Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 14

Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 Halldór Jónsson, verkfrædingur: Þriggja manna tal Það er miður vinnudagur. Við sitjum þrir menn á tali, sem fljót- lega berst frá tilefninu, viðskipt- um, að þjóðmálunum eins og gengur. Við finnum fljótt að hug- myndir okkar fara allmikið sam- an og umræðan verður bæði löng og skemmtileg, þannig að við gleymum okkur og matartiminn er bráðum liðinn hjá. Talið berst að islenzku stjórnar- fari. Einn af okkur er kvæntur erlendri konu. Þau hjón eiga eignir í hennar föðurlandi, þar sem þau bjuggu áður, en búa hér nú. Þeim hefur verið sagt af ís- lenzkum yfirvöldum að flytja eignirnar heim til Islands, því Is- lendingar mega ekki eiga neitt i útlöndum. (Bara Landsbankinn má eiga íbúð svo lítið beri á útí London). En nú er það vitað, að íslendingar fá ekki að flytja eigur sinar með sér ef þeir flytja úr landi. Ef sömu lög og reglur giltu í öðrum löndum og gilda hér á Islandi, þá gæti enginn flutzt á milli landa án þess að verða glæpamaður. Því hika hjónin við og þessi maður sagði þau heldur flytja úr landi heldur en að hlýða. Því erlend kona, gift Islendingi, sem af einhverri ástæðu stæði hér uppi ein og vildi flytjast aftur til sins fólks, yrði að fara slypp og snauð. Við urðum sammála um það, að þessi hlið stjórnarfars á Islandi væri í rauninni fasismi, og ekki i anda Helsinkisamþykktar- innar. Þetta væri verra en hjá kommúnistunum, sem leyfa helst engum að -fara, en ef þeir leyfa það, þá fá menn þó að taka geit- urnar sinar með, eins og karlinn í sjónvarpinu, sem flutti vestur fyr- ir tjald. Islendingar eru þannig fangar stjórnmálamanna sinna auk þess að vera þrælar þeirra. Þeir hirða 44% af brúttó-vinnsluvirði allrar framleiðslu landsmanna, því ríkið þarf, að því er þessir skálkar segja, „að hafa forgöngu þar sem einstaklingarnir hafa ekki bol- magn“. Já, já. Hvaðan hefur ríkið sína peninga nema frá þessum sömu einstaklingum, sem leggja nótt við dag. Sjálfir myndu þessir einstaklingar aldrei leggja eyri í Kröfluvirkjun, þörungaverk- smiðju, járnblendiverksmiðju og þvílík ævintýri. Svo vitlausir eru þeir ekki. En þeir eru nógu vit- lausir til þess að fara á kjörstað og kjósa þar þá menn, sem ekki hika við svoleiðis smáræði. Sá okkar sem fyrr um ræðir, hafði áður búið rétt hjá sláturhúsi í landi konu sinnar. Hann sagði að sér fyndist íslenzk pólitik vera líkust þvf, þegar verið var að keyra grísina í sláturhúsið fram hjá heimili hans. Þeir voru keyrð- ir á fínum bílum, rýtandi einhver málamyndamótmæli, en allir færu þeir inn á ákvörðunarstað. Svona yrði það sjálfsagt hérna við næstu kosningar, fyrr eða síðar á þessu ári. Við yrðum keyrðir á pallinum af kúskunum sem allt vita betur en við, hvað sem við segjum. Við þrir værum ekkert einsdæmi. Við sætum þarna, þrjú atkvæði, sammála um það, að við gætum í sjálfu sér engu breytt. Við værum fangar kerfisins og það skipti i sjálfu sér engu máli hvort við færum á kjörstað eða ekki. Sérhver ríkisstjórn, sem við tekur, hvað sem hún kallar sig, yki álögurnar á okkur. Kerfið væri stirðnað, blint og heyrnar- laust og yxi eins og óstöðvandi krabbamein, þrátt fyrir fagurgala ýmissa keyrsíumanna um það að nú verði að fara að skera. Trún- aðartraust okkar til stjórnmála- mannanna almennt væri svo til þorrið. Við gætum ekki vitað hvort það, sem við gerum í dag verður löglegt á morgun né hvort dagurinn i dag verður dæmdur eftir lögum morgundagsins, því ekki er hikað við að setja lög