Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 Björn Fridfinnsson fjármálastjóri: „Afkoma Islendinga og stjórnun í ríkiskerfinu ” Björn Friðfinnsson fjár- málastjóri var einn frum- mælenda á ráðstefnu Stjórnunarfélags fslands í Munaðarnesi f s.i. viku sem fjallaði um verkefnið „Þjóðhagsleg markmið og afkoma íslendinga“. 1 ræðu Björns kom m.a. eft- irfarandi fram: Notkun viðurkenndra aðferða við stjórnun Mannlegu stjórnkerfin hafa í sér fólgna tilhneigingu til þess að þenjast út og vaxa og á stofni opinberrar stjórnsýslu verður margur kalkvisturinn — menn án verkefna og verkefni án manna — ef ekki er beitt réttum aðferð- um til að halda kerfinu réttvöxnu og án skaðlegra rótarskota. Ekki skyldu menn ætla, að þessi vandamál séu einskorðuð við opinbera stjórnkerfið. — Þau skjóta hvarvetna upp kollinum, þar sem byggja þarf upp og við- halda „kerfi“ með samspili margra einstaklinga til þess að takast á við afmarkað verkefni. Munurinn kemur hins vegar fram í þvi, að í einkarekstrinum knýja lögmál efnahagslífsins stöð- ugt á um úrbætur. Fyrirtæki dafna og deyja — eftir þvf, hvern- ig á málum er h: ldið og falli verk- efni brott eða breytist — verða samsvarandi breytingar á innri stjórnun og verkaskiptingu hjá hverju einstöku fyrirtæki tiltölu- lega fljótt. I hinu opinbera stjórn- kerfi hættir stofnun til að blíva — hvernig sem á málum er haldið. Yfirboðarar stjórnsýslukerfisins eru óhjákvæmilega seinir að taka við sér og ef þeir verða varir við að stofnun veldur ekki verkefn- um, sem á hana eru lögð, þá verð- ur auðveldasta lausnin oft að koma- á fót nýrri stofnun eða a.m.k. nefnd. Stundum taka þeir einfaldlega að sér stjórn- sýsluverkefnið sjálfir og er Kröflunefnd líklega frægasta dæmið um það. Menn deila nú nokkuð um það, hvort þeir vilja „báknið burt“ eða „báknið kjurrt". Ég legg til að menn sættist á það, að hafa slag- orðið „báknið breytt“. Ég gæti nefnt ýmis dæmi niður- stöðu minni til stuðnings, en hér verður aðeins fárra getið. Okkur vantar t.d. samræmdar reglur um mat á ýmsum fjárfestingum sem lagt er til að hið opinbera leggi í eða veiti fyrirgreiðslu til. Það er of seint að finna það út núna, að fiskiskipafloti, sem nýlega hefur verið stóraukinn með opinberri fyrirgreiðslu sé allt of stór eða að virkjun, sem búið er að byggja, falli ekki að orkuþörfinni. Það er stjórnsýslulegur galli, að mikið af tölum í nýsamþykktum fjárlögum skuli vera byggðar á verðlagi frá þvf i maí á sfðasta ári og þar með að litlu hafandi. Það segir sína sögu, að um leið og útgjöld til heilbrigðismála verða sffellt stærri hluti þjóðarútgjalda, þá skuli það engin merkjanleg áhrif hafa á lífslíkur iandsmanna og það gefur tilefni til athugunar, að fiskveiðar og fiskvinnsla skuli hafa gengið án truflana í nýaf- stöðnu verkfalli opinberra starfs- manna enda þótt engir opinberir fiskmatsmenn væru í vinnu. I orkumálum er við augljósa skipu- lags- og stjórnunarlega galla að etja, og þannig mætti lengi telja. Að opinberri stjórnsýslu hér á iandi starfa heiðarlegir og vel- menntaðir starfsmenn. Afstaða „kerfisins" út á við og til verk- efna sinna byggist á sögulegum ástæðum sem ekki er ástæða til að rekja hér. Ef við viljum „báknið breytt" verður það að gerast með nýrri og almennri stefnumótun alþingis og ríkisstjórnar, en fyrstu skrefin, sem stíga þarf í framkvæmd nýrrar stjórnsýslu- stefnu er að veita lykilmönnum í „kerfinu" viðbótarfræðslu og þjálfun, og fá þá til að tileinka sér inntak þeirra erlendu stjórnunar- aðferða, sem ég nefndi hér að