Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 31 r Seðlabanki Islands: Útflutningur 101 milljarður innflutningin* 112 milljarðar HÉR fer á eftir 1 heild fréttatilkynning, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Seðlabanka tslands með yfirliti um þróun greiðslujafriaðar og gjaldeyrismála á sl. ári: Nú liggja fyrir ýmsar upplýsingar, er varpa ljósi á þróun greiðslujafnaðar og gjaldeyrismála á árinu 1977 og stöðu þeirra um nýliðin áramót. Verða hér á eftir birtar helstu upplýsingar, sem tiltækar eru um þessa málaflokka. Tölur um 1977 eru að jafnaði bráðabirgðatölur, þótt það sé ekki tekið sérstaklega fram. Viðskiptajöfnuður Enda þótt hagskýrslur um vöruskiptajöfnuð desembermánaðar og ársins í heild gagnvart útlöndum liggi enn ekki fyrir, má gera sér í höfuðdráttum grein fyrir, að hverju stefnir. Verðmæti útflutnings og innflutnings 1977, hvort tveggja reiknað á f.o.b. verði, er hér áætlað út frá þeim tölum, sem fyrir liggja til nóvemberloka ásamt lausfegum áætlunum um desembermánuð og eru samsvarandi tölur ársins 1976 sýndar umreiknaðar til sambærilegs gengis, þ.e. hafa verið hækkaðar um 10,5%. 1977 Frumáætl. allt Breyting á árinu I millj.kr. 1976 Jan.-nóv. triö 1977 ‘ Ötflutningur, alls f.o.b. 81 .240 89.600 101.000 24 ,3 Þ.a . annar útflutningur en ll 67 .574 76 .770 86.000 27 ,3 Innflutningur, alls f.o.b. 86.357 99 .600 112.000 29.7 Þar af : Skip og flugvélar Almennur innflutningur 5.007 69.844 10.500 81.240 11 .900 91 .000 137 ,7 30 ,3 Vöruskiptajöfnuður -5.117 -10.000 -11 .000 Aukning innflutnings hefur þannig verið allnokkru örari en útflutnings, hvort sem miðað er við heildarstærðir eða almennan inn- og útflutning. Af því leiðir, að vöruskiptajöfnuður er talinn nálægt sex milljörðum óhagstæðari 1977 en árið áður, reiknað á gengi ársins 1977. Uppgjör þjónustujafnaðar 1977 er enn skemmra á veg komið en uppgjör vöruskipta- jafnaðar, en spáð hefur verið, að hann verði hagstæður um einn milljarð á árinu. Samkvæmt framangreindu er því áætlað, að viðskiptajöfnuður ársins 1977 verði óhagstæður um 10 milljarða, en það er 2,8% af vergri þjóðarframleiðslu á móti 1,7% árið áður. Benda má á, að meginhluti þessarar aukningar hallans, svo og samsvarandi munur frá lánsfjáráætlun ársins, stendur í sambandi við aukinn skipainnflutning. Erlend lán Af hinum ýmsu þáttum fjármagnshreyfinga er nú unnt að gefa bráðabirgðayfirlit um hinn veigamesta, erlendar lántökur til langs tíma og afborganir þeirra lána. Eru tölur ársins 1976 sýndar á sambærilegu gengi ásamt hlutfallsaukningu milli áranna. Staða erlendra lána í árslok er reiknuð á árslokagengi ($=212,80). Breyting I millj.kr. 1976 1977 % Lántökur, alls 21.900 29.100 32 .9 Afborganir alls 9.315 11 .100 19 ,2 Nettóaukning lána 12.585 18.000 43 ,0 Staða erlendra lána í árslok 110.350 128.000 16 ,0 Erlendar lántökur fóru verulega fram úr áætlun á árinu, og er orsaka þess fyrst og fremst að leita í mjög mikilli aukningu skipainnflutnings. Greiðslujöfnuður A grundvelli þess, sem að framan er sagt, er hér á eftir sýnd samandregin frumáætlun um