afturverkandi. Nægir að nefna hér skyldusparnaðinn. Verði svona þróun áfram, þá verður það spurning hvort menn treysta því að gjaldeyrisreikningar Ólafs verði ekki gerðir upptækir einn góðan veðurdag. Eða að verðbóta- skírteini ríkissjóðs verði ekki gerð að „andfélagslegum verð- bólgugróða“ einn annan dag og skattlögð í ljósi þess. Treystum við islenzkum stjórnmálamönnum til þess að hafa viss grundvallar- réttindi manna í heiðri? Verður sú stjórnarskrá, sem þeir eru að semja handa okkur, haldbetri i þeim efnum en sú sem við höf- um? Við minntumst Þess að sölu- skatturinn var einu sinni 7.5%, já jafnvel 3.5%, og verðbólgan var 10—15%. Nú er söluskatturinn 20% og dugar ekki til, þrátt fyrir 18% „timabundið" vörugjald. Og verðbólgan — drottinn minn. Er- Þann 22. desmber s.l. fékk sveitafólkið á Islandi jólakveðju í Morgunblaðinu, var hún mynd- skreytt, eins og vera ber með jóla- pistla. Ekki var þessi mynd samt af Maríu Guðsmóður með Jesú- barnið í fjárhúsjötu, heldur af Herdísi húsmóður á Eskifirði og aðstoðarsérfræðingi Jónasar rit- stjóra í landbúnaðarmálum, en hún var höfundur þessarar jóla- kveðju. — Satt að segja, var ég farinn að vona, að frúin væri hæft að skrifa um landbúnaðarmál, — mál sem hún hefur ekki neina þekkingu á og þar af leiðandi ekki vit til þess að skrifa um, því nægi- legt var komið áður. Þó að þessi skrif hennar séu raunar ekki svar verð, þá finnst mér, af orsökum, sem ég kem að í lok þessa greinarstúfs, ekki stætt á því, að einhver sveitamaður úr kjördæminu kvitti ekki fyrir þessa jólakveðju. Því hafa þ'essar línur til orðið. Aðalkjarninn í jólaboðskap þessum, er að þeir sem í sveitum búa, séu ekki fólk. Þess vegna þarf ekki kauphækkun þangað „þegar fólkið í landinu fær lag- færingu á kaupi“. Landbúnaðar- vörur eru svo dýrar, að það er ofvaxið gjaldþoli fólks að kaupa þær, því á að krefjast þess, að þær verði fluttar inn. Þá getur frúin ekki du^ið gremju sínayfir því, að verkalyðsfélögin, með A.S.I. í broddi fylkingar, skuli ekki standa betur í ístaðinu fyrir sitt fólk, vegna okurs á landbúnaðar- vörum.— Það mun flestum ljóst vera, að í verðbóiguþjóðfélagi, sem okkar, hækkar allt til þess að framleiða landbúnaðarvörur, sem og aðrar vörur, og hækka þær þar af leið- andi í verði. Ennfremur, að þegar almennar kauphækkanir verði í landinu, eins og gerðist í sumar og haust, þá hækkar kaup sveita- fólks eðlilega líka eitthvað, en ég tek fram, á eftir öðrum kaup- hækkunum, en kaup bænda er eftir útreikningum Hagstofu Is- lands yfir 30% lægra en verka- manna, sem er þó síður en svo of hátt. Þessa hluti virðist Herdís ekki skilja, þess vegna talar hún um „svívirðilega hækkun“ á þess- ari vöru. — Þá er rétt, að athuga lítillega, hvaða rök eru fyrir því hjá jóla- boðskaparhöfundi, að land- búnaðarvörur séu svo dýrar, að hinn almenni neytandi geti ekki keypt þær. — A kreppuárunum, í kring um 1930, þegar margir verkamann gengu atvinnulausir, voru þeir helmingi lengur að vinna fyrir lítra af mjólk, en þeir eru í dag og eftir síðustu hækkun landbún- aðarvara, voru þeir 10 minútum skeraur að vinna fyrir kjötkílói og lítra af rjóma, en þeir voru í vor. Þá var það samhljóða dómur verslunarstjóra í Reykjavik, sem Mbl. hafði tal af fyrir jólin, að fólk hefði aldrei haft jafn mikil peningaráð og nú, og vegna þessarar miklu kaupgetu hefði jaðrað við vöruþurrð í verslunum. Ennfremur færði útvarpið okkur þá frétt, að áfengisútsalan í Reykjavík hefði sett sölumet, selt upp á nokkra tugi milljóna á ein- um degi, eftir að sú vara, sem þar er á boðstólum hafði hækkað um 20%. Allt eru þetta blákaldar stað- reyndir, sem staðfesta, að verð á landbúnaðarvörum, er ekki óhag- kvæmra en það hefur verið og að „fólkið í landinu" hefur ekki síð- ur ráð á að kaupa þær nú, en áður hefur verið.