Morgunblaðið - 22.12.1977, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
Bragi Asgeirsson:
Undirstaða
rúmtaksvitundar
BARNALEIKUR nefnist
óvenjuleg bók sem fyrir nokkru
er komin á markaðinn, en höfund-
ur hennar er Einar Þorsteinn As-
geirsson hönnuður og húsameist-
ari (arkitekt). Bókin er ætluð
„börnum á aldrinum 5—95 ára“
og mun hér vera um frumraun á
því sviði að ræða hérlendis, að
gera flatarmáls- og rúmfræði að-
gengilega fyrir fólk á öllum aldri.
Höfundurinn hittir sannarlega
naglann á höfuðið þegar hann
nefnir bók sina „barnaleik", því
að franjfarir á öllum sviðum lista
og vísinda byggjast á því, að menn
nálgist viðfangsefni sín af um-
búða-, -fölskvalausri og áleitinni
forvitni barnsins. Það er nefni-
lega ekki til neitt er nefnist „ein-
getin reynsla“, og svo sem stend-
ur í merkum formála snillingsins
R. Buckminster Fuller, — þá er
þetta bók fyrir einu sönnu vís-
indamennina — börnin — og þá,
sem hugsa um hlutina með sama
hugarfari og þau.Hann vísar til
ummæla heimspekingsins ^ir
James Jean: „Vísindin eru til-
raun til þess að raða niður þeim
staðreyndum, sem reynslan kenn-
ir okkur." — „Eðlisfræðingurinn
nafntogaði frá Vínarborg, Ernst
Mach, lét einnig svo ummælt:
„Eðlisfræðin fjallar um tilraun
þess að raða staðreyndum reynsl-
unnar i hagkvæmustu röðina."
Eina hráefni til allra vfsinda er
reynslan. — Börnin eru fæddir
vísindamenn. Fyrir þeim er til-
raunin sjálfsögð og þau reyna
hlutina enn og aftur. Þau reyna
einnig að raða niður árangri
reynslu sinnar. Hvað er mest?
Hvað er minnst? Þau athuga alla
hluti með öllum hugsanlegum
aðferðum án tillits til skoðana
annarra.“ — Þetta eru gagnmerk
og algild sannindi hjá Buckminst-
er Fuller og hinum frægu vísinda-
mönnum er hann vitnar í, — og
við þetta má bæta, að börn eru
einnig opin fyrir að hagnýta sér
reynslu annarra, en leggja svo sitt
mat á árangurinn.
Það er sannarlega gott að fá
slíka bók á tímum er allt virðist
eiga að birtast alskapað og einget-
ið. Þeim fjölgar stöðugt er finna
upp „heita vatnið“ þ.e. álíta sig
uppgötva það fyrstir, sem fyrir
öðrum eru algildar staóreyndir.
Það var vissulega ekki út í bláinn
sem G. Bernhard Shaw sagði eitt
sinn og andvarpaði um leið:
„Æskan er dásamleg, — synd að
splæsa henni á unga fólkið...“
A síðustu timum hefur það orð-
ið að meinlegri áráttu í skólum að
leggja allt sem ljósast og skil-
merkilegast fyrir nemendur, —
helst dauðhreinsað af öllu fóðri
fyrir ímyndunaraflið — nemand-
inn á helst ekki að þurfa að hugsa
neitt sjálfstætt, né ómaka sig við
að bjóta hlutina til mergjar að
eigin frumkvæði. Námið verður
því ósjálfrátt að eins konar plast-
iðnaði, rifið úr tengslum við lög-
mál hins lífræna og upprunalega,
— hin skapandi kennd og sjálf-
bjargarviðleitni hvers og eins
óþörf og gamaldags atriði úr for-
tíðinni — rakin forneskja. . . —
Rafeindaheilar, tölvur og hvers
konar háþróuð hjálpartæki eiga
að vísa hinum „fullorðna nútíma-
manni“ veginn. Það gleymist að
það eru hins vegar einmitt „börn
á aldrinum 5—95 ára“ sem eru
höfundar vísinda og tæknideildar
nútímans.. .
