Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 15. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sadat kallar ráðherra sínn heim frá Jerúsalem Aður en Sadat forseti kallaði heim utanrfkisráðherra sinn frá Jerúsalem virtist bjartsýni manna á árangur f viðræðun- um aftur hafa aukizt þrátt fyr- ir ummæli Begins forsætisráð- herra daginn áður. Hér skálar Begin við Kamel utanríkisráð- herra. Cyrus Vance utanrfkis- ráðherra til hægri. Kafró, 18. jan. Reuter AP. ANWAR Sadat forseti kallaði utanrfkisráðherra sinn heim frá viðræðunum f Jerúsaiem í dag og framtfð friðarumieitana hans við tsraelsmenn virðist vera f hættu. Sadat aflýsti jafnframt fundi landvarnaráðherra tsraelsmanna og Egypta sem átti að hefjast f Kafrð á morgun. Þegar þetta spurðist skarst Carter forseti í leikinn og hringdi Soares myndar stjórn Lissabon, 18. jan. Reuter. MARIO Soares forsætisráð- herra tjáði Antonio Ramalho Eanes forseta f dag að jafnaðarmenn væru reiðubún- ir að mynda stjórn f Portúga! með flokki miðdemókrata og binda þar með enda á sex vikna stjórnarkreppu og Eanes lýsti yfir stuðningi við hugmyndina. Soares kvaðst gera ráð fyrir því að samningur milli flokks miðdemókrata og sósialista yrði undirritaður á morgun. Miðdemókratar hafa 41 þing- mann af 263 alls og jafnaðar- menn 102 þannig að hin nýja Framhald á bls. 18 f Sadat forseta með þeim árangri að Sadat féllst á að fundur land- varnaráðherranna skyldi haldinn á laugardag. Carter virðist að nokkru leyti hafa tekizt að sefa reiði Sadats, en Sadat sagði honum að sögn egypzka sjónvarpsins að Israels- menn vildu „landsvæði en ekki frið“. Sadat sagði Carter að það færi eftir því hvort Israelsmenn breyttu afstöðu sinni hvort við- ræður gætu aftur hafizt í Jerú- salem. Bandaríski utanríkisráðherr- ann, Cyrus Vance, er í Jerúsalem og það virtist koma honum á óvart að Sadat kallaði Mohammed Kamel utanrikisráðherra heim. En hann kvaðst ekki telja að slitn- að hefði upp úr viðræðum Egypta og Israelsmanna og kvaðst mundu ræða við Menachem Begin for- sætisráðherra á morgun og Sadat á föstudag. „Viðræðurnar hafa ekki farið út um þúfur. Ég hef oft áður séð þetta gerast i samningaviðræðum. Egypzka sendinefndin er farin Framhald á bls. 18 Hótun um turnvist dugði til London, 18. janúar. Reuter. BREZKA þingið skipaði f dag yf- irmanni stáliðnaðarins f Bret- landi, Sir Charles Villiers, að af- henda trúnaðarskjöl og ef hann hefði neitað hefði hann átt það á hættu að vera lokaður inni f turni klukkunnar Big Ben. En stáliðnaðurinn hlýddi skip- Framhald á bls. 18 Kommúnistar hóta kristilegum á ítaliu Róm, 18. jan. Reuter. tTALSKI kommúnistaflokkurinn olli miklu fjaðrafoki í dag þegar hann gaf i skyn að hann kynni að ganga til stjórnarsamvinnu með öðrum flokkum en kristilegum demókrötum. Hingað til hafa kommúnistar sagt að þeir ættu að fara f stjórn með kristilegum demókrötum og kallað það „sögulega málamiðl- un“, en í dag birtu þeir harða yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að þeir sæju aðra möguleika til lausnar stjórnarkreppunni en stjórnarsamvinnu með kristileg- um demókrötum. Sumir stjórnmálasérfræðingar töldu að kommúnistar væru að þreifa fyrir sér með þessari yfir- lýsingu eða að knýja kristilega demókrata til