Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 — Krafla Framhald af bls. 32. en þeir urðu heldur ekki varir við nein ummerki um gos. Páll Einarsson sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að landsig á Kröflusvæðinu væri nú orðið meira en einn metri og væri næst mesta sig, sem orðið hefði á svæðinu frá því að yfir- standandi umbrot hófust hinn 20. desember 1975. I það skipti varð landsigið um það bil 2‘A metri, ,,og ef landsig nú ætlar að verða jafn mikið og þá, er enn langt í land miðað við þann sighraða sem verið hefur i þessari hrinu,“ sagði Páll. Þá sagði hann, að engu væri hægt að spá um framhald um- brota á svæðinu að þessu sinni, þar sem munstrið væri svo óreglu- legt ennþá. — Hnúfbakur Framhald af bls. 32. draga og vorum að byrja að draga inn stjórateininn, þegar við urðum varir við að hvalur, sem svo kom í ljós að var hnúf- bakur, var fastur við stjórann, þannig að belgjalínan hafði vafizt utan um sporðinn á hon- um. Við ætluðum oklcur að skera belgina og tógið frá sporðinum, en gátum það ekki, þar sem við höfðum ekki nógu langa haka til að skera úr sporðinum. Eftir nokkurt mas urðum við að hverfa frá trossunni og fór- um í land til að ná okkur í útbúnað til að skera úr sporði hvalsins. Það siðasta sem við sáum til hnúfbaksins var að hann komst ekki niður vegna belgjanna á sporðinum. Það gerðist svo að við komust ekki á miðin strax sökum veðurs, en þegar við komum út, fundum við hvorki hnúfbakinn né netatrossuna og höfum við nú leitað mikið að trossunni og hvalnum, en ein netatrossa kostar a.m.k. 300 þús. kr.,“ sagði Níels. — Engin telex- skák . . . Framhald af bls. .32. sambandsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær samkomulag hefði náðst milli Skáksambands íslands og a-þýzka skáksambands- ins nokkru fyrir áramót um að telexkeppni landanna færi fram n.k. laugardag 21. janúar og ís- lendingar hefðu miðað allan sinn undirbúning við það. Þegar A- Þjóðverjar hefðu nú lýst sig alls- endis ótilbúna til að tefla á laugardag, hefðu þeir lagt til að teflt yrði hinn 4. marz n.k., en það gæti Skáksambandið alls ekki sætt sig við. Einar sagði síðan að haft hefði verið ssamband við dr. Max Euwe forseta FIDE i gær og honum tilkynnt að stöðu mála og íslend- ingar hefðu um leið kært A- Þjóðverja og krafist þess að Is- lendingum yrði dæmdur sigur í keppninni. FIDE ætti nú eftir að fjalla um málið, og þá kæmi í ljós hvort Islendingar væru þegar komnir í úrslit eða hvort þeim bæri að tefla. — Sadat Framhald af bls. 1 heim til skrafs og ráðagerða", sagði Vance. Jafnframt hefur Sadat kallað egypzka þingið saman til skyndi- fundar á laugardaginn og þá hyggst hann skýra frá ástæðunum fyrir því að hann ákvað að kalla Kamel utanríkisráðherra heim. Egyptar tóku ekki fram að friðarumleitunum Sadats væri lokið og þess vegna telja sérfræð- ingar sennilegt að það sem hafi vakað fyrir Sadat hafi verið að sýna fram á að hann væri þess albúinn að slíta viðræðunum ef Israelsmann féllust ekki á meiri tilslakanir. Egypzki upplýsingaráðherrann, Abdel-Moneim Sawi, talaði hins vegar með nokkurri beiskju um það sem hann teldi bera vott um