Morgunblaðið - 01.02.1978, Side 17

Morgunblaðið - 01.02.1978, Side 17
MOEGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1 FEBRUAR 1978 17 Alkóhólismi er ekki geðsjúkdómur — segir Hilmar Helgason, formaður SAA UNDANFARNA daga hafa birzt í Morgunblaðinu greinar og viðtöl um áfengismál. Tilgangurinn er sá að bregða ljósi á það starf, sem unnið er á sviði áfengismála og kynna mismunandi viðhorf til þess. Fjölmörg félagasamtök vinna merkilegt starf f áfengismálum. þ.á.m. eru Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, SAA, en starf þeirra hefur verið mjög umfangsmikið frá stofnun þeirra á s.l. ári. Hér fer á eftir viðtal við Hilmar Helgason, formann SAA; þar sem hann fjallar m.a. um alkólisma frá sjónarhóli SAA og sem þau viðhorf, sem fram komu í Morgunblaðinu í síðustu viku um tengsl milli alkólisma og geðsjúkdóma: Alkóholismi er ekki geðsjúk- dómur, segir Hilmar Helgason. Engin efast þó um, að drukkinn maður gétur svo sannarlega tal- ist geðveikur. Ég get samþykkt, að sjúkdómurinn sé geðrænn í þá mismunandi mörgu daga, sem sjúklingurinn er að jafna sig. Þá er hann þunglyndur, móralskur og efast gjarnan um andlegt heilbrigði sitt, þegar hann rifjar upp fortiðina. Hann verður hræddur og jafnvel skelfingu lostinn, þegar hann hugsar til baka. Með réttri að- stoð kemst hann yfir þetta á nokkrum dögum, og nú er ekk- ert að, nema vínlöngun, sem öðru hvoru skýtur upp kollin- um við mismunandi kringum- stæður. Það er hluti meðferðar- prógrams alkólista að kenna þeim, hvernig bregðast skuli við, þegar vínlöngunin ásækir þá. Ég álít vínlöngun ekkert skylda geðsjúkdómi. Engum hefur dottið i hug að kalla of feita menn geðveika, vegna þess að þeir ráða ekki við matarlöngun sína, né dettur nokkrum i hug að dæma reyk- ingamenn geðsjúka, þótt þeir geti ekki hætt að reykja. Alko- hólisma á slæmu stigi fylgir andlegt áfall, harmur, sem tekur mismunandi langan tíma að komast yfir. En allir geta komist yfir slíkt vandamál og því fyrr með réttri meðferð og/eða aðstoð AA samtakanna. Ég segi meðferð, vegna þess að tíminn er versti óvinur alko- hólistans, og í meðferð verður hann að fara til að flýta bata sínum. Það verða fleiri en alkohölist- ar fyrir andlegu áfalli. T.d. fólk, sem missir ástvini sína; fólk, sem upplifir óhugnanlega lífsreynslu; fólk, sem lendir í slysum eða örkumlun. Þetta fólk hefur aldrei verið dæmt geðsjúkt. Margt af þvi hefur eflaust þurft á hjálp að halda, en ekkert verið gert i því, vegna þess að tíminn læknar sárin og ekki er hætta á að það „detti í það“ til þess að gleyma og deyfa tilfinningar sínar. Þegar alkohólisti hefur kom- ist yfir harm sinn, reynist hann yfirleitt hinn mætasti maður. Kannske vegna lífsreyi^slu sinnar. Alkohólistar eru yfir- leitt glaðvært fólk, sem nýtur nýja lífsins. Þeir eru oftast bet- ur en í meðallagi gefnir og oft- ast gæddir sérgáfu á einhverju sviði. Vegna nafnleyndar á Is- landi er ekki hægt að nefna lifándi dæmi, en í Bandaríkjun- um eru t.d. fjórir öldunga- deildarþingmenn yfirlýstir alkohólistar, fjölmargir lista- menn (Dick Van Dyke, Garry More, Rita Hayworth). Þá má nefna geimfara, forstjóra margra stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna, lækna, vísinda- menn, kennimenn o.s.frv. o.s.frv. I Bandaríkjunum hefur farið fram viðamikil könnun á sálar- ástandi fólks. I ljós kom, að 4% þjóðarinnar þurfti á aðstoð geð- læknis eða sálfræðings að halda. Hins vegar kom í ljós, að aðeins 2% alkohólista þurfti á slíkri aðstoð að