Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1&.JANUAR 1978 Fyrsta manntalið 1703: íslendingum fækkaði 1703-1785 um 10.000 Mannfjöldaþróun í einstaka byggðarlögum Fyrsta manntal á tslandi Arni Magnússon og Páll Vídal- ín tóku fyrsta manntal á tslandi árið 1703. Þá töldust lslendingar 50.358. Sextlu árum sfðar, 1762, hafði landsmönnum fækkað um 5.513, vóru 44.845. Helzta orsök þessarar fækkunar var Stórabóla, sem geisaði árið 1707, og talin er hafa orðið allt að þriðjungi þjóð- arinnar að aldurtila. Ari- 1769 telst mannfjöldinn vera 46 201 en fækkar síðan. I 40.623 árið 1785, vegna harðæris og náttúruham- fara. Talið er að um 9.000 manns hafi fallið á árunum 1783 til 1785 eða tæplega fimmtungur þjóðar- innar. Landsmönnum fækkaði þannig um tæplega 10.000 manns á tlmabilinu 1703 til 1785. Fram til aldamóta 1800 fjölgaði landsmönnum um tæplega 1% á ári, vóru um 47.240 árið 1801. Síðan dró aftur úr fjölgun, var 0,4% til 0,5% á ári fram til 1850, en þá vóru landsmenn 59.157. A síðari helmingi 19. aldar er fjölg- unin misjöfn, 1,1% að meðaltali árin 1850—1860, um 0,4%. 1860—1880, en mínus 0.2% 1880—1890 (talið er að 10—15 þús. manns hafi þá flutzt til Ameríku). Næstu þrjá áratugina til 1920 var aukning íbúa um 1% á ári að meðaltali, 1,4% 1920—1930, 1,2% á kreppuára- tugnum 1930—1940 og 1,7% 1940—1950. Hámarki náði aukning mannfjöldans árin 1950—1960, 2,1%. 1961—1965 1,8% 1966—1970 1,1%. Arin 1971—1975 var meðalaukning 1,4% á ári og 0.9% 1976. íslendingar vóru taldir allt að 70—80 þús. frá landnámsöld fram á 17. öld, að ágizkun fróðustu manna. I dag erum við rúmlega 220.000. Þéttbýlismyndun í land- inu hefur svo raskað íbúahlutföll- um einstakra byggða og lands- hluta, eins og raunin hefur og á orðið með breyttum þjóðiífshátt- um iðnþróunar í nágrannalönd- um. Framanritaðar upplýsingar eru úr uppsláttarriti Framkvæmda- stofnunar ríkisins, Mannfjöldi, mannafli og tekjur (júní/77). Hér á eftir verður birtur orðrétt- ur kafli úr riti þessu um mann- fjöidaþróun einstakra byggða (kjördæma) frá síðustu alda- mótum: Reykjavíkur- og Reykjanessvæði „Eins og áður er sagt hefur mannfjölgun á Islandi frá siðustu aldamótum verið 1,4% að meðal- tali á ári. A sama tíma hefur fjölgunin verið 3,7% á Reykjavík- ur- og Reykjanessvæðinu, en 0,15% á landinu utan þess svæðis. Skýringin á þessari miklu aukn- ingu eru hinir miklu flutningar, sem átt hafa sér stað frá öðrum landshlutum á þessu tímabili. Reykjavíkur- og Reykjanessvæð- ið, hefur haft verulegt aðdráttar- afl, sérstaklega eftir að atvinnu- I tæplega 131 þúsund um 59% landsmanna. manns eða Vesturland. Arið 1901 bjuggu 12,5% lands- manna á Vesturlandi, en 6,4% í árslok 1976. tbúum hefur á sam tíma fjölgað úr um 9.770 í 14.030. Fækkað hefur i dreifbýli úr 7.998 árið 1901 í 4.198 árið 1976, en fjölgað hefur á þéttbýlisstöðun- um úr 1.772 í 9.843. Mannfjöldi Vesturlands var um 10 þúsund allt fram til 1950, en eftir það tók að fjölga verulega. Dregið hefur nokkuð úr fækkun í dreifbýli, og veruleg fjölgun varð á Akranesi, í Borgarnesi, i þorpum á Snæfells- nesi og í Búðardal. Vestfirðir. A Vestfjörðum bjuggu 16% landsmanna um siðustu aldamót, Röskir tslendingar I Spánarferð á liðnu ári. Það fer sennilega betur um þá en landa þeirra fyrir rúmlega 90 árum, er fluttust búferlum vestur um haf. tækifærum