Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 Forsætisráðherra: Ríkisstjórnin kannar vandamál efnahagslífs og atvinnugreina í þinghléi — Gagnrýni sem felur í sér traust GEIR Hallgrímsson, forsætisráð- herra, sagði m.a., efnislega, á þingi I gær, er hann svaraði gagn- rýni stjórnarandstöðu vegna mánaðar þinghlés, án frekari um- fjöllunar þess á efnahagsvanda þjóðarbúsins. 0 — t umræðum um stefnu- ræðu forsætisráðherra, sem og um frumvarp til fjárlaga, hliðar- frumvörp fjárlaga og lánsfjár- áætlun, hefur Alþingi rætt þann vanda, sem um er að ræða í ís- lenzku efnahagslffi, leiðir og markmið í þeim efnum. 0 — Stjórnarandstaðan hefur ekki, hvorki með beinum tillögu- flutningi né beiðnum um skvrslu- gerðir eða greinargerðir um ein- staka þætti efnahagsvandans 'éða atvinnugreina þjóðarbúsins, haft frumkvæði að frekari umræðu á þessum vettvangi, sem henni var þó I lófa lagt. 0 — Ríkisstjórnin mun í þing- hléi kanna enn frekar stöðu efna- hagsmála og einstakra atvinnu- greina. Ef brýna nauðsyn ber til mun hún grípa til setningar bráðabirgðalaga, eins og stjórnar- skrá heimilar, og þá hafa samráð við aðila, er mál varða. 0 — Stjórnarandstæðingar eiga aðild að verðbólgunefnd, sem starfar I þinghléi, og skila á álitsgerð I næsta mánuði. Þar er þeim opið að koma á framfæri ölium þeim áhendingum og tillög- um, er þeir eiga í handraða, varð- andi viðblasandi vanda efnahags- mála þjóðarinnar. 0 — Ef umfang efnahags- vandans er það stórt, sem stjórnarandstæðingar vilja vera láta, og ekki er rétt að draga úr alvöru orða þeirra þar um verður að Ifta á það sem óvænt traust á ríkisstjórninni, er þeir telja að vandinn verði fullleystur í jóla- leyfi þingmanna og að þeir komi að viðfangsefnum sínum þegar unnum í byrjun næsta árs. Ekki fjallað á raun- hæfan hátt um stöðuna í efnahagsmálum. Lúðvík Jósepsson (Abl) kvaddi sér hljóðs, er Geir Hallgrímsson forsætisráðherra hafði mælt fyrir tillögu til frestunar á fundum Al- þingis, frá og með deginum í gær, til 23. janúar n.k. (í síðasta lagi). Sagði LJó þann veg að málum staðið, þrátt fyrir ærinn vanda í efnahagsmálum þjóðarinnar i heild og einkum og sér í iagi viðblasandi rekstrarvanda allra höfuðatvinnugreina þjóðarbús- ins, að Alþingi væri sent í mánaðar jólaleyfi. Ríkisstjórninni væri þannig gefið ráðrúm til að afgreiða vandamálin með bráða- birgðalögum, ef henni þóknaðist svo að gjöra. LJó vitnaði til ábendinga for- svarsmanna í landbúnaði, sjávar- útvegi og iðnaði um viðblasandi rekstrarvanda,- sem ekki yrði komizt hjá að taka afstöðu til. Þessi vandi væri hvað stærstur í frystiiðnaði en næði til allra undirstöðuþátta þjóðarframleiðsl- unnar. Það væri með öllu óverj- andi að þingið færi nú í svo langt frí, án þess að ræða vanda efna- hagsmála og atvinnugreina — og án þess að ríkisstjórnin gerði þingmönnum í einu eða neinu grein fyrir hugmyndum sínum og viðhorfum á þessum vettvangi. Það væri saga til næsta bæjar að Alþingi færi i mánaðar frí, eftir þriggja mánaða setu, án þess að hafa á neinn raunhæfan hátt fjallað um stöðuna í efnahgsmál- um þjóðarinnar. Ríkisstjórnin