Morgunblaðið - 22.12.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 22.12.1977, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 Úr ræðum þing- skörungs Eysteinn Jónsson: 1 SÓKN OG VÖRN. 302 bls. Alm. bókaf. Rvík, 1977. Bókmenntlr Á sjó og landi Áratugum saman var Eysteinn Jónsson í tölu svipmestu stjórn- málamanna íslendinga. Rödd hans þekktu allir. Tuttugu og fjögra ára varð hann skattstjóri í Reykjavík, tuttugu og sex ára var hann Jtosinn á þing og ári síðar var hann orðinn ráðherra. Síðan mun hann hafa gegnt ráðherra- embætti lengur en nokkur maður annar hérlendis. Lengst af var hann fjármálaráðherra. Það kom sér að hann naut almennrar til- trúar fyrir heiðarleika. En þingmennska er gott m§ira en fundarsetur og ræðuhöld. Jón Helgason, umsjónarmaður þessar- ar útgáfu, segir í prýðilegum for- mála: »Hann hélt uppi stöðugu og varanlegu sambandi við fólk á öllum landshornum og af öllum stéttum, auk þess sem hann mátti heita hvers manns kunningi í kjördæmi sínu. Mun vart hafa verið sá fiskibátur á Austfjörðum, að hann hefði ekki komið þar niður í lúkar, drukkið kaffi með áhöfninni og rabbað við hana um landsins gagn og nauðsynjar, mál- efni heimahaganna og þess fólks, er þá byggði.« I sókn og vörn er safn ræðna og ritgerða Eysteins á stjórnmála- ferli hans. Málflutningur Ey- steins var jafnan rökfastur og efnislegur. Hins vegar er varla hægt að segja að glæsileiki væri yfir ræðum hans. Þær miðuðust við að koma málefninu til skila hverju sinni. Ég býst ekki heldur við að Eysteini hefði þótt hæfa að slá um sig með íburðarmiklu orð- skrúði eða fyndni. Þar sem Eysteinn var svo lengi ráðherra kom í hlut hans að vera oftar í vörn en sókn, vörn fyrir stjórnarstefnu og stjórnarathafn- ir. Sú aðstaða átti líka þátt í að eftir ERLEND JÓNSSON gera málflutning hans varfærnis- legan. Eg gríp niður í ræðu sem hann flutti um frumvarp til fjár- laga fyrir árið 1935, en ræðan var flutt í sameinuðu þingi snemma þings ‘34. Þá sagði Eysteinn með- al gnnars: »Þeir háttvirtir þingdeildar- menn, sem gagnrýna frumvarpið, verða að benda á það, hvar þeir vilja láta spara, ef þeir halda því fram, að gjöldin sé hægt að lækka. Þeir verða að benda á leiðir til bóta; neikvæð gagnrýni er einskisverð.« Ekki er líklegt að stórnarand- staðan fyrir fjörutíu og þrem ár- um hafi numið þessa lexíu og farið eftir henni né heldur mun Eysteinn hafa farið eftir henni sjálfur þau tímabil sem hann var í stjórnarandstöðu. En svona orð heyrast aftur og aftur og því að- eins tek ég þau hér upp að þau gætu eins verið sögð í gær. Stjórn- arfarslega séð hefur tímabil Ey- steins verið kyrrstöðutími — og það svo mjög að ræður hans geta lesist í hvaða röð sem er, það kemur allt út á eitt; flokkarnir eru nákvæmlega hinir sömu, bar- áttumálin sams konar og mál- flutningurinn nánast eins. Eitt sinn lagði útvarpið fyrir Eystein spurninguna: »Hvernig verða menn bezt búnir undir þingmennsku?« Svarið er tekið upp í þessa bók. Þar telur Ey- steinn upp kosti sem þingmaður Eysteinn Jónsson þarf að vera gæddur og eru þeir margir. Meðal annars segir hann að »þingmannsefni verða að læra að temja sér að hugsa meira um almannahag og annarra manna vanda en sinn eigin og sjá sér samt farborða, og það er höfuð- kostur hvers þingmannsefnis og þingmanns að vera alltaf að læra.