Enginn skyldi álíta, að sá er hér
ritar vilji leggja allt sem óljósast
fyrir nemendur, — slíkt er víðs
fjarri, en hann vill vísa til og
minna á, að ef hæfileikinn til að
uppgötva og upplifa er tekinn frá
ungu fólki verður árangurinn
„stöðluð plastmenni“.
Allt það sem hér að framan
hefur verið drepið á, er í beinum
UM ÞÓR MAGNUSAR
ÞÓR MAGNÚSSON ÞJÓÐMINJAVÖRÐ-
UR RITAR UM HINA NÝJU BÓK MAGN-
ÚSAR MAGNÚSSONAR, HAMAR ÞÓRS, (
DAGBLAÐIÐ 19. NÓV. OG BER GREININ
OFANSKRÁÐA FYRIRSÖGN. ÞÓR SEGIR
M.A. í GREIN SINNI:
HRIFANDI FRÁSÖGN
„Þetta er ekki fræðirtt, heldur er reynt á
einfaldan og mjög aðgengllegan hátt að
opna hinn foma trúarbragða- og goð-
sagnaheim öllum almenningi, bæðl á
myndrænan hátt og með frásögum. Víða
hAITIAR pÓRS
eru endursagðar sögur úr Eddu og tekln
upp einstök erlndi úr eddukvæðum ..
....Þegar maður fær þessa bók í hendur
dettur manni í hug skartgrlpur úr góð-
málmum skreyttur eðalstelnum. Allt ytra
útlit bókarinnar er með miklum glæsl-
brag, prentun og frágangur einkarvand-
aður og fallegur, enda er þessi íslenzka
útgáfa unnin nákvæmlega eftir hinni
ensku og myndaprentunln gerð samtfmis
fyrfr báðar útgáfurnar.
Þýðing Dags Þorleifssonar er með
miklum ágætum, lipur og skýr, og kemur
hann vel tll skila léttleika höfundar sem
svo víða birtist í frásögnlnni.
Þór Magnússon, þjóðminjavörður"
• •
• •
Om&Orlygur
Vestwgötu 42 sími:25722
Höfundur bókarinnar Barnaleiks, skýrir hvernig vinna á flötunguna,
en skilgreiningum bókarinnar fylgja svokallaðar rúmmyndir á lituð-
um blöðum, sem klippa má út og líma saman á um 50 mismunandi
vegu eftir lögmálum rúmfræðinnar.
og óbeinum tengslum við hug-
myndina að baki bókinni „Barna-
leikur“ sem hér er fyrir gilda
verðleika sína vakin athygli á, —
og útkoma þessarar bók’ar álít ég
markvert og tímabært framtak.
Hér á námsefnið, sem er svið rúm-
málsfræðinnar, að vera sem að-
gengilegast fyrir börn og ungl-
inga og raunar allt smáfólk, allt
leitandi fólk á öllum aldri. Slíkt
er auðveldast gert með því að
gera námsefnið að leik, sem flétt-
ast inn í vitund lesandans og verð-
ur undirstaða skilnings viðkom-
andi á stærðfræði, — reglulegum
flötungum og rúmmálsfræði —
rúmtaki. Og þessi leikur getur
orðió býsna skemmtilegur, ef far-
ið er rétt að, og jafnframt opnað
augu viðkomandi iðkenda fyrir
töfrum lífsins. — Vesalings
náttúran hefur einungis yfir að
ráða örfáum frumformum fyrir
starfsemi sina — engin hjálpar-
tæki, engin gerviefni og engar
tölvur, — skelfilega má hún vera
einsöm, gamaldags og „lummó".
En trútt um talað hefur hún þó,
þrátt fyrir allt, bjargast á þessum
fáeinu lögmálum og unnið af frá-
bærri, makalausri snilld úr þeim,
svo sem hvarvetna getur að líta
vökulu augu og öllum þeim, er
vilja og telja sig ekki yfir það
hafna að taka þátt í leik hennar.
