Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 29 i í u í í \ { \ i * JU V JJ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI 'fr MUJÆnPK-asi'u ir haldsmenn okkar borgaranna opni augu sin og gullnar kistur og láti örfáar krónur renna til þeirra er af vilja frekar en mætti berjast fyrir hagsmunum okkar neyt- enda. Einn af yngri kynslóðinni.** % Gölluð vara sem fyrsta flokks?. „Ég get ekki orða bundist vegna neytendaþáttarins, sem var í Kastljósi Sjónvarpsins síðastlið- inn föstudag. Þar kom m.a. fram fulltrúi- Neytendasamtakanna og fullyrti, að islenzkir innflytjend- ur flyttu visvitandi inn i landið gallaða og/eða skemmda vöru, og seldu á verði, sem um væri að ræða fyrsta flokks vöru. Þetta hljómar í hæsta máta ósennilega, og fer ég fram á það við Féiag ísl. stórkaupmanna, að það reki þetta óorð af sér, svo framarlega sem fullyrðing neytendafulltrúans er röng. Formaður Kaupmannasamtak- anna kom fram í þessum þætti, og þegar hann hóf mál sitt um kartöfluóþverrann, sem um þess- ar mundir er á hvers manns diski, þá var honum bent á, að landbúnaðarvörur væru ekki til umræðu. Nú hefði verið mikil nauðsyn að ræða frekar um kartöflur, sökum þess að þær kartöflur, sem nú eru á boðstólum sem fyrsti og annar flokkur, eru svo smáar, að engu tali tekur, og að auki eru þær sýktar af kartöflusveppi, þannig að um stórfelld vörusvik hlýtur að vera að ræða. A þessu vil ég fá álit Neytenda- samtakanna. Umræðuþættir í Sjónvarpinu sem þessir eiga fyllsta rétt á sér. Mér sem neyt- anda fannst hin neikvæða afstaða neytendafulltrúans til alls og allra vera heldur til að skemma tilgang umræðunnar. Kolbeinn Arnason.“ Ymislegt fieira mætti án efa segja um málefni neytenda og kaupmanna, innflytjenda og ann- arra er fást við öll þessi mál og skal Velvakandi fúslega halda op- inni umræðu um þau mál ef mann hafa áhuga á. Væri t.d. ekki úr vegi að fá nú að heyra einhverjar raddir frá kaupmönnum eða inn- flytjendunum. Þessir hringdu . . . 0 Af hverju stytt? Kona f Kópavogi: — Mig langar að beina þeirri spurningu til útvarpsins af hverju danslög útvarpsins hafa verið stytt svo mikið. Aður fyrr voru þau alltaf á sunnudags- og laugardagskvöldum, en i vetur hafa þau aðeins verið á laugar- dagskvöldum. Ekki er nóg með það heldur hefur tími þeirra á laugardögum verið styttur nokk- uð líka. Ég er alls ekkert viss um að allir sitji við sjónvarpið á þess- um kvöldum, það eru margir sem nenna ekki að horfa á það öll sunnudagskvöld og þá geta þeir stytt sér stundirnar við að hlusta á útvarp og þvi þá ekki danslögin. Væri gaman að heyra svör út- varpsins við þessum spurnngum mínum. Hjá útvarpinu fékk Velvakandi þær upplýsingar að ákveðið hefði verið af útvarpsráði i upphafi vetrar að gera tilraun með að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A breska meistaramótinu f ár kom þessi staða upp í skák þeirra Reid og Prizants, sem hafði svart og átti leik. 17. ... Rxe4! 18. fxe4? (Hvitur varð að reyna 18. Dh5) Dg4+ 19. Khl — Df3+ 20. Kgl — Hxe4 og hvítur gafst upp. Sigurvegari á mótinu varð Walesbúinn Botter- ill, en fast á hæla hans fylgdi Englendingurinn Taulbut, sem nýlega varð Evrópumeistari unglinga. fella niður danslögin á sunnu- dagskvöldum og taka frekar upp léttklssiska tónlist. Var talið að breyttar aðstæður köiluðu á það að breytt yrði nokkuð til i flutn- ingi danslaga, en um skeið hefur það tíðkazt að danskennarar hafa verið fengnir til að velja lög, ef vera mætti til að ýta undir dans í heimahúsum, eða að fólk héldi við danskunnáttu sinni. Nú var talið að með aukinni þátttöku fólks f almennum dansleikjum þyrfti út- varpið ekki lengur að hvetja til dansiðkunar í heimahúsum og því var brugðið á það ráð að fella niður danslögin á sunnudags- kvöldum. Atti þessi tilraun að standa til áramóta ef ekki bærust umtalsverðar kvartanir eða mót- mæli við þessari skipan mála. Þar sem ekki höfðu borizt umtalsverð mótmæli um áramótin var ákveð- ið að hafa þetta svo um sinn, og reyna að halda þessu áfram enn um sinn. HÖGNI HREKKVÍSI Fimmtudagur 19. janúar kl. 20:30 fyrirlestur með litskyggnum, RITVA-LIISA ELOMAA. Finnland í dag. Laugardagur 21. janúar kl. 16:00 Finnskar kvikmyndir. .. .. Verið velkomm. NORRíNA HUSIO POHJOLAN TAID NORDENSHUS Kðpangskauistaðar H Kópavogsbúar Tómstundaráð vill vekja athygli á að bæjarbú- um gefst kostur á að nota bað og búningsað- stöðu og aðra aðstöðu sem fyrir hendi er á Kópavogsvelli til líkamsræktar eftirtalda daga: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 1 6 — 20, laugau daga 13 —18 og sunnudaga kl. 10 —12. Tómstundaráð. Ekki bara talstöð heldur Effect 512S ny sending komin BENCO Bolholti 4, sími 91-21945, Reykjavík f 10% álagningarafsláttur af öllum nýlenduvörum TILBOÐ þessa viku APPELSÍNUR aðeins kr. 179.— kílóið Munið smjörútsöluna Matvörumarkaðurinn LAUGARÁS Norðurbrún 2. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.