Morgunblaðið - 22.12.1977, Side 24

Morgunblaðið - 22.12.1977, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 t Sonur minn, bróðir og mágur, SIGURGÍSLI KJARTANSSON Völlum, Ölfusi lést að heimili sínu 20 desember Gíslína Gísladóttir, Björn Jónasson. Sigríður Kjartansdóttir, + Hjartkær eiginmaður minn ÓLAFUR ASGEIRSSON fyrrverandi tollvörður andaðist þann 21 desember Freyja Rósantsdóttir. + STEFÁN JÓHANNSSON fv. aðalvarðstjóri Hæðargarði 4 andaðist i Borgarspítalanum 20 desember Anna María Jónsdóttir + Unnusli minn. sonur okkar og bróðir. AGNAR AGNARSSON. lést af slysförum þann 1 9 desember Inga Ólafsdóttir Margrét Sigmundsdóttír. Agnar Guðmundsson og systkini. + Útför konunnar minnar. RAGNHEIÐAR ELÍSABETAR JÓNSDÓTTUR, frá Hjarðarholti, Stafholtstungum, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 23 desember kl 1 3 30 Númi Sigurðsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns mins. föður. fósturföður og afa okkar, RAGNARS BJARNASONAR, T résmiðs, Eikjuvogi 26. Guð blessi ykkur öll Guðrún Guðjónsdóttir, Guðrún Björk Ragnarsdóttir, Kristín Lára Ragnarsdóttir, Guðjón Þór Ragnarsson, Áslaug Harðardóttir, og barnaborn + Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför móður okkar. MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR, og föður okkar GUÐJÓNS TÓMASSONAR Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækninga- og gjörgæsludeildar Landspitalans Svana Guðjónsdóttir, Guðmundur Einarsson, Gilbert Guðjónsson, GuðnýM. Sigurðardóttir, Birgir Guðjónsson. barnabörn og systkini hinna látnu. + Inmlegt þakklæti færum við öllum þeim. sem vottuðu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa. ARNBJORNS GUÐJÓNSSONAR rafvirkjameistara Erluhrauni 9 Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Landspitalanum Jóna Ásgeirsdóttir, Guðjón Arnbjornsson, Ásgeir Arnbjörnsson, Oddný Gunnarsdóttir, Kristinn Arnbjörnsson, Sjöfn Arnbjörnsdóttir, Edda Arnbjörnsdóttir, Sveinn Auðunn Jónsson, og Gunnar Þór. Rannveig Magnúsdótt- ir — Minningarorð Þegar jeg frjetti lát Rannveigar Magnúsdóttur, vöknuðu tvenns konar kendir i huga mínum. Ann- ars vegar var feginleikinn yfir þeirri lausn, er hún hafði hlotið, hins vegar eftirsjá, tengd við kynni, sem heyra liðnum tima til. Þegar gamall prestur rifjar upp minningar starfsæfinnar, fer ekki hjá því, að í huga hans komi myndir þeirra, sem svo að segja áttu heima i kirkju hans, og voru þar jafn-sjálfsagðir og hann sjálf- ur, er hringja skyldi til tíða. Eins og nú er háttað islenzku þjóðlífi, þurfa ekki kynnin við messurnar að hafa í sjer mikinn kunnings- skap þar fyrir utan. Þrátt fyrir það tel jeg mig hafa eignast heil- an hóp persónulegra vina vegna kirkjurækninnar út af fyrir sig. En kynni mín og konu minnar af Rannveigu áttu sjer einnig aðra orsök. Tengdasonur hennar síra Sigurbjörn Einarsson var minn nánasti samverkamaður við Hall- grímskirkju, og mikil kynni milli heimilanna. Þegar hjer var komið sögu, var Rannveig þegar orðin roskin kona og átti merkan starfsferil að baki. Af því leiðir, að jeg er lítt kunn- ugur fyrri hluta æfi hennar, en enginn gat komist í kynni við hana án þess, að finna, að þar var kona, sem hafði þroskast í starfi sínu og hafði yfir sjer reisn og höfðingsbrag, sem átti uppruna sinn hið innra i hugsun hennar, skapgerð og andlegri mótun. Hún var einlæg trúkona, frjáls og um- burðarlynd í hugsun og dómar hennar um menn og málefni kveðnir upp af hlýju og stillingu. í viðmóti og fasi var hún glaðleg og vingjarnleg, en djúp alvara var henni eðlislæg. Jeg held, að eng- inn hafi verið á flæðiskeri stadd- ur, sem átti traust sitt hjá henni, ef rjetta þurfti hendi til hjálpar. Þannig kom hún mjer fyrir sjónir frá þvi fyrst, að jeg hafði af henni nokkur kynni. Rannveig var fædd 18. febrúar 1885 á Hörgslandi á Síðu. Foreldr- ar hennar voru Magnús bóndi Þorkelsson, síðar hreppstjóri að Fossi, og kona hsns Ingigerður Jónsdóttir. Attu þau bæði hjónin ættir sinar austur þar. Börn þeirra urðu fimm, og eru þau nú öll fallin frá. Hingað til Reykjavíkur flutti Rannveig einhverntíma kringum síðustu aldamót, og árið 1909, hinn 2. október, giftist hún Þor- keli Magnússyni, er einnig var Skaftfellingur að uppruna, Þor- + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar. tengdamóður og ömmu, SIGURBORGU GÍSLADÓTTUR. Óðinsgötu 1 7 A. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall tengdaföður og afa. eiginmanns mins, föður okkar. SIGURÐAR R GUÐMUNDSSONAR Ingibjórg Ólafsdóttir, Olafur Jón Sigurðsson, Elín Gróa Sigurðardóttir, Arnbjörg Guðmundsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Guðmundur Sigurðsson, Aðalheiður Þóra Sigurðardóttir, Sigrún Ósk Ingadóttir, og barnaborn Ingibert Pétursson + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar og mágs, GUÐMUNDAR GUOMUNDSSONAR, Bólstaðahlíð 8, Ásgeir Guðmundsson, Borghildur Hjartardóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Vernharðsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Sigurborg Sigurbjörnsdóttir. Sigríður Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Jón Magnússon + Hjartanlega þökkum við ollum vlðkomandi auðsýnda samúð og hlut- tekningu vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns og föðjr okkar, HERMANNS JAKOBSSONAR. frá Reykjarfirði. Sérstakar einlægustu þakkir færum við móður hans, systkinum, vensla- og tengdafólki öllu. Óskari Halldórssyni. Pólgötu 6, ísafirði, sem og öllu starfsfólki við sláturhúsið á ísafirði, fyrir alla aðstoð og góðvild á allan hátt Guð blessi ykkur SigriSur Jensdóttir, Jenný Hermannsdóttir. Benedikt Hermannsson. Lokað í dag fimmtudag milli kl. 12—16 vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR KR. GUÐJÓNSSONAR, fyrrverandi framkvæmdarstjóra. Vefnaðarvörubúð V.B.K. Vesturgötu 4. kell var lengi vjelstjóri á togur- um, en síöan um langt skeið sótari hjer í bænum. Hann varð bráð- kvaddur 10. júní 1956. Þeir eru margir, sem muna hann, hinn yfirlætislausa og trausta mann, sem í engu vildi vamm sitt. Jeg minnist þess enn, hversu vel Rannveig heitin bar missi sinn. Samvinna þeirra hafði verið með ágætum, en trú hennar og lífs- skoðun, auk hennar traustu skap- gerðar hjálpaði henni til að lita björtum augum á vistaskiftin, sem eiga sjer stað við komu dauð- ans. Eftir dauða manns síns átti Rannveig heimili með Ingu Guð- ríði dóttur sinni, sem ljet sjer mjög annt um móður sína, og þeg- ar elli og veikindi fóru að segja til sín fyrir alvöru, fórnaði Inga kröftum sínum fyrir móður sína, hjúkraði henni og vakti yfir heill hennar, unz ekki varð hjá þvi komist, að hún færi á sjúkrahús. Hafði hún þá orðið fyrir heila- blæðingu. Síðustu tvö árin voru kraftar gömlu konunnar þrotnir og einskis lengur að bíða nema dauðans. Kallið kom 17. december siðastliðinn. Arum saman átti Rannveig heima í sama húsi og frú Magnea dóttir hennar og síra Sigurbjörn, og naut þess að hafa barnabörnin nær sjer i uppvextinum. Jeg minnist nokkurra smáatvika, sem sýndu, hvert rúm þau skipuðu i hjarta hennar. A Freyjugötu 17 voru þrjár kynslóðir undir sama þaki og hefur það löngum þótt hollt fyrir frumvöxt þjóðarinnar. Það er gömul þjóðtrú, að það sje gott að deyja um jólin. Ekki hefi jeg heyrt neinn rökstuðning fyrir þeirri trú. En ef við lifum jólin í raun og sannleika, finnum við fyrir þeim friði, sem fæðing frels- arans hlýtur að vekja í sálum okk- ar, sem stundum hættir við að sjá ekki annað fram undan en svart- nætti skammdegis og auðnar. Við finnum ekki aðeins návist guðs í þessum heimi, heldur návist eilífðarinnar, himininn opinn yfir jörðinni, guðs dýrð yfir þeim, sem lifa — og einnig yfir þeim, sem deyja. Margir eru þeir, sem hugsa til dáinna vina á jólunum, ekki aðeins vegna minninganna, held- ur einnig vegna vonanna — og þá fyrst og fremst vegna þeirrar von- ar, að þeir eigi sina jólagleði í samfjelagi hans, sem fæddist á jörðu og reis upp til himinsins. Megi þau ,,jól“ verða Rannveigu Magnúsdóttur „gleðileg jól“. Jakob Jónsson Afmælis- 0g minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afma'lis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast 1 sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibrófsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.