— Þegar frúin skrifar um mál landbúnaðarins, þá minnist hún ekki á milliliðakostnað, 3.000,— króna sláturkostnað á lamb, eða 20% söluskatt o.fl. en allt er þetta drjúgur partur af verði þessara vara, en á þessu kýli ætti hún að stinga með saumnál sinni, næst þegar hún fær köllun til þess að skrifa um of hátt verð á land- búnaðarvörum. Sennilega heldur Herdís, að bændur fái það verð fyrir vörur sinar, sem hún verður að borga fyrir þær f búðinni. Þessvegna ætla ég, henni til fróðleiks, að birta hér hvað ég fékk fyrir ein- ingu af innleggi mínu sl. haust, þá getur hún gert samanburð. Fyrir dilkakjöt I fl. fékk ég 539 kr. á kg., þá fengu sænskir bændur 675 kr. ísl. fyrir sitt dilkakjöt og þeir norsku kr. 863 ísl. Fyrir dilkakjöt III. fl. fékk ég kr. 485 og fyrir Æ II fékk ég kr. 194, en úr því kjöti kaupa húsmæðurnar hakkið og farsið í búðinni. Nei, það er ekki furða þegr frú Herdís talar um „stórkostleg sefasýkisflog bænda- stéttarinnar“, að þeir taki því ekki þegjandi þegar hún og henn- ar líkar rógbera þá og reyna að traðka á rétti þeirra til þess að fá að lifa við svipuð kjör og aðrir á landi hér. Þar sem frúin sker upp herör fyrir innflutningi á búvörum („við eigum að krefjast þess, að landbúnaðarvörur verði fluttar inn'‘), þá er hún efalaust búin að kynna sér hvaða verð verður á þessum vörum, þegar þær verða afhentar úr búðunum á Eskifirði. Mjólkin sennilega fri Danmörku og þá flutt með flugvélum, svo hún verði ekki súr, og kjötið frá Astraliu eða Argentínu. — Þar Valdimar J. Magnússon: Er leiðarahöfundur Morg- unblaðsins lýðskrumari ? I leiðurum Mbl. föstudaginn 6. janúar og sunnudaginn 8. janúar s.l. gerir ritstjóri blaðsins að um- talsefni verðbólguna og afleiðing- ar hennar eins og svo oft áður. Það sem einkennir skrif Mbl. og annarra blaða um verðbólguna er að allir eru sammála um að áhrif hennar og afleiðing séu slæm, en minna er rætt um orsakir hennar eða leiðir til að ráða niðurlögum hennar. Þó örlar á tilraun til skýr- ingar í leiðara blaðsins 6. janúar s.l. þar sem skýrt er samhengi verðbólgu og atvinnuleysis. Með því að drepa niður í leiðara blaðsins á örfáum stöðum má fá ágætt yfirlit yfir efni hans, en þar segir: „Hér á Islandi ríkir mikil verð- bólga, en ekkert atvinnuleysl — Jafnvel skortur á vinnuafli." „Sú ríkisstjórn, sem setið hefur undanfarin 3 ár hér á tslandi, hefur sett það markmið öðrum ofar að tryggja fulla atvinnu. Þess vegna hefur hún ekki beitt sterk- ari samdráttaraðgerðum." „Ef ekkert er að gert leiðir mik- il verðbólga smátt og smátt til atvinnuleysis. Til lengdar er ekki hægt að tryggja fulla atvinnu með óðaverðbólgu. Kostnaðarauki þeirra fyrirtækja, sem ekki geta velt útgjaldaauka sinum út i verð- lagið leiðir að lokum til þess, að rekstur fyrirtækjanna stöðvast. Þá kemur atvinnuleysi." „Að hluta til höfum við fjár- magnað verðbólguna og fulla at- vinnu með því að taka stóraukin erlend lán. Þetta er hægt að gera um tíma. Einstaklingur eða fjöl- skylda, sem lifa um efni fram, geta fjármagnað þá umfram- eyðslu með því að taka lán, en að lokum kemur að skuldadögunum. Það er ekki hægt að fá meiri lán, og þau lán sem búið er að taka verður að endurgreiða." „Með sama hætti stendur ís- lenska þjóðin nú frammi fyrir því að ekki er lengur verjaridi að fjár- magna verðbólguna — umfram- eyðslu okkar — með erlendum lántökum. Og þá er komið að því, að við verðum að horfast í augu við veruleikann og axla þær byrð- ar, sem því fylgja.