Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978 Hamingjusöm mæðgin Sævar «f> mamma hans. Rabbað við litla drenginn sem féll Œöfðanum áHiísa- vík og móður telp- unnar sem sagði frá LITLI drengurinn, Sæv- ar Pétursson, þriggja' ára, scm hrapaði í fyrra- dag um 10 metra niður svo tii þverhnípt bjarg í Snásunum í Húsavíkur- höfða, var hinn hressasti þegar Morgunhlaðið ræddi við hann í gær. Sævar litli var kalinn á nokkrum fingrum, en ekki alvarlega. Snjóföl var á syllunni sem Sævar Sævar ásamt móöur sinni, Asu D. Hólmgeirsdóttur. og eldri systkin um slnum. Lindu og Sigurgeir. „Sjórinn er voða stór og ég sá ekki Jón Sör” stöðvaðist á, en frá syll- unni er 40 metra hátt bjarg í sjó og slútir það fram. Sævar lá á bjarg- syllunni í um klukku- stund eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Hér fer á eftir samtal sem fréttaritari Morgun- hlaðsins á Húsavík átti við Sævar í gær: — Var þetta ekki leiðinlegt í gær? — .Jú: mér var lika dálítið niikið kalt. — Hvað varstu að gera þegar þú datzt? — Ég ætlaði að gá að hestun- um. og svo ætlaði ég að kasta snjókúlu í sjóinn. en þá bara rúllaði ég niður. — Varstu ekki hræddur? — Pinulitið. en ég lagðist bara niður. Ég ætlaði fyrst að komast upp. en gat það ekki. svoég lagðist bara niður. — Hvað gerðir þú svo? — — Ég reyndi að kalla. bæði á mömmu og krakkana og svo fólkið í hinum húsunum í götunni heima, en það heyrði bara enginn til mín. — Sástu ekki trillurnar? (Nokkrar trillur voru á veiðum skammt frá landi undir bjarg- inu). — Jú. en sjórinn er voða stór og ég sá ekkí Jón Sör. (Pabbi Sævars er með þann bát j. Meiddir þú þig ekki? Myndin er af berginu þar sem Sævar litli féll niður og má merkja hillurnar í berginu en Sævar féll niður lítið eitt sunn- ar en myndin sénir. — Nei. en i dag. sjáðu. eru komnar blöðrur á þessa fingur. Ég týndi lika vettlingunum minum. en það voru voða góðir vettlingar og það er vont að týna þeim. Morgunblaðið náði einnig tali af Guðrúnu Sigurðardóttur. móður litlu telpunnar 4ra ára Jóhönnu Sigriðar. sem hafði verið að leik meö Sævari litla þegar hann féll í bjarginu. en ummæli he.nnar urðu tíl þess að fullorðna fólkið tók að gruna að ekki væri allt með felldu. ,,Það var fyrir miðjan dag að krakkarnir komu heim og við vissum ekki annað en allt væri i lagi.“ sagði Guðrún. „Það var hundur hérna fyrir utan, svo að telpurnar gleymdu sér alveg i ieik við hann einhvern tíma. Þegar sú litla kom inn var pabbi hennar að búa sig á sjó- inn og þá sagði hún allt i einu: „Pabbi. þú verður að byrja á því að veiða Sævar af þvi hann datt i sjóinn." Nú, telpan er það skýr. að ég vissi undir eins að eitthvað hlaut að hafa gerzt. svo að ég hljóp strax í simann og hringdi i móður Sævars til að vita hvort hann hefði ekki örugglega farið með henni, því að hún hafði brugðið sér i bæinn. Það kom í Ijós að svo var ekki og þá fórum við strax að svipast um eftir drengnum. möðir hans og við hjónin. og það var svo maður- inn minn sem fann drenginn á syllunni og náði honum upp." Heildartek jur Haf nar- fjarðar og hafnarsjóðs af ÍSAL112,3 millj. kr. TEKJUR Hafnarfjarðarkaupstað- ar af Islenzka álfélaginu h.f. voru á árinu 1977 95,8 milljónir króna. Þessi tala er þó bráðabirgðatala, þar sem endanleg tala liggur ekki fyrir. Tekjur þessar, sem eru framleiðslugjald, s'em álverið greiðir, eru nokkuð minni en þær voru á árinu 1976. Þá voru tekjur Hafnarfjarðar 98 milljónir króna, en hluti þeirrar tölu er vegna framleiðslugjalds árið 1975 eða frá 1. október. Stafar það af því, að samningar fóru fram á árinu 1976 um hækkað framleiðslu- gjald og gilti samkomulagið frá 1. október 1975. Arið 1976 voru þess- ar tekjur kaupstaðarins 8 til 9% at heildartekjum Hafnarfjarðar. Þessar upplýsingar fékk Morg- unblaðið í gær hjá Helga Núma- syni, bæjarendurskoðanda í Hafn- arfirði. Helgi sagði að Hafnar- fjarðarhöfn hefði haft 16,5 millj- ón króna brúttótekjur af Straumsvíkurhöfn á árinu 1977. Eru það tekjur af lestargjöldum, hafnsögugjöldum, bátsleigu, þing- gjöld o.fl. Á árinu 1976 nam þessi upphæð 13,2 milljónum króna. Af heildartekjum Hafnarfjarðar- hafnar var þessi upphæð rúmlega 24%. Skákmótið: r Agreiningur úr sögunni SKAKSAMBAND íslands hélt í gær fund með íslenzku stórmeist- urunum Friðriki Olafssyni og Guðmundi Sigurjónssyni til þess að jafna ágreining sem