Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1978 3 „Hið nýja vallarhús Fylkismanna f Arbæ“. íþróttalélaginu Fylki afhent nýtt vallarhús BIRGIR Isleifur Gunnarsson borgarstjóri afhenti f gær Iþrótta- félaginu Fylki fyrir hönd Reykjavfkurborgar nýtt vallarhús sem nú hefur verið byggt við fþrótta- völl þeirra Fylkismanna í Árbæjarhverfi, sem borgin hafði áður gert framkvæmdir við vallar- húsið hófust árið 1975 og lauk nú f desember. Við þetta tækifæri lýsti borgarstjóri m.a. hinu nýja húsi. „J húsinu sem er 270 fer- metrar að flatarmáli eru bún- ingsherbergi fyrir um 100 manns, samtfmis, tvö böð og þurrkherbergi, herbergi fyrir dómara og kennara, varðarher- bergi og geymslur. Þá eru í húsinu geymslur fyrir áhöld, sem nota þarf við æfingar og hirðingu vallarins, svo og snyrtiaðstaða, fyrir áhorfendur að leikjum. Loks er salur fyrir fundi og minni samkomur, þar sem er aðstaða fyrir kaffiveit- ingar. Við anddyrið er komið fyrir þró, til að íþróttamenn geti þvegið skó að loknum æf- ingum. Ennfremur er f húsinu klefi til þess að þurrka og geyma búninga". Húsið er teiknað af Teikni- stofunni s.f. í Ármúla, verk- fræðiþjónustu annaðist Verk- fræðistofa Sigurður Thorodd- sens. Rafhönnun annaðist Daði Ágústsson. Teikningar að lóð gerði Reynir Vilhjálmsson, en lóðarlögun er ekki að fullu lok- ið. Aðalverktaki húsameistara var Pétur Gunnarsson múrara- meistari var Vignir Benedikts- son, pfpulagningarmeistarar Páll Björgvinsson og Gunnar Gunnarsson, rafvirkjameistari Baldur Scheving, málarameist- ari Ólafur Jónsson, verktaki að lóð Þór Snorrason. Eftirlit hef- ur annast byggingadeild borgarverkfræðings, en heildarkostnaður við fram- kvæmdir er um 38 milljónir króna“. Ennfremur sagði borgar- stjóri: „Húsinu er ætlað að þjóna þeim velli, sem þegar hefur verið gerður, svo og þeim tveimur grasvöllum, sem áætl- að er að gera norðan af. Enn- fremur er ráðgert að ef í fram- tíðinni verði byggt íþróttahús þar við hliðina verði auðveld- lega hægt að tengja það við þetta hús, þannig að böð og búningsherbergi nýtist. Lengi vel ríkti sú stefna varð- andi uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í Reykjavík, að Reykjavíkurborg tók að sér að byggja almenn íþróttamann- virki, sem fyrst og fremst væru notuð til keppni eða til fjölda- þátttöku almennings. Dæmi um slik mannvirki eru Jþrótta- völlurinn í Laugardal, sund- laugarnar í borginni og lþrótta- höllin. Jþróttamannvirki félaganna voru hins vegar byggð fyrir frumkvæði þeirra sjálfra, en þó með nokkrum styrk borgarinn- ar. Abyrgð á framkvæmdurn og fjármögnun hvfldu þó að mestu leyti á félögunum sjálfum. Fyrir nokkrum árum varð stefnubreyting hjá borginni, að þvf er þetta snertir. Með til- komu nýrra borgarhverfa, eins og Árbæjarhverfis og Breið- holtshverfa, varð ljóst, að íþróttafélög þau, sem stofnuð yrðu f þessum hverfum, gætu ekki staðið undir byggingu íþróttamannvirkja með þeim hraða, sem nauðsynlegt væri. Borgin samþykkti því að taka að sér byggingu fþróttamann- virkja fyrir þessi hverfi. Jafn- framt var ljóst, að gömlu félög- in áttu í erfiðleikum með að fullgera sfn mannvirki, og