« Það er að minum dómi verðug ræktarsemi við stjórnmálamann, sem hefur borið jafn hátt en hef- ur nú dregið sig í hlé, að úrval úr ræðum hans skuli nú hafa verið látið á þrykk út ganga. Enginn frýr Eysteini Jónssyni vits og ekki er hann heldur grunaður um græsku. Ræður hans eru söguleg- ar heimildir um ár sem nú eru liðin, en enginn skemmtilestur — nema kannski gömlum fram- sóknarmönnum sem kunna að endurlifa i þeim horfna tíð. Erlendur Jónsson REYTINGUR AF REYFINU Jónas Guðmundsson: Skriftir til sjós og lands — Ingólfsprent 1977. Þó að ég kalli þetta greinarkorn reyting af reyfinu og haldi þannig fast við alkunnugt orðtæki, hefði ef til vill átt betur við að kalla greinarstúfinn reyting af reyfun- um, því að Jónas Guðmundsson, Jóhann J.E. Kúld: 1 stillu og stormi. Upphaf Kúldsævintýra. Ægisútgáfan. Reykjavik 1977. MÉR er það minnisstætt, að Jó- hann Kúld kom fyrst fram á sjónarsviðið í bók um selveiðar Norðmanna í Norðurhöfum. Hann hafði gerzt háseti á norsk- um selfangara, eins og selveiði- skipin norsku voru kölluð á Vest- fjörðum, og sagði þvi frá af eigin raun. Var bókin mjög vel rituð, fróðleg og skemmtileg, og ýtti hún undir áhuga minn á því, að íslendingar, sem ekki voru ofsæl- ir af fiskveiðum sínum á kreppu- árunum, gerðu selveiðar að atvinnugrein í það ríkum mæli, að þær bættu nokkuð úr atvinnu- leysi ogykju útflutningsverðmæti að verulegum mun, enda var mér. þá kunnugt um, að selveiðarnar voru einu veiðar Norðmanna, sem ekki voru taldar þurfa rikisstyrk. Jóhann hefur síðar ritað nokkr- ar bækur, og ennfremur athyglis- verðar greinar um sjávarútveg og verkun á fiski, en þá er ég hafði lesið nokkrar blaðsiður af hinni nýju bók hans, I stillu og stormi, sem er auðsjáanlega fyrsta bindi af rækilegri áevisögu, varð mér ljóst, að þarna hefði ég í höndum skemmtilegustu og bezt rituðu bók hans, ef til vill að undanskil- inni þeirri fyrstu. Jóhann er sonur hjónanna löngum nefndur Jónas stýrimað- ur, er i mörgum reyfum, reyfi skálds, blaðamanns, ævisagnarit- ara, listmálara og listdómara, og þessi allstóra bók hans hefur lagða úr öllum þessum reyfum. Og lagðarnir eru svo smekklega valdir, að hið marglita fat ber að mínum dómi af öllum öðrum, sem Jónas hefur birzt í á íslenzkum bókamarkaði. Sigriðar Jóhannesdóttur úr öxn- ey á Breiðafirði og Eiríks Kúld, Jónssonar, bónda á Ökrum í Hraunhreppi á Mýrum. Eirikur Kúld var lærður smiður og hafði sem slíkur unnið sér orðstír fyrir hagleik og dugnað, en hann kaus samt að gerast bóndi á föðurleifð sinni, og telur Jóhann það hafa verið sér mikið happ, að hann ólst upp á Ökrum, en ekki í Reykja- vík, þar sem faðir hans þó átti góðra kosta völ. En náttúran i Bðkmennllr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN nágrenni Akra var heillandi, atvinnuhættir mjög fjölbreyttir og góðir grannar á hverju býli. Það er og bjarmi hrifni, mann- dóms og sannrar alþýðlegrar menningar yfir lýsingum Jóhanns frá bernsku- og æskuárunum, og þó að sitthvað annað í þessari bók sé vel ritað, verða mér kaflarnir, sem gerast á Mýrum, hugstæðast- ir. Hann lýsir eftirminnilega því vandræðaástanai, sem «íða ríkti I bókinni fylla viðtöl við fræga listamenn máls og lita, merka sæ- fara og einn ævintýramann eitt hundrað blaðsíður. Síðan koma greinar um innlend og erlend efni og loks tvær smásögur. Allt hefur þetta einhverja kosti, og sumt af því kemur mér á óvart sakir þess, hve haglega það er sagt og formað. Og það ætti að vera óhætt að trúa mér, því að þó að ég hafi orð fyrir það, einkum í seinni tíð, að vera „mannlegur", sumir segja ,,manneskjulegur“, í ritfregnum mínum og ritdómum, hef ég stundum verið allóvæginn við Jónas, enda talið, að hann þyldi það og ennfremur, að hann ætti það skilið, ekki sízt sakir þess, að oft hefur mér virzt hann gera verr en hann gæti. Viðtöl hans í þessari bók eru öll vel gerð, látlaus og gumlaus, en ekkert jónasarlegt við þau, rithöfundur- Reytingur af reyfinu Sparisjóður Hafnarfjarðar 75 ára í dag: Innlán nema nú 2 milljörðum Stofndagur Sparisjóðs Hafn- arfjarðar er talinn 22. des. 1902. Aðdraganda að stofnun Sparisjóðs Hafnarfjarðar má þó rekja al.lt til ársins 1875 er í Hafnarfirði var stofnaður „Sparisjóður Álftaneshrepps“ en Hafnarfjörður var þá í þeim hreppi. Arið 1878 var hreppn- um skipt í tvennt: Garðahrepp og Bessastaðahrepp og