Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 Matthías Magnússon: Kristin trú og innhverf ihugun Viö lestur greinar sem rituð er af samtökum Ungt fólk með hlut- verk og birtist í Morgunblaðinu þann 28. desember fann ég mig knúinn til þess að fá eftirfarandi athugasemdir birtar: Samantekt úr hluta greinarinn- ar: Andlegur tómleiki Vestur- landabúans verður enn meiri af völdum stríðsins, mikil streita hrjáir fólk og einnig verður greinilegt fráfall frá kristinni trú og lífskoðun. Það hefur jafnan verið álitið staðfast Iögmál að þeir sem kristnir eru verði jafnvel enn sannfærðari í trú sinni þó veru- lega á móti blási og að þeir láti alls ekk,i bugast þó þeir séu ekki bænheyrðir eitt og eitt skipti. Ut úr samantekt minni úr hluta greinar Ungs fólks með hlutverk, sem fór hér á undan, má þó glögg- lega lesa að þetta lögmál hefur ekki staðist með okkur fólkið á Vesturlöndunum: við vorum aldrei neitt sérstaklega kristilega sinnuð fyrir heimsstyrjöldina en þegar hún skall á getur þó verið að margir hafa sett traust sitt á Guð. En í stað þess að trúin eflist hjá fólki eins og væri éðlilegt samkvæmt fyrrnefndu lögmáli verður greinilegt fráfall frá krist- inni trú. Við slíkt áfall sem heims- styrjöld sannast það og sést best að mótvindur, þess eðlis sem er meira en bara smávægilegar áhyggjur t.d. fiskimanns út af því að ekki fiskist vel einn og einn dag, feykir burt hinni yfirborðs- legu kristnu trú eins og þurru laufblaði sé. Það vill svo til að'áður en ég las grein Ungs fólks með hlutverk hafði ég aldrei heyrt um þau sam- tök og vissiekki að þau væru til. Má vera að það stafi aðeins af eftirtektarleysi mínu. En ef svo er ekki finnst mér ráðlegra fyrir samtökin að Iáta ögn meira að sér kveða i baráttunni. í greininni kemur fram að hlut- verk samtakanna sé m.a. að standa vörð um hinn kristilega arf okkar. Mér virðist að ekki sé nóg að standa vörð um hann held- ur þurfi að endurreisa svo til frá grunni kristilega trú i mörgum manninum. Þvi mig grunar að. margir hafi aldrei almennilega takið við þessum kristna arfi frá feðrunum. Endurreisnin, held ég, verður gifurlega tímafrekt og vandasamt ef ekki ógerlegt starf. Kannski heimsstyrjöldin eigi ein- hverja sök á þvi? Nú er ég nokkuð öruggur um að eftir að fólk hefur lesið þau orð sem hér á undan fóru telur það mig algjöran heiðingja og frábit- inn kristinni trú. En þó að ég sé ekki það sem kallað er heittrúað- ur er ég algjörlega hlynntur kristnum trúarkenningum. Og gagnrýni mín beinist ekki að sjálfum kenningunum heldur að því hvernig fólk (þó ekki allt fólk) þykist vera að lifa sam- kvæmt þeim og þegar á reynir sést að það er aðeins á yfirborð- inu. Því er slegið fram í grein sam- takanna að innhverf íhugun sé vafalaust í andstöðu við kristna trú. Sjálf iðkunin innhverf íhug- un getur alls ekki verið í andstöðu við kristna trú. Því að iðkunin krefst alls ekki neinna trúarlegra athafna og á kynningarfundum og vígslu er ekki einu orði minnst á trú né neitt sem henni viðkem- ur. Vígslan sjálf kemur dálitið einkennilega fyrir sjónir en hvaða vígsla gerir það ekki. Einn- ig er hún örsíutt og á mann leita ekki einu sinni trúarlegar hugsanir meðan á henni stendur. I vigslunni fær