Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1977 gjaldfallnar vaxtatekjur í árslok en til skulda i staflið C, áfallin en ekki gjaldfallin vaxtagjöld. Frá víxil- skuldum og öðrum skuldum ber að draga þann hluta forvaxta sem ekki telst áfallinn i árslok en til vaxtagjalda einungis þann hluta þeirra sem fallinn er á í árslok 1 977. Hafi framteljandi í framtali sínu árið 1977 fylgt reglunni um reiknaða. greidda og gjaldfallna vexti getur hann nú í framtaii ársins 1978 skipt yfir til reglunnar um áfallna vexti. Ber honum þá í fyrsta lagi að tilgreina til tekna og frádráttar alla reiknaða, greidda og gjaldfallna vexti á árinu 1977 og í öðru lagi að tilgreina til tekna og frádráttar, eigna og skulda áfallna en ekki gjaldfallna vexti til ársloka 1977 Á sama hátt ber þeim framteljendum, sem færðu áfallna en ekki gjaldfallna vexti af hluta eigna eða skulda i framtali sínu 1977, að leiðrétta framtalningu vaxta í framtali ársins 1978 á þann hátt að fulls samræmis gæti í meðferð vaxta bæði til tekna og frádráttar. D liður, bls. 4 I þessum staflið framtals ber að gera grein fyrir byggingu, viðbyggingu, breytingum og endurbót- um fasteigna með tilvísun til húsbyggingarskýrslu sem fylgja skal framtali. (Eyðublöð fást hjá skattyfir- völdum.) enn fremur skal gera þar grein fyrir kaupum og sölum fasteigna, bifreiða, skipa, véla, verðbréfa og hvers konar annarra verðmætra rétt- inda Einnig ber að tilgreina þar greidd sölulaun, stimpilgjöld og þínglesningarkostnað, svo og afföll af seldum verðbréfum. Enn fremur ber að tilgreina söluhagnað af eignum og skattskyldan hluta hagnaðar af sölu eigna sem ber að færa sem tekjur í tölulið 13, III, í framtali nema framteljandi hafi heimild til og vilji nota heimildir 4 og 11 mgr. E-liðar 1 mgr 7 gr. laga nr. 68/1971, sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1 972, um frestun á skattlagningu skattskylds hluta söluhagnaðar eigna Kjósi hann það skal hann geta þess i þessum staflið framtals en ekki færa upphæðina í tölulið 13, III, í framtali (4. mgr., sbr. 4 tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, varðar eingöngu frestun ákvörðunar um skattskyldu sölu- hagnaðar af íbúðarhúsnæði). E-líður, bls. 4. ' í þessum staflið framtals ber að gera grein fyrir eignum og tekjum barns (barna), yngri en 16 ára, eins og þar segir til um. Nafngreina ber eignir barnsins (barnanna hvers um sig) í viðeigandi línu og reit og tilgreina upphæð og eignar með vöxtum í dálknum „Eignir kr." og vaxtatekjur eða aðrar tekjur (t.d. arð eða leigutefjs b9 af eigninni i dálknum „Tekjur kr ". Nafngreina ber vinnuveitanda barnsins (barnanna hvers um sig) í viðeigandi linu og reit og tilgreina upphæð greiddra launa í peningum og hlunnindum (sbr. 6. og 7. tölulið III. kafla leiðbeininganna) i dálknum „Tekjur kr ". Síðan ber að færa niður samtölu allra eigna og tekna barnsins (barnanna), draga þar frá í þar til gerðri línu og reitum skattfrjálsar innstæður og verðbréf og vexti af þeim, en þar er um að ræða sams konar eignir og vexti og rætt var um í A-lið leiðbeíninganna og færa síðan skattskyldar eignir og tekjur barnsins (barnanna) í viðeigandi línu og reiti. Heildarupphæð skattskyldra eigna ber siðan að færa í tölu(ið 10, I. (Eignir barna) í framtali. Óski framteljandi 0ess að eignir barna, eins eða fleiri, séu ekki taldar með sínum eignum skal sleppt að færa þann hluta eignanna i geindan tölulið en geta þess sérstaklega i G-lið frarrttals, bls. 4, að það sé ósk framteljanda að barnið verði sjálfstæður eingar- skattsgreiðandi Heildarupphæð skattskyldra tekna ber að færa' i tölulið 11, III, (Tekjur barna) i framtali. F-liður, bls. 4. Stundi barn, sem hefur skattskyldar tekjur skv E-lið framtals, nám sem veitir rétt til námsfrádráttar skv. mati ríkisskattstjóra ber að tilgreina nafn barnsins, skóla