Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7, JANUAR 1978 Þórshöfn: Fontur að skríða saman „ÞAÐ MA segja að skuttogar- inn Fontur sé að skríða saman og vonandi kemst hann til veiða um næstu helgi“, sagðí Axel Axelsson framkvæmda- stjóri frystihússins á Þórshöfn { samtali við Morgunblaðið i gær. „Vélin er svo til klár,“ sagði Axel, „og það tekur nokkra daga að Ijúka öðru sem gera þarf við. Fontur hefur verið stopp síðan 28. ágúst s.l. og það hefur valdið stórkost- legum skorti á hráefni til vinnslu hér enda hefur Fontur aflað hráefnis á við alla hátana hér, 5 stærri báta og 10 minni báta. Það er slæmt að missa helminginn af hráefninu og liðlega það f svo langan tfma.“ Um 70 manns hafa verið á atvinnuleysisskrá á Þórshöfn um skeið, allt fólk sem að stað- aldri starfar f frystihúsinu, en þegar allt er á fullu þar eru um 100 manns við störf. Næg atvinna á Djúpavogi Á DJUPAVOGI eru tveir bátar byrjaðir með línu og hafa þeir fiskað vel, verið með 6—9 tonn á 40 bjóð. Þá hefur aflazt nokk- uð vel af rækju og vinna hefur því verið næg að undanförnu 1 plássinu. 4 bátar munu róa frá Djúpavogi í vetur, 3 með línu til að byrja með og einn á trolli. Unnið er af fullum krafti við að koma nýja frysti- húsinu i gagnið og er áætlað að það verði tilbúið í febrúar — marz. Þórshöfn: Spá i stór- þorsk við bæjardymar EINN Þórshafnarbáta er bú- inn að leggja netin, 5 trossur f fyrstu lotu, og aðrir bátar eru að undirhúa vertfðarúthaldið, en netalagnirnar eru mjög stutt frá landi, eða um 20 mfn. stfm. Spá sjómenn f stóran og góðan þorsk f firðinum nú, en undanfarnar vertfðir hefur verið steindautt á miðunum steinsnar frá plássinu. I vor var hins vegar sæmilegur afli og telja menn að fiskurinn sé aftur farinn að koma upp á þessu svæði. Lfnubátar á nálægum mið- um hafa verið með ágætan afla að undanförnu, bæði Húsa- vfkurhátar og Raufarhafnar- bátar, en þeir hafa verið með allt upp f 12 tonn f róðri með um 40 dalia. Reyðarfjarð- arbátar að steina niður Bátar á Reyðarfirði hafa ekki hafið róðra ennþá, en inn- an tíðar hefja tveir heimabát- arnir netaveiðar, þeir Snæfugl og Gunnar. Ljósm. Stefán Federsen, Fyrsta barn ársins Fyrsta barn ársins — Litla stúlkan á myndinni er fyrsti tslendingurinn, sem fæddist á nýbyrjuðu ári, eins og verið hefur skýrt frá. Hún fæddist 18 mfnút- ur eftir miðnætti á nýársdag f sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki og tókst fæðirigin f alla staði vel. Sú litla var rúmar 12 merkur og 51 cm að lengd. Hún sést hér f örmum móður sinnar, Öldu Valgeirsdóttur, Ási, Hegranesi. Viðskiptaráðuneytið: Innflutningur not- aðra bíla háður leyfum I FRF.TT frá Viðskiptaráðuneyt- inu segir að framvegis verði inn- flutningur á notuðum fólksbif- reiðum háður leyfum, en eftir sem áður verði leyfður innflutn- ingur á bifreiðum f eigu þeirra, er flytjast búferlum til landsins. — Mbl. innti Olaf Jóhannesson viðskiptaráðherra eftir ástæðum fyrir þessari breytingu. — Beiðni um að reglur um innflutning notaðra bifreiða verði hertar kemur til okkar frá tollyfirvöld- um og að sögn þeirra er það hugs- að til að geta haft betra eftirlit með slfkum innflutningi en verið hefur til þessa. Þá var Ólafur að því spurður hvort svikamálið við innflutning á notuðum Mercedes Benz bílum sem nýverið kom hér upp hefði átt einhvern þátt í að farið var Engin höft á inn- flutningi á sykri og rúgmjöli AKVEÐIÐ hefur verið að fram- vegis verði hægt að flytja inn rúgmjöl og sykur án sérstakra innflutnings- og gjaldeyrisleyfa, segir í frett frá Viðskiptaraðu- neytinu í gær. Astæðurnar fyrir þessari breyt- ingu kvað Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra einfaldlega vera þær að ekki væri talin þörf á að fylgjast með slíkum innflutn- ingi eins og gert hefði verið. En þessar reglur voru upphaflega settar þegar talið var rétt að verzlunin væri miðuð við ákveðin lönd, en ekki frjáls eins og nú er. Greepeace samtökin gerðu 200 hrefnur að 700 „GREENPEACE menn eru enn jafn óhilsjarnir og fyrr og nú fyrir skönimu fengum við bréf frá Green- peace í London, þar sem fullyrt er að íslendingar hafi drepið 700 hrefnur á þessu ári, um leið er spurt um hve stór kvóti íslend- inga sé og heðið er um nánari