ætti síðan að fá sjálfdæmi um að leysa þessi viðamiklu og við- kvæmu mál með bráðabirgðalög- um. Hún yrði að gera þinginu skilmerkilega grein fyrir stöðu mála og þeim hugmyndum, sem til umræðu væru hjá ríkisvaldinu, um viðbrögð gegn vandanum. Lýðræðisleg samráð við stjórnarandstöðu og aðila vinnumarkaðarins. Gylfi Þ. Gíslason (A) sagði það út af fyrir sig ekki athugavert, þó að Alþingi fengi jólaleyfi með hefðbundnum hætti, né að ríkis- stjórn beitti bráðabirgðalögum innan marka stjórnarskrár, ef brýna nauðsyn bæri til. Hins veg- ar bæri ríkisstjórninni, ekki sízt við núverandi aðstæður, að hafa lýðræðislegt samráð, bæði við stjórnarandstöðu og aðila vinnu- markaðar,- ef til þess kæmi, að hún gripi til bráðabirgðalaga vegna viðblasandi vanda i þjóðar- búskapnum. GÞG sagði, að vandi út- flutningsatvinnuveganna væri stærstur og alvarlegast viðfangs- efna í efnahagsmálum. Ekki væri hægt að rengja framlagðar tölur um 5000 milljóna króna halla í frystiiðnaði á árinu 1978, að öllu óbreyttu. Þar við bættist að fyrir- sjáanlegur væri mikill rekstrar- halli í saltfiskverkun, þrátt fyrir verulegar greiðslur úr verð- jöfnunarsjóði, sem hefði verið gróflega misnotaður. I verð- jöfnunarsjóði ætti að safna fé, þegar verðlag væri hátt, en greiða úr þeim, er það lækkaði. Hér hefði verið farið öfugt að. Fyrir- tæki i iðnaAi og búrekstur ætti og við mikil vandamál að strfða. Vandinn sagði alls staðar til sín i atvinnurekstri. GÞG sagði viðskiptahalla út á við i ár verða meiri en 4000 m. kr. eins og áætlað hefði verið. Greiðslustaðan myndi heldur ekki skána um 6000 m. kr. eins og stent hefði verið að. Erlendar skuldir verða komnar í 129.000 milljónir króna um áramótin. Þessi vandi allur er ekki einvörð- ungu viðfangsefni ríkisstjórnar, heldur þingsins alls, í samstarfi við hin ýmsu þjóðfélagsöfl. Verð- bólgan er meginorsök vandans. En fram hjá þvi má hins vegar ekki horfa að röng fjárfestingar- stefna, sem fylgt hefur verið s.l. 6 til 7 ár, ör og óarðbær, á jafn- framt og ekki síður þátt í sköpun vandans og rýrari kaupmætti launa. Aðalatriðið er, sagði GÞG, að ríkisstjórnin hafi lýðræðisleg samráð við stjórnarandstöðu- flokka, sem og aðild vinnumark- aðar, ef hún grípur til bráða- birgðalaga í jólahléi, til að mæta sýnilegum vanda. Ekkert samráð við stjórnarandstöðu. Karvel Pálmason (SFV) tók undir orð LJó og GÞG. Viðblas- andi vanda atvinnugreina þjóðar- innar hefði mátt ræða fyrr en nú, sama dag og þingið færi i mánað- ar leyfi. Um þetta þinghlé hefði ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðu. 1 þessum efn- um öllum hefði verið staðið óvit- urlega að málum. Þingið hefði verið vikum saman svo til verk- laust. Traust á ríkisstjórninni Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra sagði staðið að jólahléi þings með sama hætti nú og áður — en flest mætti sýnilega gera að ágreiningsefni. Hann sagði að stjórnarandstaða hefði haft sömu möguleika og stjórnarliðar til að ræða og bera fram tillögur um úrlausnir efnahagsmálum. Þeir hefðu getað vakið umræður um þetta efni með tvennum hætti: með því að bera