Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978
3
Siglufjörður:
Allar þrær
fullar í bili
Siglufirði, 18. janirar.
1 DAG var loðnu landað hér af
fullum krafti, og voru allar
þrær orðnar fullar í kvöld.
Verið er að vinna af stóra plan-
inu svonefnda og tekur það 3H
sólarhring. Nú er verið að
undirbúa dr. Páls þrærnar
undir loðnugeymslu og eins
hina margfrægu Síberíu. Þeg-
ar þessar þrær verða tilbúnar
verður þróarrými SR komið í
20 þúsund tonn.
— mj.
Sinfónían
í Keflavík
Keflavfk, 18. janúar.
Sinfóniuhljómsveit Islands
heldur tónleika í kvöld í Fé-
lagsbiói í Keflavik á vegum
Tónlistarfélags Keflavíkur.
Stjórnandi verður Páll P. Páls-
son og einsöngvari Kristinn
Hallsson.
— Ingólfur.
Vestfirðir:
Rækjuafli
eykst
HAUSTVERTlÐ rækjubáta á
Vestfjörðum lauk 9. desember
s.l. við Isafjarðardjúp, en 17.
desemzer við Arnarfjörð og
Húnaflóa. 58 bátar stunduðu
veiðafnar í haust og öfluðu alls
1.555 lestir, en í fyrra var afli
65 báta 1.497 lestir.
I yfirliti skrifstofu Fiski-
félags íslands í Vestfirðinga-
fjórðungi kemur fram, að frá
Bíldudal reru 7 bátar og var
aflinn i desember 32 lestir.
Alls hafa bátarnir fengið á ver-
tíðinni 216 lestir, en var 215
lestir hjá 10 bátum í fyrra.
Frá verstöðum við Isa-
fjarðardjúp reru 40 bátar i
haust og var afli þeirra i
desember 340 lestir. Vertíðar-
aflinn er þá orðinn 1.120 lestir,
en á sama tíma í fyrra var
hann 1.010 lestir hjá 42 bátum.
Frá Hólmavik hafa róið 11
bátar og öfluðu þeir 91 lest í
desember. Vertiðaraflinn þar
var þá orðinn 217 lestir, en í
fyrra fengu 13 bátar 272 lestir
á haustvertíðinni.
INNLENT
Vetrarvertíð er nú að hefjast og um leið og vertfð kemst f fullan gang, verður farið að fletja þann gula
og leggja f stæður. Saltfiskurinn hefur löngum gefið drjúgt f þjóðarbúið, og stundum er sagt: „Lffið er
saltfiskur“. Ljósm. Mbl.: Friðþjófur.
Eigendur lóðanna við Aðalstræti 8—16:
Krefjast frestunar skipu-
lagsaðgerða á svæð-
inu austan Aðalstrætis
I FRAMHALDI frétta þess efnis
að fyrir dyrum standi gagnger
bylting á skipulagi austan Aðal-
strætis á sama tfma og umhverfis-
málanefnd Reykjavfkur eða Ar-
bæjarsafn láta gera mikla könn-
un á Grjótaþorpi, hafa eigendur
lóðanna númer 8, 10, 12, 14, og 16
við Aðalstræti sent borgarstjórn
bréf þar sem farið er fram á skil-
yrðislausa frestun á þessum að-
gerðum þar sem málið snerti
þeirra hagsmuni mjög mikið en
ekki hafi verið við þá talað f
þessu sambandi. Að öðrum kosti
hyggjast þeir leita réttar síns með
þvf að kæra þessa málsmeðferð til
félagsmálaráðuneytisins eða leita
til dómstóla, ef á þarf að halda.
Jafnframt benda þeir á að strax á
árunum 1945 hafi þeir látið gera
skipulagsuppdrátt af svæðinu
sem þeirra lóðir taka til, en það
voru þeir Valdimar Þórðarson og
Sigurliði Kristjánsson sem báðu
arkitektana Hörð Bjarnason og
Agúst Steingrfmsson að gera
skipulagsuppdrátt þennan, en
þeir Valdimar og Sigurliði höfðu
strax árið 1944 séð fram á þörf
fyrir að byggja nýtt og vandað
verzlunarhúsnæði og höfðu í því
sambandi keypt upp lóðirnar sem
á undan eru nefndar, auk lóðanna
númer 3 við Grjótagötu og Bröttu-
götu. Með bréfi sfnu frá árinu
1944 fóru þeir félagar fram á við
borgarstjórn að skipulagningu
Grjótaþorps yrði flýtt sem auðið
yrði til að þetta verzlunarhús
gæti risið fljótlega.
Bréf það sem eigendur lóðanna
Fyrsti farmurinn af lausu
mjöli fluttur út frá íslandi
— 1100 tonn farin frá Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni h.f.
FYRSTA farminum af lausu mjöli, sem fluttur er út frá Islandi. fór
frá Reykjavík um áramótin. en þá fór eitt af skipum Kimskipafélags
Islands til Ifamborgar með 1100 tonn af lausu mjöli frá Sfldar- og
fiskimjölsverksmiöjunni í Reykjavlk.
Jónas Jónsson framkvæmda-
stjóri Sildar- og fiskimjölsverk-
smiójunnar sagði i samtali við
Morgunblaðið í gær, að vel hefði
gengið að koma mjöli um borð i
skipið og losun i Hamborg hefði
gengið mjög vel.
