Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 25 REGNBOGINN: JÁRNKROSSINN Þessi kvikmynd virkar á áhorfandann líkt og spark í magann. Ég leyfi mér að efast um að á síðari árum hafi verið gerð önnur eins stríðsádeila, jafn raunsönn í lýsingum sínum á hörmungunum og áleitin. Peckinpah eru mislagðar hendur, líkt og fyrri daginn og JÁRNKROSSINN er engan veginn mynd fyrir viðkvæmar taugar. En einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að ósköpin hafi verið eitthvað þessu lík. Og að öllum líkindum ekki fegurri. ANÆSTUNNI ! LAUGARASBIO W.C. FIELDS OG ÉG Eins og nafnið bendir til. mun hér vera á ferðinni nýleg, ævi- söguleg mynd um þennan þjóð- sagnakennda gamanleikara. Hún fjallar eingöngu um æviár hans i Hollywood og kynni hans af mörg um þekktustu leikurum þess tíma bils. Eins og Johan Barrymore, en þeir urðu mjög nánir vinir. Fields er leikinn af Rod Steiger, sambýliskona hans af kynbomb unni Valerie Perrine og Barrymore er leikinn af Jack heitnum Cassidy. GAUKSHREIÐRIÐ gamanmynd um geðveiki TÓNABlÓ: GAUKSHREIÐRIÐ („One Flew Over..,“) Bandarísk frá 1975. Aðalhlutverk: Jaek Nieholson, Louise Fletch- er Kvikmyndataka: Hakell Wexler. Handrit: Bo Goldman og Lawrence Hauber. Leikstjórn: Milos Forman. I vissri gerð viðkvæmrar skáldsagnargerðar eru geð- veikrahæli gjarnan notuð sem líking veraldarinnar utan þeirra. Geðklofarnir, Napóleonarnir og Jósefínurnar innan sjúkra- húsanna eru hin heil- brigðu, en við sem erum utan dyra og samþykkjum veröld þar sem háðar eru blóðugar styrjaldir, fátækt og hungursneyð ríkir, erum hinir raunverulegu brjálæðingar. Það er þægileg lausn, ekki ósvipað því og að trúa á jólasveininn, að ímynda sér það ef við aðeins gef- umst upp, breiðum uppfyr- ir haus og lifum í okkar villtustu draumum, hætt- um að hugsa rökrétt, þá munum við öðlast einskön- ar frið. Enginn ótti. Engar kvalir. Ekkert stress. Heimurinn verður einn . allsherjar aldingarður. Það sem auðkennir GAUKSHREIÐRIÐ, kvik- myndagerð Milos Formans á skáldsögu Ken Keseys, sem út kom 1961 eða 2, er hin óhikaða afneitun slíkr- ar fásinnu. Þó að myndin sé ekki án sinna mótsagna eða grunnhyggni, þá er lýs- ing hennar á vanheilum einstaklingum algerlega laus við viðkvæmni. Ég á bágt með að trúa því að allir þeir hroðalegu atburð- ir sem Kessey lýsir svo óvægilega i bók sinni, geti átt sér stað eða hafi gerst á nokkru geðveikrahæli fyr- ir 10—15 árum, svo manni ber að álíta að sagan sé skáldsöguleg lýsing þessa tima, — sjöunda áratugar- ins. Geðsjúkrahúsið í . GAUKSHREIÐRINU vænti ég að sé líking, en er þýðingameira sem sögu- svið eins sögulegasta bar- daga á milli hins brjálsa anda og þess þjóðfélags sem getur ekki umborið hann. Randle Patrick McMurphy (Jack Nichol- son), hin orðhvata og orð- heppna hetja GAUKS- HREIÐURSINS, fer ekki að settum reglum þjóð- félagsins. Allt það sem við vitum um hann áður en hann stingur upp kollinum , á hæli tu í Oregon, — og er ' ur klaufalegan hátt, harmsögulegan endi. GAUKSHREIÐRIÐ er ósæmilega tilfinningalegt og einfalt ef maður tekur það sent alvarlega lýsingu á hinu bandaríska þjóðfé- lagi, sem er alltof marg- flókið til að spitalinn geti verið ímynd þess. Ef þú aftur á móti getur forðast að hræðast þessar duldu meiningar, og Forman og handritshöfundar hans hafa sýnt smekkvísi með því að halda þeim í lág- marki, þá er GAUKS- HREIÐRIÐ mannleg og margbrotin . gamanmynd sem inniheldur slikan af- burðaleik að hann heldur myndinni i sífelldri