Morgunblaðið - 07.01.1978, Side 19

Morgunblaðið - 07.01.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 19 Þeir, sem gerst þekkja til þróunar mála í Suðaustur-Asíu, telja að átökin sem nú eru haf- in milli Vietnams og Kambódiu, endurspegli valdabaráttu Sovétrikjanna og Kína i þessum heimshluta. Stjórnmálaskýr- endur í Thailandi, sem einna bezt fylgjast méð þvi sem er að gerast á þessum slóðum, telja einnig, að Rauðu khmerunum sé enn engan veginn runninn byltingarmóðurinn, og hafi rót- gróið hatur og langvarandi landamæradeilur ríkjanna nú orðið til þess að koma af stað stríði. Þannig hafi hugsjón kommúnismans nú orðið að vikja fyrir þjóðerniskennd og hagsmunum ríkjanna, sem hér eiga hlut að máli, og afleiðingin verður sú að útlit er fyrir áframhaldandi óöld og þjáning- ar þess stríðshrjáða fólks, sem undanfarin 32 ár hefur ekki þekkt annað en nær látlausan ófrið. Rauðu khmerarnir hafa ekki síður látió ófriðlega á þeim hluta landamæra Kambódíu sem veit'að Thailandi en Víet- nam, og fer ekki hjá því að þessi umsvif veki undrun þegar þess er gætt að Kambódíu- stjórn hefur innan við 100 þús- und manns undir vopnum, en Víetnamar eru með 600 þúsund manna her, sem auk þess er vel vopnum búinn. Furðulegustu persónurnar, sem þátt taka í striðsleiknum að þessu sinni, eru án efa Angkarnir — sex manna hópur sem öllu ræður í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu. „Hrein- ræktaðir byltingarsinnar", seg- ir evrópskur stjórnmálasér- fræðingur i Bankok um þá. „Þurrkið út stéttarlega óvini ykkar, segir i grundvallarkenn- ingu kommúnismans, og það taka þeir bókstaflega. Þeir drepa hreinlega alla þá, sem eru á móti þeim. Þeir eru ein- dregnir þjóðernissinnar þannig að þeir ráðast gegn hverjum þeim, sem þeir telja að hafi tekið svo mikið sem þumlung af landi þeirra." í Washington og Bankok eru menn þeirrar skoðunar að víet- namskar úrvalssveitir hafi far- ið inn í Kambódiu fyrir áramót- in, og hafi þar meira en tveggja ára spenna og átök á landa- mærunum færzt á nýtt stig. Upphafið að valda- tafli Kina og So vét? hagslega uppbyggingu og að koma landinu á réttan kjöl eftir styrjöldina, og hafa að undan- förnu orðið mun vinsamlegri i garð þeirra nágranna sinna sem ekki búa vió kommúnistastjórn. Þá leggja Víetnamar mikla áherzlu á að fá efnahagslega aðstoð Japana og Vesturlanda- þjóða til endurreisnarstarfsins. Meðal annars með tilliti til þessara ástæðna má ætla að innrásin inn i Kambódíu hafi síður en svo verið auðveld ákvörðun fyrir stjórnina í Hanoi, jafnvel þótt haft sé i huga að Víetnamar ali með sér þann draum að sameina Viet- nam, Kambódíu og Laos undir stjórn Vietnama. Utanrikisráð- herra Vietnams hefur að undanförnu verið á ferðalagi i nágrannalöndunum til að ræða friðsamleg samskipti og verzl- un þeirra á milli. Ráðherrann er væntanlegur til Bankok i næstu viku i þvi skyni að liðka samskiptin við Thailand, sem Vietnamar á undanförnum tveimur árum hafa vart átt nægilega sterk orð til að ófrægja. Undanfarna daga hafa brigzlyrði og orðsendingar stjórnarerindreka Víetnams og Kambódiu farið mjög harðn- andi frá því sem var fyrir ára- mötin, og bendir allt til þess að málið sé nú í algleymingi innan kommúnistastjórna allt frá Peking til Havanna. Víetnamar hafa lýst þvi yfir að þeir njóti stuðnings