Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1978 19 - Viðskipti Framhald af bls. 11. Hér er um mjög vandasamt fram- kvæmdaratriði að ræða, sem skiptar skoðanir eru um, en mark- miðið er að meta getu starfs- manna á objectivan hátt, þannig að stöðuhækkanir séu miðaðar við getu þeirra og dugnað. Þótt laun hækki eftir starfsaldri skv. kjara- samningum, þá skapar starfsald- ur ekki hefðbundinn rétt til stöðu. Tilflutningar milli starfa eru mikið tíðkaðir og er sjalddan að menn séu um kyrrt i sama stjórnunarstarfi lengur en 5—6 ár. Oft hefur þetta í för með sér tilflutning milli borga og jafnvel á milli landa og virtfst mér menn sætta sig furðanlega við þetta, enda gengið út frá því sem for- sendu, þegar starf er hafið hjá fyrirtækinu. Launakerfið er mun sveigjan- legra, en við þekkjum en þó bygg- ist það á ákveðnum grundvallar- lögmálum. í þriðja lagi vil ég svo nefna stöðugar herferðir, sem i gangi eru innan fyrirtækisins í þvi skyni að bæta árangur þess. Slík- ar herferðir eiga oft upptök sín i umburðarbréfi frá aðalfram- kvæmdastjóra en síðan er sett framkvæmdanefnd á laggirnar og starfi hennar fylgt eftir á mjög virkan hátt. Oft endar herferðin með þvi að ákveðnar aðgerðir eru gerðar að föstum lið í stjórnunar- störfum og á þær minnt með handbókum og dreifibréfum. Sem dæmi um þetta vil ég nefna her- ferð gegn slysahættu í verksmiðj- um fyrirtækisins, sem endaði með þvi að slysavarnir voru gerðar að verulegum lið i starfi hvers verk- smiðjustjóra og er fylgst með ár- angri allra verksmiðja á því sviði mánaðarlega. Annað dæmi um herferð, sem gerð var til orku- sparnaðar í öllum verksmiðjum. Sett var á stofn sérstök nefnd, svokölluð „task force“, ráðnir voru utanaðkomandi ráðgjafar, samin handbók og loks komið á mánaðarlegri skýrslugjöf um ár- angur. Bar þetta skjótan verð- mætan árangur. I fjórða lagi vil ég svo nefna mat á fjárfestingum innan fyrir- tækisins. Upphaf fjárfestingar- beiðna er venjulega hjá einstök- um verksmiðjum eða deildarstjór- um og fá þær tvenns konar með- ferð. Gerð er í upphafi athugun innan viðkomandi deildar, bæði tæknileg og fjárhagsleg og er þá fylgt forskriftum um það hvort fjárfestingin stenzt arðsemiskröf- ur, samræmist heildarmarkmið- um fyrirtækisins eða hvort henn- ar er krafist af yfirvöldum eða í kjarasamningum. Ef upphæð fjárfestingar er innan við ákveðna fjárhæð og rúmast undir óráðstöfuðum liðum í fjárfesting- aráætlun ársins, þá er málið af- greitt af viðkomandi deild með undirritun deildarstjóra og næsta yfirmanns hans. Sé upphæð fjár- festingar hins vegar hærri en ákveðið kostnaðarmark, þá er málið sent til hagsýsludeildar fyrirtækisins, sem síðan sendir það áfram ásamt niðurstöðum af athugun sinni til aðalfram- kvæmdastjóra og stjórnar félags- ins. Hagsýsludeildin fylgist einn- ig ásamt endurskoðendum með því að fylgt sé réttum reglum við allar fjárfestingar og að þær skili tilskyldum árangri. Ég ætla ekki að tefja tímann hér lengur með því að segja frá meðferð mála hjá venjulegu er- lendu stórfyrirtæki, en ég held að við gætum bætt opinbera stjórn- sýslu okkar með því að leggja meiri áherzlu á þau atriði, sem ég sérstaklega nefndi, þ.é. kerfis- bundnari stjórnunartækni, bætta starfsmannastjórn, sérstök átök öðru hvoru til þess að bæta árang- ur kerfisins í heild á einstökum sviðum og á ítarlegri meðferð fjárfestingarbeiðna ásamt sam- ræmdu mati á þeim. Þótt mark- mið opinberrar stjórnsýslu séu eðli skv. önnur en hjá fram- leiðslu- og sölufélögum og þótt til opinbera kerfisins veljist menn, sem sérhæfðir eru á öðrum svið- um, þá gilda í raun sömu grund- vallarreglur um það, hvernig hægt er að virkja saman starfs- orku fjölda einstaklinga i þvi skyni, að ákveðnum markmiðum verði náð. Mér sýnist reyndar, að sá greinarmunur, sem gerður hef- ur verið á opinberum starfsmönn- um annars vegar og öðrum vinn- andi mönnum hins vegar sé að hverfa og er verkfallsréttur og væntanleg niðurfelling æviráðn- ingar opinberra starfsmanna spor í þá átt. Starf fjárveitinganefndar Alþingis, K/L — starf og áætlunargerð með