Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 11 sem heimsóttu mig þá daga sem ég bjó þar. En tvær stórar grænar eðlur borðuðu þau jafnóðum og þau villtust inn í herbergi mitt. Bjó ég síðan í sátt og samlyndi við eðlurnar þá daga sem ég átti eftir að vera í Mombasa. ALLIR HRÓP- UÐU „JAMBO“ Hið opinbera tungumál í Kenya nefnist Swahili, en mjög margir hinna innfæddu töluðu einnig hrafl i ensku, en Kenya var bresk nýlenda, áður en landið fékk sjálfstæði. Swahili er framandi og torskilið mál, en þó held ég að allir íslendingarnir sem voru í hópnum hafi lært að segja „JAMBO“. Ef við sjáum einhvern innfæddan oftar en einu sinni, sagði hann'„jambo“ næst þegar hann hitti okkur, og þannig var það t.d. á hótelunum. Allir, þjón- ar og starfslið hrópuðu jambo, en við gengum hjá. Auðvitað vorum við öllfarin að svara og segja líka jambo, enda komumst við að þvi, að annað var ókurteisi, því eins og allir vita þá þýðir jambo að sjálf- sögðu „halló". Ég minntist þess, er ég var staddur í Mambasa, að eitt sinn hafði ég hlustað á málfræðiþátt í íslenska ríkisútvarpinu, þar sem meðal annars var bent á nokkur þeirra sérstæðu íslensku orða, sem ættu sér enga hliðstöðu í öðr- um tungumálum. Þar ræddi mál- fræðingurinn sérstaklega um orð- ið „sími“, sem íslendingar hefðu tekið upp, en það menningartæki fluttist til landsins, og benti á að þar hefðum við fundið uþp eitt af okkar sérstæðu nýyrðum, á með- an hver þjóðin af annarri hefði tekið upp orðið „telefon" í ýmsum útgáfum. Sýndi þetta bezt hve sjálfstæðir íslendingar væru og að mestu lausir við áhrif frá öðr- um. Það vakti því ekki litla at- hygli mína, er ég veitti þvi eftir- tekt í Kenya, þar sem allar opin- berar áletranir eru bæði á swahili og ensku, að á öllum símaklefum var skilti sem á var letrað „TELE- FON — SlMU“. Engan hitti ég, svo málfróðan, að hann gæti sagt mér hvaðan orðið símu væri kom- ur verið stöðugur straumur af flóttafólki til landsins. Kemur það aðallega frá Eþiópiu og Sómalíu, sem bæði eiga landamæri að Kenya, en auk þeirra liggja að og umhverfis Kenya, Uganda, Sudan og Tanzania. Og eins og nærri má geta hefur verið stöðugur fólks- flótti frá Uganda til Kenya undanfarin ár og virðist ekkert lát á þvi. Einum flóttamanni kynntist ég frá Uganda, en þar sem hann talaði litið i ensku, átti hann erfitt mað að tjá sig um ástandið heima fyrir. Sagðist hann vera búinn að dvelja í tvo mánuði i Kenya og aó hann hefði ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum flúið fótgangandi yfir landamærin i skjóli náttmyrkurs. Hann kvaðst hafa átt hús í Kamp- ala og rekið þar búsáhaldaverzl- un, en er hann hefði frétt, að ákveðið hefði verið að þjóðnýta verzlun hans, hefði hann haft ástæðu til að óttast um líf fjöl- skyldu sinnar og sitt eigið líf og því hefði hann tekið þá ákvörðun að hverfa úr landi. Sagðist hann ekki mundu snúa heim aftur fyrr en Idi Amin væri fallinn frá og taldi að þess væri ekki langt að bíða, en vildi ekki greina nánar frá hvað hann meinti með því. ÖMURLEG HREYSI Atvinnuleysi er mikið i Kenya