Bókin „Barnaleikur" býður
þeim er það vilja að kynnast þess-
um grundvallarlögmálum náttúr-
unnar að hluta, og nálgast þau
með eigin starfi og áleitinni for-
vitni, og þá munu viðkomandi
uppgötva, likt og skáldið Rainer
Maria Rilke reit eitt sinn: „Hið
smáa er jafnlitið smátt og hið
stóra er stórt. — Það mótast mikil
og eilíf fegurð gegnum veröld
alla, og henni er réttlátlega dreift
yfir stóra og smáa hluti."
Guðmundur Guðjóns-
son — Minningarorð
Félagar knattspyrnufélagsins
Vals kveðja i dag Guðmund verzl-
unarstjóra Guðjónsson, en hann
lézt 12. des. sl. 84 ára að aldri.
Guðmundur Guðjónsson var
ásamt Guóbirni Guðmundssyni
prentara frumkvöðull að stofnun
knattspyrnufélagsins Vals, hinn
11. maí 1911.
Valur, svo sem önnur félög
áhugamanna, sera starfað hafa
um árabil, hafa á löngum ferli
sínum eignast marga dugmikla fé-
laga, sem gert hafa garðinn fræg-
an á sviði stefnumála sinna, bæði
í leik og starfi, menn sem af kappi
og með forsjá hafa hrifið félög sín
fram á leið. Án slíkra félagá, fórn-
fýsi þeirra og sívökullar elju, um
það sem betur mætti fara, væru
stutt framfaraspor stigin.
I hópi slíkra félagslegra elju-
manna var einmitt Guðmundur
Guðjónsson. Starfsþreki hans og
starfsgleði ásamt ljúfri skaphöfn
var viðburgðið og gerði samstarf-
ið við hann sérlega eftirsóknar-
vert.
Eins og fyrr segir, var hann
annar aðalstofnandi Vals fyrir 66
árum. Mikió vatn hefir til sjávar
runnið síðan það gerðist. En allt
frá stofndegi til aldurtilastundar
fylgdist Guðmundur með Val
bæði i blíðu og stríðu og meðan
hann mátti tók hann þátt í störf-
um félagsins, átti sæti í fulltrúa-
ráði og stjórnc.m félagsdeilda og
lét sig aldrei vanta á fundi eða
þar sem hann var til kjörinn. Var
á því sviði sem öðrum fögur fyrir-
mynd hinum yngri.
A yngri árum tók Guðmundur
mikinn þátt í íþróttum, auk knatt-
spyrnu hafði hann mikið dálæti á
hlaupum og var m.a. einn af þátt-
takendum í fyrsta víðavangs-
hlaupi l.R.
Guðmundur Guðjónsson var
Dalamaður að uppruna, fæddur 3.
júlí að Innri-Fagradal í Saurbæj-
arhreppi, foreldrar hans voru
hjónin Gunnhildur Guðmunds-
dóttir og Guðjón Jónsson. Arið
1906 fluttust þau til Reykjavíkur
og hér ól Guðmundur allan sinn
aldur. Lífsstarf Guðmundar voru
verzlunarstörf, allt frá árinu 1910
og til aldurtilastundar vann hann
hjá V.B.K. og hin síðari ár sem
verzlunarstjóri.
Um leið og við vinir og félagar
Guðmundar í Val þökkum honum
brautryðjandastarfið og hans
mikilsverða þátt að starfsemi fé-
lagsmáia Vals um áratuga skeið,
kveðjum við hann sem samferða-
mann á vegamótum. Vinarkveðj-
ur okkar fylgja honum eftir er
hann Ieggur upp í þann áfanga,
sem öllum er fyrirbúinn.
Við látum í Ijós innilega samúð
okkar með eiginkonu hans og öðr-
um ættingjum og skylduliði, Guð-
mundar verður ætíð minnzt sem
eins bezta félaga Vals.
Knattspyrnufélagið Valur