Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978 27 Jón Sigurðsson — Minningarorð Fæddur 4. nóvember 1902. Dáinn 19. janúar 1978. Fimmtudaginn 19. jan. s.l. lauk Jón Sigurösson ævistarfinu, er hann i lok vinnu fékk hjartaáfall, og fáum stundum síðar var hann allur. Jón var fæddur að Tungu í Skutulsfirði 4. nóv. 1902, sonur hjónanna Sólveigar Guðmunds- dóttur og Sigurðar H. Jónssonar, sem þar bjuggu. Strax á öðru ári missti Jón föður sinn, og stóð þá Sólveig ein uppi með börn sín tvö, Jón ársgamlan og Rannveigu þriggja ára, og má nærri geta, að í erfiðri aðstöðu þeirra tíma hefur umkomulítilli konu með smá börn verið þung lifsbaráttan. 'Jón fylgdi móður sinni í hinar ýmsu vistir næstu árin, enda Sól- veig dugnaðar- og myndarkona og eftirsótt til starfa og sá vel um börn sin. Arið 1913 giftist Sólveig seinni manni sínum, Guðmundi Pálmasyni, og bjuggu þau að Botni i Súgandafirði allt til þess er Sólveig lést 1928. Guðmundur Pálmason lifir enn í hárri elli að Suðureyri. Ungur fór Jón til róðra í Súg- andafirði, og var mestan hluta ævi sinnar sjómaður. Fyrst á mót- orbátum og siðar á togurum, og þótti plássið hans ætíð vel skipað hvar sem hann var í skipsrúmi. Siðustu ár sín til sjós var Jón á M/s Hamrafellinu, og minntist hann oftþeirra tíma með ánægju, og góðra félaga sinna þar. Með Jóni Sigurðssyni kveðjum við góðan. dreng, sem ekki mátti vamm sitt vita i neinum hlut. Hann var ekki fyrir að láta á sér bera, og fremur fáskiptinn að eðl- isfari, en undi sér vel í góðra vina hópi glaðvær og gamansamur, enda mesta tryggðatröll og sann- ur vinur í raun. Verkin hans voru ætíð unnin af samviskusemi og hollustu, sem berlega kom í ljós er hann réðst sem vaktmaður i Landsbankann og Seðlabankann fyrir 10 árum síðan, en dyggari þjón er ekki þar að finna en hann var. Jón var dagfarsprúður og glað- sinna við samstarfsmennina, og átti ætíð vingjarnlegt orð að víkja að þeim, og þá var hann glaðastur ef öðrum gat gert greiða. Jón átti því láni að fagna að vera sérlega heilsuhraustur alla ævi, og þrátt fyrir sinn háa aldur vantaði hann aldrei til vinnu, og kom aldrei of seint þau tíu ár sem hann var i bankanum. Með Jóni og Rannveigu systur hans var alla tfð mjög kært, og nú síðustu árin, eftir að Rannveig fluttist til Reykjavíkur, naut Jón eðliskosta hennar, en Rannveig hefir af einstakri fórnfýsi og hjartahlýju þjónað sömu fjöl- skyldunni alla starfsævi sina. Ég sendi Rannveigu innileg- ustu samúðarkveðjur, en minn- ingin lifir um góðan dreng, sem siglt hefir til hinstu hafnar í ljóss- ins land. Magnús Konráðsson. Jón B. Sigurðsson sjömaður frá Súgandafirði verður jarðsunginn í dag. Hann fæddist í Tungu í Skutulsfirði, ólst upp í Botni í Súgandafirði og síðar á Suður- eyri. Byrjaði ungur sjósóknina. Þá voru þar miklar athafnir í út- gerð og fiskverkun, mest með Jóni Eiríkssyni og Sturlu Jóns- syni, sem allir Súgfirðingar og flestir Vestfirðingar kunna deili á. Þar fékk hann sem unglingur og ungur maður góðan og harðan skóla, sem vel dugði honum eins og mörgum fleiri. Með Oddi Hall- bjarnarsyni reri hann einnig. Þegar leið á þriðja áratuginn losnaði um Jón á Suðureyri eftir að móðir hans var látin. Hann fluttist þá til Isafjarðar og réðst á b.v. Fróða. Þar var hann nokkur ár og einnig á b.v. Hávarði Isfirð- ing. Þegar Hugabátarnir komu til Isafjarðar árið 1934 réðst hann með undirrituðum á Hugin 1. Þar vorum við saman í einn áratug og um það bil hálfan á vélskipinu Gróttu. Eftir það fluttist Jón til Reykjavikur og réðst þar á togara Bæjarútgerðarinnar. Þar var hann lengst af með Einari Thor- oddsen á b.v. Pétri Halldórssyni að mig minnir. Hann endaði sinn sjómannsfer- Minning: Sigurður Jónasson húsasmíðameistari 1 dag er til grafar borinn vinur minn og starfsfélagi, Sigurður Jónasson, eftirlistsmaður. Sigurður var fæddur 31.10. 