fram tillögur i málinu eða óska eftir skýrslum og greinargerðum um einstaka þætti þess. Það væri vanræksla stjórn- arandstöðunnar að hefja ekki máls á þessum vanda fyrr en sama degi og þinghlé hæfist. Forsætisráðherra sagði hins vegar, að vandi efnahagsmála hefði verið viðvarandi í umræð- um á Alþingi í vetur. Hann hefur ekki sizt borið á góma í umræðum um fjárlagafrumvarp, ríkisfjár- mál og lánsfjáráætlun. Stýring ríkisfjármála og markmið láns- fjáráætlunar væru m.ö. forsendur þess, að hægt væri að ná tökum á vanda efnahagslifsins. Þá gat forsætisráðherra þess að hann hefði flutt stefnuræðu sína fyrir u.þ.b. 2 mánuðum, þar sem meginþættir efnahagsmála hefðu verið ræddir og raktir, sem og stefna rikisstjórnarinnar, og um- ræður farið fram um þessa Geir Hallgrfmsson. stefnuræðu. Það væri þvi alrangt, að vanda efnahagsmála hefði ekki borið á góma á þinginu. Forsætisráðherra kvað hugsan- legt, ef brýna nauðsyn bæri til, að ríkisstjórnin gripi til bráðabirgða- laga i þinghléi, innan þeirra marka er stjórnarskráin heimil- aði. Þá yrðu höfð samráð við þá aðila, er mál varða. Aðrar yfirlýs- ingar gæti hann naumast gefið í þessum málum, en ríkisstjórnin myndi skoða þau vandlega í þing- hléi. Ég vil ekki draga úr orðum stjórnarandstæðinga um alvöru vandans, sagði ráðherrann. En ég minni á að í þinghléi verður að störfum svokölluð verðbólgu- nefnd, sem stjórnarandstöðu- flokkarnir allir eiga fulltrúa I. Ætlunin er að hún ljúki störfum í næsta mánuði. Þar geta fulltrúar þeirra komið á framfæri síðbún- um tillögum sínum um 'úrlausn Framhald á bls. 19. ÞINGMENN HALDA 1 JÓLALEYFI------------Hér má sjá nokkra þing- menn úr þingliði Sjálfstæðisflokksins á göngum þinghússins eftír að fundum Alþingis hafði verið frestað í gær. Lengst til vinstri á m.vndinni er Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra, þá Guðmund- ur H. Garðarsson, Eyjólfur K. Jónsson, Lárus Jónsson, Halldór Blöndal, Oddur Ólafsson, Ólafur G. Einarsson og Pálmi Jónsson. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magn. Forseti neðri-deildar Alþingis, Ragnhildur Helgadóttir, gengur úr þingsal í jólaleyfi í fylgd alþýðuflokksþingmannanna Jóns Armanns Héðinssonar og EggertsG. Þorsteinssonar. Hurðaskellir á þingi FRÁ ÞVI var skýrt á fundi efri deildar Alþingis í fyrrinótt að til nokkurra sviptinga hefði komið á fundi í fjárhags- og viðskipanefnd deildarinnar þá fyrr um daginn. Til meðferðar var þá frúmvarpið um heimild til erlendrar lántöku, ábyrgðar- heimildir og aðrar ráðstafanir vegna lánsfjáráætlunar 1978, en það atriði, sem varð kveikj- an aó þessum sviptingum var ákvæðið um skyldu lífeyrissjóð- anna til að verja að minnsta kosti 40% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum. Það var Ragnar Arnalds (Abl.) og talsmaður minni hluta nefndar- innar í þessu máli, sem fyrstur gerði atburði á fundinum að umtalsefni og sagði að þar hefði hurðum verið skellt. Ekki hefðu það þó verið stjórnarand- stæðingar, sem skellt hefðu hurðum, heldur stjórnarand- stæðingur í stjórnarliðinu. Albert Guðmundsson (S) tók næstur til máls og sagðist