gagngerðri skoðun Ég las nýlega athyglisverða ræðu eftir Ellert B. Schram al- þingismann um starfshætti fjár- veitinganefndar Alþingis. Þar kom m.a. fram, að nefndin hafði við undirbúning núgildandi fjár- laga hafnað nýjum útgjaldatillög- um ráðuneyta að fjárhæð um 18 milljarða króna og einungis 280 milljóna útgjöld af 15 milljarða hækkun fjárlaga eru tiikomin vegna tillagna nefndarinnar. Mér varð hugsað til reynslu minnar af kerfisbundnu kostnaðarlækkunarstarfi og þess sem ég hefi lesið um áætlunar- gerð með gagngerðri skoðun eða „Zero-Base Budgeting" eins og það er nefnt á enskri tungu. Kerfisbundið kostnaðar- lækkunarstarf eða E/L-áætlanir er nú talinn ómissandi þáttur í fyrirtækjarekstri víða um heim og ekkert er því til fyrirstöðu að beita þvi við opinberan rekstur. Hér er ekki á ferðinni neins kon- ar töfraformúla, heldur er ein- ungis um það að ræða, að gera aðgerðir til kostnaðarlækkunar að föstum þætti í störfum manna og að glæða kostnaðarvitund þeirra. Um þetta er búinn til starfsrammi, sem felst í undir- búningi að aðgerðum, samsetn- ingu áætlunar um ákveðin mark- mið og síðan framkvæmd áforma og eftirlit með þvi, hver árangur verður. Vissulega er verðbólgan þröskuldur í þessu starfi, og þrátt fyrir það er unnt að mótivera menn til þess að taka þátt i K/L- starfi af atorku, ef rétt er það því staðið. Hitt atriðið, þ.e. áætlunargerð með gagngerðri skoðun sýnist mér stefna að sama marki. Hér er um að ræða aðferð við áætlunar- gerð, sem mun eiga upptök sín hjá bandaríska rafeindavöru- fyrirtækinu „Texas Instruments" og stjórnunarfræðingi að nafni Peter A. Pyhrr. Maður einn hafði verið kjörinn ríkisstjóri í Georgíuriki í Bandarikjunum í árslok 1970. Hann hafði lofað kjósendum sinum gulli og græn- um skógum eins og gengur, en í útgáfu hans hét það „meiri og skilvirkari opinber þjónusta án skattahækkana". Ríkisstjórinn nýi las um stjórnunaraðferð Pet- er A. Pyhrr og ákvað að reyna þær í stjórnsýslu sinni. Fékk hann höfundinn sjálfan til þess að starfa fyrir sig um skeið og varð af þvi glæsilegur árangur, em halda mun nafni ríkisstjórans á lofti. Hann reyndar féll i næstu ríkisstjórakosningum þeirra Georgíumanna þrátt fyrir haldin kosningaloforð. Sárabætur voru þó, að maðurinn, sem heitir Jimmy Carter var síðar kosinn forseti Bandaríkjanna og nú er áællunargerð með gagngerðri skoðun komin í tizku þar i landi og hafa reyndar sprottið af henni ný og athyglisverð afbrigði eins og t.d. svokölluð „sólarlags"- lagasetning, sem takmarkar fjár- stuðning Bandaríkjaþings til ákveðinni verkefnaflokka við 4 ára tímabil, en að þeim tíma liðn- um fellur allur fjárstuðningur sjálfkrafa niður nema þingið ákveði að framlengja hann um næsta tímatil að undangenginni itarlegri skoðun á árangri og kostnaði. Þessi margnefnda aðferð við áætlunargerð byggist á þvi, að allir útgjaldaflokkar eru brotnir niður í kafla og hverjum kafla þurfa að fylgja athugasemdir til réttlætingar útgjöldunum. Utgjöldum er siðan raðað í for- gangsröð og gildir það sama um þá útgjaldaflokka sem fé hefur áður verið varið til og þær út- gjaldaaukningar, sem tillögur eru gerðar um. Aðferðin dregur fram hina ýmsu valkosti i ráðstöfun fjármuna, sem ætíð hljóta að vera takmarkaðir og hún hjálpar við- komandi fjárveitinganefnd eða stjórn að taka fyrr í taumana, þegar fjáreyðsla svarar ekki kostnaði lengur. Hún dregur athyglina að lækkun framlaga ekki síður en hækkun þeirra og hún er ásamt skipulagsbundnu K/L starfi kjörin átylla til þess að takast á við vandamál, sem kannski liggja í augum uppi, en enginn hefur kunnað við að leggja til atlögu gegn. Svo ég vitni aftur I ræðu Ellerts B. Schram, þá segir þar m.a. „að það sé lenzka að halda því við, sem einu sinni hefur verið sam- þykkt“. Hér er vafalaust rétt með farið og við verðum að taka upp aðferðir við stjórnsýslu okkar sem koma í veg fyrir sjálfkrafa endurnýjun framlaga til úreltra verkefna eða tryggja stofnunum eilíft líf, hvernig sem verkefni þeirra þróast. Lokaorð Eg hef hér að framan rætt nokkuð á víð og dreif um við- fangsefni mitt. Ég hef