Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 Steinunn Jósefsdótt- ir Hjúki — Minning Fædd. 21. ágúst 1886. Dáin. 16. desember 1977. 1 þann mund, er ég var að skrifa jólakveðjur heim 1 sveitina mína, frétti ég lát frændkonu minnar, Steinunnar á Hnjúki. Ég vissí, að hún havði dvalið um tfma á Hér- aðshælinu á Blönduósi, en síðustu fréttir af henni höfðu verið á þá lund, að hún væri að hressast og kæmi heim fyrir jólin. Gladdist ég yfir þvf, að hún skyldi vera orðin það hress, að hún gæti notið jól- anna með fólkinu sínu heima, því þangað stefndi hugurinn. Steinunn var fædd að Miðhópi í V-Hún. 21. ágúst 1886. Foreldrar hennar voru Guðrún Frímanns- dóttir frá Helgavatni í Vatnsdal og Jósef Jónatansson bóndi í Mið- hópi. Frímann faðir Guðrúnar var Ólafsson frá Gilsstöðum í Vatns- dal; var Olafur Eyfirðingur að ætt, en fluttist ungur meó konu sinni Sigrfði Guðmundsdóttur frá Fornhaga vestur í Húnavatns- sýslu og bjó á ýmsum stöðum, lengst á Gilsstöðum, og hefur hann verið kenndur við þann bæ. Kona hans Sigríður var sytir Vatnsenda-Rósu. Talið var, að þær systur væru mjög ólikar, Rósa léttlynd, en hin þunglynd eins og þessar vísur benda til. Rósa kom í heimsókn til systur sinnar og varð þá Sigríði að orði: Þeirsem reyna þankans meina greinir, gera ekki aðgamni sfn geðs um bekki systir mín. Þá svarar Rósa: Þrátt óg reyni þankans meina greinir, geri þó að gamni mín, svogefist ró, en sefjist pfn. Snemma bar á því, að Steinunn var hneieó til bókar. Hún varð fljótt læs og hafði unun af bók- lestri, las allt, sem hún náði í og vildi fræðast. — Heimilið í Mið- hópi var talið með efnaðri heimil- um i sveitinni. Búskapur foreldra hennar stóð með miklum blóma, hjónin samhent um allt, er að heimilinu laut og miklir búfork- ar. En brátt kvaddi sorgin þar dyra. Fárra ára gömul missti Steinunn eldri systur sína Jóse- fínu, sem hún saknaði mjög. En lítil stúlka fæddist aftur í Mið- hópi 24. maí 1891, sem bar hennar nafn. Þá varð hún fyrir þungum harmi, er faðir hennar dó 1894. Gat hún þess oft, hve þungbært það var að missa föður sinn, að- eins átta ára gömul. Guðrún móð- ir hennar hélt búi sínu áfram og fékk fyrir ráðsmann Jón Hjalta- lin, ættaðan úr Breiðafjarðareyj- um. Var hann mikill dánumaður og annaðist búið í Miðhópi af kostgæfni. Haustið 1903 fór Stein- unn í Kvennaskólann á Blöndu- ósi. Kvennaskólinn á Blönduósi var þá einskonar óskabarn Hún- vetninga, þangað leitaði hugur flestra ungra kvenna í héraðinu. Margar hverjar áttu þá ósk heit- asta að komast í kvennaskólann, þó ekki væri nema einn vetur. Sumar fengu ósk sína uppsyllta, aðrar grétu í leyni yfir fátæktinni og umkomuleysinu. Steinunn var ein þeirra hólpnu. Námið sóttist henni vel; hún var námfús og með afbrigðum skyldurækin, enda oft- ast efst eða með þeim efstu 1 skólanum. Eftir tvo vetur lauk hún þaðan prófi. Fyrri veturinn + Sonur minn, bróðir okkar og mágur SIGURÐUR KOLBEINSSON, stýrimaSur, sem andaðist 8 þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 1 6 janúar kl 10 30 Ingileif Gísladóttir, Viktoría Kolbeinsdóttir, Jóhannes Markússon, Kolbeinn Ingi Kolbeinsson, Sigrún Pálmadóttir. + Elskulegur sonur okkar og bróðir, SVAVAR HALLDÓR, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 14 janúar kl 2 e.h. Sigrún Halldórsdóttir, Sverrir Svavarsson, systkini og aðrir vandamenn. Maðurinn minn og faðir JÓHANN E. FRÍMANN frá Norðfirði er látinn Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Sigurlaug J. Frímann. + Eiginmaður minn og faðir, SVAVAR ÞÓROARSON. frá Vestmannaeyjum, andaðist 10 janúar Þórunn Sigjónsdóttir og dætur. + Alúðar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVÖVU MARIONS. Kjartansgötu 5. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans (deild 8) fyrir frábæra umönnun i þungbærum veikindum hennar Agnar Alfreðsson, Elsa Alfreðsdóttir, Erlingur Hansson Alfreð Svavar Erlingsson. Búi Ingvar Erlingsson. Hanna Erlingsdóttir. varð hún þó fyrir þungu áfalli, móðir hennar dó í febrúar 1904. Stóðu þá tvær ungar systur í Mið- hópi upþi munaðarlausar. Bót var í máli, að eigi skorti þar efni og ráðsmaðurinn dyggi og Sigríður móðursystir þeirra önnuðust heimilið og voru þeim stoð og, stytta næstu árin. — Steinunn hugði til frekara náms. Hausið 1906 fór hún með systur sinni til Reykjavíkur. Settust þær báðar í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk Steinunn burtfararprófi það- an um vorið. Jósefína var annan vetur í skólanum. Hún giftist síð- an Kristjáni Hall bakarameistara. Dóu þau hjón bæði úr spönsku veikinni 1918 og tvö ung börn þeirra. Einnig gömul kona, sem verið hafði í Miðhópi, en flutti suður með Jósefínu og var sem amma barna hennar, dó úr þess- ari skæðu sótt. Var þá sár harmur kveðinn að Steinunni og reyndi hún eftir megni að bæta börnun- um, sem eftir lifðu, móðurmiss- inn. — Eftir að Kvennaskólanum Iauk, fór Steinunn utan til að leita sér frekari menntunar. Var slíkt fágætt á þeim árun. En hún hafði mikla námslöngun, var jafnvíg á bæði bóklegt og verklegt nám enda talin mjög hög í höndum. — Þegar heim kom, gerðist hún heimiliskennari á nokkrum stöð- um. Hún kenndi dætrum Eggerts Benediktssonar í Laugardælum; þá kenndi hún einnig á heimili Sæmundar Halldórssonar í Stykkishólmi, svo eitthvað sé nefnt. Féll henni kennslan vel og rómaði heimilin, sem henni þótti fengur í að kynnast. Þegar Magnús Pétursson frá Gunnsteinsstöðum, héraðslæknir í Strandasýslu, missti fyrri konu síná frá kornungum syni, leitaði hann til Steinunnar um að annast ungan son og stjórna læknisheim- ilinu á Hólmavík. Var hún þar í nokkur ár, eða þar til Magnús kvæntist í annað sinn. Þá lá leiðin til ísafjarðar. Kenndi hún við unglingaskólann á ísafirði í tvör ár. Vorið 1923 urðu þáttaskil í lífi Steinunnar. Hún hvarf aftur heim til átthaganna og giftist Jóni Hallgrímssyni á Hnjúki, sem þá fyrir nokkru hafði tekið þar við búi eftir föður sinn. Hnjúkur i Vatnsdal hefur verið 1 eign sömu + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, MARGRÉTAR SNORRADÓTTUR. Bollagötu 7. Guð blessi ýkkur öll Stefanía Stefánsdóttir, börn og tengdabörn. + Inniiegt þakklæti til þeirra mörgu, er vottuðu samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS JÓNSSONAR, Faxabraut 2, Akranesi Elísabet Sigurbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, barnaborn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum er vottað hafa minningu föður okkar og stjúpa, BÓASARJÓNATANSSONAR, virðingu sína og sýnt okkur vinarhug við andlát hans og útför Guðrún Bóasdóttir, Sigurgeir Bóasson, Erling S. Tómasson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR. frá Hofsstöðum. Þökkum ennfremur starfsfólki á Sólvangi fyrir góða umönnun. Sesselja Gisladóttir, Halldóra Gísladóttir, Kristján Ebenesersson. Guðrún Gisladóttir. Þórólfur Egilsson Sigriður Gisladóttir, Sveinbjörn Jóhannesson, Sigurlaug Gisladóttir, Kristmann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. ættar, sfðan fyrir aldamótin 1800. 1 bernsku minni heyrði ég móður mfna tala oft um Hnjúk, en hún ólst upp á næsta bæ, Helgavatni. Hvergi var fegurra, hvergi betur búið og hvergi betra fólk, þó bar húsfreyjan Engilráð af öllum. Þessi blessuð kona, sem öllum vildi gott gera og treysti af alhug á Guðs forsjón. Meðan Engilráð lifði í hugum fólksins, voru allir sammála um, að fyrirbænir henn- ar fylgdu fólkinu á Hnjúki, og á meðan svo færi lánaðist allt vel á þeim bæ. Jón Hallgrímsson var mesti myndarmaður, mikill og góður heimilisfaðir. Búnaðist þeim hjónum vel á Hnúki, annaðist Steinunn heimili þeirra af mikilli prýði. Heimilið var oftast mann- margt og furðaði ég mig oft á því, hve margir