Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 700.00 kr. é mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Tillögur Al- þýdubandalags Alþýðubandalagið hefur legt fram tillögur um það, hvernig bregðast skuli við þeim vanda i efnahagsmálum, sem nú blasir við I ályktun, sem miðstjórn Alþýðubandalagsins hefur sent frá sér, er gerð grein fyrir þessum tillögum en kjarni þeirra er sá, að nú skuli velja niðurfærsluleiðina svonefndu Lækka á allt verðlag i landinu um 7—10% með verulegri lækkun söluskatts og lækkun verzlunarálagningar Tekjutapi rikissjóðs af þessum sökum á að mæta með skatti á brúttó- tekjur fyrirtækja Skattleggja á verðbólgugróða og draga úr ríkisútgjöldum með hagræð- ingu og sparnaði. Þá að að lækka vexti á atvínnurekstri til þess að ..stuðla að betri rekstri og bættri afkomu atvinnuvega og atvinnuöryggi-' Þegar sá óvenjulegi atburður gerist, að einn stjórnarand- stöðuflokkanna gerir ..tillögur" um hvernig taka eigi á efna- hagsvandanum er full ástáeða til að fjalla sérstaklega um þær Jafnan, þegar vandamál eru i efnahags- og atvinnulifi, sem þarf að leysa, koma fram raddír um, að nú beri að fara „niður- færsluleiðina" Hún hefur einu sinni á síðustu 20 árum verið reynd að marki, á timum minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins 1959, en aldrei síð- an Það eru yfirleítt þeir, sem enga ábyrgð bera. sem leggja til niðurfærslu á verðlagi Sú aðferð er svo flókin og vanda- söm, að telja má hana nánast óframkvæmanlega nema við alveg sérstakar aðstæður Alþýðubandalagið segir að færa eigi niður verðlag með því að fella söluskatt niður að veru- legu leyti í fyrsta lagí er sölu- skattur ekki innheimtur á ýms- um brýnustu lifsnauðsynjum almennings og þær vörur mundu því ekkert lækka i verði. I öðru lagi er auðvitað Ijóst, að almenn lækkun sölu- skatts af þeim vörum, sem hann er lagður á, mundi þýða mjög verulegt tekjutap ríkis- sjóðs, sem yrði að bæta upp með öðrum hætti Það vilja kommúnistar gera með því að leggja sérstakan brúttóskatt á tekjur fyrirtækja Hvaða fyrir- tæki eru það, sem eru svo vel efnum búin, að þau standi undir slikri skattlagningu? Eru það fiskvinnslufyrirtækin, sem verða að óbreyttu rekin með 1 2 mílljarða halla á þessu ári? Eru það útgerðarfyrirtækin, sem að óbreyttu eru i halla- rekstri? Eru það verzlunarfyrir- tækin, sem AJþýðubandalagið vill lækka álagningu hjá enda þótt hún sé nú mun lægri en i viðskiptaráðherratið Lúðviks Jósepssonar?! Ef það er ekkert af þessum atvinnufyrirtækjum hljóta það að vera iðnfyrirtæk- in, sem að mati Alþýðubanda- lagsins hagnast svo mjög, að þau geti staðið undir slikri skattgreiðslu Hvað skyldu for- ráðamenn iðnaðarins og iðn- verkafólk segja um það? Raun- ar lýsir Alþýðubandalagið því yfir i sömu ályktun, að nauð- synlegt sé að létta útgjöldum af atvinnufyrirtækjum til þess að stuðla að atvinnuöryggi Al- þýðubandalagið vill nefnilega láta lækka vexti hjá atvinnu- rekstrinum. En af hverju er nauðsynlegt að mati Alþýðu- bandalagsins að lækka vexti á atvinnurekstri, ef þessi sami atvinnurekstur á að geta staðið undir þúsund milljóna nýrri skattlagningu i formi brúttó- skatts á tekjur? Allir sjá hve mótsagnakennd endaleysa er hér á ferð Lækkun söluskatts á einnig að mæta með hagræðingu og sparnaði í ríkisrekstri. Allír eru sammála um að nauðsyn þess að hagræða og spara í ríkis- rekstri En hvernig á að lækka ríkisútgjöld svo að máli skipti? Morgunblaðið hefur margsinn- is bent á, að það verður ekki gert nema með þvi að endur- skoða útgjöld til stærstu þátta fjárlaganna en það eru útgjöld til almannatrygginga, heil- brigðismála og menntamála Er Alþýðubandalagið nú reiðubú- ið til þess að standa að slikri endurskoðun? Kjarni málsins er auðvitað sá, að tillögur Alþýðubanda- lagsins eru einskis virði Þær eru mótsagnakenndar og óraunhæfar. Niðurfærsluleiðin verður ekki farin að þessu sinni og hún er ekki fær Það vita forystumenn Al- þýðubandalagsins jafn vel og allir aðrir Hins vegar verður ekki hjá því komizt að taka á vandanum og leiðrétta þær röngu ákvarðanir, sem teknar voru i kjaramálum á s I ári og allir sem við sögu kjaramála koma eiga hlut að Verði það ekki gert tekur við óðaverð- bólga og atvinnuleysi. Það er engum i hag, nema kannski einhverjum verðbólgubröskur- um Þjóðin býr nú við góð lifskjör og hún getur haldið þeim með þeim einfalda hætti að gera ekki kröfu til frekari lífskjarabóta á þessu árí Það er ekki mikil fórn !