og bekk eða deild í F-lið. í dálkinn „Námsfrádráttur eða hámarksfrádráttur kr " ber að færa upphæð námsfrádráttar skv. mati ríkisskatt- stjóra eða upphæð skattskyldra tekna barnsins, hvora sem lægri er. Sé upphæð skattskyldra tekna barnsins (hvers barns um sig) hærri en upphæð námsfrádráttar og mismunurinn hærri en 80.500 kr. (þ.e. 37.750 kr hækkaðar skv skattvísitölu 1978 sem er 213 stig) getur framteljandi óskað sérsköttunar á tekjur barnsins. Skal hann þá færa í dálkinn „Viðbótarfrádráttur vegna óskar um sér- sköttun barns kr " þá upphæð mismunarins sem er umfram 80.500 kr. Síðan ber að færa niður frádrátt samtals skv báðum dálkum F-liðar, leggja upphæðir beggja dálkanna saman og færa heildar- upphæð í tölulið 2, IV, í framtali G-liður, bls. 4. Þessi stafliður framtalsins er sérstaklega ætlaður fyrir athugasemdir framteljanda Þar skal m.a. geta þess ef með framtali fylgir umsókn um lækkun skattgjaldstekna (ívilnun) á þar til gerðum eyðu- blöðum eða framsett skriflega á annan fullnægjandi hátt ívilnun getur komið til greina vegna ellihrör- leika, veikinda, slysa, mannsláts eða skuldatapa sem hafa skert gjaldþol framteljanda verulega, vegna verulegs eignatjóns, vegna framfærslu barna sem haldin eru langvinnum sjúkdómum eða eru fötluð eða vangefih, vegna framfærslu foreldra eða annarra vandamanna eða vegna þess að skattþegn hefur látið af störfum vegna aldurs og gjaldþol hans skerst verulega af þeim sökum. Enn fremur getur komið til greina ívilnun vegna verulegra útgjalda af menntun barns (barna) framteljanda sem eldra er (eru) en 1 6 ára. Eyðublöð með nánari skýringum til notkunar í þessu sambandi fást hjá skattyfirvöld- um. Þar er annars vegar um að ræða umsóknar- eyðublað vegna hinna ýmsu atvika sem getið er um hér að framan og hins vegar vegna emnntunar- kostnaðar barna. Enn fremur skal í G-lið tilgreina nöfn barna sem voru á 16 og 17 aldursári á árinu 1977 (fædd 1961 og 1960) ef framteljandi fékk greitt meðlag með þeim eða barnalífeyri úr almannatryggingum á árinu 1977, en upphæð meðlagsins eða barnalíf- eyrisins skal færa í þar til ætlaðan reit á bls. 1, ásamt fengnu meðlagi eða barnalífeyri úralmanna- tryggingum með yngri börnum ef um slikt var að ræða Hjón sem telja sér hagfelldara að launatekjur konunnar, sbr. tölulið 12, III, séu sérskattaðar geta krafist þess og skulu þau þá færa tilmæli þar um í G-lið á bls. 4 Heimild til 50% frádráttar, sbr tölulið 9, V, fellur þá niður Annar frádráttur en persónuleg gjöld konunnar telst við útreikninginn hjá eiginmanninum. Karli og konu, sem búa saman í óvigðri sambúð og átt hafa barn saman, er heimilt að skriflegri beiðni beggja að fara þess á leit við skattstjóra að hann sameini skattgjaldstekjur þeirra og skatt- gjaldseign til skattgjalds á nafni karlmannsins. Beiðinina skal hvort um sig færa í G-lið á framtali sinu og tilgreina þar nafn hins. Athygli skal vakin á því að framangreind samsköttun k^rls og konu, sem búa í óvigðri sambúð, veitir ekki rétt til 50% frádráttar af tekjum konunnar. Að lokum skal framteljandi dagsetja framtalið og undirrita Ef um sameiginlegt framtal hjóna er að ræða skulu þau bæði unirrita það Athygli skal vakin á því að sérhverjum framtals- skyldum aðila ber að gæta þess að fyrir hendi séu upplýsingar og gögn er leggja megi til grundvallar framtali hans og sannprófunar þess ef skattyfirvöld kerfjast. Öll slík gögn, sem framtalið varða, skal geyma a.m.k. í 6 ár. Lagatilvitnanir í leiðbeiningum þessum eru í lögum nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignaskatt með áorðnum breytingum skv lögum nr. 7/ 1972, lögum nr. 60/1973, lögum nr. 10/1974, lögum nr. 1 1/ 1975, lögum nr. 20/1976 og lögum nr. 63/1977 Reykjavik 1 1. janúar 1978 Sigurbjörn Þorbjörnsson rikisskattstjóri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.