maður leiðbein- ingar varðandi íhugunina og eftir hana íhugar maður í fyrsta sinn og verður hissa hve góð áhrif iðkunin hefur á mann svona strax. Ekki má misskilja notkun mína á orðinu iðkun því að i íhug- un er álls engra líkamlegra at- hafna þörf. Og það er einmitt atriðið sem gerir innhverfa íhug- un í raun og veru mjög frá- brugðna öðrum iðkunum sem nefndar eru í grein samtakanna og eru upprunnar frá sama landi og innhverf íhugun. Innhverf íhugun er alls ekki það sama og yoga eða ananda marga. Við iðk- un innhverfrar íhugunar er mað- ur í einni þægilegustu og mest notuðu stellingu Vesturlanda það er að segja maður situr eins og manni sjálfum er eðlilegast. Ég veit að í yoga þarf iðkandi að æfa og nota erfiðar stellingar sem tek- ur yfirleitt langan tíma að ná góðu valdi á. Auk þess eru aðferðirnar ólíkar til þess að ná svipuðum árangri. 1 grein samtakanna er talað um að iðkendur innhverfrar ihugu.n- ar gefi sig á vald kenningum aust- rænna trúarbragða. Það er vara- samt að skrifa um málefni sem manni eru ekki kunnug. En rit- endur greinarinnar skeyta engu um það og er illt að vita til þess að þeir séu svona kærulausir af því að með þessari grein ætla þeir sér að sýna viðleitni i þá átt að verja og halda uppi merki síns helsta hugðarefnis. En þeir virðast ekki athuga að þeir fá grein sína birta í viðlesnasta blaði landsins. Þess vegna finnst mér, þeirra vegna, að þeir ættu að vanda skrif sín betur, sérstaklega hvað viðkemur heimildum. Þessi grein þeirra virkar á mig einsog óvandaður áróður en einkenni hans er ein- mitt það að allfrjálslega er farið með staðreyndir. Sálfræðingur myndi líklega kalla þetta múg- sefjun. Þessar kenningar sem ,Ungt fólk með hlutverk er að skrifa um eiga sér ekki tilveru í íhugun né kennslu í íhugun og ég hef ekki orðið var við þær í sam- bandi yið þá íhugun sem kennd er hér á landi. Og ef ekki er sagt neitt frá austrænni trú í kennslu innhverfrar íhugunar og engar kenningar koma þar fram né minnst á nokkuð annað í aust- rænni trú hvernig á þá iðkandi innhverfrar íhugunar að geta ánetjast þessari trú? (gengið er út frá því að iðkandi afli sér ekki af eigin rammleik þekkingar um hana í gegnum fræðibækur þess efnis). Það gæti reynst næsta erfitt að útskýra það og engar útskýringar í þá átt er að finna í grein Ungs fólks með hlutverk. Sjálfúr hef ég stundað inn- hverfa ihugum í 7—8 mánuði og ég hef ekki orðið var við neinar trúarlegar breytingar hjá mér og trúi ég að svo sé vafalaust um alla aðra iðkendur innhverfrar íhug- unar sem hneigjast að austrænum trúarbrögðum.). Hins vegar hef ég orðið var við aðrar breytingar sem allar eru til hins besta. Ég get nefnt stökkbreytingu í námi miðað við siðasta námsár. Hæfi- leikinn til þess að einbeita sér að efninu (skólabókunum) og festa sér það í minni hefur stórbatnað og árangur í prófum hefur aldrei verið betri en nú í undangengn- um jólaprófum. Ég er hættur að fara í vont skap út af smámunum og ég held að mér sé óhætt að segja að umgengni mín við annað fólk sé gædd meira umburðar- lyndi. Samtökin skrifa í grein sinni um alvarlegar afleiðingar af iðk- un þessarar austrænu hugmynda- fræði sem þeir kalla svo. Aftur er ég hræddur um að þeir fari