Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 33 VELVAKANDI SVARAR j SÍMA 0100 KL. 10—11 FRA MANUDEGI Ylx i\v(UATnF\^ua'u ir að vinna og fengið staðgott fæði í gegnum veru sína í sveit. Engu er líkara en að sá matur sem bænda- fólk leggur sér til munns sé óverð- lagður, það á ekkert að kosta að éta og drekka í sveitinni, já, það er svo ódýrt að lifa. En það jaðrar við heimsku að álíta það. Allar vörur sem húsmóðir í sveit kaupir eru mun dýrari en i Reykjavik af skiljanlegum ástæðum, á þær leggst fiutningskostnaður til ög frá verzlunarstað. Að viðbættu því að bændur eru nauðbeygðir til að verzla i kaupfélagi, því til kaupfélaganna fer öll framleiðsla bænda. En það er staðreynd að vörur sem kaupfélög hafa á boðstólum eru mun dýrari en í öðrum verzlunum. Þetta verður hús- freyja i sveit að láta sér vel líka. Ekki fær bóndi hennar tekjur sin- ar greiddar beint I budduna mánaðarlega. Það er útilokað að hann fái pening fyrir sinar afurð- ir og verzli þar sem varan er ódýr- ust. Allar sinar vörur verður hann helzt að kaupa út úr kaupfé- lagi. Húsmæður i Reykjavik og viðar við sjávarsiðuna ættu að hugleiða það að það eru ekki nema örfá prósent sem fara inn á reikning bænda þegar búvörur hækka. Meiri hlutinn fer til milliliða, það er kaupfélaganna og S.I.S. og ann- arra milliliða. Það er ekki að furða þótt húsmæðrum þyki hátt verð á niðurbrytjuðu kjöti, merktu erlendum nöfnum (til að gera það girnilegra) t.d. nauta- roast beaf, nautafille, smábitar, sem eru svo seldir um og yfir fjögur þúsund krónur. Þetta kjöt sem selt er svona er úr ódýru nautakjöti og hræódýru kýrkjöti frá bændum. Eða þá efnið sem fer í vinarpylsur og bjúgu. Nei, það er lítil sanngirni í því að skella allri skuldinni á bændur, hvað kjötið sé hátt verðlagt. Það er staðreynd að fólk f þétt- býlinu er ómissandi fyrir bænda- stéttina og bændastéttin er ómiss- andi fyrir það. Þær styðja hvor aðra, hafa gert það og gera það í framtiðinni. Þess vegna þarf að afnema söluskatt af landbúnaðar- vörum öllum, þvf fieira er matur en spikfeitt lambakjöt og fiturík mjólk. Steinunn 5912—4005“. Ekki getur Velvakandi imyndað sér að kaupfélagsmenn samþykki þá einkunn, sem kaupfélögunum er gefin hér, að þar sé vöruverð yfirleitt hærra, nema að því leyti að flutningskostnaðurinn bætist við. Ef þeir vilja svara hér ein- hverju er sjálfsagt að verða við þvi. % Leiðrétting Vegna bréfs hjá Velvakanda i gær er rétt að taka fram, að Guðmundur H. Garðarsson hefur leiðrétt það við grein sina, að eyjarnar, sem hann ræddi um heita Mikrónesia, en ekki Kúril- eyjar og birtist leiðrétting þessi í Mbl. miðvikud. 4. janúar á bls. 18. Þessir hringdu . . . % Góð saga og slæm Rödd af Suðurnesjum hafði samband við Velvakanda og kvaðst vilja koma á framfæri þakklæti sínu til útvarpsráðs fyr- ir að láta lesa söguna Ulfhildi eftir Hugrúnu. Kvað hún söguna hafa verið góða og gott að geta sagt eitthvað gott um hlutina, en ekki sífellt séð og heyrt nöldur um þetta og hitt. En þó kvaðst röddin mega til með að nefna sögu sem verið hefði í Morgun- stund barnanna nýverið og hét sagan af Túlna kóngi eða eitthvað í þá átt. Kvað hún þá sögu ekki hafa verið nógu góða, hún hefði verið heldur um of gróf til að lesa hana fyrir börn. Að lokum kvaðst hún vilja nefna það lika að oftast væru mjög góðar sögur i Morgun- stundinni, þetta hefði verið slæm undantekning. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur Staðan kom upp í skák þeirra Pytel, Póllandi og Castro, Kolum- bíu á sterku alþjóðlegu skákmóti í Dortmund í sumar. Pytel, sem hafði hvítt, þvingaði nú fram vinning á eftirminnilegan hátt: 14. e6i: — Rxe6 (Staða hvíts er einnig unnin eftir bæði 14. . . Rxa6, 15. exf7+ — Kxf7, 16. Re5+ og 14. .. . Bxe6, 15. Dxc8 + ) 15. Rg5 og svartur gafst upp. Þeir Smejkal, Tékkóslóvakiu, en hann verður meðal þátttakenda á Reykjavíkurskákmótinu í febrú- ar, og Sovétmaðurinn Kochiev, sem er yngsti stórmeistari í heimi, urðu jafnir og efstir á mót- inu. % Þakkirfyrir áramótaþátt Sjónvarpsnotandi: — Ég vildi