Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 22
sem sjómaður eða hlutaráðinn landmaður kann að hafa frá útgerðinni. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 21 UM ÚTFYLLINGU STAFLIÐA A-G 9. 50% af launum eiginkonu. Hér færast 50% þeirra launa eiginkonu sem talin eru í tölulið 12, III, enda hafi hún aflað þeirra sem launþegi hjá vinnuveitanda sem á engan hátt er tengdur henni, eiginmanni hennar eða ófjárráða börnum rekstrarlega eða eignarlega. Sama gildir um laun sem eiginkonan hefur aflað sem launþegi hjá hlutafélagi þótt hún, ~eiginmaður hennar eða ófjárráða börn eigi eignar- eða stjórnaraðild að hlutafélaginu enda megi ætla að starf hennar hjá hlutafélaginu sé ekki vegna þessara aðilda. 10. Frádráttur vegna starfa eiginkonu við atv.r. hjóna o.fl. Hér færast 50% eftirtalinna tekna eiginkonu, þó að hámarki 285.500 kr. (1) Tekna af atvinnurekstri sem hún vinnur við og er í eigu hennar eða af sjálfstæðri starfsemi sem hún rekur. (2) Tekna vegna starfs við atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi eiginmanns hennar. (3) Laun vegna starfs við atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi ófjárráða barns (barna) hjón- anna (4) Hluta hennar af tekjum af sameiginlegum at- vinnurekstri eða sjáfstæðri starfsemi hjóna, met- ins miðað við beint vinnuframlag hennar við öflun teknanna. (5) Launa frá sameignarfélagi sam hjónin eða ófjár- ráða börn þeirra eru aðilar að eða hlutafélagi enda megi ætla að starf hennar hjá hlutafélag- inu sé vegna eignar- eða stórnaraðildar hennar, eiginmanns hennareða ófjárráða barna. 11. Sjúkra- eSa slysadagpeningar Hér skal færa sjúkra- eða slysadagpeninga frá almannatryggingum, sjúkrasamlögum og sjúkra- sjóðum stéttarfélaga sem jafnframt ber að telja til tekna i töluiið 9. III. 12. Annar frádráttur Hér skal færa þá frádráttarliði sem áður eru ótaldir og heimilt er að draga frá tekjum. Þar til má nefna: (1) Afföll af seldum verðbréfum (sbr A-lið 12. gr. laga). (2) Fargjaldakostnað með áætlunarbifreið milli heimilis og vinnustaðar hjá þeim sem daglega þurfa að fara 50 km leið fram og til baka til að sækja vinnu sína. Samsvarandi upphæð má draga frá ef notað er annað flutningatæki. Á sama hátt mega þeir sem húsnæðisaðstöðu hafa á vinnustað frá vinnuveitanda, draga frá tekjum sinum fargjald í samræmi </ið tilhögun vinnu á hverjum stað, þó eigi hærra en svarar til einnar ferðar fram og til baka fyrir hverja viku. (3) Ferðakostnað þeirra framteljenda sem fara langferðir vegna atvinnu sinnar. (4) Gjafir til menningarmála, visindalegra rannsóknarstofnana, viðurkenndrar líknarstarf- semi og kirkjufélaga (sbr. D-lið 12. gr. laga). Skilyrði fyrir frádrætti er að framtali fylgi kvittun frá stofnun, sjóði eða félagi sem ríkisskattstjóri hefur veitt viðurkenningu skv. 36. gr. reglu- gerðar nr. 245/ 1 963. (5) (Kostnað við öflun bóka, tímarita og áhalda til visindalegra og sérfræðilegra starfa enda sé þessi kostnaðarliður studdur fullnægjandi gögn- um (sbr. E-lið 12. gr laga) (6) Frádrátt frá tekjum hjóna sem gengið hafa í lögmætt hjónaband á árinu, 272.500 kr (7) Frádrátt v/björgunarlauna (sbr B-lið 13 gr. laga). (8) Námsfrádrátt meðan á námi stendur skv mati ríkisskattstjóra. Tilgreina skal nafn skóla og bekk. Nfmandi, sem náð hefur 20 ára aldri, skal útfylla þar til gert eyðublað um námskostn- að óski hann eftir að njóta réttar til frádráttar námskosnaðar að námi loknu, sbr. þó næsta tölulið. (9) Námskostnað sem stofnað var til eftir 20 ára aldur og veitist til frádráttar að námi loknu enda hafi framteljandi gert fullnægjandi