spennu. Forman, hinn tékkneski leikstjóri myndanna LOVES OF ABLONDEog FIREMEN’S BALL, hefur verið búinn að gefa þvi tóninn. Töfrar Nicholson í myndinni eru af sérstak- lega frjósantri gerð. Þeir kaffæra ekki meðleikar- ana. Þeir virðast varpa ljósi á þá. Þetta kemur hvað best i ljós hvað varðar Louise Fletcher, en hennar Ratched hjúkka er mun meira eftirtektarverðari en persónan i bókinni. Sama má segja um Will Sampson, hinn ,,dauf- durnba” vin Randles og Brad Dourif, sem leikur unga manninn á deildinni; leikur þeirra beggja er upprifinn af töframætti Nicholson. Það eru nokkur atriði i GAUKSHREIÐRINU sem stinga i augum og ég álít að ekki sé hægt að afsaka með því að segja að verkið sé skáldskapur en ekki heimildamynd. Deildin eitt atriði myndarinnar —, er það að hann er að sitja af sér sex mánaða dóm fyr- ir nauðgun. Stúlkan var 15, þó að hún segðist vera 19, eða svo segir Randle, að öllum líkindum ósatt. Eftir tveggja mánaða afpláun í fangelsinu fær hann sig fluttan á geðveikrahælið til sálfræðilegrar með- höndlunar, með það eitt fyrir augum aö sleppa við þrældóminn i fangelsinu svo og þar sem að veðmál og peningaspil eru hans yndi og hugsar hann sér að auðgast vel á þessum fjór- um mánuðum á kostnað sjúklinganna. En um leið og Randle er kominn inn fyrir veggi spítalans skreppur heimur hans sarnan í þá deild sem hann er fluttur á og er stjórnað af sérstaklega illa innrættri persónu, Ratch- ed hjúkrunarkonu. Kven- \skratti þessi er á óvissum aldri og er þá aðeins fær um að sýna skilnig og sam- úð þegar þessir eiginleikar styrkja valdastöðu hennar. Sagan GAUKSHREIÐR- IÐ er einvigið á milli Randle og Ratched urn sálarró annarra sjúklinga á deildinni, barátta sem byrjar í gamansömum anda, líkt og MR. ROBERTS, en fær. á frern- áður gert eina, bandariska mynd, TAKING OFF. Hún var bersýnilega gerð með augum gestsins, sem enn er ekki farinn að venjast nýju umhverfi og and- rúmslofti. Hin nýja mynd ljöstrar engu upp öðru en santúð leikstjórans með fólki sem er að berjast við að koma einhverju lagi á ringulreiðina. Það er bar- átta sem honum finnst ein- staklega fyndin, jafnvel þegar erjurnar eru hvað kaldhæðnislegastar. Jack Nicholson er annað meira en aðalleikari og stjarna myndarinnar GAUKSHREIÐRIÐ. Hann er segulskaut hennar. Hann sýnir þau leikrænu tilþrif sem duga til að stjórna öðrum leikurum ntyndarinnar. Mér þykir óliklegt að áhugamaður einsog dr. Dean Brooks. sent í rauninni eryfirlækn- | ir Rikisspitala Oregon- j fylkis, (þar sem myndin ' var tekin) hefði náð þess- I ari broslegu íhugun i lykil- atriði. hefði Ni.gholson ekki sem við sjáunt í myndinni er — oftast — likust þvi sem að hvíti stormsveipur- inn sé nýfarinn hjá. Þó að sögurnar um óþrifnað og yfirfylli geðsjúkrahúsa séu mikið ýktar, þá er raun- veruleikinn einhversstaðar þarna á ntilli. Getur það einnig staðist að rafmagns- stuð séu enn (eða hafi a.m.k. til skamms tima) verið gefin jafn gjörræðts- lega og sem refsing? Þá er hlutverk yfirhjúkrunar- konunnar þannig skrifað að það skortir meiri trúverðugheit. Þetta geta veriö rnegin- atriði i augum sumra þeirra sent sjá myndina. En önnur eru það sérstaka lag sem Forman hefur á að skapa eftirtektarverðar. at- hyglisverðar manngerðir úr geðsjúklingum. — fólki sem í flestum myndum er kynnt sent óhæfir fr.am- andi - þjóöfélagsþegnar, sköpunarverk okkur álíka viðsfjarri og óviðkomandi og steinaldarmennirnir við Amazonfljótið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.