Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 3. Fasteignir Fasteignir skal telja til eignar á gildandi fasteigna- matsverði, þ e. skv. hinu nýja matsverði fasteigna sem gildi tók 31. des. 1977. Upplýsingar um matið fást hjá sveitarstjórnum, bæjarfógetum og sýslumönnum, skattstjórum og Fasteignamati ríkis- ins, Lindargötu 46, Reykjavík. Ef staðfest fast- eignamat á fullbyggðu mannvirki er ekki fyrir hendi má þó áætla matsverð. Metnar fasteignir ber að tilgreína i lesmálsdálk og kr. dálk á þann veg er hér greinir: Rita skal nafn eða heiti hverrar sérmetinnar fasteignar í lesmálsdálk eins og það er tilgreint í fasteignamatsskrá. Sé fasteign staðsett utan heimil- issveitar framteljanda ber einnig að tilgreina það sveitarfélag þar sem fasteignin er. í fasteignamatsskrám er hverri fasteign skipt niður í ýmsa matshluta eða matsþætti T d. er jörðum í sveitum skipt í eftirtalda matsþætti: land, tún, hlunnindi, íbúðarhús, útihús o.s.frv. Öðrum sérmetnum fasteignum er skipt í eftirtalda mats- hluta eða -þætti: land eða lóð, hlunnindi, sérbyggð- ar (sérgreindar) byggingar eða önnur mannvirki. Hins vegar er sérbyggðum byggingum ekki alls staðar skipt eftir afnotum, t.d. í íbúðar- og verslun- arhúsnæði sem vera kann i sömu sérbyggðri bygg- ingu. í lesmálsdálk ber að tilgreina einstaka matshluta eða -þætti fasteignarinnar, sem eru í eigu framtelj- anda, á sama hátt og með sama nafni og þeir eru tilgreindir i fasteignamatsskrá. Sé matshluti eða -þáttur ekki að fullu eign framteljanda ber að geta eignarhlutdeildar. Séu sérbyggðar byggingar not- aðar að hluta til íbúðar og að hluta sem atvinnu- rekstrarhúsnæði ber einnig að skipta þeim eftir afnotum og skal skiptingin gerð i hlutfalli við rúmmál Sérreglur, sbr. næstu málsgrein, gilda þó um skiptingu leigulanda og leigulóða til eignar milli landeiganda og leigutaka. Fjárhæð fasteignamats hvers matshluta eða -þáttar skal færð í kr dálk i samræmi við eignar- eða afnotahlutdeild. Eigendur leigulanda og leigulóða skulu telja afgjaldskvaðarverðmæti þeirra til eignar Afgjalds- kvaðarverðmætið er fundið með þvi að margfalda ársleigu ársins 1977 m^ð 15. í lesmálsdálk skal tilgreina nafn landsins eða lóðarinnar ásamt árs- leigu en i kr dálk skal tilgreina ársleigu x 1 5. Leigjendur leigulanda og leigulóða skulu telja sér til eignar mismun fasteignamatsverðs og afgjalds- kvaðarverðmætis leigulandsins eða -lóðarinnar. í lesmálsdálk skal tilgreina nafn landssins eða lóðar- innar, svo og fullt fasteignamatsverð lóðarinnar eða landsins eða þess hluta sem framteljandi hefur á leigu og auðkenna sem „L1." en i kr. dálk skal tilgreina mismun fasteignamatsverðs og afgjalds- kvaðarverðmætis (sem er land- eða lóðarleiga ársins 1977 x 15) Hafi eigandi bygginga eða annarra mannvirkja, sem byggð eru á leigulandi eða leigulóð, ekki greitt leigu fyrir landið eða lóðina á árinu 1 977 ber land- eða lóðareiganda að telja fasteignamatsverð lands eða lóðar að fullu til eignar Mannvirki, sem enn eru í byggingu eða ófull- gerð, svo sem hús, íbúðir, bílskúra og sumarbú- staði, svo og ómetnar viðbyggingar og breytingar eða endurbæjur á þegar metnum byggingum eða öðrum mannvirkjum, skal tilgreina sérstaklega í lesmálsdálki undir nafni skv. byggingarsamþykkt eða byggingarleyfi og kostnaðarverð þeirra i árslok 1977 í kr. dálk. Eigendum slikra eigna ber að útfylla húsbyggingarskýrslu