grein fyrir fjáröflun og kostnaði á framtali og 'á þar til gerðum eyðublöðum eða sent ósk um að mega verða undanþeginn greinargerðum á sérstökum eyðublöðum en fá í þess stað metinn heildar- kostnað skv. árlegu mati ríkisskattstjóra á náms- kostnaði og skv. meðalnámstimalengd við við- komandi námsgrein (sbr. E-lið 13 gr laga og 2. gr. reglugerðar nr. 9/1976 um breytingu á B-lið 35. gr reglugerðar nr 245/ 1 963) (10) Afskrift heimæðargjalds v/hitaveitu, heim- taugargjalds v/rafmagns og stofnsgjalds v/vatnsveitu í eldri byggingar 10% á ári næstu 10 árin eftir að hitaveita, raflögn eða vatnslögn var innlögð (tengd) Ofangreind stofngjöld vegna innlagna (teng- inga) í nýbyggingar teljast með byggingakostn- aði og má ekki afskrifa sérstaklega A-liður bls. 3. a. Eignafærsla. í þessum staflið framtals ber þeim sem ekki eru bókhaldsskyldir að sundurliða eins og þar segir til um allar framtalsskyldar og skattskyldar innstæður i bönkum, sparisjóðum og löglegum innlánsdeildum félaga, sbr. ákvæði 21. gr. skattalaganna. svo og verðbréf sem hlíta framtalsskyldu og skattskyldu á sama hátt skv. sérstökum lögum. Þessar tegundir eigna eru framtalsskyldar og skattskyldar til jafns við skuldir framteljanda og ber að tilgreina upphæð hverrar eignar í dálknum „Upphæð kr. með vöxt- um". Til skulda í þessu sambandi teljast þó ekki eftirstöðvar fasteignaveðlána að hámarki 2.700.000 kr. ef þau voru tekin til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega notuð til að afla fast eigna eða endurbæta þær. Hafi framteljandi ein- ungis talið framtalsskylda og skattskylda eign í þessum staflið ber að færa samtölu slíkra eigna í línuna „Skattskyldar innstæður, verðbréf og vext- ir alis kr " og færa upphæðina síðan i kr. dálk töluliðar 7, I (Inneignir) i framtali. Hafi framteljandi hins vegar talið fram allar umræddar eignir sínar i þessum staflið ber að færa samtölu þeirra i þar greindan reit en draga þar frá upphæð skattfrjálsra eigna (þ.e. þær eignir sem eru umfram aðrar skuldir skv. C-lið en áður umrædd fasteignaveðlán) og færa mismun (þ.e. upphæð í þar til gerðan reit fyrir skattskyldar eignir og færa upphæðina einnig í kr. dálk, tölulið 7, I. (Inneignir) i framtali. í A-lið á bls. 3 skal auk nefndra innstæðna og verðbréfa færa skyldusparnaðarskírteini og greiðsl- ur upp í þau skv. lögum nr. 1 1/1 975 og lögum nr. 20/1976. Einnig má færa þar skyldusparnaðar- innistæður skv. III. kafla laga nr. 30/1970. Ef nefndar skyldusparnarareignir eru taldar i A-lið þá skulu þær frádregnar í þar til ætlaðri linu ásamt öðrum skattfrjálsum eignum áður en fært er í tölulið 7, I á 1. bls. framtals Skyldusparnaðarupphæðir sicv. lögum nr. 11/1975 og nr. 20/1976 eru framtalsskyldar en ekki skattskyldar, en skyldu- sparnaðarinnstæðurnar skv. lögum nr. 30/1970 eru hvorki framtalsskyldar né skattskyldár þótt heimilt sé að telja þær fram. Skuldir umfram hámark fasteignaveðlána skerða ekki skattfrelsi skyldusparnaðareigna. b. Vaxtafærsla Þeim sem ekki eru bókhaldsskyldir ber að sundurliða reiknaðar, greiddar og gjaldfallnar vaxtatekjur af framtalsskyldum og skattskyldum eignum skv. a-lið og tilgreina vaxtatekjur, sjá sameiginlegar leiðbeiningar um útfyllingu A-, B- og C-liða.) Enn fremur skal tilgreina skattskylda vexti af útteknum innstæðum og innleystum verðbréfum á árinu. Hafi framteljandi einungis talið skattskylda eign og skattskyldar vaxtatekjur þar af í þessum staflið ber að bæra samtölu vaxta i kr. dálk linunnar „skattskyldar innstæður, verðbréf og vextir. . . alls kr ”. Um innfærslu vaxta í tölulið 4, III visast til