þvf var það ákveðið, að Reykjavík- urborg kæmi f auknum mæli til móts við þarfir þessara félaga og samþykkt, að borgin myndi styrkja gerð íþróttavalla gömlu félaganna um 40% en jafn- framt lána þeim framlag Jþróttasnnheimta síðan hjá 1- þróttasjóði framlag sjóðsins til þessara mannvirkja, en það kemur venjulega nokkrum ár- um siðar. Á þennan hátt hefur borgin lagt fram um 80% af byggingu íþróttavalla gömlu félaganna nú á siðustu árum. Að lokum sagði borgarstjóri: Ég vil óska Iþróttafélaginu Fyiki til hamingju með þennan áfanga. Eg vil þakka félaginu góða samvinnu, bæði fyrr og siðar. Borgaryfirvöld gera sér fulla grein fyrir mikilvægi starfa félagt eins og Fylkis og jafnframt þá ómældu sjálfboða- vinnu, sem innt er af höndum af félögum Fylkis. Fyrir það mikið starf f þágu æskulýðsins hér í Arbæjarhverfi vil ég þakka f.h. Reykjavikurborgar og ég vonast til, að gæfa megi fylgja þessu húsi, sem félagið nú tekur við. Ég vil ennfremur láta f Ijós þá von, að ekki aðeins Framhald á bls. 21 Hitaveita Akureyrar: Söluverð vatns mið- ast við fjármagns- þörf fyrirtækisins Akureyri 6. jan. „SÖLUVERÐ á heitu vatni frá Hitaveitu Akureyrar verður ekki miðað ein- göngu við olfuverð á hverj- um tfma, heldur heildar- fjármagnsþörf fyrirtækis- ins til reksturs nýlagna og viðhalds", sagði Gunnar Sverrisson hitaveitustjóri f samtali við Mbl. f dag. Gunnar sagði að fyrstu 5—10 árin yrðu erfið meðan erlendu lánin lægju þyngst á, en eftir það ætti að fara að hægjast um og skilyrði að verða fyrir einhverj- um lækkunum afnotagjalda. Fyrst um sinn verða þau varla lægri en sem svarar 60—70% af verði þeirrar olíu sem þarf til að hita viðkomandi hús. Gunnar kvað nægilegt vatn hafa fengizt á Laugalandi til þess að hita þau hús á Akureyri sem búið er að leggja lagnir að. Nú þegar fást 80—90 sekúndulítrar af sjálfrennandi vatni úr tveimur holum, en með því að setja dælu í aðra þeirra má auka vatnsmagnið um allt að 50 lítra á sek. þannig að þaðverði 120—140 sek. Iftrar. Nú er verið að bora tvær holur á Laugalandi. önnur þeirra er orðin um 1000 m djúp og gefur nú þegar um 5 sek.l. eftir þvf sem nýlega hefur mælzt. Æð fannst á 600 m dýpi sem gefur 3 sek.l. af 92 stiga heitu vatni og tvær æðar ofar f holunni heldur kaldari. Ærlunin er að dýpka þessa holu um 400—500 m og vonast menn til að finna meira vatn við það, jafn- vel úr þeim æðum sem þegar eru fundnar. Hin holan er sakmmt á veg komin og f henni hefur heldur ekkert vatn fundist til þessa. Ekkert svar er enn til við þeirri spurningu hvað gert verður ef ekki finnst verulegt viðbótarvatn á Laugalandssvæðinu. Árangur eða árangursleysi þeirra borana sem nú fara fram mun nokkuð segja til um hvort fleiri holur verða boraðar á þessum slöðum eða hvort leita verður annað. For- ráðamenn hitaveitunnar eru ein- mitt að velta þessu öllu fyrir sér þessa dagana. Nú er búið að tengja 12—15 hús við Hitaveitu Akureyrar. Meðal þeirra eru dvalarheimilið Hlíð (Elliheimili Akureyrar), Sund- laugin og öll hús Menntaskólans, en, þar a auki eru nokkur ibuðar- hús við Suðurbyggð, Byggðaveg og Skólastíg. Haldið verður áfram að tengja hús á