sem fylgja skal fram- tali. 4. Vélar, verkfæri og áhöld Hér skal færa í kr. dálk bókfært verð landbúnað- arvéla og -tækja skv. landbúnaðarskýrslu. Enn fremur skal hér færa eignarverðmæti véla, verk- færa, tækja og áhalda, annarra en bifreiða sem ekki eru notuð í atvinnurekstrarskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikningi, sbr. tölulið 1 Slikar eignir skulu teljast á kaup- eða kostnaðarverði i kr dálk. Heimilt er þó að lækka þetta verð um 8% fyrningu á ári miðaða við kaup- eða kostnaðarverð, svo og um áður reiknaða fyrningu Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaup- eða kostnaðar- verði Fyrning þessi kemur aðeins til lækkunar á eign en ekki til frádráttar tekjum 5. Bifreið Hér skal færa i kr. dálk kaup- eða kostnaðarverð bifreiða sem ekkí eru notaðar i atvinnurekstrarskyni eða ekki ber að telja í efnahagsreikningi, sbr. tölulið 1. Heimilt er þó að lækka verðið um 10% fyrningu á ári miðaða við kaup- eða kostnaðarverð, svo og um áður reiknaða fyrningu. Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaupverði. Fyrning þessi kemur aðeins til lækkúhar á eign en ekki til frádráttar tekjum 6. Peningar Hér á aðeins að færa peningaeign um áramót en ekki aðrar eignir, svo sem bankainnstæður, víxla eða verðbréf 7. Inneignir Hér skal færa í kr. dálk samtölu skattskyldra innstæðna og verðbréfa í A-lið, bls. 3, í samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. 8. Hlutabréf Rita skal nafn hlutafélags í lesmálsdálk og nafn- verð hlutabréfa í kr. dálk ef hlutafé er óskert. Sé hlutafé skert skal aðeins færa raunverulegt verð- mæti þess til eignar. 9. Verðbréf, útlán, stofnsjóðsinnstæður o.fl. Hér skal færa i kr. dálk samtölu eigna i B-lið, bls. 3, í samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. 10. Eignir barna Hér skal færa í kr. dálk samtölu skattskyldra eigna barna i E-lið, bls. 4, í samræmi við leiðbein- ingar um útfyllingu hans nema farið sé fram á sérsköttun barns (barna) til eignarskatts 11. Aðrar eignir Hér skal færa þær eignir (aðrar en fatnað, bækur, húsgögn og aðra persónulega muni) sem eigi er getið um hér að framan. II. Skuldir alls Hér skal færa i kr. dálk samtölu skulda i C-lið, bls. 3, í samræmi við leiðbeiningar um útfyllingu hans. III. Tekjur árið 1977 1. Hreinar tekjur af atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi samkv. meðfylgjandi rekstrarreikningi eða landbúnaðarskýrslu Framtölum þeirra sem bókhaldsskyldir eru skv ákvæðum laga nr. 51/1968 um bókhald skal fylgja rekstrarreikningur. Þeir sem landbúnað stunda skulu nota þar til gerða landbúnaðarskýrslu Gögnum þessum skal fylgja fyrningaskýrsla þar sem fram komi a m.k. sömu upplýsingar og til er ætlast að komi fram á fyrningaskýrslueyðublöðum sem fást hjá skattyfirvöldum. Enn fremur skal fylgja á þar til gerðu eyðublaði greinargerð um mat vörubirgða, samanburður söluskattskýrslna og árs- reikninga og yfirlit um launagreiðslur, eftir því sem við á. Þegar notuð er heimild t D-lið 22. gr. skattalaga til sérstaks frádráttar frá matsverði birgða skal breyting frádráttar milli ára tilgreind sem sérliður i rekstrarreikningi, sbr. áðurnefnda greinargerð um mat birgða. Þegar notuð er heimild 4. tl. 7. gr. laga nr. 7/1972 um breytingu á lögum nr. 68/1971 til óbeinna fyrninga skv. verðhækkunarstuðlum sem fjár álaráðuneytið ákveður skal fylgja framtali full- nægjandi