alls ekki með rétt mál og er þetta óþolandi til aflestrar. Ég er öruggur um að þetta er hreinn uppspuni þvi að það er svo fjar- stæðukennt að alvarlegar af- leiðingar geti hlotist af iðkun inn- hverfrar íhugunar. Ég vil geta þess að ég ráðfærði mig við sál- fræðing áður en ég hóf innhverfa íhugun. Hann sagði að það gæti ekki haft slæm áhrif á geðheils- una að stunda þessa iðkun., Það er náttúrulega ekki um það að ræða, einsog greinarhöfundar segja, að fólk tapi öllum áttum í niðaþoku þessara fræða því að, einsog ég hef áður sagt, öll fræði eru innhverfri íhugun óviðkomandi. Ekki get ég fellt mig við niður- lagskaflann i greininni því almennt inngöngugjald er ekki yfir 20 þúsund krónur. T.d. er inngöngugjald fyrir yngri en 17 ára 6.500 krónur og gjöld eru lika miðuð við hvort viðkomandi hafi fulla atvinnu eða sé við nám o.s.frv. Svo er dálítið sem ekki gera sér allir ljóst sem eru að ræða kostn- Framhald á bls. 22. Þessi mynd sýnir tæki sem dreifir sementi í hrygg jarðvegsefnis. Nýrri gerð þessara tækja sér einn maður um. Tækið hefur skrúfu sem skýtur sementinu inn í hrygginn svo það fjúki ekki. Það hefði verið gott að hafa svona tæki, því það þurfti sjö menn og einn vörubíl að setja sementið í hrygginn á „Sverrisbraut". Tilraunir ávallt margf alt dýrari Greinargerð Sverris Runólfssonar IV Fyrri kaflar þessarar greinargerðar, sem er að vissu leyti rabb og uppgjör á framgangi tilraunarinnar á Kjalarnesi sýna að það eru margar ástæður fyrir þvi að kostnaður fór fram úr áætlun Þeir menn sem réðu ferðinni voru að mínu áliti engir asnar og það er algjör- lega öruggt að þeir hefðu stöðvað þessa framkvæmd ef dýrmætum peningum hefði verið sóað miðað við það sem gerist og gengur hér kostn- aðarlega Oft kom fólk upp á verkstað, sem sá að allt var öðruvisi en það hafði haldið að ætti að gera, sem sagt að blanda burðarlagi og slitlagi á gamlan veg Fólkið spurði mig hvort þetta væri virkilega það sem ég hafði verið að tala um, og vitaskuld sagði ég að svo væri ekki Það er nú svo í okkar þjóðfélagi að skattborgarar hafa ekki löggjöf til að styðjast við, eins og t d i Sviss, til að stöðva hluti sem þeim finnst ekkert vit vera i Á meðan ekki er til löggjöf sem auðveldar Jiinum almennu kjósendum að koma sínum málefnum til almennra kosninga þýðir ekkert fyrir skattborg- ara að kveina né kvarta þegar illa er farið með peninga þeirra, því það er þeirra eigin sök Þá spyrja margir Sverrir, hvers vegna stöðvaðir þú ekki þessa framkvæmd sjálfur? Að minu áliti gat ég varla gert það, því þá hefði kannski tapast grundvöllur fyrir að fara í mál vegna brots á samningi ellegar að breyta um stað sem ég fór fram á Einnig að Vegagerðin standi við það fyrirheit að ég fái að velja einn km þegar ég er tilbúinn Það hefði breytt öllu ef einhver annar hefði farið fram á að verkið yrði stöðvað Ekkert var fram- kvæmt á „Sverrisbraut" án samþykkis Vegagerðarinnar og eftirlitsmenn þeirra fylgdust með framkvæmdum á hverjum degi Viðurkennt skal það að verklýsingin tefldi djarft með því að þynna slitlagið niður í allt að því einn fimmta af þvi sem venjulegt er hér Samt er ekki útilokað að það væri hægt á sumum stöðum, því mikið af þvi þunna var óskemmt Það væri