verður Hafnarfjörður í Garðahreppi, en nafni sjóðsins er ekki breytt fyrr en 15. janúar 1884 og nefndur þá „Sparisjóðurinn í Hafnarfirði". En á árinu 1893 lamast mjög starfsemin er gjaldkeri sjóðsins, Kristján Zimsen, flytur til Reykjavíkur og sjóðurinn með honum. Við það ástand bjuggu Hafnfirðing- ar í næstu 9 ár. Aðalhvatamaður aó stofnun sparisjóðs fyrir Hafnarfjörð, og endurreisn starfseminnar þar, er talinn vera Páll Einarsson sem varð fyrsti bæjarfógeti í Hafnarfirði. Fékk hann áhrifa- menn á staðnum til liðs við sig að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. Arangur þeirrar vinnu kom í ljós mánudaginn 22. desember 1902 er 10 Hafn- firðíngar komu saman til fundar og stofnuðu: „Sparisjóð Hafnarfjarðar”. Tók hinn ný- stofnaði sjóður við eignum og skuldum „Sparisjóðsins i Hafn- arfirði" og hóf þegar starfsem- ina þó að fyrsta lánveitingin úr sjóðnum hafi ekki farið fram fyrr en hinn 4. febr. 1903. Fyrsta stjórnin var þannig skipuð: Formaður: Páll Einarsson, bæjarfógeti. Gjaldkeri: Jó- hannes Sigfússon, kennari. Skrifari: Jón Gunnarsson, verzlunarstjóri. Varamenn: Jón Þórinsson, skólastjóri og Sigurgeir Gfslason, vegaverk- stjóri. Endurskoðendur: ög- mundur Sigurðsson kennari og Sigfús Bergmann verzlunar- stjóri. Með þessari upptalningu eru 7 af 10 stofnendum sjóðsins nefndir, en hinir 3 voru Agúst Flygenring kaupmaður, Finnur Gíslason seglamakari og Einar Þorgilsson hreppstjóri og kaupmaður. Fram til ársins 1935 var stjórnin skipuð þrem mönnum er kosnir voru af ábyrgóar- mönnum sjóðsins en á því ári var sú breyting gerð á lögum sparisjóða að sveitarfélög skyldu fá aðild að stjórnum sparisjóða, og síðan hefur stjórnin verið skipuð 5 mönn- um, þrem kosnum af ábyrgðar- mönnum og tveim af bæjar- stjórn. Núverandi stjórn skipa: Kosnir af ábyrgðarmönnum. Formaður Matthfas Á. Mathiesen, f jðrmálaráðherra. Ölafur Tr. Einarsson, framkv.- stjóri. Guðmundur Guðmunds- son sparisjóðsstjóri. Kosnir af bæjarstjórn: Stefán Gunn- laugsson deildarstjóri. Stefán Jónsson, forstjóri. Það fer ekki hjá því, þegar hugað er að sögu stofnunar eins og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, á 75 ára starfsferli, verði staðnæmst við og nefnd nöfn nokkurra manna, sem sérstak- lega hafa orðið tengdir nafni stofnunarinnar. Forstöðumenn hafa verið: Jóhannes Sigfússon 1902—1904, Jón Gunnarsson 1904—1908, Guðm. Helgason 1908—1929, Ólafur Böðvarsson 1929—1958, Matthías A. Mathíesen 1958—1967, Guðmundur Guðmundss. 1967 og sfðan. Fram til ársins 1929 sáu for- stöðumennirnir um alla af- greiðs'u einsamlir en eftir frá- fall Guðmundar Helgasonar 1929, var starfinu við sjóðinn skipt þannig að Sigurgeir Gísla- son, einn af stofnendum sjóðs- ins og í stjórn hans frá 1908 tók við gjaldkerastarfinu en Ölafur Böðvarsson varð sparisjóðs- stjóri. Gjaldkerar eftir að Sigurgeir hætti starfi í byrjun árs 1945 hafa verið: Eyjólfur Kristjánsson, Jón Gestur Vigfússon, Þór Gunnarsson og Þórður Guð- laugsson. Margt ágætis fók hefur starf- að við sjóðinn á þessum tíma. Það rýrir ekki gildi starfs hinna fjölmörgu ónefndu, sem unnið hafa að vexti og viðgangi spari- sjóðsins á umliðnum árum, hvort heldur við stjórn eða í daglegu starfi, þó hér sé nefnt nafn Mariu Ölafsdóttur með virðingu og þakklæti. Hún starfaði við sjóðinn frá árinu 1937 til dauðadags 1976 eða í 39 ár. A vissan hátt má telja að tengsl hennar hafi hafist miklu fyrr við sjóðinn, sem dóttir Ölafs heitins Böðvarssonar sparisjóðsstjóra. Á aðalfundi sparisjóðsins 1956 var samþykkt að koma upp eigin húsi fyrir starf- semina. Af ýmsum ástæðum varð dráttur á að framkvæmdir hæfust, en þær hófust 1961 og siðla árs 1964 var flutt i hið nýja hús sparisjóðsins við Strandgötu. Frá upphafi og til þess tíma hafði sjóðurinn orðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.