“ Allt eru þetta orð að sönnu. En er leiðarahöfundur Morgunblaðs- ins ekki hér einmitt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi aðeins ýtt vandanum á undan sér í stað þess að leysa hann? Ef ekki er hægt að halda áfram á sömu braut, hver var þá ávinn- ingurinn af þeirri stefnu sem haldið hefur verið uppi, og því botnlausa skuldafeni sem við okk- ur blasir? Leiðarahöfundi Morgunblaðs- ins er tíðrætt um það böl sem er fylgifiskur verðbólgu og felst í rýrnandi verðgildi gjaldmiðilsins, sem vissulega hvetur almenning til viðstöðulausrar eyðslu. En í umræðum um verðbólguna er sjaldan bent á annað böl samfarr henn, em felst þí að með rýrnandi verðgildi gjaldmiðilsins færast völd og ákvörðunarréttur úr höndum einstaklinga og fyrir- tækja þeirra, í hendur stofnana sem úthluta lánsfé f þjóðfélaginu. Þessar stofnanir eru bankar og alls konar opinberir sjóðir sem stjórnað er af stjórnmálamönnum með beinni eða óbeinni íhlutun. Stjórnmálamennirnir hafa hreiðr- að um sig í lykilstöðum f sífellt þrengri og einhæfari farvegi fjár- magnsins. Þetta hefur þýtt vald- söfnun í stað valddreifingar. I ljósi þessa aukna valds stjórn- málamannanna er ekki víst að stjórnmálamönnunum sé verð- bólgan eins leið og þeir látast. Vegna þeirrar óðaverðbólgu sem rfkt hefur í þessu þjóðfélagi, hefur eigið fjármagn fyrirtækja orðið að engu. Fyrirtæki geta með bókhaldi sýnt tölulegan hagnað og borið tekjuskatt samkvæmt því, þótt í raun og veru hafi verið um verulega eignarýrnun að ræða og raunverulegan taprekstur. Verðbólgan er orðin skattstofn og eignaupptaka á sér stað. Kostnaðarauki og fjármagns- þörf fyrirtækja vex með minnk- andi verðgildi krónunnar. Fyrir- tæki þurfa að mæta útgjaldaauka sínum með hærra verðlagi á fram- leiðslu og þjónustu, jafnframt eykst þörf á rekstrarfjármagni. Valdpostularnir hafa hinsvegar talið að lausn verðbólgunnar fæl- ist í þvf að svelta fyrirtækin með því að halda niðri verði á fram- leiðslu og takmarka Iánsfjár- magn. Afleiðingin er að atvinnufyrir- tækih í landinu eru alls ófær um að gegna hlutverki sínu. Er nú svo komið að já eða nei þeirra sem dregið hafa sér völdin og ákvörð- unarréttinn í þjóðfélaginu skilur á milli lffs eða dauða atvinnufyr- irtækjanna. Þessu ófrelsi sem orð- ið hefur í skjóli málsvara einka- framtaks á Islandi, hefði kommúnista ekki dreymt um að koma á nema með blóðugri bylt- ingu. Það hefur löngum verið sér- grein Þjóðviljans að telja atvinnu- fyrirtækin og forstöðumenn þeirra verðbólgubraskara í þjóð- félaginu. Nú finnur Morgunblað- ið út að verðbólgubraskarar hafi átt blómatíma og margir safnað miklum eignum á stuttum tíma. Hverjir eru þessir verðbólgu- braskarar? Hvernig skapast þeim aðstaða til verðbólgubrasks? Það skyldi þó ekki vera í gegaum stjórnmálamennina sem hafa hreiðrað um sig við lífæðar fjár- magnskerfisins. Stjórnmálamenn- irnir geta ekki frfkennt sig ábyrgð á og hlutdeild í verðbólgu braskinu. Morgunblaðið kvartar um að lýðskrumarar noti þau merki spillingar sem fram hafa komið undanfarin misseri til að grafa undan trausti almennings á helstu stofnunum þjóðfélagsins og forystumönnum þeirra, í stað þess að leggja áherslu á siðferðis- lega endurreisn og jákvæða upp- byggingu í þjóðfélaginu. Það fer fyrir Morgunblaðinu eins og svo mörgum öðrum, að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.