vitaskuld útilokað án fullkominna tækja og svo er algjör- lega nauðsynlegt að geta fylgt reglum og fá rétt efni á réttum tíma Það vildi svo einkennilega til að þegar við vor- um tilbúnir að taka við asfaltmu fyrir burðarlagið þá var okkur tilkynnt, að Sverrir Runólfsson fengi ekkert asfalt og sátum við eins og glópar þarna og báðum til Guðs að ekki mundi rigna né frjósa þvi að setja ekki asfaltið á sementsbundna burðarlagið er sama og setja húsgögn inn i hús án þess að setja á það þak Rétt asfalt fékkst ekki fyrr en heilu ári seinna Hér álít ég að reynt hafi verið að eyðileggja tilraunma og hafa þeir ósýnilegu spottar (mafiur) verið hér að verki. Hinn 26 október 1976 var mér tilkynnt (munnlega) að minn þáttur í tilrauninni væri á enda Við það tækifæri varð mér að orði að ef éinn fermetri af hverri tilraun, sem eru niu talsins i kaflanum, þá væri björinn unninn og sannaði að með fullkomn um tækjum væri hægt að byggja „varanlega" (þetta er leiðinlegt orð) vegi á þennan hátt hér á íslandi eins og annars staðar Þessar níu mismun- andi tilraunategundir eru Þrjár þykktir af sementsbundnu burðarlagi Með aðeins 4% sementi sem oft er notað 10% af Venjuleg steypa hefur um 1 5% sement Fyrstu 400 metrarnir að sunnan eru með 1 Ocm þykku sements- bundnu burðarlagi Þar næstu 400 metrarnir með 12Vi cm þykku og nyrstu 400 metrarnir með 15 cm þykku Það þykir ekkert óvenjulegt að sementsbundið burðarlag sé 25 cm þykkt (10 tommur) i kalda hluta jarðar, t d Alaska og Kanada Á slitlag- inu eru þrjár þykktir Fyrstu 400 metrarnir þegar komið er að sunnan eru með þreföldu perlusteinslagi, u þ b 2Vi cm þykkt Næstu 400 metrarnir með tvöföldu, u þ b 1 Vi cm þykku og nyrstu 400 metrarnir með einföldu u þ b 1 cm þykkt Svo var ekki skipt um jarðveg eins og venju- lega er gert á u þ b 100X3V2 m Á vestur hlið (akrein) vegarins um 280 metrum eftir að komið er upp á kaflann að sunnan Pappirinn í sementspokun- um var skilinn eftir i blönduninni til að athuga hvort það væri óhætt því við höfðum ekki sementsdreifara (Sement Bulk Spreader) Einnig var notuð óforhúðuð perla á fyrstu u.þ.b 100x2 m á hægri kanti (akrein) þegar komið er að norðan. Að forhúða perluna er nokkuð dýrt í þess- ari tilraun er aðallega notað sement, sem ætti að spara gjaldeyri Það ætti einnig samkvæmt skýrslum að vera sterkara og ódýrara með réttum tækj- um Vitaskuld er ergilegt þegar tilraunir takast ekki 100% en tilraunir eru ein- mitt gerðar til að finna út hvað er hægt og hvað er ekki hægt Tilraunir eru ávallt mörgum sinnum dýrari en end- anlegar framkvæmdir Þess vegna er það hálf lágkúrulegt að básúna út að þessi tilraun hafi kostað yfir 30 milljónir, sem er ekki einu sinni helmingi meira en almennt gerist hér á landi ef verðbólgan er tekin með í reikninginn, þvi ekki hef ég neina stjórn á henni (ennþá) Þessi tilraun tókst vonum framar vegna aðstæðna og erfiðleika sem við var að etja Bréfaviðskipti, reikningsyfirlit og fundargerðir yfir þessa framkvæmd er opin öllum sem vilja, þvi skattborgarar eiga heimtingu á að geta fengið að vita hvert hver einasta króna af peningum þeirra fara Það eru skiptar skoðanir og kannski hægt að álasa mér fyrir að vera það bjartsýnn að taka að mér allt