•'rsviknniíili*') í LaiulshanUannim Svarbréf bankastjórnar og rannsóknarlögreglu- stjóra til ráðherra ÓLAFUR Jóhannesson viðskiptaráð- herra las í gær á Alþingi svar banka- stjórnar Landsbanka íslands við fyrir- spurn ráðherrans um fjársvikamálið í Landsbankanum og ennfremur bréf rannsóknarlögreglustjóra ríkisins um málið. Fyrsta dag þingsins eftir jóíafrí þingmanna kvaddi Sighvatur Björg- vinsson alþ.m. sér hljóðs utan dag- skrár og spurði ráðherra um stöðu þessa máls, hvernig upp um það hefði komizt, hvernig að rannsókninni hefði verið staðið og loks hvaða fyrirbyggj- andi ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að slíkt endurtæki sig ekki innan hankans. í framhaldi af þessari fyrir- spurn þingmannsins ritaði Ólafur Jó- hannesson stjórn Landsbankans bréf með fyrirspurn um málið. Ráðherra barst svarbréf frá bankastjórninni 28. janúar s.I. og sama dag framsendi hann bréfið til rannsóknarlögreglu- stjóra til umsagnar og með óskum um frekari upplýsingar ef hann teldi unnt að veita þær. Svarbréf rannsóknarlög- reglustjórans barst í gær og las Ólafur Jóhannesson bæði bréf bankastjórnar- innar og rannsóknarlögreglustjóra á þingfundi í sameinuðu Alþingi í gær. Á eftir ræðu ráðherrans urðu umræð- ur um málið og eru þær raktar á þingsíðu blaðsins í dag, bls. 21. Hér fara á eftir svarbréf banka- stjórnar Landshankans og rannsóknar- lögreglustjóra ríkisins til Ólafs Jó- hannessonar ráðherra viðskipta- og bankamála: Reykjavík, 28. janúar, 1978 Hr. Viðskiptaráðherra Ölafur Jóhannesson, REYKJAVÍK Sem svar við bréfi yðar, herra viðskiptaráðherra, dags. 24. þ.m., vill bankastjórnin upp- lýsa eftirfarandi: Þann 22. desember s.l. ritaði bankastjórnin Rannsóknarlög- reglustjóra rfkisins bréf, þar sem beðið var um, að þá þefear yrði hafin rannsókn á misferli, sem komið hefði fram, að einn af starfsmönnum bankans, Haukur Heiðar, deiidarstjóri ábyrgðardeildar, hefði gprzt sekur um. Nokkru áður hafði eitt af við- skiptafyrirtækjum bankans óskað eftir sundurliðun á kostnaðarreikningi hjá ábyrgð- ardeildinni og hafði þá komið í ljós, að ósamræmi var milli færsluskjais í bókhaldi bank- ans og tilsvarandi færsluskjals í bókhaldi fyrirtækisins. Þegar endurskoðunardeild bankans kannaði hvað mismuni þessum ylli, varð ljóst, að Haukur Heið- ar myndi hafa útbúið tvenns konar færsluskjöl, önnur sem viðskiptamaðurinn greiddi eft- ir, hin með lægri upphæð, sem gengu til bókhalds bankans, en síðan dregið að mismuninn. Var þá beðið um rannsókn þá, sem fyr er getið og enn stendur yfir. Mismunar af þessu tagi hefir orðið vart í um 25 tilvikum á tímabilinu 1970—1977, að báð- um árum meðtöldum, og lúta þau öll að viðskiptum sama við- skiptafyrirtækis. Samtals nem- ur sá mismunur, sem um ræðir í þessum tilvikum nálega 50 millj. kr. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til að hliðstæður fjárdráttur hafi átt sér stað í sambandi við viðskipti annarra fyrirtækja við ábyrgðardeild bankans, en þessa eina, en það verður að sjálfsögðu rannsakað til hlítar. A hinn bóginn hefur Haukur misnotað reikninga sex fyrirtækja til þess að ná því fé, sem hann dró sér, út úr bankan- um. Enn er ekki fullkannað að hve miklu leyti féð hefur verið drégið af bankanum og að hve miklu leyti af viðskiptafyrir- tækinu, en flest bendir þó á þessu stigi til þess, að það sé að mestu af bankanum. Ekkert bendir til að neinn innan bankans