ósveigjanleika hjá Israelsmönn- um þegar hann skýrði frá ákvörð- un Sadats. Hann sagði að tsraels- menn byðu aðeins takmarkaða lausn sem gæti ekki leitt til varan- legs og réttlás friðar. Egypzkir embættismenn sögðu að utanríkisráðherrann hefði ver- ið kallaður heim vegna þess að Sadat hefði gramizt yfirlýsingar sem Begin forsætisráðherra og Moshe Dayan landvarnaráðherra hefðu látið frá sér fara í þessari viku. Þeir kváðu þessar yfirlýs- ingar sýna að Israelsmenn væru ekki reiðubúnir að taka nauðsyn- legar ákvarðanir. Begin sagði í ræðu í gærkvöldi að ef Isrelsmenn skiluðu þeim svæðum sem þeir tóku í stríðinu 1967 gæti það ekki haft frið í för með sér. Dayan sagði á mánudag- inn að Egyptar mættu ekki miða skammbyssu á Israel og að betra væri að friðarumleitanirnar rynnu út í sandinn en að tilvera Israels rynni út i sandinn. — Hótun Framhald af bls. 1 uninni sem er samkvæmt æva- gamalli heimild sem margir þing- menn vissu ekkert um. Ætlunin er að knýja Sir Charles til að afhenda upplýsingar sem stjórn- in fékk um erfiðleika stáliðnaðar- ins frá þvf í janúar 1976 og þar til f september f fyrra. Stáliðnaðurinn er þjóðnýttur og gert er ráð fyrir að hann tapi 520 milljónum punda á yfirstandandi fjárhagsári. Nefnd skipuð þing- mönnum úr öllum flokkum virðist vilja vita hvenær stjórnin frétti fyrst um ástandið. Þingnefndin hefur gagnrýnt yf- irstjórn stáliðnaðarins og leggur til að gömlum stáliðjuverum verði lokað og þúsundum manna verði sagt upp. Nefndin krafðist þess einnig að Eric Varley iðnaðarráðherra af- henti trúnaðarskjöl. Varley hefur lofað að gefa nefndinni nánari upplýsingar en segir að stjórnin vilji ekki láta reka á eftir sér. Að baki býr vaxandi ágreining- ur um hlutverk þingnefnda: Sum- ir þingmenn vilja að hlutverk þeirra verði svipað og banda- rískra rannsóknarnefnda. And- stæðingar hugmyndarinnar, þar á meðal Michael Foot, aðstoðarleið- togi Verkamannaflokksins, vilji draga úr áhrifum nefndanna. — Soares Framhald af bls. 1 stjórn fengi starfhæfan þing- meirihluta. Flokkur miðdemókrata er hægrisinnaður en tillaga Soares um samstarf við hann var safnþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða á fundi i stjórn jafnaðarmanna- flokksins þótt vinstrisinnar óttist að samkomulagið leiði til hægrisveiflu. Samkomulagið var samþykkt með 96 atkvæðum í flokks- stjórninni en 23 sátu hjá. Jafn- framt var samþykkt að halda áfram tilraunum til að ná sam- komulagi við kommúnista og sósialdemókrataflokkinn sem er miðvinstriflokkur. Soares sagði að hann hefði ekki enn verið skipaður for- sætisráðherra, en því starfi hefur hann gegnt til bráða- birgða, þar sem Eanes forseti þyrfti að ráðfæra sig við bylt- ingarráð hersins sem hefur eftirlit með því að stjórnar- skránni sé framfylgt. Ef Soares verður skipaður for- sætisráðherra hefur hann 10 daga til umráða til þess að leggja stefnuskrá sína fyrir þingið til staðfestingar. Sérfræðingar segja að Soares muni sennilega fækka ráðherrum i stjórninni sem verði skipuð 12 ráðherrum auk forsætisráðherra og tveggja varaforsætisráðherra og að miðdemökratar fái sennilega þrjú ráðherraembætti. — Krefjast frestunar . . . Framhald af bls. 3. Við höfum ekkí haft neitt tæki- færi til að sjá greinargerðir, sem um er talað í fundargerðinni og ekki heldur uppdrætti. Þá þykir okkur ó'trúlegt, að umhverfis- málanefnd, sem tók að sér Grjóta- þorpið hafi lagt blessun sína yfir þetta. Aðalatriðið af okkar hálfu á þessu stigi er að málinu verði skilyrðislaust frestað í borgar- stjórn, þannig að okkur gefist tækifæri til að athuga málið í góðu tómi. Ef borgarstjórn vill ekki láta okkur njóta jafnréttis við aðra „hagsmunaaðila" eins og kallað er í skipulagsnefnd, þá hljótum við að leita réttar okkar með því að kæra þessa málsmeðferð til féalgsmálaráðuneytisins eða leita til dómstólanna, ef á þarf að halda. Við vonum, að til þessa þurfi ekki að koma og borgarstjórn skjóti þessari tillögu á frest, ef hún þá ekki fellir hana. Málsmeðferð hefur verið mjög tillitslaus gagnvart okkur og sam- þykkt tillögunnar væri auk þess brot á aðalskipulagi Reykjavíkur eins og kemur fram í fundargerð skipulagsnefndar 26. júlí s.l. Bréf þetta sendum við öllum borgarfulltrúum. Virðingarfyllst, Þorkell Valdimarsson, SÍKrfður A. Valdimarsdóttir, Sig. Valdimarsson. Valdimar Þórðarsson. — Bretar Framhald af bls. 14. hryðjuverkastefnu almennt. Var sagt að tæknu sú, er beitt var, hefði verið af yfirlögðu ráði og þótt undirmenn hefðu ekki fengið skrifleg fyrirmæli hefði lögreglu hennar hátignar í Ulster verið sagt í miðstöðvum upplýsinga- þjónustunnar hvernig fara skyldi að. Einnig var það skoðun dóm- stólsins að viðbótarreglugerð sú, er Bretar settu saman i tilefni af N-Irlandsástandinu bryti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu að því leyti að föngum væri ekki gert kleift að leita sér lögfræðings eftir handtöku eða sjá til þess að dæmt væri í máli þeirra. Bæri þó engu síður að taka tillit til sér- stakra kringumstæðna. Viðbrögð við úrskurði dómstóls- ins voru misjöfn. I Lundúnum lýstu embættismenn yfir ánægju með að böðulsstimpillinn hefði verið þveginn af Bretum, en í Dyflinni var haft eftir talsmanni stjórnarinnar að hún væri „hvumsa og agndofa" yfir niður- stöðunni. „Svona úrskurði er hægt að líkja við að manni, sem játar sekt sína, sé veitt uppgjöf saka", sagði hann. Irski dómarinn í dómstólnum Philip O’Donoghue, sem var einn af fjórum, sem ekki vildu fallast á úrskurðinn og full- yrti að tækniliðirnir fimm flokk- uðust undir pyntingar, sagði að fleira væru pyntingar en „þumal- skrúfur og kvalabekkir, sem tíðk- uðust í dýflissum miðalda". „Það er enginn vafi á að pynta má menn andlega á okkar dögum," bætti hann við. Embættismenn í Dyflinni létu þó í ljós að úrskurð- urinn sýndi að málsbúningur Ira hefði verið réttmætur því for- dæming ómannúðlegra yfir- heyrsluaðferða ætti erindi við heimsbyggðina alla. Þeir, sem greiddu atkvæði gegn úrskurðin- um auk Ira, voru Grikkir, Austur- ríkismenn og Kýpurbúar. — Sovétmenn Framhald af bls. 14. hins vegar á þriðjudag að sovésk- ar flugvélar hefðu varpað sprengjum á umsáturslið sitt við Massawa. I ræðu í brezka þinginu í dag lét brezki utanrikisráðherrann, dr. Owen, í Ijós þá skoðun að lausn deilunnar ætti að vera í verka- hring Afríkjuríkjanna og