í hinum dreifðu byggðum landsins fækkaði, sam- hliða tækniframförum, vélvæð- ingu og sérhæfðri verkaskipt- ingu, sem hafði i för með sér bætt lífskjör og vaxandi velmegun. Um aldamótin bjuggu á svæðinu um 12 þúsund manns eða um 15% þjóðarinnar. Arið 1940 bjuggu þar um 47 þúsund manns eða um 39% þjóðarinnar og í árslok 1976 Kjördæmin og húsnæðið: Fæst íbúðarhús / a Vestfjörðum Arið 1975 voru íbúðarhús á tslandi talin 36.519 (rúmmál samtals 21.172 þús.), þar af í þéttbýli 30.356 (rúmmál 19.100 þús.) og í sveitum 6.163 (rúmmál 2072 þús.). Skipting íbúðarhúsnæðis eftir kjördæmum var þá talin: Kjördæmi: Fjöldi Rúmmál húsa. samtals Reykjavík 9.822 9.104.019 Suðvesturland 8.182 4.532.511 Vesturland 2.880 1.732.847 Vestfirðir 2.092 821.932 Norðurland vestra 2.233 835.427 Norðurland eystra 4.561 2.121.384 Austurland 2.516 984.224 Suðurland 4.233 1.598.683 STRJÁLBÝLI en aðeins 4,6% 1976. Þar hefur átt sér stað veruleg fækkun fólks bæði hlutfallslega og i beinum tölum. Ibúar töldust árið 1901 12.481 og 10.051 í árslok 1976. Þróunin á Vestfjörðum hefur um tvennt verið ólík þróun annarra landshluta, fækkun i sveitum hef- ur verið mun örari en í nokkrum öðrum landshluta. Þar var byggt á einhæfari auðlindum en víðast annars staðar, og fjölgun í þétt- býli hefur verið hæg, sérstaklega eftir 1940. A ísafirði voru um 2.000 ibúar árið 1920. Verulegur vöxtur var á næstu áratugum fram til 1940, er íbúar voru um 2.800, en síðan fækkaði ibúum og voru þeir 2.680 árið 1970, en síðan hefur verið nokkur fjölgun. Astæðurnar fyrir sveiflum í vexti fólksfjöldans virðast vera hinn takmarkaði þjónustugrundvöllur Isafjarðar ásamt fólksfækkuninni í nágrannasveitunum. Nokkur fækkun varð í Bolungarvík á milli Meðalævi Islendinga lengist stöðugt með betri Iffskjörum og heilbrigð- isþjonustu. Hér sjást aldraðir í Reykjavfk á samkomu, sem er þáttur f öldrunarþjónustu borgarinnar. Hvern veg er öldrunarþjónustu háttað f strjálbýli á tslandi f dag? 1910 og 1930 úr 800 í tæplega 700 íbúa, en frá '1950 til 1975 jókst íbúafjöldi í Bolungarvík verulega og búa þar nú um 1.100 manns. A Patreksfirði var veruleg fólks- fjölgun á þriðja áratugnum og hélzt hún allt fram til 1965, en hefur siðsn staðið í stað. Aðrir þéttbýlisstaðir á Vestfjörðum hafa aukið íbúatöluna nokkuð að siðustu 10 árum, en fækkað hefur á Flateyri og á þéttbýlisstöðum Strandasýslu. Norðurland vestra. A Norðurlandi vestra fjölgaði frá aldamótum fram til 1940, en siðan hefur mannfjöldinn haldizt nær óbreyttur. Þar voru 9.789 árið 1920 og 10.220 árið 1976, en hlutfallslega hefur þeim fækkað á þessu tímabili úr 10,3% í 4,6% landsmanna. Fækkun í dreifbýli hefur verið tölulega hæg. Veruleg fólksfjölgun hefur átt sér stað á Blönduósi, Sauðárkróki og Hvammstanga, en mikil fækkun á Siglufirði. Hofsós og Skagaströnd hafa nær staðið í stað. Norðurland eystra. A Norðurlandi eystra hefuFver- ið meiri mannfjölgun frá alda- mótum en í öðrum landshlutum utan Reykjavikur- og Reykjanes- svæðisins. Um aldamótin bjuggu þar 11.913, en árið 1976 23.892 eða 15,2% og 11,0% landsmanna. Fækkun hefur orðið í dreifbýli, en aukning í þéttbýli. Munar þar mest um öran vöxt Akureyrar allt fram um 1950, en fram að þeim tíma óx Akureyri umfram lands- meðaltal. A áratugnum 1950—1960 dró úr vexti Akureyr- ar, sem var 1,3% á ári að meðal- tali. Síðan