Kúbu-manna, Aust- ur-Þýzkalands, Júgóslavíu og fleiri kommúnistarikja i þess- um átökum, og talið er að áhrifa Sovétstjórnarinnar gæti mest hjá stjórninni í Víetnam en hins vegar styðji Kínverjar við bakið á Rauðu Khmerunum. Ýmsir stjórnmálaskýrendur eru þeirrar skoðunar að Banda- ríkin séu peó í þessu stórvelda- tafli, — séu raunar í hlutverki jafnvægislistamannsins. Bent er á aó hvorki Sovét- menn né Kinverjar hafi látið skjólstæðingum sinum í té beinan stuðning enn sem komið er, en sumir álíta að hér sé um að ræða upphafið að raunveru- legu valdatafli Kina og Sovét- rikjanna i þessum heimshluta. Engu er hægt að slá föstu í því sambandi á þessu stigi málsins, en í öllum herbúðum eiga sér stað miklar vangaveltur. Haft er eftir sovézkum heimildum að Kínverjar stefni að þvi að knýja fram breytingu á stjórn Kambódiu, i krafti þess að þeir séu eina stórþjóðin, sem styður Kambódiumenn og sjái þeim fyrir vopnum. Önnur kenning er að Kínverjar vilji stilla til friðar með því að beita áhrifum sinum í Kambódíu, og slá tvær flugur í einu höggi, — koma sér vel við Víetnama og draga úr áhrifum Sovétrikjanna i Hanoi. Þá má ætla að Kinverjum þyki lítill akkur í vinfengi Kam- bódíumanna, því að þeir séu slakir bandamenn þegar miðað sé við Vietnama. Þvi er haldið fram að Vietnam og Laos séu nú orðin einu rikin í þessum heimshluta þar sem Sovétríkin hafi áhrif. Sovétríkin eru eina ríkið sem leggur Víetnömum til fullkomin vopn, auk þess sem þau hafa lagt fram miklar fjár- hæðir til uppbyggingarstarfs eftir styrjöldina í Víetnam. Af þvi sem hér hefur verið rakió er ljóst að þjáningum þjóðanna i Indókina er ekki lokið þrátt fyrir sígurgöngu kommúnista 1975. Engum getur blandazt hugur um að frióur og samvinna hlutu að vera meginforsendur þess að þessar þjóðir gætu risið úr öskustónni eftir styrjaldir undanfarinna áratuga. Margar milljónir manna liggja i valn- um og borgir og sveitir eru ekki síður í rústum en mannfólkið. Kambódíumenn komu í veg fyrir að_hafizt yrði handa um samvinnu þjóðanna fjögurra i Indókína á sviði ræktunar, en uppskerubrestur að undan- förnu hefur valdið verulegum vandræðum. Bæði Víetnam og Laos hafa orðið mjög illa úti, og ekki er ástæða til aö ætla að Framhald á bls. 20 Enn er óljóst hvernig víet- namska hernum vegnar í inn- rásinni, en áreiðanlegar heimildir benda til þess að Víetnamar hafi þegar náð undirtökunum á Páfagauks- nefninu, svo nefnda, sem er hernaðarlega mjög mikilvægt, og að þeir sæki nú að Phnom Penh. Ekki er þó talið að til- gangr Víetnama sé að leggja undir sig höfuðborgina, heldur að þvinga Kambódíumenn til samninga um hin umdeildu svæði á landamærum ríkjanna, og þá ekki síður aó koma á breytingu á stjórn Kambódiu. Hér verður að hafa í huga að um þessar mundir Ieggja Víet- namar megináherzlu á efna- Bardagi f Vfetnamstrfðinu. Víetnam og Kambódía: Jafnteflisleg biðskák Belgrað, 6. janúar. AP. SEXTANDA einvfgisskák Spasskys og Korchnois var tefld í dag og fðr hún f bið eftir 42 leiki. Spassky hafði hvftt og lék fram drottningarpeði og hafði frumkvæði nær allan tfm- ann, en Korchnoi mátti hafa sig allan við til að verjast. Notaði hann upp f 40 mfnútur á einn leik og þurfti undir lokin að leika 10 leiki á 10 mfnútum. Lék hann þá nokkuð ónákvæmt og töldu sérfræðingar að Spassky stæði aðeins betur, en Þó öll ifkindi til að skákin end- aði með jafntefli. Korchnoi bauð jafntefli eftir 38 leiki, en Spassky hafnaði þvf. Skákin verður tefld áfram á morgun. 