1923, í Hátúni i Skagafirði. Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson, bóndi, sem er löngu látinn, og kona hans Steinunn Sigurjónsdóttir og lifir hún enn i hárri elli. Áttu þau 10 börn, tvö þeirra dóu á unga aldri en hin eru öll á lífi. Sigurður fór að heimanog lagði stund á húsasmíði og var hann útskrifaður frá Iðnskólanum í Reykjavík 1946. Haustið 1950 varð hann forstöðumaður tré- smiðaverkstæðis Reykjavíkur- borgar, en 1. apríl 1959 réðst hann sem eftirlitsmaður hjá byggingar- fulltrúanum i Reykjavík og gegndi hann því starfi til dauða- dags. Arið 1956 stofnaði hann heimili ásamt eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Rögnu Ragnarsdóttur. Þau eignuðust eina dóttur og er hún fædd 26.9. 1958, en ólu auk þess upp fjögur fósturbörn, Kristin, fæddur 4. ág. 1950, Hall- fríði, fædd 11. apr. 1954, Kristjón, fæddur 21. jan. 1961, og Guðrúnu fædd 12. marz 1968. Heimilið var því stórt á nútíma- | mælikvarða, en þar ríkti samlyndi og ánægja, enda var Sigurður ein- stakur heimilisfaðir, og hhugsaði vel um heimilið, þótt hann hefði í ýms önnur horn að lita, því hann var einstaklega hjálpsamur og þó sérstaklega mörgu öldruðu fólki. Sem vinnufélagi var hann ein- stakur, lipur og hjálpsamur, og í þessi nítján ár, sem við unnum saman, man ég ekki til að Sigurði hafi nokkrun tíma orðið mis- dægurt fyrr en nú i þessum veikindum, er drógu hann til dauða. Sigurður var að eðlisfari mjög dulur maður og mikill trúmaður en flíkaði því ekki. I framkomu var hann brosandi og hlýlegur. Það er mikill söknuður þegar svona góðir menn deyja á besta aldri, en örlögin fær enginn um- flúið. Um leið og ég kveð Sigurð hinstu kveðju sendi ég og allt samstarfsfólk Sigurðar á skrif- stofu byggingarfulltrúa konu hans, barni, fósturbörnum, móður og öðrum ættingjum okkar bestu samúðarkveðjur. Gunngeir Pétursson. il á stærsta skipi, sem Islendingar hafa eignast; t.s. Hamrafelli. Þar hafði hann siglt i nokkur ár, þeg- ar það skip var selt úr landi og með því fór hann siðustu ferðina þegar því var skilað til kaupend- anna. Þessar hugrenningar, í fáum línum, ná yfir langan sjómanns- féríl, eða á fimmta áratug. Hann byrjaði á átta tonna báti á Suður- eyri og endaði á átján þúsund tonnara á heimshöfunum. Jón var einhver sannastí sjó- maður, sem hugsast gat — sjó- maður af lífi og sál. Stór og vörpu- legur, mikill um herðar og vel á sig kominn. Þá var hann ekki siður þéttur í lund, traustur og trygglyndur, samviskusamur, hæglátur og sérlega prúður í allri umgengni. Þessar línur áttu nú ekki að verða miklu fleiri, kannski er sak- laust að geta þess að sámvera okk- ar Nonna á sjónum byrjaði um áramótin 1933 og ’34 á Voninni gömlu frá Akureyri, litlum og lé- legum báti — gamalli hákarla- jagt, sem lappað hafði verið upp á. Vélin bilaði af og til og leki kom að — ef eitthvað reyndi á. Við skröltum þó af vertiðina og bátnum skiluðum við til eiganda, Bjarna Einarssonar skipasmiðs á Akureyri. Hlutur varð rýr — er.da hart í ári, engar tryggingar og almennt atvinnuleysi. Algengt var að menn tóku út tíkall f einu. Ekki er nú lengra síðan svo var ástatt. Bjartsýni og áræði manna bilaði þó ekki. Afram var baslað, nýir og betri bátar