Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.1978, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUÖARDAG'UR 14. JANÚAR 1977 Leiklistarskóli íslands (undirbúningsdeildir ekki meðtaldar) Menntaskólar Myndlista- og Handíðaskóli íslands, dagdeildir Samvinnuskólinn 3. og 4. bekkur Teiknaraskóli á Vegum Iðnskólans í Reykjavík, dagdeild Tónlistarskólinn I Reykjavik, pianó- og söng- kennaradeild Tækniskóli íslands (Meinatæknideild þó aðeins fyrir fyrsta námsár) Vélskóli íslands Verknámsskóli iðnaðarins Verslunarskóli íslands, 5. og 6. bekkur 2. 174.000 kr.: Fósturskóli íslands Gagnfræðaskólar, 3. bekkur Héraðsskólar, 3. bekkur Húsmæðraskólar Hússtjórnarskólar Loftskeytaskólinn Lýðháskólinn í Skálholti Samvinnuskólinn, 1. og 2. bekkur Stýrimannaskólinn, 2. oq 3. bekkur, farmanna- deild Stýrimannaskólinn, 2. bekkur, fiskimannadeild Verslunarskóli íslands, 1.—4. bekkur Þroskaþjálfaskóli, 1. námsár 3. 131.000 kr.: Gagnfræðaskólar, 1. og 2. bekkur Hérðasskólar, 1. og 2. bekkur Stýrimannaskólinn, undirbúningsdeild og 1. bekkur farmanna- og fiskimannadeilda 4. Samfelldir skólar: a. 131.000 kr. fyrir heilt ár: Bændaskólar Garðyrkjuskólinn á Reykjum b. 93.000 kr. fyrir heilt ár: Hjúkrunarskóli íslands Hjúkrunarskóli i tengslum við Borgarspítalann í Reykjavík Ljósmæðraskóli íslands Námsflokkar Reykjavíkur, til gagnfræðaprófs c. 77.000 kr. fyrir heilt ár: Meistaraskóli Iðnsskólans í Reykjavík Teiknaraskóli á vegum Iðnskólans í Reykjavík, síðdegisdeil d. 66.000 kr. fyrir heilt ár: Lyfjatæknaskóli íslands Námsflokkar Reykjavikur, til miðskólaprófs og verslunar- og skrifstofustarfa Póst- og simaskólinn, simvirkjadeild á fyrsta ári Röntgentæknaskóli Sjúkraliðaskóli hroskaþjálfaskóli, 2. og 3. námsár 5. 4 mánaða skólar og styttri: Hámarksfrádráttur 77.000 kr. fyrir 4 mánuði. Að öðru leyti eftir mánaðafjölda. Til þessara skóla teljast. Hótel- og veitingaskóli íslands, sbr. 1. og 2. tl. 3. gr. laga nr. 6/1971 Iðnskólar Stýrimannaskólinn, varðskipadeild Vogaskóli, miðskólanámskeið 6. NámskeiðSog annað nám utan hins almenna skólakerfis: a. Maður, sem stundar nám utan hins almenna skólakerfis og lýkur prófum við skóla þá er greinir í liðum 1 og 2, á rétt á námsfrádrætti skv. þeim liðum í hlutfalli við námsárangur á skattárinu,. Þó skal sá frádráttur aldrei vera hærri en sem nemur heilsársfrádrætti enda þótt námsárangur (í stigum) sé hærri en sá náms- árangur sem talinn er vera tilsvarandi við heils- ársnám. í öldungadeildum Menntaskólans við Hamrahlíð og Menntaskólans á Akureyri eru 33 stig talin samsvara heilsársnámi. Auk þessa fái nemandi frádrátt sem nemur greiddum nám- skeiðsgjöldum. b. Dagnámskeið sem stendur yfir eigi skemur en 16 vikur, enda sé ekki unnið með náminu, frádráttur 3.500 kr. fyrir hverja viku sem nám- skeiðið stendur yfir. c Kvöldnámskeið, dagnámskeið og innlendir bréfaskólar, þegar unnið er með náminu, frá- dráttur nemi greiddum námskeiðsgjöldum. d. Sumarnámskeið erlendis leyfist ekki til frádráttar nema um framhaldsmenntun sé að ræða en frádráttur vegna hennar skal fara eftir mati hverju sinni. 7. Háskólanám erlendis: Vestur-Evrópa 390.000 kr. Austur-Evrópa Athugist sérstaklega hverju sinni vegna námslaunafyrirkomulags. Norður-Ameríka 640.000 kr. 8. Annað nám erlendis: Frádráttur eftir mati hverju sinni með hliðsjón af skólum hérlendis. 9. Atvinnuflugnám: Frádráttur eftir mati hverju sinni. 10. Nánari skýringar og sérákvæði: a. Námsfrádrátt skv. töluliðum 1—5 og 7 skal miða við þann skóla (og bekk) sem nám er hafið í að hausti og skiptir því eigi máli hvort um er að ræða upphaf eða framhald náms við hlutaðeig- andi skóla. Þegar um er að ræða nám sem stundað er samfellt í 2 vetur eða lengur við þá skóla sem taldir eru undir töluliðum 1, 2, 3, 4 og 7, er auk þess heimilt að draga frá allt að helmingi frádráttar fyrir viðkomandi skóla það ár sem námi lauk enda hafi námstími á þvi ári verið lengri en 3 mánuðir. Ef námstími var skemmri má draga frá 1/8 af heilsársfrádrætti fyrir hvern mánaeða brot úr mánuði sem nám stóð yfir á því ári sem námi lauk. Ef um er að ræða námskeið, sem standa yfir 6 mánuði eða lengur, er heimilt að skipta frá- drætti þeirra vegna til helminga á þau ár sem nám stóð yfir enda sé námstími síðara árið a.m.k. 3 mánuðir. b. Skólagjald: Við námsfrádrátt skv. töluliðum 1 — 5 bætist skólagjald eftir því sem við á C. Álag á námsfrádrátt: Búi námsmaður utan heimilissveitar sinnar meðan á námi stendur má hækka námsfrádrátt skv. töluliðum 1—5 og 6 a. og b. (þó ekki skólagjald eða námskeiðsgjald) um: 1. 20% hjá þeim nemendum sem veittur er dvalarstyrkur skv lögum nr. 69/1972 um ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði eða hliðstæðar greiðslur á vegum sveitarfélaga. Dvalar- og ferðastyrkir, veittir skv. þessum ákvæðum, teljast ekki til tekna né til skerðingar á námsfrádrætti. 2. 50% hjá þeim nemendum sem ekki áttu rétt á og ekki nutu styrkja eða greiðslna þeirra sem um ræðir í 1. tl. þessa stafliðar. d. Skerðing námsfrádráttar: Hafi nemandi fengið námsstyrk úr ríkissjóði eða öðrum innlendum ellegar erlendum opinberum sjóðum skal náms- frádráttur, þ.m.t. skólagjald, lækkaður sem styrknum nemur, Dvalar- og ferðastyrkir, svo og hliðstæðar greiðslur sveitarfélaga, skv. 1. tl. stafliðar c. teljast ekki námsstyrkir í þessu sambandi. Reykjavík 11. janúar 1 978 Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.