greiðslujöfnuð ársins 1977 og til samanburðar sýndar tölur ársins 1976 umreiknaðar til sambærilegs gengis. Greiðslujöfnuður , áaetlun í m.kr. 1) = breyting gjaldeyrisstöðu) Frumáœtlun Gjaldeyrisviðskipti (kaup og sala) Meginhluti af greiðslum fyrir vörur og þjónustu svo og lántökur og afborganir af lánum fara i gegnum bankakerfið og koma fram í gjaldeyriskaupum og -sölu bankanna. Mismunur á gjaldeyrisviðskiptum á ákveðnu tímabili er jafn breytingu gjaldeyrisstöðu á sama tíma, nema að því leyti sem breytingar á gengi hafa áhrif. Hér eru sýndar bráðabirgðatölur um gjaldeyriskaup og -sölu 1977 og til samanburðar eru tölur ársins 1976 umreiknaðar til sambærilegs gengis. Tölur um gjaldeyriskaup og sölu eru reiknaðar á gengi í lok hvers mánaðar. Mismunur kaups og sölu sýnir því breytingu gjaldeyrisstöðunnar á gengi, sem er nálægt þvi að vera meðalgengi ársins. í millj .kr. 1976 111 .788 1977 134.780 Breyting % 20,6 Gjaldeyriskaup Gj-a ldeyri ssala 108.033 128.890 Mismunur: Kaup umfram sölu 3.755 5.890 Gjaldeyrisstaðan Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri var gjaldeyrisstaða bankanna i árslok 1977 sem hér segir, og eru samsvarandi tölur í árslok 1976 tilgreindar á sambærilegu gengi, þ.e. gengi i árslok 1977 í mi11j. kr. á gengi í árslok 1977 Seðlabanki Staða í árslok 1976 1977 Hreyfing 1977 Gjaldeyrisforði 17.842 21.240 3.398 Gjaldeyrisskuld -19.746 -16.982 2.764 Nettóstaða Seðlabankans -1.904 4.258 6.162 Viðskiptabankar, nettó 1.608 1.764 156 Nettó gjaldeyrisstaða -296 6.022 6.318 Gjaldeyrisstaðan hefur því batnað á árinu 1977 um rúmar 6.300 m.kr. miðað við gengi í árslok, samanborið við 3.990 m.kr. bata á árinu 1976 reiknað á sama gengi. Að janúarmánuði undanskildum fór staðan batnandi til júniloka, versnaði siðan töluvert á 3. ársfjórðungi en batnaði svo aftur á siðasta ársfjórðungi og hafði í árslokin náð svipaðri fjárhæð og i júnílok. Gjaldeyrisstaðan er, svo sem kunnugt er, endanleg niðurstaða allra greiðsluhreyf- inga gjaldeyris á vegum bankakerfisins og bati hennar þannig m.a. háður þeim lántökum er áður var gerð grein fyrir. Breyting gjaldeyrisstöðunnar á árinu 1977 reiknuð á meðalviðskiptagengi ársins er svo sem fyrr segir nálægt 5.900 m.kr., sem er heldur lægra en breytingin reiknuð á gengi í árslok 1977. Gengisþróun Gengissig krónunnar hélt áfram á árinu 1977, mjög hægt framan af, en til muna örar síðari hluta ársins, og stóð það m.a. í sambandi við gengisfellingu gjaldmiðla Norðurlanda i ágústlok. Vegið meðalgengi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónu hækkaði um 10,5% milli 1976 og 1977, þ.e. milli ársmeðaltala. Sökum fremur veikrar stöðu Bandaríkjadals hækkaði gengi hans heldur minna, eða um 9,3% milli ársmeðal- tala. Frá ársbyrjun til ársloka 1977, varð þó heldur meiri gengisbreyting, eða samvegin hækkun erlendra gjaldmiðla um 14,7%, en Baridaríkjadals sérstaklega um 12,3%. Hér fer á eftir samvegin visitala erlendra gjaldmiðla, þar sem meðalgengi ársins 1976 er sett = 100. Annars vegar er vísitala sýnd i lok hvers ársfjórðungs en hins vegar ársf jórðungs meðaltal. Arið 1976 = 100 Arsfjórðungsmeðaltal 1 lok ársfjórðungs 19771^ Október-desember 1976 104 ,4 31 . desember 1976 105 ,20 1976 Janúar - mars 1977 105 ,7 31 . 