hefur Akureyri vaxið umfram landsmeðaltal eða um 2,2% á ári að meðaltali undanfar- in 10 ár. Veruleg mannfjölgun hefur einnig átt sér stað á öðrum þéttbýlisstöðum síðustu 15 árin og er þar helzt að nefna Dalvik, Ölafsfjörð og Húsavfk af stærri bæjum, en Grenivík og Kópasker af smærri þorpum. Byggð hefur lagzt niður í Flatey á Skjálfanda. Tiltölulega lítill vöxtur hefur ver- ið á Þórshöfn og á Raufarhöfn, en fækkur á Litla-Arskógssandi og Hauganesi svo og á Hjalteyri. Austurland A Austurlandi bjuggu um alda- mótin 13,6% þjóðarinnar, en árið 1976 5,5%. Mannfjöldinn var nær óbreyttur fram til 1960, en frá 1960—1965 varð þar umtalsverð fjölgun. Verulega dró úr fækkun i dreifbýli, en fjölgun varð á þétt- býlisstöðunum. Síðan dregur úr heildarfjölguninni vegna áfram- haldandi fækkunar í dreifbýli, en þéttbýlisstaðirnir hafa haldið áfram að vaxa allt fram á þennan dag. Mestur hefur vöxturinn ver- ið síðustu tvo áratugi á Egilsstöð- um og Höfn i Hornafirði, bæði hlutfallslega og i beinum tölum, en nokkru minni á öðrum stöðum. Fækkað hefur í Borgarfirði eystra. Seyðisfjörður, sem um aldamótin var fjórði stærsti kaup- staður landsins og helzti verzlun- arstaður Austurlands, hefur haft nær óbreytta íbúatölu. Siðastliðin 10 ár hefur þar verið um nokkra fólksfjölgun að ræða. Þá hefur Neskaupstaður einnig vaxið nokk- uð. Suðurland A Suðurlandi bjuggu 17% landsmanna um aldamótin, en 8,6% árið 1976. Fram undir 1950 varð veruleg fækkun íbúa í dreif- býli, en síðan hefur ibúatalan haldizt nær óbreytt gagnstætt þeirri fækkun í dreifbýli sem átt hefur sér stað í öðrum landshlut- um. Eyrarbaki og Stokkseyri voru mikilvægir verzlunarstaðir um aldamótin. Smám saman minnk- aði hlutverk þeirra sem verzlunarstaða, þegar vöruflutn- ingar með bílum yfir Ölfusár- brúna tóku við af sjóflutningum. Ibúum fækkaði allt fram til 1960, en siðan hefur verið um nokkra fólksfjölgun að ræða á báðum stöðum. A öðrum þéttbýlisstöðum hefur verið veruleg fjölgun. Munar þar mest um vöxt Selfoss, svo og Hellu, Hvolsvallar, Hvera- gerðis og Þorlákshafnar. Vík í Mýrdal hefur vaxið mun hægar. Byggð í Vestmannaeyjum óx mjög ört fram til 1930, síðan hægði á vextinum til 1950, milli 1950—1960 var fjölgun íbúa meiri en iandsmeðaltal, síðan dró úr fjölguninni, en hæst varð ibúatala Vestmannaeyja í árslok 1972 um 5.300 manns. Síðan fækkaði ibú- um af völdum náttúruhamfar- anna í ársbyrjun 1973 og voru þeir orðnir um 4.500 í desember 1976.“ 300.000 íslendingar árið 2000: Tæplega 3/s á Reykjavík- ur/Reykjaness-svæðinu Framreiknaður mannfjöldi llklegrar þróunar hér á landi á árabilinu 1975 til 2000 (eftir kjördæm- um) er talin þessi, skv. upplýsingariti Framkvæmdastofnunar rikisins, áætlanadeildar (Mannfjöldi, mannafli og tekjur júnf/1977): Kjördæmi: 1975 1980- 1985 1990 1995 2000 Reykjavík og Reykjanes 129.737 139.221 149.445 159.593 169.278 178.950 Vesturland 14.031 15.002 16.184 17.459 18.722 19.961 Vestfirðir 10.040 10.725 11.541 12.397 13.242 14.091 Norðurland vestra 10.081 10.637 11.330 12.092 12.866 13.642 Norðurland eystra 23.892 25.406 27.266 29.328 31.432 33.515 Austurland 12.007 12.827 13.803 14.876 15.963 17.028 Suðurland 18.839 20.127 21.640 23.264 24.910 26.561 Samtals 218.627 233.945 251.209 269.009 286.413 303.748

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.