framan. Við ráðum ýmsa sérfræð- inga i lykilstöðum, verkfræðinga, lækna, lögfræðinga o.s.frv. en ekkert er samt að því hvað þeir kunni til stjórnunar. Stjórnunar- félag Islands gæti hér haft enn Fiskiskipaáætlun 1: Fjármunamyndun í físki- skipum árin 1945—1975 MIKLAR sveiflur eru í fjártnunamyndun fiski- skipaflotans og eru þær hlutfallslega meiri en í fjármunastofninum, sem fram kemur í þjóðarauðs- matinu. enda valda þær mestu um sveiflur fjár- munastofnsins, segir í ný- útkominni Fiskiskipaáætl- un Framkvæmdastofnunar ríkisins. A hverju ári frá 1945 til 1975 hefur orðið einhver fjármuna- myndun á bátum. Mest var hún þó 1967, 3717 milljónir króna, vegna undanfarinna hagstæðra ytri skilyrða. Minnst var hún aft- ur á móti árið 1950, 174 milljónir króna, í lok hins mikla skipa- smíðatímabils eftirstríðsáranna. Fjármunamyndun í togurunum hefur verið töluvert óreglulegri en fjármunamyndun í bátum. Rétt þykir því að fjalla um árin 1947—1974 sem sex sjálfstæð tímabil. Fyrsta tímabilið stendur fram til ársins 1952. A þessum árum koma nýsköpunartogararnir, sam- tals að verðmæti 8487 milljónir króna. Hæst ber áríð 1947 þegar togarar að verðmæti 3880 milljón- ir króna bættust við flotann. Annað timabilið stendur árin 1953—1956. A þessu skeiði verða engar breytingar á togaraflotan- um nema slit og afskriftir. Þriðja tímabilið stendur frá ár- inu 1957 til 1960. Þá bætast tog- araflotanum sex skip að verðmæti 2.254 milljónir króna. Fjórða tímabilið stendur aðeins tvö ár, 1961 og 1962. Þetta tímabil er að því leyti líkt öðrum tímabil- um, að engar breytingar verða á togaraflotanum á þessum árum. Fimmta tímabilið er tímabil hnignunar togaraflotans sem slíks. Það stendur frá árinu 1963 til ársins 1969. A þessum árum eru ellefu togarar seldir úr landi auk þeirra 7, sem fara til niður- rifs, einn strandaði og er fjár- munamyndun í togurunum nei- kvæð á þessu tímabili um 477 milljónir króna. Sjötta og seinasta tímabilið hefst árið 1970 og mun væntan- lega standa a.m.k. fram á árið 1978. Er hér um að ræða tíma skuttogaranna. A árunum 1970—1975 nam verg fjármuna- myndun i skuttogurum 18379 milljónum króna sem er 116% meira en nam vergri fjármuna- myndun i togurunum árin 1947—1952. Línuritið sem hér fylgir sýnir í milljónum króna, hver verg fjár- munamyndun i togurum, bátum og fiskiskipum alls hefur verið árin 1945—1975. Björn Friðfinnsson mikilvægara hlutverk en það hef- ur í dag. Stjðrnun hjá erlendu stórfyrirtæki Ég átti þess kost um nokkurra ára skeið, að kynnast nokkuð inn- viðum hjá erlendu stórfyrirtæki, en fyrirtæki þetta er fjölþjóðlegt og hefur 3—4 sinnum fleiri starfsmenn en íslenska ríkið. Það hóf starfsemi sina í kjall- araholu i New York fyrir alda- mótin síðustu en selúr nú fram- leiðsluvörur fyrir nokkuð á annan milljarð dollara á ári. I dag er það almenningshlutafélag með um 30 þúsund eigendum, en völdin virð- ast vera í höndum banka, trygg- ingafélags og annarra fjármála- stofnana í Bandaríkjunum og víð- ar og eru stjórnarmenn kosnir með atfylgi slíkra stórhluthafa. Verksmiðjur eru á annað hundr- að og eru þær staðsettar i nokkr- um löndum. Söluskrifstofur eru um heim allan. Hér er þvi um að ræða bákn, sem á að mörgu leyti við svipuð stjórnunarvandamál að etja og ríkiskerfi hjá lítilli þjóð. Unnið er eftir fjárhagsáætlunum til eins, fimm og tíu ára og mikil áherzla er lögð á stöðugt upplýsingaflæði um árangur starfseminnar, svo að stjórnendur geti brugðist sem skjótast við þeim vandamálum, sem upp koma. Fyrirtækið nýtir