Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 37

Morgunblaðið - 17.01.1978, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR 1978 37 líða uns allt er komið fram.“ (Matt. 5:18). Þar sem svo miklir glæpir og lygar eru ríkjandi 1 vorum heimi því skyldi þá nokkur efast I hjarta sér og rengja þann sannleika sannleikanna og orð lffsins, er Kristur talar til okkar: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu sem mölur og ryð eyðir og þar sem þjófar brjótast inn og stela, en safnið yður fjársjóðum á himni þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, þvi að þar sem fjársjóður þinn er mun og hjarta þitt vera.“ (Matt. 6:20). Að lokum vænti ég þess að bréf þetta fáist birt og þakka þá kær- lega fyrir birtinguna. Einar Yngvi Magnússon." Þessir hringdu . . . 0 Of margir framhaldsþættir? Sjónvarpsáhorfandi, sem sagðist sjaldan horfa á sjónvarpið vildi koma á framfæri skoðun sinni á framhaldsþáttum í^sjón- varpinu: — Ég er ekki einn af þeim, sem nennir að horfa á sjónvarpið öll kvöld og aldrei horfi ég reglulega á framhaldsþætti þess. Finnst mér eiginlega alltof mikið af framhaldsþáttum þannig að mik- ill hluti dagskrárinnar er orðinn þannig að ekki er hægt að horfa nema fylgjast reglulega með hverjum þætti. Þetta er kannski fullmikið sagt, en það liggur a.m.k. við að svona sé þetta. Mjög margir af þessum framhaldsþátt- um hafa verið vinsælir og jafnvel skemmtilegir að því er mér skilst, en ekki má samt ofgera með þeim. An efa eru til margs konar mynd- ir og leikrit, sem ekki eru fram- haldsþættir i marga mánuði, bæði fræðslu-, skemmti- og annars kon- ar efni. Þessu vildi ég aðeins fá að koma á framfæri og það væri gaman að vita hvort ekki eru fleiri á sömu skoðun og ég f þessu sambandi. # Bókmenntir? Þá hafði annar áhorfandi sjónvarps sameand við Velvak- anda og vildi fá meira af bók- menntum i sjónvarp: — Var ekki einhvern tíma bók- menntaþáttur 1 sjónvarpinu? Eg minnist þess eitthvað óljóst. Hvort sem það hefur verið eða ekki þá held ég að það gæti verið vinsælt efni að fá t.d. einhverja til að ræða um bækur, því mér skilst að það sé óraunhæft að láta lesa úr bókum í sjónvarp, þá sé of einhæft efni. En það er auðvelt að ræða um bækur í sjónvarpi og hvernig væri t.d. að fá einhverja til að spjalla um þær sögur sem verið er að lesa í útvarp hverju sinni, þá væri hægt að tengja örlítið saman dagskrár útvarps og sjónvarps. Eða eru þetta e.t.v. algjörlega aðskildir fjölmiðlar, sem ekkert samband vilja hafa sín á milli? % Helgistund- ina fyrr Að lokum er enn minnzt á dagskrá sjónvarps og hér er það bón eða spurning roskinnar konu, sem vill fá að vita hvers vegna ekki er hægt að hafa helgistund sjónvarpsins fyrr að kvöldinu, jafnvel fyrir kvöldmat eins og var áður. Segist hún naumast fylgjast með helgistundinni, ef hún er um eða eftir kl. 11 á kvöldin, en betra væri það kl. 6 á kvöldin þó svo að um matargerð væri e.t.v. að ræða. Hún gerði sér grein fyrir því að ekki væri hægt að ætlast til að hún væri höfð á bezta tímanum, en annaðhvort kl. 6—7 eða að dagskránni lyki fyrr á sunnudags- kvöldum kl. 22—23 og þá væri helgistundin þar innifalin. Þó væri kannski hægt að hugsa sér að eftir það væru hafðir einhverj- if dagskrárliðir ef sjónvarpið vildi bjóða nátthröfnum upp á efni fram eftir nóttu, eins og kon- an orðaði það. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A skákþingi Sovétríkjanna í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Tukmakovs, setn hafði ■hvítt og átti leik, og Kuzmins: 38. Il\a4! — Hxa4, 39. d7 — Ilb8, 40. He8 — Hal +, 41. Bfl — Haa8, 42. Re7+ og svartur gafst upp. Eftir 42. . . Kg7, 43. Rc8 er öllu lokið. Þeir Dorfman og Guljko urðu óvænt efstir og jafnir á mót- inu, en kappar eins og Petrosjan, Tal og Polugaevsky verða að biða eftir betri byr. HÖGNI HREKKVISI Skilaöu lúðunni, ófétið þitt! Sölumenn Árshátíð deildarinnar verður haldin föstudaginn 20. janúar 1978. Dagskrá verður mjög fjöl- breytt að vanda. Húsið verður tpnað kl. 1 5 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20. Dansað verðura.m.k. til kl. 2 e.h. Tilkynna þarf þátttöku til einhvers eftirtalinna manna í síðasta lagi fimmtudaginn 19. janúar n.k. Guðm. I. Gunnlaugsson S. 84111 Klemens Hermannsson S. 16666 Árni Sophusson S. 241 20 Jóhann Guðmundsson S. 24333 Stjórnin. USA GENERALfp ELECTRIC UPPÞVOTTAVÉLAR TVÆR GERÐIR FYRIRLIGGJANDI Verð frá kr. 176.800, — wx USA GENERAL ELECTRIC UPPÞVOTTAVELIN er þekkt fyrir gæði Kynnið ykkur hvað þessi uppþvottavél getur gert og losnið við leiðinlegustu heimilisstörfin með því að eignast hana. HÖFUM EINNIG fyrirliggjandi nokkrar GENERAL $H ELECTRIC RUSLAKVARNIR Verð kr. 37.000,- HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Slmi 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.