verkið og vera háður „andstæðingum" minum með tæki Annað var þvi miður ekki mögulegt eins og fundargerð hinn 14 jan '74 sýnir greinilega Aðeins nú er hægt að dæma hvort fram- kvæmdin átti rétt á sér eða ekki Að minu mati átti framkvæmdin rétt á sér Almenningur gerir sér ekki grein fyrir hvað hörmulega íslendingar eru langt á eftir timanum með tækni til vegagarðar, efnisframleiðslu, jarðvegs- flutninga og reynslu i þessum efnum Þess vegna er auðvelt að heilaþvo fólk gegn nýrri tækni, samanber þegar fólki var talin trú um að jarðýtur hentuðu ekki hér á landi Ef aðeins er litið á það neikvæða sem kom út úr þessari til- raun eins og sumir fjölmiðlar aðeins vilja þá vitaskuld hefði verið betur setið heima Á fréttafundi Vegagerðarinnar hinn 26 okt 1976 upp á kaflanum voru myndir teknar og rætt mikið um þær holur sem höfðu myndast, en þegar ég vildi benda á það jákvæða sem ég sá í tilrauninni hafði vist eng- inn fréttamaður áhuga á neinu nema holunum sem við vissum með nokkurri vissu að mundu koma því það var ekki gert við það sem þurfti vorið 19 76 Að mínu áliti var það þess virði að gera ekki við um vorið því þá var hægt að sjá betur hvað er hægt að leyfa sér, en vitaskuld ' átti að gera við skemmdirnar jafnóðum og þær komu í Ijós eftir að umferð var sett á veginn Kannski er einhver ástæða bak við það að það er ekki staðið að viðgerðum eins og skyldi Áður en verksamningurinn var undirritaður hinn 8 ágúst 1974 var samþykkt að leyfilegt yrði að breyta verklýsingunni eftir gangi verksins Að fá verklýsingunni breytt eftir að fram- kvæmdir hófust var gert svo erfitt að ég hreint og beint gafst upp á því þó að allir sem i vegagerð standa viti vel hvað það er stundum nauðsynlegt að breyta áætlun Nú er hægt að minnsta kosti að sjá hvað er mögulegt, þó að það sé ekki algjörlega komið í Ijós hvað væri hægt að nota mikið af tilrauninni í framtíð- inni ef fullkomin tæki væru fyrir hendi Vegagerðarmenn hér á landi ættu nú að láta hendur standa fram úr ermum og koma á fullkomnu vegakerfi sem að minu áliti er tvær akreinar hvora leið með malbiki og breiðum köntum báð- um megin vegarins Allar samgöngu- bætur eiga rétt á sér, og vil ég i þvi tilfelli vitna í Staksteina 6 okt s I „Vegirnir æðakerfi þjóðfélagsins Þessi orð manns. sem svo gjörla þekkir til málefna sveitarfélaga og landsbyggð ar, eru einkar athyglisverð Vegir með varanlegu slitlagi koma til með að gegna hlutverki i tengingu byggða, er myndað geta atvinnulega og félagslega heild Raanar eru góðar vegasamgöng- ur æðakerfi landsbyggðar. forsenda æskilegrar þróunar i atvinnubyggingu og félagslegra samskipta lands- manna" Ennfremur segir: „Kostnaður við varanlega vegagerð er undrafljótur að skila sér aftur til þjóðfélagsins" Þegar ég sá hvernig átti að standa að þessari tilraun á fundinum h 14 1 '74 held ég að ég hafi sætt mig við að mér væri fyrirfram „kálað' sem vega- gerðarmanni á íslandi svo ég ákvað að eitt mundi ekki takast og það er að „kála" mér fjárhagslega því ég hafði lært það i hinni stóru Ameriku að ef peningahliðinni væri bjargað þá liggur baráttuneistinn i leyni og getur blossað upp við hina minnstu vitamínssprautu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.