greinargerð um notkun heimildarinnar. Fjárhæð óbeinna fyrninga skal ekki færa á fyrninga- skýrslu heldur sem sérlið á rekstrarreikning, sjávar- útvegs- eða landbúnaðarskýrslu. Þessi óbeina fyrn- ing breytirekki bókfærðu verði eignanna. Ef í rekstrarreikningi (þ.m.t. landbúnaðarskýrsla) eru fjárhæðir sem ekki eru í samræmi við ákvæði skattalaga, svo sem þegar taldar eru til tekna fjárhæðir sem ekki eru skattskyldar eða til gjalda fjárhæðir sem ekki eru frádráttarbærar skal leiðrétta hreinar tekjur eða rekstrartap sem rekstrarreikning- urinn sýnir t.d. með áritun á reikninginn eða á eða með sérstöku yfirliti. Sama gildir ef framteljandi vill nota heimild til frestunar á skattlagningu skatt- skylds hluta söluhagnaðar eigna en sú fjárhæð skal enn fremur sérgreind á efnahagsreikningi. Gæta skal þess sérstaklega að i rekstrarreikningi séu aðeins þeir liðir færðir er tilheyra þeim atvinnu- rekstri sem reikningurinn á að vera heimild um. Þannig skal t d. aðeins færa til gjalda vexti af þeim skuldum sem til hefur verið stofnað vegna atvinnu- rekstrarins en ekki vexti af öðrum skuldum. Ekki skal heldur færa til gjalda á rekstrarreikning per- sónuleg gjöld sem ekki tilheyra atvinnurekstrinum þótt frádráttarWær séu, svo sem lífeyris- og líftrygg- ingariðgjöld, heldur skal færa þau í viðkomandi liði í frádráttarhlið framtals. Sama gildir um tekjur sem ekki eru tengdar atvinnurekstrinum, svo sem eigin húsaleigu, vaxtatekjur og arð Þessar tekjur skal færa í viðkomandi liði í teknahlið framtals. Tekjur af útleigu eða reiknaða húsaleigu af íbúðarhúsnæði, svo og öll gjöld vegna hennar, svo sem fasteignagjöld, fyrningu, viðhald og vaxta- gjöld, sem tilgreind eru á rekstrarreikningi skal einnig draga út úr rekstrarreikningi með áritun á reikninginn eða á eða með sérstöku yfirliti. Hreinar tekjur af útleigðu íbúðarhúsnæði ber að telja til tekna í tölulið 2 eins og þar er fyrir mælt. Reiknaða húsaleigu skal telja til tekna í tölulið 3 en gjöld tengd henni til frádráttar, sbr töluliði 1 og 2 í V. kafla framtals. Endurgjaldslaus afnot launþega (og fjölskyldu hans) af íbúðarhúsnæði í eigu vinnuveitanda hans ber vinnuveitandanum að telja til gjalda í rekstrar- reikningi með 1,1% af gildandi fasteignamati hlut- aðeigandi ibúðarhúsnæðis og lóðar en sömu fjár- hæð ber honum að telja til tekna í tölulið 3 í teknahlið framtals. Sama gildir ef hluti ibúðarhús- næðis i eigu atvinnurekanda er notaður vegna atvinnurekstrarins. Láti vinnuveitandi starfsmönnum sinum í té bif- reiðir til afnota endurgjaldslaust eða gegn óeðlilega lágu endurgjaldi ber að láta fylgja rekstrarreikningi sundurliðun á rekstrarkostnaði bifreiðanna að með- töldum fyrningum, ásamt upplýsingum um afnotin i eknum km, fjárhæð endurgjalds og nöfn notenda. Hafi atvinnurekandi hins vegar sjálfur, fjölskylda hans eða aðrir aðilar bifreiðir hans til afnota ber að láta fylgja rekstrarreikningi sundurliðun á rekstrar- kostnaði bifreiðanna að meðtöldum fyrningum, ásamt upplýsingum um heildarakstur hverrar bif- reiðar á árinu og umrædd afnot í eknum km og draga gjöld vegna þessara afnota frá rekstrargjöld- um með áritun á rekstrarreikninginn eða gögn með honum. Vinni einstaklingur eða hjón, annað hvort eða bæði eða ófjárráða börn þessara aðila, við eiginn atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi ber að geta þess með athugasemd á rekstrarreikninginn eða gögn með honum og tilgreina vinnuframlag fram- teljanda sjálfs, maka hans og ófjárráða barna hans. Laun reiknuð framteljanda sjálfum eða maka hans, sem hafa verið færð til gjalda á rekstrarreikn- ingnum, ber að tilgreina sérstaklega á honum, aðskilið frá launagreiðslum til annarra launþega og gera viðeigandi úrbætur, sbr. 4 mgr þessa tölulið- ar. Hreinar tekjur skal síðan færa i 1 tölulið III. kafla eða rekstrartap í 1 2. tölulið V. kafla framtals. 