vilja taka það fram vegna orða síð- asta ræðumanns, að það hefði ekki verið hann, sem skellti hurðum á fundi nefndarinnar, heldur hagfræðingur Seðla- bankans, er setið hefði fund- inn. Sjálfur sagðist Albert hafa þurft að víkja af fundi til að mæta á fundi í borgarráði. (Ragnar Arnaids greip nú fram í fyrir Albert og sagði það rétt að það hefði ekki verið hann, sem hefði skellt hurðum. Stefán Jónsson (Abl.) spurði, hver hefði skelit hurðum). AJ- bert ítrekaði að það hefði verið hagfræðingur Seðlabankans, Bjarni Bragi Jónsson. Undirrót hurðaskellanna sagði Albert að kannski mætti rekja til orða- skipta hans og hagfræðingsins, sem hefði hafið að útlista ýms- ar hagfræðikenningar og hrein- lega sagt að koma yrði í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir yrðu leikföng í höndum eigenda sinna. „Þessu mótmælti ég og þá fyrtist hagfræðingurinn. Það er líka engu líkara en orð hagfræðinganna og annarra sérfræðinga séu að þeirra dómi lög fyrir okkur hin. 1 framhaldi af þessu sagðist hagfræðingur- inn ekki sitja fundi nefndarinn- ar á meðan ég sæti fund henn- ar. Þar sem komið var að því að ég þyrfti að hverfa af fundi vegna borgarráðsfundar fór ég en þá hafði hagfræðingurinn skellt hurðum,“ sagði Albert. Halldór Asgrímsson (F) og formaður nefndarinnar sagði í ræðu sem hann flutti við þessa umræðu að hann harmaði að þetta atvik hefði komið til um- ræðu á þingfundinum og ekki síst fyrir þá sök að umræddur embættismaður hefði engin tök á að svara fyrir sig á þessum grundvelli. Albert Guðmundsson tók aft- ur til máls og minnti á að það hefði ekki verið að hans undir- lagi, sem þetta atvik var gert að umtalsefni á þingfundinum, þar hefði annar þingmaður ver- ið að verki og farið rangt með. Albert sagðist hins vegar koma til með að óska eftir því að framvegis komi kurteisari em- bættismaður á fundi í fjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar. Lauk Albert máli sínu með þeim orðum að hann hefði leyft sér að hafa sjálfstæðar skoðanir á málunum eins og þingmönn- um væri boðið í stjórnar- skránni, en kannski væri ekki til þess ætlast. Morgunblaðið bar þessi orð þingmannanna undir Bjarna Braga Jónsson, forstöðumann hagfræðideildar Seðlabankans íslands, og sagði hann það rétt að til nokkurra orðaskipta hefði komið á fundinum en hann minntist þess ekki að hafa heyrt hurðir skella. „Albert sagði að ég færi með bull og beindi jafnframt þeirri ósk til formanns nefndarinnar að ekki væri verið að kalla óvandaða menn á fundi nefndarinnar. Ég mótmælti þessu og óskaði eftir að fá að víkja af fundi og yrði ekki kallaður inn á fundinn aft- ur fyrr en ég ætti ekki von á þvi að vera kallaður óvandaður og ég færi með bull. Efnislega benti ég á í þessum umræðum að hér væri um heildarstjórn efnahagsmála að ræða sem ramma um athafnafrelsi ein- staklinga og félagssamtaka. Ég vil líka geta þess að formaður nefndarinnar baðst afsökunar á framkomu þingmannsins. Það tilheyrir ekki mannasiðum að þingmenn umgangist embættis- menn með þessum hætti“, sagði Bjarni Bragi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.