Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. ó mánuði innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakið. Horf ur í atvinnumálum Mörg undanfarin ár hcfur fremur verið skortur á vinnuafli en vinnu. Raunar hefur spennan á vinnumarkaðnum verið svo mikil. að hún hefur átt þátt í að ýta upp kaupgjaldi og þar með verðlagi, þar sem menn hafa hneigzt til yfirborgana, ef erfitt hefur verið um vinnuafl. Engin áþreifanleg merki eru þess, að breyting sé að verða á þessum yfirspennta vinnumarkaði, en þó telja hinir fróðustu menn sig sjá hana fyrir. í viðtali við Morgunblaðið fyrir nokkru sagði Gunnar Björnsson, formaður Meistarasambands byggingarmanna, að öll spenna væri dottin úr byggingariðnaðinum. Hann kvaðst ekki óttast útlitið í vetur, ef tíð héldist skapleg, heldur í sumar og áfram eftir það. í viðtali þessu segir Gunnar Björnsson: „Það mátti segja, að framundir mánaðamótin nóvember-desember væri ekki of gott að fá menn í byggingarvinnu, en nú eru engin vandræði með það. En þótt ásóknin í sum byggingarstörf sé nú mun meiri en þörfin fyrir vinnuafl, þá segir það ekki alla söguna, því talsvert er um það, að menn, sem eru í vinnu, vilji skipta yfir og tryggja sér vinnu til öruggara tímabils en þeir e.t.v. hafa sem stendur. En eins og ég sagði áðan, þá óttast ég ekki svo mjög ástandið í vetur. Það fer að vfsu svolítið eftir því, hvað mönnum treinist það sem þeir hafa, en úr því það er búið, þá óttast ég verulegan samdrátt.. . Það má svo sem segja, að það hefði mátt slakna á þeirri spennu, sem hefur verið í byggingariðnaðinum undanfarin ár, því að hún hefur að mínu viti verið óeðlilega mikil. Hins vegar óttast ég, að samdrátturinn verði fullör." Þessi ummæli Gunnars Björnssonar eru athyglisverð og svo mun um fleiri, sem þekkingu hafa á byggingariðnaðinum og horfum á sviði verklegra framkvæmda, að þeir óttast töluverðan samdrátt f vinnu að þessum verkefnum loknum á næstu mánuðum og getur það að sjálf- sögðu haft afdrifarfkar afleiðingar fyrir atvinnuástand í landinu. Þegar þessar horfur f atvinnumálum eru hafðar í huga og jafnframt sú mynd, sem við blasir á næstu mánuðum, ef ekkert verður að gert, að atvinnufyrirtæki í fiskvinnslu og sjávarútvegi stöðvist smátt og smátt vegna þess, að þau rísa ekki undir þeim kostnaðarauka, sem 60—80% launahækkanir á tólf mánaða tímabili valda, jafnframt þeim rekstrar- erfiðleikum, sem vaxandi vcrðbólga veldur í atvinnulffinu yfirleitt, sýnist full ástæða til að stjórnvöld og þá ekki síður verkalýðshreyfing- in íhugi, hvað hægt er að gera til þess að koma f veg fyrir, að atvinnuleysi skapist. Það er alkunna, að stöðug óðaverðbólga í langan tíma leiðir að lokum til atvinnuleysis. Núverandi rfkisstjórn hefur haft það að meginmark- miði allt þetta kjörtfmabil að koma í veg fyrir atvinnuleysi og hún hefur m.a. gert það með mjög verulegum erlendum lántökum. Nú er ekki lengur hægt að beita þeirri aðferð vegna þess, að erlendar lántökur okkar tslendinga eru orðnar svo miklar, að lengra verður ekki gengið í þeim efnum. Þess vegna er ekki annað til ráða en taka á vandanum eins og hann liggur fyrir. t forystugrein Morgunblaðsins í gær var talið, að kaupgjald mundi á þessu ári hækka um a.m.k. 30% í framhaldi af 60—80% kauphækkun á sfðustu 12 mánuðum. Nú liggja fyrir nýjar spár, sem benda til þess, að kaupgjald muni jafnvel hækka um 50% á þessu ári og er þá Ijóst, að kaup hefur hækkað á 24 mánuðum um 110—130%. Væntanlega er öllum ljóst, að atvinnuvegir landsmanna standa ekki undir slfkum hækkunum á skömmum tíma. Það meginmarkmið núverandi rfkisstjórnar að halda fullri atvinnu er enn í fullu gildi og það hlýtur hér eftir sem hingað til að vera markmið stjórnvalda að koma í veg fyrir atvinnuleysi. En nú er meiri hætta á ferðum en oft áður og þegar svo er, hlýtur mikil ábyrgð að hvfla á herðum forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Þeir verða að gera sér grein fyrir því, að valið kann að standa milli aðgerðaleysis og atvinnuleysis eða aðgerða og áframhaldandi fullrar atvinnu. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir þvf, að á þeim hvflir sú ábyrgð að standa að og styðja aðgerðir sem nauðsynlegar eru til þess að halda fullri atvinnu. Væntanlega skerast forystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki úr leik, þegar um þessar erfiðu ákvarðanir verður að ræða. Öldrunarþjónusta Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi, gat þess í umræðu um öldrunarþjónustu í Reykjavík, að 10% Reykvíkinga væru 67 ára að aldri eða eldri. Þetta er óvenju hátt hlutfall og þessi aldurs- skipting hefur kallað á stóraukna öldrunarþjónustu, félagslega fyrir- greiðslu og sjúkrahússaðstöðu í höfuðborginni. Á fimm árum hefur Reykjavíkurborg varið 1700 m.kr. til 194 íbúða fyrir aldrað fólk og hjúkrunarheimilis 25 langlegusjúklinga í Hafnar- búðum. Eru þá meðtaldar íbúðir í fjölbýlishúsum aldraðra við Furu- gerði, Eönguhlíð og Dalbraut, sem fullhúnar verða á þessu ári. Það kom og fram í máli Páls Gíslasonar, borgarfulltrúa, að borgin hefur bráðlega rekstur dagspítala fyrir aldraða f Hafnarbúðum, þar sem aldraðir geta notið félagsskapar, fönduraðstöðu og læknis- meðferðar daglangt, þó þeir dvelji annars í heimahúsum. Borgin annast og umtalsverða heimilis- og hjúkrunaraðstoð við aldraða, er kjósa að halda eigin heimili Undirritaður hefur verið fjármögnunarsamningur milli Reykjavík- urborgar og heilbrigðismálaráðuneytis um byggingu B-álmu Borgai'- spftalans, sem hýsa á starfsemi f þágu öldrunarlækninga, hjúkrunar- deild aldraðra og langlegusjúklinga. Framkvæmdir hófust í haust. Hluti þessa húsnæðis kemst í notkun árið 1980, þ.e. 60 sjúkrarúm, en í B-álmunni fullbyggðri verða 180 sjúkrarými. Þó enn sé margt ógert á þessum vettvangi má fullyrða, að ekkert sveitarfélag hérlendis hefur gengið lengra í öldrunarþjónustu en Reykjavíkurborg. Þakkargjörð í Landakirkju MEÐFYLGJANDI myndir tók Sigurgeir í Vestmannaeyjum á þakkargjörd í L:nda- kirkju í fyrrakvöld, en þá voru liðin 5 ár frá upphafi jarðeidanna í Heimaey 23. jan. 1973. Kirkjan var þéttskipuð kirkjugestum eins og ávallt við þakkargjörð á þessum degi síðan eftir gos. Kirkjusókn í Vestmannaeyjum er að jafnaði með miklum ágætum bæði í Landakirkju, hjá Hvítasunnumönnum í Betel, í KFUM og K og hjá Aðventistum, en einmitt um þessar mundir er mikil vakning og gróska í trúarlífi safnaðanna. Þess má geta að upphaf starfs Hvítasunnusafnaðarins og Aðventista á íslandi hófst í Vestmannaeyjum á þriðja áratug þessarar aldar. Við þakkargjörðina í Landakirkju fluttu fulltrúar frá öllum kristnu söfnuðunum í Eyjum ávarp. Guðlaugur Gíslason, alþingismaður: Útfærsla landhek (Jtfærsla landhelginnar — Þróun fiskveiðimála ÞEGAR forseti íslands minntist útfærslu landhelginnar f nýárs- boðskap sínum sagði hann orð- rétt: „Höfum vér í raun og veru gert oss, svo sem vert væri, grein fyrir hvílík stórmerki og tímamót þetta eru í íslandssögunni? Þetta er eins og nýtt landnámsár." Þetta eru orð að sönnu. Með hverri útfærslu landhelg- innar á undanförnum áratugum hefur tsland raunverulega verið að stækka, því verðmætin í hafinu kringum landið eru ekki sfðri en gæði landsins sjálfs, þjóðinni nauðsynleg til að skapa fbúum landsins þá aðstöðu og þau lifs- þægindi, sem við sækjumst eftir og teljum nauðsynleg og sjálf- sögð. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar náði gamla 3ja mílna landhelgin yfir um 11 þús- und ferkílómetra. Með útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur stækkaði lögsagan yfir hafinu í 46 þúsund ferkílómetra. Með út- færslunni i 50 mflur stækkaði lög- sagan í 216 þús. ferkílómetra og loks með útfærslunni í 200 mílur varð lögsagan yfir hafinu í kring- um landið 758 þúsund ferkíló- metrar. Lögsaga Islendinga yfir landinu og hafinu í kringum það hefur því á undanförnum 30 ár- um stækkað úr 114 þúsund fer- kílómetrum í 861 þúsund ferkíló- metra eða nær áttfaldast og var stærsta og árangursríkasta skref- ið óneitanlega stigið með útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 200 míl- ur, sem í raun var útfærsla úr 12 mílum, þar sem 50 mílna útfærsla fékkst aldrei viðurkennd að fullu. Það eru þvi réttilega orð að sönnu, sem forseti landsins sagði í nýársboðskap sínUm, að nýtt land- nám hefur átt sér stað og það í mun rfkari mæli en upphaflega landnámið, sem fyrir stuttu var minnst á viðeigandi hátt. Þróun fiskveiðimála Fyrir nokkru svaraði sjávarút- vegsráðherra fyrirspurn á Al- þingi um stærð þorskstofnsins í heild og stærð hrygningarstofns- ins eins og fiskifræðingar hafa áætlað hann á tímabilinu 1973 til 1978. I svari ráðherra, seem byggt var á skýrslu fiskifræðinga Hafrann- sóknastofnunarinnar komu fram eftirfarandi upplýsingar um þetta atriði. Ömögulegt er að halda þvi fram, að hér sé um æskiiega þró- un að ræða og það sem uggvæn- legast hlýtur að teljast er, að bæði heildarstofn þorskins og hrygningarstofn hafa minnkað einna mest siðasta ár, þegar Bret- ar voru horfnir af miðunum og íslendingar voru svo að segja ein- ir, sem stunduðu þorskveiðar inn- an 200 mílnanna. Heildarstofninn virðist hafa minnkað þetta ár um 195 þúsund tonn og hrygningar- stofninn um 40 þúsund tonn. Með útfærslunni í 200 mílur hafa íslendingar tekið á sig skyld- ur, ekki einasta gagnvart sjálfum sér heldur einnig gagnvart þeim þjóðum, sem viðurkennt hafa út- færsluna þar sem rök fulltrúa okkar á öllum hafréttarráðstefn- um um þessi mál hafa fyrst og fremst verið verndunarsjónarmið fiskstofnanna. Og það má aldrei henda, að fulltrúar okkar á kom- andi hafréttarráðstefnu hafi ekki í forum sínum nægjanleg gögn um að við séum færir um að vernda fiskstofnana á miðunum kringum landið, sem við fengum óskoraðan umráðarétt yfir með viðurkenningunni á 200 mílna út- færslunni. En til þess að svo megi verða hljóta íslensk stjórnvöld, frekar en verið hefur, að gera sér ljóst, að sú þróun þessara mála, sem nú á sér stað, getur ekki haldið áfram. Þorskstofninn á is- landsmiðum hefur á til þess að gera fáum árum minnkað um nær helming (var 1970 talinn 1,9 millj. tonn) og mun meira ef farið er lengra aftur í tímann. Þessari þóun verður að snúa við ef vel á að fara og er það á ábyrgð islend- inga einna hver verður framvinda þessara mála í framtíðinni. Hverjar eru orsakirnár? Um það hefur að sjálfsögðu ver- ið deilt, eins og flest annað í okk- ar ágæta þjóðfélagi. Sunnlendingar hafa haldið því fram að of mikil sókn væri í smá- fisk og ókynþroska fisk á upp- eldisstöðvunum fyrir Norður- Austur- og Vesturlandi. Þeir fyrir vestan, norðan og austan hafa aft- ur svarað því til að ofveiði á hrygningarstöðvunum fyrir Suð- ur- og Suðversturlandi væri ör- sökin fyrir minnkun þorskstofns- ins. Auðvitað eru fullyrðingar beggja aðila eðlilegar og mannleg- ar, þar sem um mikið hagsmuna- mál þessara aðila er að ræða. Hitt er staðreynd, að aðstæður hér á landi eru þannig að veiðar verður að stunda í hafinu út frá báðum þessum landshlutum ef halda á uppi fullri atvinnu allt í kringum landið og ég tel að þetta geti vel gerst, ef nauðsynlegs hófs er gætt í báðum tilfellum. Hagkeðjuhugmyndin, sem 1973 stærð heildar-þorskstofn 1306 þús. tonn þáraf hrygn.: 1974 — 1189 1975 — — 1135 1976 — — 1237 1977 — — 1195 1978 — — 1000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.