halda. Kemur það vel heima við þá staðreynd, að mér er aðeins kunnugt um að 2 af þeim 230 Islendingum, sem verið hafa á Freeport spít- alanum, hafa leitað sálfræðings eftir að þeir komu heim. — Hefur það sjónarmið, að Hilmar Helgason. alkóhólismi væri ólæknandi geðsjúkdömur komið illa við það fólk, sem á við áfengis- vandamál að etja? — Já, það er staðreynd að alltof margt fólk les bara fyrir- sagnirnar. Eftir slíka staðhæf- ingu kann t.d. atvinnuveitand- inn að spyrja: Er starfsmaður- inn minn geðveikur? Eiginkon- an spyr: Er maðurinn minn geðveikur? Barnið spyr: Er pabbi geðveikur? Skyldu félag- ar mínir vita það? Verra er, að auðvitað lesa alkóhólistar slíka grein til enda. í henni komast þeir að því, að þeir eru ólækn- andi geðsjúklingar; að þeir séu svo illa farnir andlega og líkam- lega, að þeir nái sér aldrei; að þeir séu náttúrulausir o.s.frv. Hvað yrði gert, ef hjarta-, krabbameins-, sykursýki- eða skurðlæknir gæfi svipaða yfir- lýsingu? Verst af öllu er, ef hinn aktivi alkohólisti les þessa grein. Hann hlýtur að telja von- laust að hefja nýtt líf. — Þú telur að alkohólistar nái sér alveg, ef þeir hætta að drekka. — Já, svo sannarlega, og nú höfða ég til almennings. Allir hljóta að þekkja alkohólista, sem hefur náð valdi á vanda- máli sínu. Kannast nokkur við geðveiki, andleg eð líkamleg ör- kuml? Ég bið alla, sem þetta lesa, að hugsa málið. Sjálfur hef ég skemmtilega sögu að segja í þessu sambandi. Fyrir rúmum tveimur árum kynntist ég stórkostlegum manni. Hann var þá ókrýndur foringi útigangsmanna Reykja- vikur. Aður hafði hann verið landsþekktur íþtóttamaður og kaupsýslumaður. Hann lagði sömu atorkuna í drykkjuskap- rnn og í hið fyrrnefnda, og tókst að. drekka frá sér allt, í fyllstu orðsins merkingu. ,,Kerfið“ var búið að dæma þennan mann úr leik, sem andlegt og líkamlegt hrak komst hann í meðferð til Bandaríkjanna og í dag gengur þessi maður hnarreistur um bæinn og tekst á við vandamál sitt af sömu atorku og annað. Margir brosa af velliðan, þegar þeir sjá hann og finnst þeir hafa upplifað kraftaverk. I dag nýtur hann aðdáunar og virð- ingar allra, sem til hansþekkja. I dag hefur hann aðstoðað tugi alkohólista til að hefja nýtt líf. Engan hef ég heyrt efast um andlegt né líkamlegt atgerfi þessa manns. I dag er það ein mesta gæfa lífs míns að þekkja þennan mann. Þessi saga er bjarta hliðin á málinu, og á sér sem betur fer margar hliðstæður. En sú sorg- lega er ósögð, sagan um alko- hólistann, sem vegna fordóma, hindurvitna og vanþekkingar, fær ekki sín tækifæri. Við skul- um vona, að sá tími sé liðinn. Akvörðmi nm hvort boðið verði í heimsmeistaraein- vígið tekin á morgun „VIÐ teljum ekki, að Skáksam- band tslands eigi að leggja á það megináherzlu að fá hingað heims- meistaraeinvígið í skák á næsta ári. Þar er um að ræða fjárhæðir sem við ráðum engan veginn við og teljum okkur þar vera farna nokkuð út fyrir okkar svið,“ sagði Einadar S. Einarsson, forseti Skáksambandsins, á blaðamanna- fundi í gær. „Það yrði einungis ef þeir, sem þegar hafa sýnt áhuga á að fá einvigið hingað, einkum í land- Orðsending frá lögreglunni í Reykjavík LÝST er eftir 33 ára gömlum (jianni, Benedikt Viggóssyni. vistmanni á Kleppsspítala Hann fór frá spítalanum um kl 16:30 s I. sunnudag og hefur ekkert til hans spurst síðan Benedikt er um 1 70 sm á hæð, með millisitt. dökkskolleitt hár, yfirvararskegg og hökuskegg Hann var klæddur dökk- brúnni, hettulausri úlpu með loðkraga og i brúnum skóm Benedikt