16. einvígisskák Hvítt: Spassky Svart: Kortsnoj Óregluleg byrjun. 1. d4 _ Rf6, 2. Rc3 (Þessi leikur hefur að vísu verið reyndur í meistarakeppni en er ákaflegur sjaldgæfur og gefur hvíti litið i aðra hönd. Byrjanaval Spasskys auðkenn- ist nú af frumlegum og óvenju- legum leikum fyrst og fremst til þess að troða ekki kunnar slóðir og reyna fyrir sér á litt kunnum slóðum. Slikt getur heppnast og hefur reyndar reynst Spassky undanfarið far- sælt og þessvegná er ofur eðli- legt að hann haldi uppteknum hætti) 1.... d5, 3. Bg5 — h6 (I skák sem tefld var i Sovétrikjunum 1976 milli tveggja sovézkra meistara Kuprejcik — Gutman var framhaldið 3 . . . Rbd7, 4. Rf3 — h6, 5. Bf4. Það framhald sem Kortsnoj velur er hvass- ara en svartur tekur á sig frí- peð fyrir biskup hvits). 4. Bxf6 — exf6, 5. e4 — Bb4, 6. exd5 — Dxd5, 7. Rf3 — 0—0 (Svartur hefur orðið á undan í liðskipan og hefur fyllilega jafnað taflið. Hagræðið af þvi að hafa hvítt er það fyrst og fremst að hafa frumkvæðið i byrjun tafls, en Spassky skeyt- ir því engu enda ráðast úrslit skáka jafnra meistara nú orðið oftast i endatafli). 8. Be2 — Da5, 9. Dd2 — Rd7, 10. a3 — Rb6 (Biskuþinn á b4 er friðhelgur og riddarinn stefnir til d5) 11. Hbl — Bxc3, 12. Dxc3 — Dxc3, 13. bxc3 — Rd5, 14. Kd2 — Rf4, 15. Bfl (Hvítur hörfar með lið sitt, en staðan sýnist vera i jafnvægi. Báðir aðilar hafa tvipeð, en hvitur ræður yfir opinni b-Iínu þar sem hann herjar á b-peð svarts og gæti síðar meir myndað sér gagn færi). 15... b6, 16. g3 — Rh3, 17. Bxh3 (Hvítur hefur engin önn- ur úrræði til þess að halda f-peðinu, því ekki má kóngur- inn fara út á e-Iínuna vegna He8. Næsti þáttur þessarar skákar verður að útkljá það i hvor er sterkari í stöðunni biskup eða riddari?) 17 .. . Bxh3, 18. Rel — Hfd8, 19. Rd3 — Hac8, 20. Hhel — Kf8 (Ef úrslit þessarar skákar og þeirra sem eftir eru í þessu einvigi voru ekki jafn þýðing- armikil mundu þessir meistar- ar undir öðrum kringumstæð- um sennilega semja jafntefli hér. En slikt er víðsfjarri Spassky og hann er reiðubúinn að berjast til síðasta blóð- dropa, enda hefur honum tek- izt að skapa sér örlítió spil á b-línunni.) 21. Hb5 — c6, 22. Hb4 — c5, 23. Ha4 — cxd4, 24. Hxd4 — Hd7, 25. Hxd7 — Bxd7, 26. He4 — g5, 27. c4 — Be6, 28. Kc3 — Ke7, 29. Hd4 — b5. 30. Rb2 — bxc4, 31. Rxc4 — Hc5 (Kortsnoj átti hér 10 minútur eftir af sinum umhugsunar- tima og lék hratt siðustu und- anfarna leiki) 32. Kb4 — Hf5, 33. f4 — gxf4, 34. Hxf4 — hh5, (Kortsnoj hafnar uppskiptum á hrókum þar eð þau gætu valdið honum erfiðleikum og kæmist í mikla taphættu vegna þess að hviti kóngurinn er miklu betur stað- settur heldur en sá svarti) 35. Hf2 — Hd5. 36. Ra5 — Hd6, 37. a4 — Hb6, 38. Kc5 — Bd7 (Hér bauð Kortsnoj jafntefli sem Spassky hafnaði) 39. Hf4 — He6, 40. c3 — f5, 41. Rb3 — He5, 42. Kb4 — He2 og í þessari stöðu lék Spassky bið- leik. Hugsanlegt framhald sýn- ist geta orðið 43. Hh4 — He6. Hvitur hefur frípeð á c-linunni og einhverja möguleika á að nýta sér það en flest bendir þó til þess að þessi skák endi með jafntefli, en við sjáum hvað setur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.