gjarnan koma þakklæti til sjónvarpsins fyrir ágætan áramótaþátt og ég er viss um að ég er ekki einn um þá skoðun. Ég hef heyrt marga tala um það hversu skemmtilegur þátturinn hafi verið. Þó var eitt sem mér fannst koma illa við mig, en það er að hent skuli vera gam- an að orðinu Golgata eins og gert var. Þetta er eitt það allra helg- asta í augum kristinna manna, og þeir atburðir er þar gerðust þann- ig að það særir kristna menn ef þetta er haft í flimtingum. Það er í einu boðorðinu nefnt að ekki skuli leggja nafn Drottins guðs við hégóma, og má segja að þetta sé ekki óskylt því, þó að í sjálfu sér hafi hér ekki verið neitt stór- mál á ferðinni. Um leið vildi ég fá að nefna annað, en það er að reynt verði að komast hjá þvi að þýða blótsyrði í texta á sjónvarpinu. Það hefur stundum sézt, en það er vel hægt að komast hjá því að nota þau með einhverjum skamma'ryrðum, nóg eigum við af þeim. Sérstak- lega á þetta við um efni fyrir börnin. HÖGNI HREKKVÍSI Ég segi yöur, að kötturinn yðar mun mjálma af fögnuði um leið og hann sér þessa dós! Björgvin Guðmundsson: Lands- smiðjan starfi áfram Björgvin Guðmundsson (A) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag og beindi þeim til- mælurn til borgarstjóra og atvinnumálanefndar borgarinnar, að þessir aðilar beittu sér fyrir því að Landssmiðjan yrði áfram rekin í höfuðborginni og í hönd- um ríkisins, enda væri húr um að ræða fyrirtæki, sem hátt I hundr- að manns hefðu atvinnu af, gegndi þýðingarmiklu þjónustu- hlutverki í atvinnulífi borgarinn- ar og væri arðsamt í rekstri. Til- efni orða sinna sagði BG ræðu fjármálaráðherra, er hann mælti fyrir fjárlagafruntvarpi, og vék að þvi, að ríkið ætti ekki að vera i samkeppni í atvinnurekstri, þar sem nægt þjónustuframboð væri fyrir hendi. Hefði hann sérstak- lega nefnt Landssmiðjuna i þessu sambandi. Enginn tók til máls að lokinni ræðu BG. — Betur má Framhald af bls. 11. raunir með höndum, og þeim, sem hafa búvöruframleiðslu fyrir „hobby", greitt aðeins út- flutningsverð fyrir framleiðslu sína. Ef þetta dygði ekki yrði svo gripið til einhvers konar „kvótakerfis“ eins og þegar hefir borið á góma. Fleira gæti komið til greina en rétt er að taka fram, að hvorki munu þessi ráð eða önnur gagna til lengdar ef svo heldur frarh með verðbólgu sem horfir. Fari svo, er komið að því að óskir „Jónasar" uni uppræting islenzkrar bændastéttar gætu rætzt, en óséð hvernig um „bíl- skúrateoríuna" færi. J.Þ. lýkur grein sinni með þeim ummælum, að yfirnefnd hafi rétt hlut bænda svo, að þeir geti gert vel við húsfreyjur sínar, ef þeim sýnist. Þetta er allgrálega mælt sé þess gætt, sem allir mega vita, að bændur hafa lægst kaup ís- lenzkra stétta. S.l. ár skorti meðalbúreikningabúið yfir 30 hundraðshluta af kaupi því, sem verðlagsgrundvöllur ætlaði bændum. Litlar líkur eru að úr rætist á yfirstandandi ári. Slíkur stráksskapur í ntál- flutningi hæfir hvorki greind né manndómi J.Þ. A.m.k. kem- ur þarna fram ný hlið, sem niér var ekki áður ljós. Lýsingastöðum á Þorláksmessu 1977. ALLT MEÐ ferma EIMSKIP næstunni i skip vor íslands sem hér segir: fpj ANTWERPEN: Ml Stuðlafoss 12. jan. Lagarfoss 16.jan. f^) Úðafoss 23. jan. ^ ROTTERDAM: Stuðlafoss 1 3. jan. Lagarfoss 17,jai Úðafoss [r- FELIXSTOWE: r£j Dettifoss l |J Mánafoss [ll| Dettifoss Pp Mánafoss H HAMBORG: pP Dettifoss IT; Mánafoss Deittifoss Mánafoss 24 ja 10 1 7. 24. 31 ueiiufuss , rji Mánafoss S PORTSMOUTH l£jj Brúarfoss [/[ Bakkafoss fpj Hofsjókull MJ Selfoss Bakkafoss KAUPMANNAF Háifnii*; 12. 19. 26. 2. I . j—i Háifoss plí Laxfoss l£j| Háifoss GAUTABORG. [uj Háifoss Ú£| Laxfoss þj1 Háifoss HELSINGBOR rp| Urriðafoss pU Tungufoss [ij| Urriðafoss rjjj MOSS: LjJ Urriðafoss [ÍTJ Tungufoss HS Urriðafoss P KRISTIANSAb [£]; Urriðafoss [íTi Tungufoss fS Urriðafoss PJ STAVANGER: jjjjj Urriðafoss [ií| Tungufoss Urriðafoss r-1 GDYNIA/GDA 1£T Stuðlafoss jJJ írafoss VALKOM. irafoss 1—I Múlafoss P WENTSPILS: ® Skip ® WESTON POI [S Kljáfoss rr!. Kljáfoss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.