stjórnarsamvinnu. En blöð birtu fréttina undir stór- um fyrirsögnum og sögðu að af- staða flokksins hefði harðnað og hann vildi að vinstri stjórn yrði mynduð. Giovanni Leone forseti hélt áfram viðræðum við stjórnmála- leiðtoga um myndun nýrrar stjórnar í stað minnihlutastjórnar Giulio Andreottis sem sagði af sér á mánudaginn og leiðtogar kristi- legra demókrata sögðu honum að hann ætti að fela Andreotti mynd- un nýrrar stjórnar. Nýr fundurboðaður um fiskideilu EBE Briissel, 18. janúar. Reuter. Landbúnaðarráðherrar Efna- hagsbandalagsins ákváðu í dag að loknum þriggja daga viðræð- um að halda úrslitafund um fiskveiðimál bandalagsins f Vestur-Berlfn f næstu viku. John Silkin, landbúnaðarráð- herra Breta, sagði að fyrirhug- aður fundur yrði að bera árang- ur og að Bretar mundu grípa til eigin ráða ef samkomulag næð- ist ekki f grundvallaratriðum. Ráðherrarnir ákváðu að fjalla á óformlegum fundi 27. janúar um nýja tillögu EBE þess efnis að svokallaðar fisk- veiðiáætlanir komi í staðinn fyrir kröfur Breta um að þeir fái 12 mílna einkalögsögu og yfirgnæfandi forgangsrétt til veiða að 50 mílum. I fiskveiðiáætlununum er kveðið á um hve mikið af fiski og hvaða fisktegundir megi veiða á tilteknum svæðum og tímum. Þær eru tillaga írska sjávarútvegsráðherrans, Brian Lenihan, sem telur að með þeim megi koma til móts við kröfur Breta án þess að styggja önnur aðildarlönd. Viðræðurnar hafa verið f sjálfheldu vegna kröfu Breta um raunveruleg yfirráð yfir 50 mflna lögsögu sem sum EBE- ríki telja brjóta i bága við samninginn sem Bretar undir- rituðu þegar þeir gengu í bandalagið. Silkin sagði i dag að honum stæði á sama hvernig gengjð yrði að kröfum Breta og fisk- veiðiáætlanirnar gætu orðið lausnin, en þær yrðu að vera varanlegar og ná til alls þess sem Bretar krefðust. Að öðrum kosti gripu Bretar til sjálf- stæðra ráðstafana. Kommúnistaleiðtoginn Fern- ando di Giulio sagði að ef kristi- legir demókratar gætu ekki myndað nýja stjórn ætti sam- kvæmt leikreglum lýðræðisins að fela manni úr öðrum flokki stjórnarmyndun. Um það er rætt að kommúnistar kunni að leggja til að Ugo La Malfa verði forsætis- ráðherra. Hann er leiðtogi Lýð- veldisflokksins, fyrrverandi vara- forsætisráðherra og hvatamaður myndunar þjóðstjórnar^ Sósíaldemókratinn Luigi Preti sagði að kommúnistar vildu knýja kristilega demókrata til að ná ár- angri en sósíalistaleiðtoginn Michele Preti vitnaði til deilu franskra kommúnista og jafn- aðarmanna og sagði að afstaða kommúnista allra svokallaðra evrópukommún- ista hefði harðnað. Aðalleiðtogi ítalskra kommún- ista, Enrico Berlinguer, sagði er hann var beðinn að útskýra yfír- lýsingu flokksins að engin breyt- ing hefði orðið á stefnu hans, en hann skýrði það ekki nánar. Sérfræðingar segja að kommún- istar kunni að fara fram á að þeim verði falið að mynda minnihluta- stjórn með sósfalistum og nokkr- um minni flokkum, en þeir efast um að kristilegir demókratar gefi þeim færi á því. Samkvæmt skoðanakönnun eru 63% þingmanna kristilegra demó- krata í fulltrúadeildinni andvígir þjóðstjórn og stjórnaraðild Italski kommúnistaleiðtoginn Enrico Berlinguer kcmur frá viðræðum við Leone forseta um stjórnarkreppuna á Italíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.