notar gleraugu, en var ekki með þau, þegar hann fór frá spitalanum Þeir, sem einhverjar upplýsingar geta gefið um ferðir Benedikts Viggóssonar, vinsam- légast láti lögregluna i Reykjavik vita kynningarskyni, byndust samtök- um um að fjármagna þetta og þá skoruðumst við ekki undan að sjá um skipulagningu. í þessu sam- bandi höfum við boðað til fundar með þessum aðilum á morgun þar sem endanleg ákvörðun í málinu verður tekin,,, sagði Einar enn- fremur. Áætlaður kostnaður við ein- vígishaldið er i dag talinn nema 175—200 milljónum en af því færu um 100 milljónir í verðlaun til keppendanna, sagði Einar að lokum. Brotsjór laskaði Víkurberg GK Akureyri 31. jan. VÍKURBERG GK kom til Akureyrar i dag eftir aS brotsjór hafði riðið yfir skipið um 40 milur norðnorðaustur af Raufarhöfn Brú skipsins er nokkuð beygluð að framan og nokkr- ar aðrar skemmdir urðu á skipinu. Festing fyrir áttavita brotnaði og féll áttavitinn i gólfið og sjór komst i örbylgjustöð skipsins. Samkvæmt samtali við vélstjóra Vikurbergs verður væntanlega lokið við bráða birgðaviðgerð á morgun og mun það þá aftur halda til veiða. Vélstjórinn kvað sjóveður hafa verið sæmilegt á þessum slóðum. en þó hafi umrædd- ur gafl risið úr hafi og skollið aII- harkalega á brúnni. Sv.P. Frestur til að skila skattframtölum rann út á miðnætti s.l., en í Reykjavík voru margir á siðasta snúningi með skýrslur sínar og lá því leið margra á Skattstofuna í gærkvöldi eins og myndin sýnir. Ingólfur Jónsson alþingismaður: Féð komist til bænda án þess að fara í verðlagið INGÓLFUR Jönsson, alþingis- maður og ritstjóri Suðurlands, ritar leiðara í ^sfðasta tölublað blaðsins, þar sem hann ræðir vandamál landbúnaðarins, þar sem það fjármagn, sem ætlað er til greiðslu úr rfkissjóði vegna útfluttra landbúnaðarafurða, nægir ekki lengur til þess að jafna þann halla sem af útflutn- ingnum leiðir. Ingólfur vitnar í þessu tilliti til Arna Jónassonar fulltrúa Stéttarsambands bænda og segir að Stéttarsambandið verði að athuga gaumgæfilega, hvort ekki megi nýta fjármagnið á heppilegri hátt fyrir bændur og þjóðfélagið í heild, þannig að það komist til bænda án þess að fara í gegnum verðlagið. í leiðaranum er að því vikið hvernig unnt sé að gera þetta. Þar segir: „Samtökum bænda verði falin ráðstöfun þess og það greitt til bænda á lögbýlum í hlútfalli við bústærð upp að ákveðnu marki, sem hugsanlega gæti verið t.d. 600 ærgildi á búi hjóna og 400 ærgildi á búi einstaklings. Þannig fengju bændur verulegan hluta tekna sinna án þess að þær kæmu i gegnum verðlagið. Þeim yrðu eins og hægt væri tryggðar tekjur af þessari bústærð. Þar sem þetta fé yrði ekki greitt á alla búfjár- tölu í Iandinu, myndi sú lækkun afurðaverðs, sem af þessu leiddi, verða meiri en þau 10% heildar- verðmætis sem reiknað er með. Hugsanlega gæti lækkun afurða- verðs orðið um 15%. Þannig nytu neytendur á Is- landi góðs af þessari méðferð framlags rikisins í þeim hlutföll- um, sem þeir kaupa íslenzkar landbúnaðarvörur. Sala á búvör- um innanlands myndi aukast, ög ennfremur myndi minnka bilið milli framleiðsluverðs okkar og söluverðs á erlendum mörkuðum. Líklegt er að nokkuð myndi draga úr framleiðslu þeirra sem ekki fengju greiðslur af þessu ríkisfé, og þannig er líklegt að dregið ýrði úr framleiðslu á stærstu búunum, þar sem minni tekjur fengjust af því búfé sem er umfram þá bústærð, sem að framan er greind eða önnur. Sala á búvörum úr landi myndi minnka".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.