Allt mjöl hjá Sildar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni er nú geymt í
fjórum háum turngeymum. sem
standa fyrir framan verksmiðju
fyrirtækisins í Örfirisey. Taka
turnarnir 1000—1100 tonn. en
einn er ávallt hafður tómur, ef
mjög skyldi ofhitna i einhverjum
turnanna, þannig að hægt er að
dæla því á milli. Mjölið sem
geymt er i turnunum kemur bæði
frá verksmiðjunni i örfirisey og
frá verksmiðjunni á Kletti. Aður
en mjölið er sett i turnana er það
kælt niður i hæfilegt hitastig í þar
til gerðum mjölkælum og siðan
dælt upp i turnana. Þá er hægt að
fylgjast nákvæmlega með hita-
stigi i mjölinu eftir að það er
komið i turnana og eru fjórir hita-
mælar i hverjum turni. og er sið-
an fylgzt með hitanum á mæli-
tækjum sem komið er fyrir í verk-
smiðjunni í Örfirisey.
Með því að taka þessa mjöl-
turna i notkun, losnar Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjan við að nota
poka undir mjölið. en frá upphafi
hefur mjöl verið sekkjað á Is-
landi. Á hinum siðari árum hafa
kaupendur i V'-Evrópu sifellt ósk-
að oftar eftir því að fá mjölið
ósekkjað. þar sem þeir eru komn-
ir með stóra mjölturna, en á hinn
bóginn hafa kaupendur i A-
Evrópu ekki enn komið sér upp
aðstöðu fyrir laust mjöl.
sendu borgarstjórn 17. janúar s.l.
fer hér á eftir:
Borgarstjórn Reykjavikur.
Við undirrituð eigendur lóð-
anna nr. 8—10—12—14—16 við
Aðalstræti snúum okkur hér með
til háttvirtrar borgarstjórnar með
eftirgreint mál.
Fyrir nokkru fréttum við á
skotspónum að verið væri að
undirbúa gjörbylting á skipulagi
á svæði austan við Aðalstræti and-
spænis lóðum okkar. Gjörbylting
þessi mun þýða það að margfalt
byggingarmagn á að leyfa á svæð-
inu austan við Aðalstræti.
A sama tfma lætur umhverfis-
málanefnd eða Arbæjarsafn gera
mikla könnun á Grjótaþorpi, sem
snertir okkur mjög verulega. Þar
á nefnilega ekki að auka bygg-
ingarmagnið, heldur búa til eins
konar fornminjasafn aðallega á
okkar kostnað. Okkur þykir vænt
um Grjótaþorpið og viljum gjarn-
an eiga þátt f því að viðhalda því,
en það er ekki hægt að ætlast til
þess, að t.d. eigendur Aðalstrætis
9 eigi margfaldan rétt á við okk-
ur, en við höfum sannfrétt, að
einn þeirra hafi tekið að sér ein-
hvers konar framkvæmdastjórn í
þessu máli. Ekki vitum við í
hvaða umboði hann hefur talað.
Við teljum það alveg óhæf
vinnubrögð, að mál sem þetta sé
meðhöndlað í pukri eins og við
teljum að gert hafi verið. Við okk-
ur hefur ekkert verið talað og
erum við þó vissulega hagsmuna-
aðilar.
Undirrituð féngu í gær fundar-
gerðir skipulagsnefndar, sem eru
dagsettar 26.7 og 19.12 s.l. ár. Ur
seinni fundargerðinni er sagt, að
talað hafi verið við eigendur lóða
og aðra hagsmunaaðila. Þetta er
algerlega rangt. Við okkur hefur
ekkert verið talað.
Framhald á bls. 18
Bolungarvík:
39.000
lestir á
land 1977
Bolungarvfk. 17. janúar
HEILDARAFLINN á land í
Bolungarvík á síðasta ári nam
um 39.000 lestum og var loðna
30.000 lestir þar af. Arið 1976
bárust 31.400 lestir á laná í
Bolungarvík.
A sfðasta ári varð rækjuafl-
inn 530 lestir, en 480 lestir
1976. Annar afli 1976 var svip-
aður og í fyrra, nema loðnan,
sem gerir útslagið með meiri
afla á land 1977 en 1976.
Eini skuttogarinn, sem gerð-
ur var út frá Bolungarvík f
fyrra, Dagrún, landaði 3.500
tonnum á árinu. — Fréttaritari.
Grindavík:
Urðu að
skera á
línuna
Grindavík. 18. janúar
BÁTAR hér frá Grindavík
réru allir f gær þrátt fyrir
heldur leiðinlega veðurspá.
Var fjöldi bátanna með lfnu og
bjuggust skipverjar við að
ljúka drætti áður en hvessti.
Veðrið skall hins vegar fyrr á
en menn væntu og urðu marg-
ir bátanna að skera línuna frá
sér t.d. varð einn bátur að
skilja eftir 20 bjóð. Ahafnir
bátann, sem urðu að skilja eft-
ir línuna, gera sér þó jafnvel
vonir um að ná henni upp, er
lygnir. — Gudfinnur.
2 físksölur í
Þýzkalandi
KÖPUR GK 175 seldi 64 tonn
af fiski í Cuxhaven í gærmorg-
un fyrir 152.700 mörk eða 15,5
milljónir króna. Meðalverð á
kíló var kr. 242. Þá seldi togar-
inn Rán tæplega 70 lestir í
Cuxhaven í fyrradag fyrir tæp-
lega 151 þúsund mörk eða 15,3
millj. kr. Meðalverð á kíló var
kr. 218.60.
Eins og fram hefur komiB ■ frétt-
um MorgunblaSsins hefur kaup-
gjald haekkað verulega é timabil-
inu fré desember 1976 til desem-
ber 1977. ASÍ-taxtar hafa hækk-
a5 um 60%. BSRB-taxtar um
76,5%, og bankamannataxtar
um 67.4. Svörtu súlurnar sýna
þessa hækkun. Ljósa súlan sýnir
hækkun ékveSinnar neyzluvöru á
12 ménaSa timabili. fré nóvem-
ber 1976 til nóvember 1977.