og afkoma fólks er þar langt und- ir meðallagi miðað við Suður- Afriku. Fátækrahverfi Kenya voru vægast sagt ömurleg á að líta. Þau voru yfirleitt í úthverf- um og þar bjó fólk i hreysum, sem hróflað hafði verið upp úr alls- konar efniviði. Þar var ekki óalg- engt að fjölskyldur byggju í hreysum sem voru trégrindur sem plastdúkur hafði verið negld- ur á og varla hafa þau húsakynni gert meira en að halda mestu rigningum úti. Betlarar voru um allt og flestir þeirra mjög ágengir, ekki hvað sízt ef manni varð á að gefa þeim skilding, þá héldu þeir áfram og báðu um meira og meira. Stór hluti betlaranna var örkumla fólk, fótalaust, handa- laust og alla vega bæklað. Var vægast sagt ömurlegt að sjá þessa vesalinga skríðandi og haltrandi Farið um borð í flugvélina sem flutti íslensku ferðalangana frá Nairobi til Mombasa. ið, og var ég því jafnnær um hvort íslenzka orðið sími væri komið úr swahili, eða hvort swahili orðið simu væri komið úr íslenzku. Enda þótt swahili sé hið opinbera tungumál þjóðarinnar eru mörg og óskyld tungmál töluð í Kenya, en í landinu búa um fimmtíu ætt- bálkar og hver þeirra talar sitt eigið mál. Fjölmennastir eru Kikuyu-ættbálkurinn, Luo-, Luhya- og Kambaættbálkarnir. Talið er að i Kenya búi nú um þrettán milljónir manna, en ná- kvæmt manntal hefur ekki verið gert þar. Vafalaust er ekki auð- velt fyrir stjórnvöld landsins að halda bókhald yfir mannfjölda, þar sem undanfarna mánuðu hef- um strætin. Malaría virðist land- læg í Kenya og marga hitti ég þar sem voru nýstaónir upp úr niala- ríu eða áttu einhvern nákominn eða kunningja sem lá sjúkur. Var það næg áminning til mín, um að taka kínín-töflurnar mínar reglu- lega. Kranavatnið i Kenya er bannað að drekka, og þar saknaði maður hreina vatnsins úr Gvendar- brunnum, og uppgötvaði áþreifanlega hvers virði það er að geta haft drykkjarhæft vatn við höndina. Þó var öllum sem bjuggu á hótelum daglega skammtaður hálfur lítri að soðnu drykkjarvatni á hitakönnu en það var gæði gruggust og klórmengað. Halldór Jónsson, Leysingjastöðum: Betur má ef vel vill Fyrrv. alþingismaður, Jón Þorsteinsson, skrifar stutta greinargerð í Morgunblaðió 16. des. vegna úrskurðar yfir- nefndar verðlagsmála land- búnaðar. Hann leitast við að sanna, að vinna húsfreyju við búrekstur sé ekki jafnverðmæt og vinna bóndans og segir m.a.: „Vinna húsfreyju hefir aldrei verið metin að hluta sem iðnaðarmannavinna“ og „A það ber einnig að líta, að starf bónd- ans er aðalstarf en starf hús- freyju íhlaupavinna.“ Til andsvara er að mjög víða á kúabúum annast húsfreyja, auk fjölmargra annarra bú- starfa, mjaltir og hreinsun mjólkurtækja og er það við- kvæmt og vandasamt starf, þar sem bæði er farið með lifandi vélar og dauðar, gæti það máske bætt upp skort á iðn- stimpli væri fullrar sanngirni gætt. Hvað ihlaupin snertir þá eru mjaltir og auðvitað fjölmörg önnur bústörf dagleg vinna, og því hæpið að tala um íhlaup. En svo eru bústörf breytileg að mörg mætti nefna svo. Þá mætti fara að tala um útköllun og þá greiðslu sem henni er samfara. J.