samtengt tölvukerfi með aðalmið- stöð í Bandarikjunum en útstöðv- ar víða um heim og er hægt að nýta sameiginlegan gagnagrunn frá öllum útstöðvunum. Lögð er mikil áherzla á innra kontról og kerfisbundna stjórnun. Stjórnin og aðalframkvæmda- stjórar móta stefnuna í stórum dráttum, en síðan taka lægra sett- ir stjórnendur við og útfæra hana. Mælikvarði á heildarárangur fyrirtækisins og einstakra deilda þess er að sjálfsögðu arðsemin, en það hefur sýnt sig, að valdamestu eigendurnir eru fljótir að ókyrr- ast, ef arðgjöfin minnkar af hluta- bréfum þeirra. Ég er að sjálfsögðu ekki að leggja slíkt fyrirtæki og opinbera stjórnsýslu algjörlega að jöfnu, til þess eru markmiðin of ólík og mælikvarðar á árangur f jölbreytt- ari. Engu að síður kemst ég ekki hjá því að bera saman ýmis atriði í rekstri beggja og þá einkum hvað snertir grundvallaratriði i stjórnun. Ég vil þó gera þann fyrirvara, að þekking mín á þessu erlenda fyrirtæki ristir ekki djúpt, en er bundin við ýmis al- menn atriði er ég varð ýmist var við sjálfur eða sem starfsmenn þess skýrðu mér frá. I fyrsta lagi vil ég nefna áherzl- una á kerfisbundna stjórnun. All- ir stjórnendur háir, sem lágir fá í Góð afkoma Swissair AFKOMA svissneska flugfélags- ins „Swissair", sem er eitt stærstu flugfélaga í heimi var á s.l. ári sú albesta frá upphafi fyrirtækisins, að því er formaður stjórnar fé- lagsins Armin Belten-Weiler, sagði i skýrslu sinni á aðalfundi félagsins nú fyrir skömmu. Þá kom fram hjá honum að hluthöfum fyrirtækisins hafi ver- ið tilkynnt f september sl., að reiknað væri með góðri afkomu félagsins en sú góða afkoma óx síðan stöðugt og var mun meiri þegar upp var staðið um áramót. Einnig kom fram hjá Armin að félagið byggist við svipaðri út- komu á þessu nýbyrjaða ári. Þátttaka Verzlun- arráðsins í alþjóð- legum samtökum MÖRG fslenzk fyrirtæki og sam- tök taka þátt f ýmis konar starf- semi erlendra alþjóðasamtaka án þess þó að mjög margir viti nánar um það, eitt þeirra er Verzlunar- ráð tslands, sem tekur þátt f margskonar alþjóðlegri sam- vinnu verzlunarráða og er mark- miðið að reyna að nýta það starf sem þar fer fram eins vel og unnt er f þágu atvinnulffsins. Mest hafa samkiptin af eðlilegum ástæðum verið milli verzlunar- fólks sjálfs, bæði milli landa og innan þeirra áöllum stigum efna- hagslffsins og stefnt er að því, að frjáls einkarekstur geti nýtt framleiðsluþætti þjóðanna á hag- kvæmastan hátt og búið fólki þannig beztu Iffskjörin. Alþjóða verzlunarráðið starfar einkum með þrennum hætti að verkefnum sínum: I fyrsta lagi með sérstökum málefnanefndum, sem fjalla um ýmis mál svo sem utanríkisviðskipti, viðskipta- stefnu, peningakerfið, fjölþjóða- fyrirtæki, alþjóðlega fjárfestingu, efnahagsþróun, tollamál, sam- göngur og alþjóðlegar viðskipta- venjur. I öðru lagi með ráðstefnuhaldi um hin ýmsu vandamál sem efst eru á baugi hverju sinni og í þriðja lagi er það með mikilli út- gáfustarfsemi en henni er skipt í tvo flokka, annars vegar skýrslur um höfuðvandamál alþjóðlegrar efnahagsstarfsemi og hins vegar ábendingar og reglur um alþjóð- lega meðferð ýmissa mála eins og alþjóðlegra viðskiptahátta og margs fleira. Alþjóðaverzlunarráðið er félagsskapur verzlunarráða hinna ýmsu landa og hefur þann tilgang að efla viðskipti og tengsl at- vinnurekenda, styrkja stöðu einkarekstrusins, efla alþjóðlegt starf verzlunarráða og fyrirtækja og vera leiðandi aðili í slíku sam- starfi gagnvart opinberum og alþjóðlegum aðilum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.