komust fyrir I litla Hnjúksbænum, en þar virtist ávallt nóg rúm, jafnvel þó margir gestir bættust 1 hópión. Þar voru gamalmenni og svo allt þar á milli. Mikil reglusemi var viðhöfð á Hnjúki og glaðværð, er gesti bar að garði. Minnist ég margra ánægjustunda úr gamla bænum, því ávallt var mér og mínu fólki tekið þar afburða vel. Þorbjörg Þorsteinsdóttir móðir Jóns, elsku- leg gömul kona, var þar á heimili, þegar ég kom þar fyrst og lifði 1 allmörg á r eftir það. Tókst með okkur góð vinátta, svo að segja við fyrstu sýn. Þá var þar gamli ráðs- maðurinn frá Miðhópi, Jón Hjaltaiín; annaðist Steinunn hann í ellinni sem náinn ættingja, þar til yfir lauk. Fleira fólk var þar, sem þurfti aðhlynningar við. Steinunn var skemmtileg heim að sækja; hún var félagslynd, hafði yndi af að deila geði við fólk, þótti gaman að ferðast og fylgjast með því, sem var að ger- ast hverju sinni. Hún var ðin af stofnendum kvenfélagsins okkar í sveitinni árið 1928 og fyrsti for- maður þess. Það þykja víst engin stórtíðindi, þótt fámennt kvenfél- ag sé stofnað norður á hjara ver- aldar. En kvenfélögin í sveitún- um, þótt fámenn væru, voru konunum mikils virði. Það var tilbreyting í fásinninu að ríða á kvenfélagsfund, kynnast konun- um af bæjunum i sveitinni og spjalla við þær um sameiginleg áhugamál. Gott þótti mér að fá ráð hjá þeim eldri og reyndari og kynnast búskaparháttum þeirra. Tortryggni og ef til vill smá andúð hjaðnaði við kynningu. Hlýhugur elfdist milli félags- kvenna og með okkur tókst vin- átta, sem yljaði um hjartarætur. Félagið okkar var i sambandi Austurhúnv. kvenna og í Sam- bandi norðlenzkra kvenna. Var Steinunn iðulega kjörin til að mæta þar á ársfundum, mátti segja, að hún var i fararbroddi okkar sveitunganna í nær 20 ár. Það var einkennileg tilviljun, að Steinunn skyldi vera jarðsett á Þingeyrum þann 28. s.l., á hátíðs- degi okkar kvenfélgskvenna; þann dag héldum við hátíðlegan öll árin, höfðum þá jólaskemmtun fyrir börnin í sveitinni. Mér eru mjög minnisstæðar þessar barna- samkomur í litla skólahúsinu okk- ar að Sveinsstöðum. Ég býst ekki við, að það þætti mikið til þeirra koma nú, ,en ég efast um, að Ibúðarmiklar jólaveizlur nútím- ans veiti meiri gleði. Grenitré þekktust þá ekki fyrir norðan, en litla lyngivafða spýtutréð vakti ótvíræðan fögnuð, og svo var mik- ið sungið og börnin fengu poka með nokkrum molum í, sem tekið ver fegins hendi, ekki síst af eitt epli bættist við. og svo fylgdust börnin af áhuga með sögunni, sem blessaur prófasturinn okkar las fyrir þau. — þetta var jafnan minnisverður dagur, sem börnin 1 sveitinni hlökkuðu til allt árið. Guði sé lof, þá var ekki hinn flóð- lýsta gullöld runnin upp yfir sveitum Islands. Þessa daga var Steinunn fremst í flokki, en nú er nær hálf öld síðan 28. des. verð hátíðsdagur barnanna í Sveins- staðahreppi. Steinunn var frændrækin og trygg vinum sínum, enda skapföst kona. Um árabil hafði hún það til að taka sig upp, þegar vorönnum lauk, eða haustverk voru frá, og heimsótti frændfólk sitt á Þing- eyrum eða í Langadal. Var slíkt fágætt í þá daga, ef ekki einstakt. Það var gaman að fá frænku í heimsókn. Hún var heldur ekkert að flýta sér, var róleg í nokkra daga, bar margt á góma og ýmis- legt gert sér til skemmtunar. Ekki spillti, að einkadóttirin Guórún kom með henni, lítil, falleg stúlka, augasteinn foreldranna og allra eftirlæti á heimilinu. Söknuóum við þeirra, þegar þær kvölddu og riðu aftur úr hlaði á Þingeyrum. Steinunn hafði næmt auga fyrir þvf, sem fallegt var. Hún var skartkona í klæðaburði, enda átti hún ekki langt að sækja það, Jórunn amma hennar og þó einkum langamma Oddrún var Framhald á bls. 37. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á 1 mið- vikudagsblaði, að berast 1 sfð- asta fagi fyrir-hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.