lýsti því yfir að Bretar styddu tilraunir Einingarsamtaka Afríkjuríkja til málamiðlunar. „Ég hef ekki trú á að það sé Sovétmönnum til hags- bóta að gera úr þessu mál Austur- og Vesturveldanna." Hann kvað brezku stjórnina ekki hafa enn tekið afstöðu til beiðni Sómala um að senda þeim vopn. Sam- kvæmt heimildum í París munu Frakkar bíða með ákvörðun sína unz vestræn ríki hafa ráðgazt um hvernig skuli bregðast við beiðni Sómala. Var í þeim sagt að með viðvörunum sínum hefðu leiðtog- ar Sómalíu ekki í fyrsta skipti æpt upp yfir sig „úlfur, úlfur". Álíta Frakkar að það séu í rauninni Sómalar, sem brotið hafi í bága við sett landamörk, en að Sovét- menn ættu engu síður að halda sig fyrir utan deiluna. Heimildir í BrUssel herma að ráðgjafarnefnd Efnahagsbandalagsins sé af heil- um hug hlynnt þeirri hugmynd að styðja við bakið á Sómölum eftir að þeir vísuðu sovéskum hernaðarráðgjöfum úr landi. — Verður bólusett Framhald af bls. 14. ónæmar fyrir áhrifum hans, en þær, sem sprautaðar voru sjö dög- um áður voru aðeins varðar að hluta. Á meðal þeirra dýra, sem hins vegar voru bólusett eftir að meinið gróf um sig voru krabba- tilfellin miklu fleiri og jókst tíðni þeirra eftir því sem bólusetning fór síðar fram. Lærdómurinn, sem draga má af þessu, er sá, að ónæmi vex svo hröðum skrefum þegar bólusett er með fósturfrum- um, að sjá má árangur af því að fjórtán dögum liðnum og að dýrið sé varið gegn æxlinu alla sína lífstíð. Er einnig ljóst að eftir að æxlið er tékið að myndast gerir hið gagnverkandi efni ekki annað en greiða fyrir vexti þess. Þó breitt bil sé milli tilrauna með mýs og tækni, sem menn geta beitt fyrir sig í lækningum bendir viss samsvörun við niðurstöður athugana með konur til að takast megi að framleiða ónæmisefni gegn brjóstkrabba. Sennilegt þyk- ir að næsta skref rannsóknanna verði að skýrgreina þá hættu, er við sögu koma og að geratilraunir til staðfestingar því að túlkun manna á dýratilrauninni sé rétt. The Guardian, 14. jan. ’78. — Geðheilsa Framhald af bls. 5. ferðar vegna geðrænnar truflunar. Ennfremur kom það m.a. fram að mun fleiri þroskaheftir einstaklingar á aldrinum 25—40 ára eru haldnir geðveiki en á aldrinum 4—25 ára, en til þeirra aldurshópa tók rann- sóknin. Niðurstöður varðandi kynskiptingu vangefinna voru f samræmi við erlendar rann- sóknarniðurstöður, sem allar sýna að vangefni er mun al- gengari hjá körlum en konum, en mismunur milli geðveikra karla og kvenna greinir sig ekki marktækt frá hlutfalli kynjanna. Lífaldur, greindar- þroski og stétt geðveikra ein- staklinga var ennfremur rann- sóknarefni nemanna, fjöldi á stofnunum, orsakasjúkdóms- greiningar og fleira. Nemarnir sem stóðu að rann- sókninni voru Aðlstein Sigfús- son, Ingunn St. Svavarsdóttir, Margrét Arnljótsdóttir og Rósa Steinsdóttir; en leiðbeinendur þeirra voru Sigurjón Björnsson prófessor og Margrét Margeirs- dóttir félagsráðgjafi. Bókin er gefin út í 150 eintök- um, og er til sölu á þremur stöðum í borginni, á skrifstofu landssamtakanna, Þroskahjálp-' ar, skrifstofu Styrkatarfélags vangefinna og í Bóksölu stúdenta. —„Hallærisplan” Framhald af bls. 17 dæmi, t.d. ‘að