sé samsekur Hauki i máli þessu. A því sem hér hefur verið lýst eru kærumál bankastjórn- ar á hendur Hauki Heiðar reist. Rannsókn málsins er hins veg- ar undir forræði og yfirstjórn rannsóknarlögreglustjóra og er það ekki á valdi bankastjórnar að gefa skýrslu um h: na. Af bankans hálfu hefur verið lögð áherzla á að flýta rannsókn málsins eftir því sem það stend- ur í hans valdi. Rannsóknarlög- reglustjóri hefur að beiðni bankastjórnar tilnefnt óháðan, löggiltan endurskoðanda til að hafa yfirumsjón með þeirri gagnavinnslu, sem fram fer í bankanum og starfslið bankans vinnur að. Á þeim rúma mánuði, sem liðinn er siðan mál þetta kom upp hafa farið fram, á vegum bankaráðs og bankastjórnar, ít- arlegar umræður og undirbún- ingur að aðgerðum, sem hrund- ið verður í framkvæmd á næst- unni í því skyni að koma eins og fært er í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Þessar aðgerðir munu eink- um verða tvenns konar: 1 fyrsta lagi verða teknar til endurmats og endurnýjunar allar vinnuaðferðir endurskoð- urtardeildar bankans. Þörfin á slíkri endurnýjun hefur komið til umræðu í bankanum áður. Nú hafa hins vegar verið gerð- ar ráðstafanir til að fá utanað- komandi sérfræðiaðstoð til að annast þetta endurmat án tafar. í öðru lagi verður tekinn upp sá siður sem allsherjarregla að flytja menn til 1 störfum innan bankans á hæfilegu árabili. Þessi siður tíðkast í mörgum -ærlendum bönkum, og þykir hafa marga kosti, en hefur ekki tíðkast hérlendis fyr en Lands- bankinn tók hann upp í nokkr- um mæli fyrir 6—7 árum. Vér leyfum oss að vænta þess, herra viðskiptaráðherra, að þetta bréf svari fyrirspurn yðar. Virðingarfyllst, LANDSBANKI ÍSLANDS — Bankastjórn — Helgi Bergs Björgvin Vilmundarson Reykjavík, 2. febrúar 1978. Með bréfi viðskiptaráðuneyt- isins, dagsettu 30. f.m., barst mér ljósrit af bréfi banka- stjórnar Landsbanka Íslands, dagsettu 28. f.m. i bréfi ráðu- neytisins er þess farið á leit við mig, að ég gefi Alþingi allar þær upplýsingar um gang lög- reglurannsöknar þeirrar, sem lýst er í fyrrgreindu bréfi, er ég telji fært að veita á þessu stigi rannsóknar. Svo sem fram kemur í fyrr- greindu bréfi bankastjórnar- innar var það hinn 22. desem- ber s.L, sem stjórn Landsbanka islands snéri sér til rannsókn- arlögreglustjóra rikisins með beiðni um að hafin yrði rann- sókn á fjármálamisferli, sem komið hefði fram, að Hakur Heiðar, deildarstjóri ábyrgðar- deildar bankans hefði gerzt sekur um. Rannsóknarlögregla ríkisins hóf þegar í stað rann- sókn þessa kæruefnis, og hefir hún staðið yfir sleitulaust síð- an. Við þá rannsókn, sem þegar hefir farið fram, hefir kærði Haukur Heiðar játað að hafa um árabil staðið að stórfelldum fjártökum og misferli með skjöl í sambandi við viðskipti bank- ans og tilgreind fyrirtæki. Þyk- ir í meginatriðum upplýst með hvaða hætti kærði hefir staðið að þessum fjártökum að því marki sem kæruefni og rann- sóknargögn liggja þegar fyrir. Jafnframt beinist rannsóknin að því að ganga úr skugga um, hvort um aðrar fjártökur eða önnur brot hafi verið að ræða en þegar þykir i Ijós leitt. Rannsókn sakarefna máls þessa er eigi lokið enda um- fangsmikil en hefir verið hrað- að eftir föngum og miðar vel áfram. Guðmundur Skaftason, hæstaréttarlögmaður og löggilt- ur endurskoðandi, hefir verið rannsóknarlögreglu ríkisins til ráðuneytis við skipulagningu rannsóknar þessa máls og at- hugun sakargagna, þ.á.m. að því er varðar öflun gagna og greinargerða af hálfu Lands- bankans og athugun bókhalds- gagna frá þeim viðskiptafyrir- tækjum bankans, sem koma við sögu. Þá hef ég tilnefnt Ólaf Nilson, löggiltan endurskoð- anda, til að hafa umsjón með þeirri gagnavinnsiu, sem fram fer innan bankans. A þeim tíma, sem liðinn er síðan mál þetta kom upp, má heita að gögn og greinargerðir af hálfu bankans hafi stöðugt verið að berast eftir því sem kæruefni Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.