lausn þeirra. Siðan fór forsætisráðherra nokklum orðum um vandamál einstakra atvinnugreina, sem væri ærin, og féllu inn á þann heildarvanda, sem tekinn yrði til áframhaldandi athugunar í þing- hléi. Heilbrigð ríkisfjármál og stefnumörkun í lánsfjárætlun eru forsendur þess, að aðrir þættir efnahagsmála verði færðir til betri vegár. Ríkisstjórnin fjallar um þessi mál innan ramma heim- ilda í stjórnarskrá meðan Alþingi er í jólaleyfi. Aðrir sem til máls tóku í um- ræðunni, voru: Stefán Jónsson (Abl), Lúðvík Jósepsson (aftur) og Jón Ármann Héðinsson (A). — Góður markaður Framhald af bls. 32. þeirra upplýsinga i gær, að mjöl og lýsismarkaðir í Evrópu væru nú taldir frekar góðir, og að t.d. lýsi hefði stigið í verði á siðustu vikum og fengust 440—460 dollarar fyrir tonnið þessa dagana, hins vegar væri ekkert lýsi til á Islandi til að selja um þessar mundir og yrði ekki fyrr en í byrjun Ioðnuver- tíðar á næsta ári. — Scanhouse Framhald af bls. 32. vildu reyna hafa sem mest ís- lenzkt vinnuafl við þessar fram- kvæmdir, en hins vegar væri auð- velt að fá menn til starfa þar suður frá, t.d. frá Þýzkalandi. Hlutafjáreign í Scanhouse skiptist þannig að 60% hlutafjár er i eigu Islendinga um 40% í eigu Nigeriumanna. Þorskveiðibann Framhald af bls. 32. Vinnslu aflans yrði þó ekki alls staðar lokið fyrir jól og það sem eftir væri yrði unnið milli jóla og nýárs. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtanga h.f. á Isafirði, sagði, að Isafjarðartogar- ar væru nú allir i höfn og hefðu komið til hafnar í fyrradag, en síðustu dagana hefðu þeir verið á karfa- og ufsaveiðum. Taldi Jón, að togararnir færu ekki út fyrr en eftir nýár, nema eitthvað sérstakt kæmi til. Togarar frá Reykjavik munu flestir hafa hætt þorskveiðum i byrjun desember og verða þvi á veiðum um jólin eins og Akureyr- artogarar. Bang & Olufsen HLJÓMTÆKI OG NÓATUNS SIMI 29800 ( 5 LÍNUR) 26 AR Í FARARBRODDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.