talið að stjórnsýslukerfi okkar þarfnist endurbóta og að afkoma þjóðar- innar yrði betri með sveigjanlegri og skilvirkara stjórnsýslukerfi. Ég hef bent á aðferðir, sem notað- ar eru til þess að hafa stjórn á afkomu fyrirtækja. Ég ætla ekki að ræða hér um samband embættis- og stjórnmálamanna að öðru leyti en því, að leggja áherzlu á, að á milli þessara aðila ríki skilningur og traust og að með þeim sé fyrirfram ákveðin verkaskipting. Stjórnmála- mennirnir þurfa að skilgreina hlutverk sitt, sem hlutverk stefnumótunar og eftirlits, en embættismennirnir að líta á sig sem þjálfaða atvinnumenn með framtak til að leysa vandamál og ná settum markmiðum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að móta nýja stjórnsýslustefnu og ég verð að vona, að þessi ráðstefna Stjórnunarfélags Islands, muni tryggja það enn betur, að hún verði byggð á almennum grund- vallarreglum stjórnunarfræða, með skynsamlegri aðlögun að okkar aðstæðum. — Minning Sveinn Framhald af bls. 23 sterkar taugar til'æskustöðvanna austur í Skaftafellssýslu. Það sýndu best heimsóknir hans á sumrin til átthaganna, en eftir að samgöngur bötnuðu reyndi hann á hverju sumri að skreppa austur á Siðu og í Landbrot. Hann varð að votta æskustöðvunum tryggð sina með heimsóknum þangað. En viðstaðan var sjaldan löng. Starf- ið sat oftast i fyrirrúmi. Sveinn Jónsson var i hópi þeirra sem fannst að það að fara i frí, væri sama og að svikjast um. Sveinn var að eðlisfari alvöru- gefinn og fremur dulur, ekki mik- ið gefinn fyrir að blanda sér i mál manna. Liktist hann mjög að þessu leyti Ölöfu móður sinni. starfið sat oftast í fyrirrúmi. En Sveinn átti til að bera sérstaka kímnigáfu. 1 hópi vina og kunn- ingja var unun að hlusta á Svein segja sögur frá liðnum árum af skaftfellskum mönnum og mál- efnum. Sveinn sýndi félagsskap Skaft- fellinga i Reykjavík ræktarsemi. Hann vann að gróðursetningu í Skaftfellingalundi í Heiðmörk. Þangað lagði hann gjarnan leið sína á góðum sumardögum, eftir að heilsan bilaði og lengri ferða- lög voru úr sögunni. I Skaftfell- ingalundi dyttaði Sveinn að gróðri siðustu árin þótt með bil- aða fætur væri. Hann þráði að komast á vit móður náttúru, þar fann hann vissa fullnægingu og merkilegt má það teljast, að fæt- urnir voru styrkari eftir dvöl i Skaftfellingalundinum í Heið- mörk. Nú hefur Sveinn Jónsson lokið æfistarfi sínu hér á jörð. Hann gat ánægður litið yfir farinn veg því orðstír góðan hafði hann getið sér fyrir hógværð og drengskap. Hann lagði ekki steina i götu ann- arra manna á lifsleiðinni, frekar hitt að hann tindi þá úr vegi. Hann fékk að njóta hamingju á lífsleiðinni; að eiga konu, sem hann dáði, að eignast fjölskyldu, sem gaf honum lífsfyllingu. Sveinn Jónsson hefur örugg- lega kvatt þennan heim sáttur við lífið og tilveruna. Við hjónin þökkum Sveini vin- áttu og samfylgd. Við óskum hon- um fararheilla í nýjum heimi. Lilju, Jóhönnu og öðrum eftir- lifandi ástvinum biðjum við bless- unar á ókomnum árum. Erlendur Einarsson. — Minning Guðný Framhald af bls. 22. hana, góð móðir o^um leið ein- staklega barngóð. Sveinn og hún slitu samvistum árið 1949 og bjó hún fyrst í nokkur ár með dóttur sinni Berg- ljótu þar til Bergljót giftist, en eftir það hélt hún sjálf sitt heimili þar til hún lagðist á sjúkrahús fyrir einu ári. Guðný var mikil trúkona i lífi sinu og mátti aldrei ljótt orð heyra. Hún var mjög listræn hannyrðakona og eftir hana liggja margir tugir fallegra muna sem hún gaf og átti, því hún var sivinnandi alla daga þar til hún fór á sjúkra- húsið. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka henni fyrir að hafa fengið að kynnast henni og vera henni samferða þessi 34 ár, þvi að með kærleikskonu sem henni hafa allir gott af að eiga samleið í gegnum lifið. Með þökk fyrir samfylgdina i gegnum gleðirík ár í ást og skiln- ingi, til hjartkærrar tengdamóð- ur. JAJ. Baðherbergisskápar UANMM (KIA.M J Glæsilegir baðskápar Margar geröir og stærðir Byggingavörur Sambandsins Suóurlandsbraut 32 ■ Simar82033 ■ 82180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.