upplýsingar. Á ný- liðnu ári drápu Islending- ar innan við 200 hrefnur, en það furðulegasta við Greenpeaee-menn er að þeirra fulltrúi situr ávallt fundi Alþjöðahvalveiði- ráðsins, þannig að samtök- unum á að vera kunnugt um alla hvalveiðikvóta ís- lendinga og hve mikið er drepið,“ sagði Þórður Ás- geirsson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins og varaformaður Alþjóða- hvalveiðiráðsins. Eins og áður hefur komið fram í Sjálfstætt síma- kerfi á norð- urlínuna A ÞESSU ári munu Rafmagns- veitur ríkisins láta setja upp sjálf- stætt fjarskiptakerfi á línunni til Norðurlands, þar sem það veldur ávallt verulegum töfum vegna erfiðs landssimasambands að gera við bilanir þegar þær koma upp. Til dæmis olli hið erfiða simasamband mestum töfum i viðgerð norðurlínunnar í gær- morgun, en viðgerðarmenn verða að bera saman bækur sínar á hin- um ýmsu stöðum til þess að unnt sé að hleypa rafmagninu á aftur. Mbl. hafa Greenpeace-samtökin keypt lítinn togara sem ætlunin er að nota á Islandsmiðum f sum- ar til að reyna að koma í veg fyrir' hvalveiðar Islendinga. Ætla Greenpeace-menn sér, að nota gúmmíbáta sem hafðir eru til taks um borð í togaranum og sigla þeim síðan á milli hvals og hval- Þórarinn Sverrir ión Prófkjör Framsóknarflokksins: Fjórir frambjóð- endur mynda stuðningsbandalag FJÓRIR frambjóðendur í prófkjöri framsóknar- flokksins, sem fer fram seinna í þessum mánuði til undirbúnings vals á lista flokksins vegna Al- þingiskosninganna í Reykjavík í vor, hafa myndað bandalag um stuðning hvor við annan í fjögur efstu sætin í próf- kjörinu. Þessir frambjóð- endur eru: Þórarinn Þór- arinsson alþingismaður, Einar Ágústsson utanrík- isráðherra, Sverrir Berg- mann læknir og Jón Aðalsteinn Jónasson kaupmaður. Hinir þrír fyrstnefndu skipuðu 3 efstu sæti í framboðslista Framsókn- arflokksins við síðustu al- þingiskosningar. fram á þessa breytingu. — „Það er ekki ólíklegt að það hafi verið kveikjan að þessari ósk tollyfir- valda, sagði Ólafur að lokum. Með skadd- aðan hrygg eftir bílveltu MAÐUR um tvítugt skaddaðist al- varlega á hrygg er Landroverbif- reið sem hann var f ásamt þremur öðrum fór út af 2 m háum vegar- kanti við Stóru-Fellaöxl í Hval- firði, en bifreiðin var á leiðinni að athafnasvæðinu við fyrirhugaða Málmblendisverksmiðju. Bíllinn stakkst fram af veginum með fyrrgreindum afleiðingum og einnig meiddist stúlka i bifreið- innilítilsháttar, en aðrir f bilnum meiddust mjög litið. Pilturinn og stúlkan voru flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. báts. Nú síðast hefur frést að sam- tökin hafi þegar auglýst eftir áhöfn á togarann og stefni á Is- landsmið i maímánuði. Þar sem hvalveiðar Islendinga eru stundaðar innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar spurði Morgúnblaðið Þórð Asgeirsson Frarahald á bls. 21 Prófkjör sjálfstæðismanna: Utankjör- staðakosn- ing í dag og á morg- un á Reykjanesi UTANKJÖRSTAÐAKOSN- ING f prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins f Reykjaneskjör- dæmi um framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, fer fram f dag, laugardag, og á morgun, sunnudgg, kl. 2—10 e.h. umrædda daga f Sjálfstæð- ishúsunum f Hafnarfirðj og Keflavfk. Einnig verður utan- kjörstaðakosning á sama tfma og sömu stöðum þriðjudaginn 24. janúar og miðvikudaginn 25. janúar. 11 ára stúlka tapaði vinnu- laununum ELLEFU ára gömul stúlka i Reykjavík tapaði peningaveskinu sfnu f miðbænum f gær, en hún ætlaði að fara að kaupa sér úlpu fyrir vinnulaunin sfn. Stúlkan hefur um skeið borið út Morgun- bíaðið til þess að vinna sér inn fyrir vetrarúlpu og þegar hún fór að velja langþráða flfk í gær henti óhappið. Telur stúlkan að hún hafi týnt veskinu, sem er hamrað leðurveski, í eða við verzlunina Torgið f Austurstræti. Er finnandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við lögregluna eða heimili stúlkunnar í sfma 32601. Peningaveskið er ómerkt en í þvf voru 15 þúsund krónur. Bankainnstæður ís- lendinga í Danmörku: Nýjar upplýs- ingar með lág- um upphæðum MORGUNBLAÐIÐ hafdi sam- band við Garðar Valdimarsson skattrannsóknastjóra f gær og innti frétta af niðurstöðum varð- Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.