leiðbeininga um útfyllingu B-liðar framtals Hafi framteljandi hins vegar talið fram allar framan- greindar eignir sinar ber einnig að færa í dálkinn „Vaxtatekjur kr." alla reiknaða, greidda og gjald- fallna vexti af þessum eignum en draga síðan frá skattfrjálsa vexti miðað við hlutfall skattfrjálsra eigna og færa niðurstöðu i kr. dálk skattskyldra vaxta. Um innfærslu vaxta i tölulið 4, III. visast til leiðbeininga um útfyllingu B-liðar. c. Bókhaldsskyldir aðilar Bókhaldsskyldum aðilum ber að færa allar áður umræddar eignir og vexti af þeim i bækur sinar og ársreikninga, sbr. 3 mgr. 21. gr. skattalaganna, en um framtalsskyldu og skattskyldu þessara eigna og vaxtatekna af þeim vísast til síðustu málsgreinar 1. töluliðar 1. kafla og 4 og 5. málsgreinar 1 töluliðar III. kafla leiðbeininganna. B-liður, bls. 3 í þessum staflið framtals ber að sundurliða eins og þar segir til um allar verðbréfaeignir sem ekki bar að telja fram skv A-lið (víxlar teljast verðbréfa- eign) þótt geymdar séu i bönkum eða séu þar til innheimtu. Enn fremur allar útistandandi skuldir, stofnsjóðsinnstæður, inneignir í verslunarreikning- um o.fl. að meðtöldum ógreiddum vöxtum og færa í dálkinn „Upphæð kr.". Samtölu þessara eigna skal siðan færa i tölulið 9, 1. (Verðbréf o.s.frv.) i framtali. í dálknum „Vaxtatekjur kr." ber að tilgreina allar reiknaðar, greiddar og gjaldfallnar vaxtatekjur af þessum eignum og sams konar eignum sem inn- leystar hafa verið á árinu. (Um áfallnar vaxtatekjur, sjá sameiginlegar leiðbeiningar um útfyllingu a-, B- og C-liða.) Samtölu þessara vaxtatekna, ásamt samtölu skattskyldra vaxtatekna skv. A-lið en að frádregnum vaxtatekjur af stofnsjóðsinnstæðum, ber að færa i þar til gerðan reit i B-lið og færa síðan upphæðina i tölulið 4, III, (Vaxtatekjur) í framtali. C-liður, bls. 3. í þessum staflið framtals ber að sundurliða eins og þar segir til um allar skuldir í árslok og færa upphæð þeirra í dálkinn „Upphæð kr.” og merkja með X ef við á. Enn fremur ber að færa hér skuldir umfram eignir skv. efnahagsreikningi, sbr. siðustu mgr. 1. töluliðar 1. kafla leiðbeininganna. Samtölu skulda skal síðan færa í tölulið II á fyrstu síðu framtals. f dálknum „Vaxtagjöld kr." ber að tilgreina öll greidd og gjaldfallin vaxtagjöld af tilgreindum skuldum, svo og af skuldum sem greiddar hafa verið upp á árinu og færa niðurstöðu dálksins i línuna „Skuldir alls og vaxtagjöld alls kr. ' en frá þessari niðurstöðu ber að draga heildarupphæð þeirra vaxtagjalda sem hér hafa verið tilgreind en eru jafnframt færð á rekstraryfirlit skv. tekjuliðum 1 og 2, III, i framtali. Mismun þessara upphæða ber að færa í linuna „Vaxtagjöld, mismunur kr." og sömu upphæð skal siðan færa i tölulið 2, V (Vaxtagjöld) i framtali. (Um áfallin vaxtagjöld. sjá sameiginlegar leiðbeiningar um útfyllingu A-, B- og C-liða ) A-, B- og C- liðir, bls. 3. — Sameiginlegar leiðbeiningar. Um áfallna vexti. í stað þess að telja vexti til tekna og frádráttar eins og þeir eru reiknaðir, greiddir og gjaldfallnir á árinu, sbr. leiðbeiningar um einstaka stafliði A, B og C, er heimilt að reikna til tekna og frádráttar áfallna vexti á árinu þótt eigi séu gjaldfallnir Sé það gert ber að fylgja sömu reglu um ákvörðun allra vaxtatekna og vaxtagjalda, þ.m.t. forvextir af vixl- um og öðrum skuldum Það er þvi eigi heimilt að fylgja þessari reglu við ákvörðun vaxtagjalda en ekki vaxtatekna eða við ákvörðun vaxtagjalda af sumum skuldum en ekki öllum Einnig ber að telja til eignar í viðeigandi stafliðum áfallnar en ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.