Suðurbrekkunni af fullum krafti á næstunni og áætlað er að fyrir aprillok verði búið að tengja öll þau hús sem jarðleiðslur hafa verið lagðar að. Framhald á bls. 21 Bjarni Ólafs- son kemur til Akraness á morgun HIÐ nýja nótaskip Runólfs Hall- freðssonar á Akranesi, Bjarni Ólafsson AK, er væntanlegt til heimahafnar, Akraness á morg- un. Bjarni Ólafsson er smíðaður i Svíþjóð, þar sem tvö önnur nóta- skip eru i smíðum fyrir Islend- inga. Gert er ráð fyrir að skipið stanzi stutt i heimahöfn og haldi til loðnuveiða strax eftir helgi en burðargeta skipsins er um 1000 lestir. Vetrarvertíð hafin hjá Þorlákshafnarbátum Þorlákshöfn, 6. jan. VETRARVERTlÐ er að hefjast hér I Þorlákshöfn og fimm bátar eru þegar byrjaðir að róa með net, en þeir hafa ekki landað neinum afla ennþá. Þrír bátar eru svo með línu. Afli þeirra hefur verið heldur rýr, þetta 2—3V4 tonn í róðri. Afl- anurn er ekið af einum þeirra til Eyrarbakka, öðrum til Reykjavík- ur en óráðið er hvar hinn þriðji leggur upp, því hér virðist ekki vera þörf fyrir góða línuýsu. Reyndar var nú fiskbúð opin hér á staðnum til mikilst hagræðis fyrir þorpsbúa en henni var lokað f byrjun desember enda ekki fengist þar nýr fiskur í langan tfma. Áætluð útgerð á vetrarvertíð i Þorlákshöfn er sem hér segir: 2 togarar, 3 línubátar, 2 loðnubátar, 14 netabátar, 2 trollbátar eða sam- tals 23 skip. Þá er hér yfirlit yfir heildarafla á árinu 1977 og 1976 i sviga til samanburðar. Bolfiskafli 18.486 tonn (19.486) Loðnuafli 21.118 tonn (8.674) Spærlingsafli 7.248 tonn (11.688) Sildarafli 3.617 tonn (153) Humarafli 146tonn (154) Kolmunnaafli 0 tonn (59) Utkoman í ár er þá 56.615 tonn en var í fyrra 40.214 tonn. Aukn- ingin er nær öll loðnunni að þakka en ánægjuleg aukning hef- ur orðið á síldarlöndun. — Ragnheiður. Skjöldur til minn- ingar um einvígi Spasskys og Fischers SVEINN Björnsson, formaður fþróttaráðs Reykjavfkur, afhjúp- aði f gær skjöld til minningar um heimsmeistaraeinvfgið f skák milli Boris Spasskys og Roberts Fischers árið 1972 utan á vegg fþróttahaliarinnar f Laugardal. Við þetta tækifæri sagði Sveinn Björnsson m.a.: „Árið 1972 fór fram í Laugardalshöll einvígi um heimsmeistaratitilinn í skák milli Boris Spasskys frá Sovétríkjun- um og Roberts Fischers frá Bandaríkjunum. Er vafasamt að nokkur atburður hafi gerst á ts- landi sem vakið hefur meiri at- hygli umheimsins nema ef vera kynni þorskastrfð og Vestmanna- eyjagos. I tvo mánuði var Reykja- vfkur getið daglega í fjölmiðlum um allan heim. Margir ferðamenn láta f Ijós ósk um að fá að sjá staðinn þar sem þetta sögufræga einvígi fór frarn." „1 marz á s.l. ári barst íþrótta- ráði tillaga frá Iþróttabandalagi Reykjavíkur um að láta gera skjöld til minningar um þennan merkisatburð og koma honum fyrir á Laugardalshöll. Þessi til- laga var samþykkt og samráð haft við stjórn Skáksambands Islands um gerð og áletrun skjaldarins, en hann er teiknaður af Stefáni Tómassyni teiknara og steyptur í Málmsmiðjunni Hellu. Sveinn Björnsson formaður tþróttaráðs afhjúpar minningarskjöldinn um heimsmeistaraeinvfgið 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.