Vesturgötu 2 og í Aðalstræti 16. Ljóst er að sjónarmið hagnýtis, fegurðar og menningarsögu geta farið saman í varðveizlu gamalla húsa. I þeim forsendum, sem borgaryfirvöld gáfu Þorsteini og Herði fyrir skýrslu þeirra var þessa ekki nægilega gætt. Ný við- horf krefjast nýrra vinnubragða og er skýrsla sú, sem nýlega var lögð fram um ástand, sögu og varðveizlugildi húsa í Grjótaþorpi gott dæmi um það. Slíka skýrslu þarf að taka saman um öll hús, sem reist voru í miðbænum fyrir t.d. 1920 áður en hreyft er við þeim og hugað að nýsmíði. Övissa sú og togstreita, sem ríkir varð- andi Bernhöftstorfu og Grjóta- þorp sýnir að borgaryfirvöld verða hið fyrsta að taka varð- veizlumál i heild til endurmats og móta nýja stefnu þar sem gætt sé miklu fleiri sjónarmiða en áður hefur verið gert. Þangað til slíkt verður er nauðsynlegt að hrófla ekki við gömlum húsum, séu þau ekki að falli komin. Eg mælist eindregið til þess, að borgaryfirvöld kynni sér hvort ekki megi færa sér i nyt gömlu húsin, a.m.k. sum hver, með hag- kvæmum hætti. Verzlun Brynjólfs H. Bjarnasonar þótti stórmyndarleg í eina tíð, en húsið hefur látið á sjá. Sumir telja Hótel Vík eitt fegursta timburhús Reykjavíkur. Leðurvöruverzlun Jóns Brynjólfssonar verður að teljast hreinasta perla í sínum gamla stíl og margir munu geta séð, að Veltusund 1 býr yfir mikl- um þokka. Þetta hús mætti sjálf- sagt bæta mjög með góðum smekk og nýta margvíslega. Aðgát sé höfð Hætt er við að menningarsögu- legt gildi gömlu húsanna hafi ekki athugað sem skyldi. Mér er ekki kunnugt um, að saga hússins i Hafnarstræti 4 hafi t.d. verið athuguð sérstaklega áður en lagt var til að húsið skyldi víkja. Páll nokkur Brekkmann reisti hús á þessum stað árið 1796. Öljóst er, hvort þetta hús stendur enn að hluta, þar sem nú er Bókaverzlun Snæbjarnar, en Arni Öla telur, að svo muni vera. Þetta mætti lík- lega leiða i ljós með nákvæmri könnun, því að til eru teikningar af húsi, sem Páll hugðist reisa og uppmæling húsa hans er til frá 1798. Þetta mætti bera saman við t.d. Reykjavikurkort frá 1801 og 1836 o.fl. Niðurstaðan verður e.t.v. að um sé að ræða hús Páls. Arni Öla telur, að á því húsi hafi Jörundur hundadagakonungur einmitt dregið að húni í fyrsta sinn, þrjá flata þorska á bláum feldi, árið 1807. Var þá lýst yfir sjálfstæði Islands og er það mikil saga og merk sem kunnugt er. Tillaga sú, sem nú liggur fyrir borgarstjórn eða afgreiðsla sú, sem henni er ætlað að fá, er í raun móðgun við þá sem barizt hafa ötullega fyrir að ekki sé hreyft við gömlum húsum án þess kann- að sé vandlega varðveidugildi þeirra. Hvergi örlar á þvi, mér vitanlega, að sá kostur hafi verið kannaður að reisa stórhýsi á framangreindum stað án þess að rífa gömlu húsin. Væri slíkt þó sjálfsagt til athugunar og saman- burðar. Hér þarf frekari íhugun og gát enda bágt á sjá að afgreiða þurfi málið á næstu mánuðum. Borgarstjórn gerði vel í því að fresta afgreiðslu og kynna málið betur. Opinberar umræður þurfa að fara fram um rök með og móti varðveizlu. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU * .UGLYSINGA SÍ.MINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.