Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 5 [TEISJTÉ] HÚSGAGNAHJÓL - VAGNHJÓL Myndin hér að ofan var tekin er starfsfólk Borgarspltalans afhenti peningana stjórn stjúkrastofnana Reykjdvíkurborgar. Borgarspítalinn: Starfsfólkið safnaði 360 þúsund kr. til sundlaugar- byggingar yið Grensásdeild STARFSFÓLK við Borgarspítalann hóf fyrir skötnmu fjársöfnun til fyrirhugaðrar sundlaugarbyggingar við Endurhæfingardeild Borgarspítalans við Grensásveg og söfnuðust strax 360 þús. kr., sem þegar hafa verið afhentar stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. í frétt, sem Morgunblað- kvæði hjúkrunarfræðinga, inu hefur borizt frá Borgarspítalanum, segir að sundlaug við Endurhæf- ingardeild spítalans hafi verið mikið til umræðu s.l. 1—2 ár. Borgarstjórn Reykjavíkur hafi lýst yfir vilja sínum á að koma upp laug við deildina og Al- þingi samþykkt fyrir síð- ustu jól 20 millj. kr. fjár- veitingu til stundlaugar- byggingarinnar. í þessari viku mun svo fjárframlag Reykjavíkurborgar verða ákveðið. Þá segir, að aö frum- sjúkraliða og starfsstúlkna Borgarspítalans hafi fyrir skömmu verið hafin fjár- söfnun meðal starfsfólks spítalans með hina miklu þörf fyrir sundlaugarbygg- ingu í huga. Var lagt til að hver starfsmaður legði fram kr. 1000 og söfnuðust kr. 360.000.- samanlagt frá starfsfólki og fáeinum sjúklingum. Upphæðin var afhent stjórn sjúkrastofn- ana Reykjavíkur 17. janú- ar s.l. og skal upphæðinni varið til tækjakaupa. Að lokum segir, að stjórn sjúkrastofnana Reykjavík- urborgar þakki þetta frjálsa framlag og veki samtímis athygli á því já- kvæða hugarfari starfs- fólks Borgarspítalans, sem liggi að baki söfnun þess- ari. c Geðheilsa vangefinna Könnun sálfræðinema við H.í. Félagsvlsindadeild Háskóla tslands hefur nýlega gefið út bók um rannsókn sem fjórir némar f sálarfræði við deildina gerðu á geðheilsu vangefinna. Rannsóknin er B.A. verkefni nemanna I sálarfræði og unnin á tfmabilinu maf 1976 til júlí 1977 og tók til 603 einstaklinga sem allir eru á stofnunum fyrir vangefna hér á landi. I formála bókarinnar segir að með rannsókn þessari vilji nemarnir benda á þann mikla fjölda vengefinna. sem þróar með sér geðsjúkan persónu- leika. Þessir einstaklingar þarfnist sérfræðilegrar með- ferðar og kennslu og því beri að stefna að gagngerum endurbót- um sem hafi í för með sér við- hlítandi meðferð geðsjúkra. Rannsóknin er sniðin eftir danskri rannsókn, sem gerð var á árunum 1969—1975. Aðferðin í rannsókninni var á þá lund að svokallað DIPAB- matskerfi (skammstöfun á Diagnose af Psykotisk Adfærd hos Börn) var þýtt og staðfært úr dönsku úrtak tekið, atferlis- athugun gerð á einstaklingun- um og rætt við þann starfs- mann, sem þekkti viðkomandi best og síðan unnið úr upplýs- ingunum. DIPAB-matskerfið er gert úr 6 almennum og 18 sérstökum spurningum. Almennu spurn- ingarnar eru útbúnar sem þroskastigar er meta getu ein- staklingsins á ákveðnum svið- um, en sérstöku spurningunum er skipt í tvo flokka. Annars vegar spurningar sem ætlað er að meta tjáskipti og tengsl barnanna við aðra og hins veg- ar spurningar sem meta undar- lega eða sérkennilega hegðun. Loks er ein spurning sem met- ur hvort barnið hefur ein- hverja sérgáfu. Spurningarnar um undarlega hegðun eru unn- ar út frá þeirri forsendu að undarleg hegðun sé afleiðing einangrunar barnsins. í inngangi bókarinnar segir að kostir vel afmarkaðrar sjúk- dómsgreiningar séu þeir að auknar líkur séu fyrir þvi að einstaklingurinn sé vistaður á stofnun við sitt hæfi; að for- stöðumenn geti skipulagt stofn- unina þannig að hver ein- staklingur fái meðferð við sitt hæfi, og að slík greining auki þekkingu á þessu sviði og geti komið að gagni við skipulagn- ingu á meðferð og þjálfun. Niðurstaða rannsóknarinnar varðandi hversu margir þeirra einstaklinga sem hún tók til þurfa á sérmeðferð að halda vegna geðveiki var sú að um 29% þeirra sem dveljast á stofnunum fyrir vangefna hér á landi þarfnist sérstakrar með Framhaid á bls. 18 Fegurðarsamkeppni íslands af stað aftur UNDANKEPPNI fyrir fegurðar- samkeppni tslands mun á næst- unni hefjast, en ferðaskrifstofan Sunna hefur veg og vanda af henni. A vegum fegurðarsam- keppni Islands verður f vetur keppt um eftirfarandi titla: fegurðardrottning Islands, ung- frú tsland, Fegurðardrottning Reykjavíkur og bezta Ijósmynda- fyrirsætan, en hún er valin af fréttaljósmyndurum. Þegar er hafin leit af væntan- legum keppendum og eru ábend- ingar í þeim efnum vel þegnar og skulu þær berast ferðaskrifstof- unni. Það skal þó tekið fram að stúlkurnar þurfa að vera á aldrin- um 17—25 ára og mega ekki vera eða hafa verið giftar og keppend- ur mega ekki hafa alið börn. Fulltrúar landsbyggðarinnar verða valdir á ferðakvöldum Sunnu víðsvegar um Iandið. Sigurvegarar í fegurðarsam- keppni Islands mun síðar taka þátt í eftirfarandi fegurðarsam- keppnum: Miss Universe 1979, Miss Europe 1979, Miss World 1978, Miss Scandinavia 1978 og Miss International 1979. Ólafsvík: Frystihúsið tilbú- ið innan skamms Ólafsvfk, 18. janúar. BÁTAR eru farnir að róa eftir áramótin og eru tveir bátar að undirbúa sig undir netaveiðar, en afli hefur verið fremur treg- ur. Frystihúsið er enn ekki til- búið til starfsrækslu eftir ára- mót og er þess vegna frekar dauft yfir atvinnulífinu hér, en vonir standa nú til að úr rætist og húsið verði tilbúið innan tíð- ar. Togarinn okkar Lárus Sveinsson er nýfarinn til Reykjavíkur í radaraðgerð en hann fer þaðan á veiðar. Nýverið lauk sýningum leik- félagsins á verkinu Frænka Charles, sem hófust fyrir jólin. Þá eru hin árlegu þorrablót að hefjast en annars má segja að frekar rólegt hafi verið yfir menningarlifinu hér hjá okkur að undanförnu. — Heigi. Eigutrt jafnan fyrirliggjandi ntikið úrval hjóla undir húsgögn og vagna, hvers konar, bceði til heimilis- og iðnaðarnota. Einnig getum við út- vegað með stuttum fyrirvara hjól til sérhcefðra nota, svo sem til efna- iðnaðar o.fl. Stcerzta sérverzlun landsins með vagnhjól. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.