Þ. ræðir um aðalstarf og verkstjórn sem ástæður fyrir úrskurði yfirnefndar. Sjálfsagt telur hann þetta haldgóð rök. Ég hefi í barnaskap mínum jafnan haldið að hjón væru tveir jafnréttháir samningsaðil- ar er kæmu sér saman um störf þau er framkvæma þarf og stjórnuðu þeim svo í félagi eða eftir hentugleikum. Oft hefir húsfreyja mín stjórnað í forföll- Halldór Jónsson um mínum bæði sinum verkum og annarra og fá verk hafin án þess að vera rædd áður, en kannski er til önnur „juridisk" skýring á hjónabandi. J.Þ. kvartar undan kæru bænda til jafnréttisráðs og tel- ur að það geti ekki sagt yfir- nefnd fyrir verkum. Tvímæla- laust eiga allar nefndir og ráð að fara eftir lögum þrátt fyrir lagateygjur og dragmöskva, og lögboðið er að konur hafi sama kaup og karlar við sömu störf. Kynleg er sú viðbára J.Þ. að ekki sé rétt að uppfylla um- rædda kröfu vegna þess að hún hafi fyrst komið fram fjórum árum eftir að jafnréttislög voru sett. Samkvæmt þessari skoðun ætti ekki að leiðrétta nein mis- tök sem gerð hafa verið og láta þau gilda sem lög framvegis. J.Þ. segir: „Ef til vill hafði málið þróast á annan hátt ef yfirnefndin hefði skírt hús- freyjuna upp og kallað hana starfskraft á nútímavísu." Hvað er hér á ferð, er verið að gefa í skyn að „krókar'1 hafi verið notaðir til að fara fram hjá rétt- látum dómi? Enginn sem til þekkir efast um að húsfreyja er verðmætur vinnukraftur ekki síður en bóndinn. Ekki minnist J.Þ. á fjár- magns og vaxtakostnað í grein sinni, er þar þó um stórt deilu- * mál aó ræða. Vera má að af yfirlögðu ráði sé ógert látið bví fáir, sem skyn bera á þessi mál, munu telja úrskurð yfirnefnd- ar sanngjarnan, þar fer fjarri. Vel má vera að landbúnaðar- stefna undangenginna ára hafi ekki verið sem heppilegust, of mikið ýtt á stækkun búa en minna sinnt um hagræóingu og skipulag, en jafnan er hægt að vera vitur eftir á, það er hægt fyrir okkur J.Þ. báða, fáir munu hafa séð fyrir þá hrika- legu verðbólgu, sém tröllriður islenzku þjóðfélagi og sækir nú í sig veðrið af megni og ekki er séð fyrir endann. Þess er ekki að dyljast að fóðurbætisskatturinn er neyðarúrræði og gæti orðið þeim þyngstur í skauti sem sízt skyldi. Þó má vera að hann dragi eitthvaó úr framleiðslu enda að nokkru til þess ætlað- ur. Skylt er að greina frá þeirri skoðun minni að eðlilegast væri að ríkið greiddi, að sinni, fullar uppbætur á útfluttar land- búnaðarvörur. Jafnframt væri gerð ýtarleg markaðskönnun og breytt um markaðshætti til reynslu. Þá væru lögð niður þau rikisbú, sem ekki hafa til- Framhald á bls. 33. XUNS Kenndir verða: Síðustu innritunardagar Kennsla hefst í Vestmannaeyjum 7. ianúar í Reykjavík 9. janúar Nýjustu táningadansarnir eru BEATBOY.BULB OG FL BARNADANSAR (yngst 2ja ára) TÁNINGADANSAR JAZZ DANS STEPP SAMKVÆMISDANSAR GÖMLUDANSARNIR (hjóna og einstaklingsflokkar) TJÚTT OG ROKK. Kennsla fer fram í: Reykjavik Hafnarfirði Kópavogi Hvolsvelli Uppl. og innritun í símum 52996 frá kl. 1-6 84750 frá kl. 10-12 og 1-7 Oóó DANSKENNARASAMBAND ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.