1977 105 ,23 Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður -5 .117 265 -11 .000 1 .000 Apríl - júní 1977 106 ,6 30. júní 1977 106 ,75 Viðski ptajöfnuður -4 .852 -10.0Ó0 Júlí - september 1977 110 ,9 30. september 1977 113 ,38 Fj ármagnsjöfnuður 8 .555 15 .900 Október-desember 1977 118 ,4 31 . desember 1977 120 ,68 Heildargreiðslujöfnuður 3.703 5.900 Arið 1977 110,5 Endurkaup víxla 4 milljörðiun meiri en bundnar innstæður Hér fer á eftir í heild fréttatilkynning, sem Morgunblaðinu barst I gær frá Seðlabanka Islands, um þróun peningamála á sl. ári: Ýmsar veigamiklar heimildir liggja nú fyrir um þróun peningamála á árinu 1977 og stöðu þeirra um nýliðin áramót. Þykir rétt að gera nú þegar grein fyrir þeim. Reikningar Seðlabankans Þegar saman er tekin annars vegar peningaútstreymi úr Seðlabanka vegna gjald- eyrisviðskipta, endurkaupa og rikissjóðs, og frá því dregið innstreymi vegna sjóða í opinberri vörslu, og hins vegar svonefnt grunnfé, þ.e. innstæður lánastofnana ásamt seðlum og mynt í umferð, hefur heildarniðurstaðan á hvora hlið aukist um 52,3% á árinu 1977, samanborið við 32,2% árið 1976. Er hér, sem og um aðra hlutfallsaukningu peningastærða hér á eftir, miðað við aukningu frá stöðu um næstliðin áramót. I krónum talið er áukning tvöföld á við sambærilega tölu árið áður. Bráðabirgðatölur úr reikningum Seðlabanka Hreyfingar í m. k r . Staða í m.kr. 1976 1977 31. des. 1977 Peningaútstreymi Seðlabanka, saintals 7187 1 4033 41082 Gjaldeyriskaup umfram -sölu 2909 5455 4205 E)ndurkaup afurða- og rekstrarlána 3 486 10489 26499 Aðrar kröfur á innlánsstofnanir 252 610 5711 Kröfur á ríkið, án gengisuppfíirs lu lána 1767 376 o 00 V - Innstæður sjóða í opinberri vörsl u -1936 -2572 -7113 Annað 709 -325 -3021 Gengisuppfærslur lána eru meðtaldar f skuld ríkisins í árslok Hreyfinga r í m.kr . Staða í m.kr. 1976 1977 31. des. 1977 Grunnfé 7187 14033 41082 Seðlar og mynt í umferð 1239 3045 8636 Almennar innstæður innlánsstofnana 751 3831 6772 Bundnar innstæður v/bindiskyldu 4496 6600 22482 Innstæður fjárfestingarlánasjóða 701 557 3192 Gjaldeyrisviðskipti Hreint peningaútstreymi Seðlabankans vegna gjaldeyriskaupa umfram sölu nam 5455 m.kr. á árinu 1977. Er hér um að ræða aukningu hreinnar gjaldeyriseignar Seðlabankans til skamms tíma, þ.e. að frádregnum skammtíma gjaldeyrislánum. Á aukningin meðal annars rót sína að rekja til töku erlendra lána, svo sem nánar er greint frá i skýrslu um gjaldeyrismál. Endurkaup Taflan hér að framan sýnir, að útstreymi úr Seðlabankanum 1977 stafar að mestu leyti af miklum endurkaupum afurða- og rekstrarlána atvinnuveganna, enda jókst verðmæti birgða í landbúnaði og sjávarútvegi afar mikið, bæði vegna verðhækkana og birgðasöfnunar. Samtala endurkeyptra víxla i árslok nam 26,5 milljörðum króna, sem er 4 milljörðum króna meira en bundnar innstæður innlánsstofnana. Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.