byggðir og aðstaða bætt, þótt á ýmsu gengi, birti þó yfir áður en varði og afkoman batnaði smátt og smátt. Best er þó og ánægjulegast að minnast þeirra góðu drengja og dugmiklu sjómanna, sem kostur var á og aldrei fæst full þakkað. Ég kveð Jón B. Sigurðsson með bjartsýni — þessa heims og ann- ars. 1 guðs friði. Ragnar Jóhannsson. Hætta verkfalli Stuttgart, 31. jan. Reuter. HAFNARVERKAMENN í V- Þýzkalandi tóku upp störf að nýju I gær eftir fimm daga verkfall. Þeir höfnuðu hins vegar tilboði atvinnurekenda um 7 prósent launahækkun að lokinni atkvæða- greiðslu og krefjast enn 9 prósent hækkunar eins og áður. Að sögn talsmanns verkalýðsfélags flutn- ingaverkamanna áttu samninga- viðræður að hefjast að nýju fyrir miðnætti í gærkveldi. Lada sport — nýr jeppi Lada sport er fremur stuttur, en hæð undir lægsta punkt er 22 sm. FYRIRTÆKIÐ Bifreiðar og landbúnaðarvélar hefur hafið innflutning á nýrri tegund bif- reiða, Lada 2121 eða Lada sport eins og hann hefur einnig verið nefndur. Er þetta jeppabifreið fjögurra manna með drifi á öll- um hjólum. Lada-verksmiðjurnar hófu á miðju síðasta ári fjöldafram- leiðslu á Lada sport og útflutn- ingur var hafinn nú eftir síð- ustu áramót. Hefur tekið um það bil tvö ár að teikna bílinn og gera með hann tilraunir áður en fjöldaframleiðslan hófst. Lada sport er tveggja dyra auk afturhurðar, Og til að stækka farangurssýmið má leggja niður eftursætin. Vél er fjögurra strokka með ofaná- liggjandi knastás, 86 hestafla, girkassi alsamhæfður fjögurra gíra með skiptingu i gólfi. Er bíllinn alltaf með drifi á öllum hjólum og með mismunadrif á milli fram- og afturdrifs, sem má læsa. Bíllinn er 3,72 á lengd, 1.68 á breidd og hæð 1.64. Hann vegur 1550 kg. en hleðsluþyngd er400 kg. Skv. upplýsingum umboðs- manna er eyðslan talin vera um 9,1 á 100 km og verðið er áætlað 2.4 m. kr. Kennslugagnasýn- ing í Hafnarfirði Kennarafélag Hafnarfjarðar gengst fyrir sýningu á ýmiss kon- ar kennslugögnum og tækjum 1 Víðistaðaskóla um helgina. Þar munu mörg fyrirtæki sýna og kynna þær kennsluvörur sem þau hafa á boðstólum. Sérstakir leið- beinendur verða til að kynna notkun ð hinum ýmsu tækjum. Sýningin hefst á morgun klukk- an 14.00 með þvi að Guðbjartur Gunnarsson, forstöðumaður kennslugagnastöðvar Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur, flytur er- indi um nýsitækni. Sýningin verður opin frá kl. 14.00—18.00 báða dagana og er aðgangur öll- um heimill og ókeypis. Stafsetning eftir framburði Nokkrar stafvillur urðu í erindinu úr Maríukvæði, sem birtist með grein Páls Bergþórssonar í blaðinu í gær, sérstaklega i framburðarstafsetningunni. Erindin eru því birt hér aftur. — Þá voru einnig nokkrar prentvillur í meginmáli greinarinnar, sem þó má lesa í málið. — Blaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Núverandi stafsetning Handritastafsetning Framburðarstafsetning María meyjan skæra Maria meiann skiæra Maria meian sgjæra Minning þín og æra . minning þin og æra minning þín oq æra verðugt væri að færa verdugt være ad færa verðuhqd væri að færa vegsemd þér og sóma vegsemd þier og söma vehqsemd þjer oq sóma svoddan sólar ljóma soddann sölar liöma soddan sólar ljóma þú varst ein ein ein þii varst ein ein ein þú vahrsd ein ein ein þú varst ein ein ein þú varst ein ein ein þú vahrsd ein ein ein þú varst ein þú varst ein þú vahrsd ein svo helg og hrein so helg og hrein so helg oq hrein hæstum vafin blóma. hædstum vafin blöma. hæsdum vavin blóma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.