2. Hreinar tekjur af eignaleigu, þ.m.t. útleiga íbúðarhúsnæðis samkv. meðfylgjandi rekstraryfirliti. Hafi framteljandi tekjur af eignaleigu án þess að talið verði að um atvinnurekstur sé að ræða í því sambandi ber honum að gera rekstraryfirlit þar sem fram koma leigutekjur og bein útgjöld vegna þeirra, þ.m.t. vaxtagjöld sem eru tengd þessari teknaöfl- un. Sé slíkra tekna aflað í atvinnurekstrarskyni ber að gera rekstrarreikning skv. tölulið 1 Hafi frameljandi tekjur af útleigu ibúðarhúsnæð- is, hvort heldur hann telur það vera í atvinnurekstr- arskyni eða ekki, ber honum að gera rekstraryfirlit þar sem fram koma leigutekjur frá hverjum einstök- um leigutaka, svo og leigutímabil og fasteignamat útleigðs íbúðarhúsnæðis og hlutdeildar í lóð. Til gjalda ber að telja kostnað vegna hins útleigða, svo sem fasteignagjöld, viðhaldskostnað og vaxtagjöld sem beint eru tengd þessari teknaöflun Enn fremur skal telja fyrningu húsnæðisins sem nemur eftirfar- andi hundraðshlutum af fasteignamati hins útleigða húsnæðis: íbúðarhúsnæði úr steinsteypu 0,20% íbúðarhúsnæði hlaðið úrsteinum 0,26% íbúðarhúsnæði úr timbri 0,40% Til frádráttarbærs viðhaldskostnaðar teljast þau gjöld sem á árinu gengu til viðhalds (ekki endur- bóta eða breytinga) hins útleigða húsnæðis. Tilgreina skal hvaða viðhald var um að ræða og sundurliða viðhaldskostnaðinn með sama hætti og sagt er í tölulið 1 c. íV kafla framtalsins. í þessum tölulið má ekki telja tekjur af útleigðu ibúðarhúsnæði sem framteljandi lætur öðrum í té án eðlilegs endurgjalds, þ.e. ef ársleiga nemur lægri fjárhæð en 1,1% af fasteignamati íbúðarhús- næðis og lóðar Slíkar tekjur ber að telja í 3. tölulið III kafla framtals. 3. Reiknuð leiga af ibúðarhúsnæði a. sem eigandi notar sjálfur. Af ibúðarhúsnæði, sem framteljandi notar sjálfur, skal húsaleiga reiknuð til tekna 1,1% af fasteignamati ibúðarhúsnæðis (þ.m.t. bílskúr) og lóðar, eins þótt um leigulóð sé að ræða. Á bújörð skal þó aðeins miða við fasteignamat íbúðarhúsnæðis. Sé íbúðarhúsnæði í eigu sama aðila notað að hluta á þann hátt sem hér um ræðir og að hluta til útleigu skal fasteignamati húss og lóðar skipt hlutfallslega miðað við rúmmál nema sérmat i fasteignamati sé fyrir hendi. Á sama hátt skal skipta fasteignamati húss og lóðar þar sem um er að ræða annars vegar íbúðarhúsnæði og hins vegar atvinnurekstrarhúsnæði i sömu fasteign. í ófullgerðum og ómetnum ibúðum, sem teknar hafa verið í notkun, skal reiknuð leiga nema 0,7% á ári af kostnaðarverði i árslok eða vera hlutfallslega lægri eftir þvi hvenær húsið var tekið í notkun og að hve miklu leyti b sem eigandi lætur öðrum í té án eðlilegs endurgjalds. Af ibúðarhúsnæði, sem framteljandi lætur launþegum sínum (og fjölskyldum þeirra) eða öðrum i té án endurgjalds eða lætur þeim í té án eðlilegs endurgjalds (þ.e. gegn endurgjaldi sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.