upp hefur komið milli þeirra og Skáksam- bandsins um greiðslu dagpen- inga. Að sögn Einars S. Einars- sonar forseta Skáksambandsins er allur ágreiningur úr sögunni og mun skáksambandið greiða fæðisreikninga íslenzku keppend- anna vegna mótsins eins og þeirra erlendu en hins vegar er ekki um að ræða sérstakar dagpeninga- greiðslur til neinna keppenda. Einar Þorkelsson Vegleg gjöf til Thor Thors-sjóðsins THOR Thors-sjóðnum í New York, sem starfar á vegum American Seandinavian Founda- tion, hefur nýlega borist vegleg gjöf að upphæð 48.500 dollarar, en éins og kunnugt er hefur sjóður þessi m.a. það markmið að styrkja Islendinga til náms 1 Bandaríkjunum. Gjöf þessi barst sjóðnum frá dánarbúi Einars Þorkelssonar f samræmi við erfðaskrá hans. Einar Þorkelsson — segir í fréttatilkynningu frá Islenzk- ameríska félaginu, fæddist í Vest- ur-Skaftafellssýslu árið 1917. Hann fluttist til New York 1942 og starfaði þar sem tízkuhönnuð- ur til dauðadags. Hann lézt í New York 1975. I erfðaskrá sinni gerði Einar ráðstafanir til þess að fé þetta gengi til styrktar fslenzkum námsmönnum í Bandaríkjunum svo og til styrktar amerískum námsmönnum á Islandi. í sam- ræmi við það hefur fé þetta nú verið ráðstafað til Thor Thors- sjóðsins. Sigurður Helgason, formaður félagsins, sem var nákunnugur Einari persónulega, lýsir honum þannig: „Einar var hvers manns hugljúfi og vildi allra götu greiða. Þótt hann byggi svo lengi fjarri ættlandinu, þá var hugurinn ávallt á Islandi, enda ráðstafaði hann eigum sfnum til málefnis, sem hann taldi uppbyggilegt og gæti orðið íslenzku þjóðinni til góðs. Einar var frábærlega hæfur maður og komst langt í sinni grein, enda mikils metinn af stéttarbræðrum sínum“. Gjöf þessi samsvararkr. 1,1 milljón og hefur sjóðurinn eflzt mjög á síðastliðnum mánuðum, þar sem afhending 60 þúsund dollara í tilefni 200 ára afmælis Bandaríkjanna hefur bætzt við sjóðinn auk fyrrgreindrar upp- hæðar. Þannig hefur sjóðurinn aukizt um samtals 108.500 dollara, sem samsvarar 2,3 milljónum króna. Gott veður á loðnu- miðunum en veið- in er enn lítil ÞRATT fyrir bezta veður á loðnu- miðunum NNA af Langanesi f fyrrinótt var veiði ekki mikil. Morgunblaðið fregnaði f gær, að sjómenn teldu að loðnan, sem þarna væri á ferðinni, væri hreint ekki mikil, miklu minni en f fyrra og hitteðfyrra. Loðnuskipin voru f fyrrinótt að veiðum um 50—60 sjómflur NNA af Langa- nesi og virðist loðnan nú ganga hægt suður á bóginn, en allt virð- ist vera mun seinna á ferðinni en f fyrra. Frá því kl. 17 í fyrradag fram til kl. 17 í gær tilkynntu 16 skip um afla, alls 6190 lestir, en 67 skip eru nú við veiðarnar. Fóru flest skipanna með aflann til Raufar- hafnar, Vopnafjarðar og Siglu- fjarðar og tvö fóru til Neskaups- staðar. Skipin, sem tilkynntu um afla, eru þessi: Bjarni Ólafsson AK 200 lestir, Isafold HG 250, Eldborg GK 470, Hilmir SU 470, Örn KE 540, Hrafn Sveinbjarnar- son GK 240, Þórshamar GK 450, Hrafn GK 500, Grindvíkingur GK 610, Loftur Baldvinsson EA 670, Albert GK 520, Arney KE 150, Huginn VE 300, Stapavik SI 300, Víkingur AK 270 og Sandafell GK 250 lestir. 110 kr. fyrir kílóið af 1. flokks þorski EFTIR að stjórn Verðjöfnunar- sjóðs fiskiðnaðarins hafði lokið við að ganga frá nýju viðmiðunar- verði freðfisks vegna þeirrar fisk- verðsákvörðunar, sem ákveðin var fyrir nokkru, tilkynnti Verð- lagsráð sjávarútvegsins nýtt fisk- verð í gær. Fyrir 1. flokks þorsk verða greiddar kr. 110 á kfló, en áður var verðið 98 kr. Fyrir milliþorsk, 1. flokk, verða nú greiddar kr. 89, en áður var verðið kr. 78. Fyrir stórýsu eru nú greiddar 100 kr. en gamla verðið var kr. 86. Fyrir stórufsa verða greiddar kr. 72 á kíló fram til 28. febrúar, en áður var greitt fyrir stórufsa kr. 56. Hæsta verð sem nú verður greitt fyrir kg af fiski er fyrir túðu, sem er 10 kg eða þyngri, og ef miðað er við stórlúðu slægða með haus fást kr. 344 fyrir kílóið. Þá segir í tilkynningunni frá Verðlagsráði, að þegar fiskur sé ísaður í kassa og fullnægi gæðum í 1. flokki greiðast 12% hærra verð og auk þess greiðist 10% hærra verð fyrir 1. flokks lfnu- fisk, og ef línufiskurinn er ísaður í kassa greiðist 14% álag í stað. r Urum stolið INNBROT var framið í Breiða- gerðisskólann í fyrrinótt og stolið fimm úrum, sem þar voru í geymslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.